Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019
B
ríet Ísis Elfar situr í hægindastól
við stóran glugga, með vinstri fót-
inn hangandi yfir annan stólarm-
inn. Við höfðum mælt okkur mót á
kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur,
sólin er hátt á lofti og Bríet er sumarlega
klædd í hvítan topp og hvítar buxur. Hún seg-
ist oft eyða fjölda klukkustunda á kaffihúsum,
hlustandi á tónlist og skrifandi lagatexta. „Ég
missti óvart af innskráningu fyrir fjarnám í
MH. Ég var í fríi og var utan við mig og missti
af umsóknarferlinu. Þannig að ég var í fríi á
síðustu önn,“ segir Bríet og hlær, en hún stefn-
ir á að klára stúdentsprófið næsta haust. Þrátt
fyrir pásuna hefur hún ekki setið auðum hönd-
um.
Þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul
er Bríet ein vinsælasta söngkona landsins. Lög
hennar fá tugi þúsunda spilana á streym-
isþjónustunni Spotify og fyrr í ár var hún valin
söngkona ársins á Hlustendaverðlaununum og
bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum. Hún gaf út sitt fyrsta lag fyrir tæplega
einu og hálfu ári en hefur engu að síður átt til-
komumikinn og áhugaverðan tónlistarferil
sem hófst þegar hún var aðeins fimmtán ára
gömul í djasshljómsveit sem spilaði kvöldverð-
artónlist á veitingastöðum.
Bríet stendur upp og pantar sér tvöfaldan
latte. Svo sest hún aftur niður, nú með báða
fætur hangandi yfir stólarminn, og leggur
kaffibollann á gluggakistuna. Samræðurnar
berast að æskuárum hennar.
Pabbi ætlaði að verða stjarna
Fyrstu ár ævinnar bjó Bríet í Hafnarfirði, en
fjölskyldan flutti í Grafarvog þegar hún var
þriggja ára gömul. „Þar á ég mínar bestu
minningar. Ég er ótrúlega ánægð að hafa alist
upp í kringum náttúru. Karakter minn mótast
rosa mikið þar,“ segir Bríet, en tólf ára gömul
flutti hún í Laugardal-
inn, þar sem hún býr
enn í dag.
Bríet segir foreldra
sína hafa haft mikil
áhrif á tónlist sína.
„Pabbi ætlaði alltaf að
verða stjarna,“ segir
Bríet, en faðir hennar,
Benedikt Elfar, lagði
fyrir sig bæði leiklist og
tónlist á sínum yngri árum. „Lífið hjá honum
var svo mikið ævintýri. Það er til mikið af
myndböndum í dag þar sem við erum að elda
saman eða setja upp leikrit. Gítarinn var alltaf
uppi við. Ég og pabbi áttum alltaf sérstakt
samband því ég hafði alltaf svo mikinn áhuga á
þessu og hafði svo gaman af tónlist,“ rifjar hún
upp og minnist langra kvölda fyrir framan
tölvuna með föður sínum að skoða tónlist. „Ég
kynnist tónlistarheiminum í gegnum pabba.“
Fljótlega fór Bríet sjálf að fikta í tónlist og
byrjar að semja lög á gítar þegar hún var tólf
ára gömul, en hún segist hafa byrjað að syngja
í svetti með mömmu sinni, Ásrúnu Lailu, sem
hefur stundað svett í tæpa þrjá áratugi og leitt
slíkar athafnir í tólf ár.
Stökk á tækifærið
Þegar Bríet var fjórtán ára gömul kom hún
heim og tilkynnti pabba sínum, honum að
óvörum, að þau væru
bókuð til að spila á tón-
leikum á Íslenska
barnum. Fyrr um dag-
inn hafði Bríet heyrt
útundan sér starfs-
mann Íslenska barsins
minnast á að hann
væri að leita að söng-
atriði fyrir off-venue
tónleika á Iceland
Airwaves. „Ég var rosa mikið þannig að þegar
ég sá tækifæri þá stökk ég á það,“ segir Bríet.
Eftir smávegis taut tókst Bríeti að fá pabba
sinn til að spila með sér. Þegar feðginin mættu
á tónleikana rann upp fyrir þeim að þau hefðu
gleymt gítarsnúru, svo þau báðu flytjandann
sem hafði spilað á undan þeim, ungan hljóð-
færaleikara að nafni Jakob Gunnarsson, að
lána sér snúru.
„Hann þurfti að bíða eftir að við kláruðum til
að fá gítarsnúruna sína aftur, en hann varð
hrifinn af tónlistinni. Eftir tónleikana kom
hann til mín og spurði hvort ég vildi vera með
honum í hljómsveit.“
Jakob, sem var nemandi í FÍH, kenndi
Bríeti að spila djass og sá um að bóka tónleika
á hinum ýmsu veitingastöðum fyrir tvíeykið.
Á miðvikudögum spilaði dúetinn tveggja
klukkutíma löng sett á Íslenska barnum, á
fimmtudögum spiluðu þau tveggja og hálfs
tíma sett á hamborgarabúllu í Skerjafirði, að
nafni Bike Cave, og á laugardögum keyrði
Bríet ein upp í Þrastalund þar sem hún spilaði
á gítar og söng. „Það nennti enginn þessum
giggum [í Þrastalundi] því það var klukkutíma
keyrsla og þriggja klukkutíma prógramm,
þannig að ég fór bara ein og spilaði á gítarinn,
sem er absúrd pæling því ég kann ekkert á gít-
ar,“ segir Bríet og hlær. „Hvort sem giggin
voru góð eða slæm, þá var alltaf eitthvað fal-
legt við þau,“ bætir hún við.
Símtal frá Bubba eftir Samfés
Þegar Bríet var fimmtán ára gömul var hún á
meðal keppenda í annarri þáttaröð hæfileika-
keppninnar Ísland Got Talent, sem sýnd var á
Stöð 2. „Bubbi hringdi í mig og bað mig um að
taka þátt eftir að hafa séð mig koma fram í
Söngkeppni Samfés. Þetta var eitthvað sem ég
ætlaði aldrei að gera og fannst ekki kúl, en ég
gerði þetta samt af einhverri ástæðu.“
Ég vil vera Bríet
Þegar Bríet Ísis Elfar byrjaði að spila djass á veitingahúsum aðeins fimmtán ára gömul gat hún varla ímyndað sér að örfáum ár-
um síðar yrði hún ein vinsælasta poppstjarna Íslands. Ferill hennar hefur einkennst af dugnaði og ólíklegum tækifærum.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Bríet hóf tónlistar-
ferilinn í hæglátum
djassdúett
Morgunblaðið/Hari
’Það nennti enginn þessumgiggum [í Þrastalundi] þvíþað var klukkutíma keyrsla ogþriggja klukkutíma prógramm,
þannig að ég fór bara ein og spil-
aði á gítarinn, sem er absúrd
pæling því ég kann ekkert á gítar.