Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 24
Heimili Simpson-fjölskyldunar, sem margir kannast við, skartar lágstemmdri en fallegri grasflöt. Af hverju sláum við grasið ígarðinum um leið og þaðverður aðeins of langt? Af hverju erum við með grasflöt í garð- inum í fyrsta lagi? Svarið kemur lík- lega flestum á óvart. Metsöluhöfundurinn og sagnfræðiprófessorinn ísraelski, Yuval Noah Harari, kynnti sér fyr- ir nokkrum árum söguna um þá sérstöku tilhneigingu fólks að hafa vel snyrta grasflöt fyrir framan húsið sitt, eða drauma þess efnis. Grasflatirnar virðast nokkuð til- gangslausar; þær eru ekki fal- legar líkt og margur annar gróður, engan mat er af þeim að fá og ómæld vinna fer í að slá þær í sífellu. Harari deildi niðurstöðum sínum með lesendum í stuttum kafla í bók sinni Homo Deus: A Brief History of Tomor- row sem kom út árið 2016. Sjáðu hvað ég er ríkur Að sögn Harari datt engum það í hug að skella grasi fyrir framan húsið sitt fyrr en á miðöldum; eng- inn keisari Rómarveldis eða Kína bauð fólk velkomið með ómerki- legum grænum fleti. Þegar á mið- aldir var komið hófu hins vegar margir aðalsbornir Evrópubúar að leggja gras fyrir framan híbýli sín. Í þá daga kostaði það mikla vinnu og tíma að sjá um slíkan lúxus og því merki um ríkidæmi og velsæld að halda þess háttar úti. „Sjáðu hvað ég er ríkur og hef efni á mörgum starfsmönnum sem vökva og snyrta þessa grasflöt mína,“ gæti einn að- alsmaðurinn hafa hugsað með sér á sínum tíma. Harari skrifar að með tíð og tíma varð grasflötin eins konar merki um ríkidæmi þess sem lét hirða um hana. Illa hirt flöt sýndi að ekki var allt með felldu í bókhaldinu hjá við- komandi. Þegar molna tók undan veldi aðalsættanna var mörgum þessara aðalsmanna steypt af stóli í hinum ýmsu byltingum en þeir sem tóku sæti þeirra héldu uppi hefðinni. Grænn draumur Þegar fram liðu stundir gátu fleiri motnað sig af rennisléttri og ný- sleginni grasflöt. Fyrst voru það bankamenn, lögmenn og þeim líkir sem tóku upp siðinn. Eftir að iðn- byltingin gekk í garð gat sót- svartur almúginn jafnvel uppfyllt grænan draum sinn, þó í mun minni útgáfu en þeir ríkustu. Þann- ig varð það eitt helsta stöðumerki í úthverfum stórborga Vesturlanda að halda vel sleginn garð fyrir framan hús sitt. Og ekki stöðvaði þróunin þar. Fólk fór að stunda íþróttir, sem áður voru t.d. iðkaðar á möl, á grasflötum og gras var lagt á ýmsum almenn- ingssvæðum. Í dag eru íþróttir jafn- vel stundaðar á tilbúnu efni sem ætl- að er að líkja eftir grasi. Ábyrgðin á Hómer og Marge Harari endar umfjöllun sína á því að spyrja lesandann hvort hann muni ekki hugsa sig tvisvar um nú þegar ákvarðanir um garðinn eru teknar. Sú tilhneiging að vilja horfa fram á vel snyrta grasflöt út um gluggann heima hjá sér sé einungis byggð á hópþrýstingi sem komið var á af evr- ópskum hertogum, stórtækum kap- ítalistum og Simpsons-fjölskyldunni. Aðalsmenn í Evrópu voru á árum áður duglegir við að láta setja upp fyrir sig tignarlegar grasflatir sem voru tákn um grósku í bókhaldi þeirra. Ljósmyndir/Wikipedia Tilgangslaus grasflöt Sitt sýnist hverjum um ágæti þess að halda úti grasflöt við heimili sitt og hvimleitt getur verið að halda henni snyrtilegri. Sagnfræð- ingur segir í bók sinni grasflatir stöðutákn frá miðöldum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Þrjú af fjórum risa- mótum hvers árs í tennisíþróttinni eru leikin á grasflöt. Hvíta húsið, aðset- ur sitjandi Banda- ríkjaforseta, hefur lengi skartað stór- fenglegri grasflöt. Yuval Noah Harari 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.