Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 2
Hefur það sérstaka þýðingu fyrir þig að spila á Gljúfrasteini í Mosfellsdal, þar sem þú ert uppalin í Mosfellsbæ? Já, þetta er svolítið skemmtilegt því þetta er uppeldisbærinn minn, þó ég sé ekki uppalin í dalnum heldur miðsvæðis í Mos- fellsbænum. Sem barn fór ég oft upp að Gljúfrasteini og á degi ís- lenskrar tungu fórum við oft þangað. Mér finnst þetta svolítið merkilegur staður og það verður gaman að fá að spila þarna og glamra kannski aðeins á píanóið hans Halldórs. Þú munt spila eigin lög í sérsniðnum útgáfum á tónleik- unum. Geturðu útskýrt þetta eitthvað frekar? Venjulega eru lögin mín bassadrifin og í rafútsetningu en þetta verður bara gítar- og píanóútsetning. Það verður því kósí stemning á tónleikunum. Hvaða lög muntu leika? Flest lögin verða af plötunni minni sem kom út í fyrra. Svo mun ég spila lög af nýrri plötu sem ekki er komin út, lög sem varla hafa verið spiluð fyrir al- menning. Hvað er framundan í sumar og haust? Ég mun hita upp fyrir Lykke Li í næstu viku. Svo mun ég spila á Lunga, Bræðslunni, Þjóðhátíð og í raun öllum þessum stóru hátíðum í sumar. Hvernig er staðan á nýju plötunni og hvert er þemað? Ég er bæði að semja og taka upp um þessar mundir og fer vonandi að koma henni út á næstunni. Mér finnst þessi plata allt öðruvísi en sú sem kom út í fyrra en maður sér þetta kannski aðeins öðruvísi þegar maður er að semja þetta sjálfur. Það er meira um lifandi tónlist á plötunni og svolítið um djass og fönk. Þetta er svona „up-beat“, skemmtileg tónlist, þó tónlistin á hinni plötunni sé auðvitað skemmtileg líka. Morgunblaðið/Eggert GDRN SITUR FYRIR SVÖRUM Kósí stemning á Gljúfrasteini Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC ÚTSALA 20-80% afsláttur Langar þig í ný gleraugu! Áhyggjur er ekki nægilega metnaðarfullt orð. Það hljómar mein-laust, næstum krúttlegt. Allar áhyggjur eru þurrkaðar út, sunguTímón og Púmba. Hakúna matata. Þeir sem reynslu hafa af áhyggjum, sem ég geri ráð fyrir að séu flestir, vita að fyrirbærið sem um er rætt getur verið dramatískara en það. Þegar einstaklingur finnur sig í þungamiðju mikilla áhyggja getur reynst eins auðvelt að þurrka þær út og það er að þurrka út stormviðri. Slík var tilfinning mín á leiðinni upp á Gatwick-flugvöll í síðustu viku. Vegna bilunar hafði tveimur lestarferðum verið aflýst og samkvæmt út- reikningum mínum þurfti allt að ganga upp til þess að ég kæmist um borð í vélina til Keflavíkur áður en hliðið lokaðist. Ég hafði áhyggjur af að lest- in myndi tefjast frekar, að ég þyrfti að gista á flugvellinum yfir nótt, að komast ekki í vinnuna dag- inn eftir. Áhyggjurnar voru það eina sem komst að. Í hvert skipti sem rödd ómaði í hljóðkerfum lest- arinnar var ég viss um að hún myndi tilkynna mér að öll von væri úti. Ég fór að hafa áhyggjur af að hafa of miklar áhyggjur. Fyrir- sagnir fjölmiðla minna mig sífellt á að of miklar áhyggjur séu slæmar fyrir heilsuna. Það hlýtur að teljast léleg leið til að minnka áhyggjur áhyggjufulls fólks að minna það í sífellu á að áhyggjur þess séu mik- ið áhyggjuefni út af fyrir sig. Ég er sjálfur ekki saklaus í þessum málum, ég hef skrifað margar greinar um áhrif svefnleysis og streitu og kvíða á andlega og líkamlega heilsu. Ég hef áhyggjur af að ég sé hluti af vanda- málinu. Einnig hafði ég áhyggjur af að hafa ekki nægilega miklar áhyggjur. Kannski, hugsaði ég, mun tiltölulegt áhyggjuleysi mitt valda því að ég verði kærulaus og missi af vélinni. Áhyggjur eru, þrátt fyrir allt, ágætis hvati til að gera ýmsa hluti; hlaupa aðeins hraðar, ýta sér aðeins lengra. Ég náði vélinni. Þegar ég settist í sætið mitt kófsveittur og másandi, sessunautum mínum til lítillar ánægju, fannst mér áhyggjur mínar nær óþarfar. Úr fjarska virtust þær litlar og ómerkilegar. Ekki stormviðri, heldur gola. Þegar vélin tók á loft leit ég út um gluggann. Lundúnaborg blasti við mér. Eins og áhyggjurnar virðist borgin stór og jafnvel ógnvekj- andi þegar þú ert í henni, en úr fjarlægð sérðu heildarmyndina. Þessi risa- stóru hús eru í raun ekkert svo stór. Áhyggjuefni Pistill Pétur Magnússon petur@mbl.is ’ Það hlýtur að teljastléleg leið til að minnkaáhyggjur áhyggjufullsfólks að minna það í sífellu á að áhyggjur þess séu mikið áhyggjuefni út af fyrir sig. Þórhildur Bogadóttir Já, ég á 15 ára gamlan kött sem heit- ir Friðrik eftir krónprinsinum. SPURNING DAGSINS Áttu gæludýr? Martyn J. Nei, en ég hef átt bæði hund og kött. Birta Birgisdóttir Já, ég á labradorhund sem heitir Gutti. Eyþór Gunnarsson Já, ég á norskan skógarkött sem heitir Taco. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Haraldur Jónasson Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, spilar lög sín í sérsniðinni útgáfu á stofutónleikum á Gljúfrasteini í dag, sunnudag. Þá hitar hún upp fyrir sænsku tónlistarkonuna Lykke Li á fimmtudag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.