Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019 S egja má að Bretar taki meira mark á sinni óskrifuðu stjórnarskrá en Ís- lendingar á sinni, sem þó var sam- þykkt af nærri öllu atkvæðisbæru fólki í landinu og staðfest á helgasta reit þjóðarinnar, á hennar stærstu stund við stofnun lýðveldis. Vissulega hafa ýmsir þættir hinnar óskrifuðu bresku stjórnarskrár skýrst í meðförum. Þjóðhöfðinginn hefur enn síðasta orðið um það hver skuli skipaður til að gegna embætti fyrsta ráðherra hans. En sá veruleiki hefur þó tekið breytingum enda venjuréttur áhrifamikill í túlkun og nálgun. Lengi hefur fráfarandi forsætisráðherra ráðið miklu eða mestu um það, hver tekur við af honum, ef þannig háttar til, eins og nú, að flokkur hans hafi áfram meirihluta eða starfhæfan meirihluta í Neðri deild þingsins. Harold Macmillan sem var forsætis- ráðherra 1957-1963 lagði til við drottingu sína að Alec Douglas-Home tæki við af sér þegar óvænt veikindi og spítalalega urðu til þess að hann taldi að forsætis- ráðherraferlinum væri lokið. Veikindin rjátluðust þó af Macmillan, en þá gilti að það er líka of seint að iðrast eftir pólitíska dauðann eins og hinn. The magic circle Það komu allmörg fyrirmenni Íhaldsflokksins að vangaveltum um það hver skyldi taka við kefli for- sætisráðherra. Fyrirmennin voru kölluð til, án nokk- urrar fyrirfram gefinnar reglu. Fékk þessi óræði valdakjarni í framhaldinu heitið „the magic circle“ frá Iain Macleod, sem var þá, eins og Boris Johnson síð- ar, ritstjóri Spectator, og öðlaðist nafngiftin sess í stjórnmálasögunni. En lokaorðið gagnvart drottningunni í Bucking- hamhöll átti rúmfasti forsætisráðherrann. Og Elísa- bet II fylgdi ráðum hans, venju samkvæmt. Macmill- an gerði ekki sína tillögu af því að hann teldi endilega að Alec Douglas-Home væri líklegastur til afreka í embætti. Hann taldi hins vegar að Alec myndi frekar en hinir sem til álita kæmu hlusta á sínar tillögur og verða lengst háður honum. Forsætisráðherraefnið var 14. jarlinn af Home. Og þótt það hefði gengið í fyrri tíð að forsætisráðherra sæti í Lávarðadeildinni og gæti því ekki sótt og varið málstað ríkisstjórnar í Neðri deildinni, þá var það ekki talið ganga upp lengur. Home sagði því erfða- titlinum af sér, en sú fórn fór fyrir lítið, því að Home entist aðeins eitt ár í embættinu en tapaði því þá til Harolds Wilson. (Home er reyndar borið fram sem Hjume í þessu tilviki. Það kom ekki til af góðu. Því í bardaga forðum er liðsforingjar hans hvöttu sína menn til dáða með því að hrópa nafn jarlsins fór illa. Þegar menn jarlsins heyrðu hrópað „home, home“ snerust þeir þegar og héldu „heim“. Þá var framburð- inum breytt í hjume). Hin endanlega ákvörðun um að ófært væri að for- sætisráðherra sæti í Lávarðadeildinni var þó tekin á miklu dramatískari tímum, er heimsstyrjöldin síðari stóð. Þjóðstjórn óhjákvæmileg Þegar að ljóst varð að óhjákvæmilegt yrði að stóru flokkarnir kæmu báðir að því að stýra landinu í gegn- um átök um líf og dauða þjóðarinnar var Verka- mannaflokknum boðin stjórnaraðild. Flokkurinn sagðist vilja axla ábyrgð en gæti ekki setið í stjórn undir forystu Chamberlains. Þegar að forsætisráð- herranum bárust þeir úrslitakostir gat hann ekki þrá- ast við lengur. Mál þróuðust hratt á þeim fáu dögum sem úr var að spila, þannig að tveir menn þóttu koma helst til greina: Halifax utanríkisráðherra og Winston Churc- hill. Þeir Chamberlain og Halifax voru friðardúfur af svipaðri tegund og töldu engan kostnað of mikinn ef með honum tækist að tryggja frið (um hríð). Hvor- ugur þeirra efaðist um einlægan friðarvilja Adolfs Hitlers, ef þess yrði aðeins gætt vandlega að ögra honum ekki til annars. Báðir gældu þeir við friðarsamninga við foringjann þótt stríð væri hafið. Margt ágætt mátti þó segja um Halifax og hann þótti síðar standa sig vel sem sendi- herra í Washington á stríðsárunum. En þótt þjálfaður og virtur diplómat væri þá féll hann fyrir fólum eins og Göring og velti einnig fyrir sér hvort að ekki mæti kaupa sér frið við nasistaforingja með því að láta þá hafa nokkrar portúgalskar nýlendur í meðgjöf. Churchill síðasti kostur En það var ekki aðeins Chamberlain sem hallaðist að því að Halifax væri svarið á þessum válegu tímum. Konungurinn, Georg VI hafði miklar efasemdir um Churchill, og taldi hann ólíkindatól sem varasamt gæti verið að setja í stól forsætisráðherra. Talið er að þrjóska og og undarleg afskipti Churc- hills, þegar hann reyndi að koma í veg fyrir afsögn Játvarðar VIII (árið 1936) hafi setið í konunginum bróður hans. Georg VI átti þó heldur betur eftir að breyta um álit á Churchill. Með þeim tókst mikil og góð persónuleg vinátta sem hélst á meðan báðir lifðu og fluttist þá til arftaka hans, Elísabetar II. Það var ekki einn af helstu kostum stríðshetjunnar að hafa hægt um sig og þegja á þeim stundum þegar að mikið var í húfi. En það tókst Churchill þó að gera á þessari ögurstundu þegar að Chamberlain og kon- ungur reyndu að koma Halifax í leiðtogastöðuna, sem hefðu verið afdrifarík mistök. En það voru ekki aðeins fráfarandi forsætisráð- herra, og hans hátign konungurinn sem vildu ekki Churchill. Sama gilti um meirihluta þingmanna Íhaldsflokksins og leiðtoga Verkamannaflokksins og almenna þingmenn hans. Sá kunni fréttamaður Thor- olf Smith skrifaði læsilega bók um Churchill sem bréfritari eignaðist á útgáfuárinu 1965, árið sem kempan lést. Thorolf lýsir atburðarásinni þannig: „Nú hófust miklar viðræður að tjaldabaki, því að eng- um duldist, að ríkisstjórninni var ekki sætt lengur. En hvað tæki við vissi enginn. Meðal þeirra, sem til- nefndir voru sem forsætisráðherrar, voru Halifax, Churchill og Leo Amery. Flestir íhaldsþingmenn munu hafa hallazt að Hali- fax lávarði sem forsætisráðherra og raunar þingmenn Verkamannaflokksins líka. Flestir þingmenn virtust þeirrar skoðunar, að ekki kæmi til mála annað en mynda nýja ríkisstjórn á breiðum grundvelli með þátttöku Verkamannaflokks- ins. Á annan hátt yrði ekki hægt að sameina þjóðina til hinna miklu átaka, sem framundan hlutu að vera. Einn helzti leiðtogi Íhaldsflokksins, Brendan Brac- ken, kom að máli við foringja Verkamannaflokksins, Clement Attlee, til þess að tala máli Churchills, en Attlee tók því fálega, að Churchill yrði forsætisráð- herra vegna fortíðar sinnar, er hann hefði sýnt verka- lýðshreyfingunni fjandskap. Örlögin úrræðabest Neville Chamberlain var ráðvilltur og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Undir miðnætti leizt honum þannig á málið, að hann gæti ekki haldið áfram sem forsætisráðherra, enda þótt Churchill bæði hann að láta ekki hugfallast vegna atkvæðagreiðslunnar. Undir morgun hallaðist Chamberlain að því, að ráð- legast væri að hann myndaði samsteypustjórn ef Verkamannaflokkurinn féllist á að leggja til ráðherra í slíka stjórn undir forsæti hans. Að lokum lýsti Chamberlain yfir því, að hann teldi að mynda yrði nýja samsteypustjórn með þátttöku Verka- mmannaflokksins. Hann kvaðst vita, að Verka- Samhengi í sviptingum örlaganna Reykjavíkurbréf28.06.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.