Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 20
Á ASOS fæst úrval ósýnilegra sokka. Þessir fást fimm í pakka á 7 pund, jafngildi 1.100 kr. Sokkurinn hefur fylgt mann-inum í háa herrans tíð og hef-ur lengi verið hluti af tískuvit- und karla og kvenna um heim allan. Sokkarnir sem við klæðumst eru einhvers konar staðhæfing um þann persónuleika sem við höfum að geyma. Stundum er slíkt látlaust; stundum mjög áberandi. Litríkir, köflóttir, röndóttir, mislitir, skærir, einlitir, hvítir eða skítugir sokkar segja oft meira en þúsund orð um manninn. En hvað með þá sem ganga í engum sokkum, eða öllu heldur sokkum sem ekki sjást? Þegar hitnar í veðri verður freist- ingin að klæða sig ekki í sokka mönnum óyfirstíganleg. Íslendingar fara ekki varhluta af þessu þó hitinn láti oft á sér standa. Frelsið, þæg- indin og einna helst hið tímalausa út- lit, sem fylgir ef buxurnar eru ekki skósíðar, fær marga til að klæðast ekki svo mikið sem einu sokkapari vor, sumar og haust. Enginn sokkalaus dans En lífið er ekki eintómur dans á rós- um. Með sokkalausum lífsstíl fylgja, fyrir þá sem klæðast lokuðum skóm að minnsta kosti, hvimleið vanda- mál. Ef fóturinn, sem í skónum er, getur ekki andað nægilega er voðinn vís. Í fætinum er fjöldi svitakirtla og þegar enginn sokkur er til að taka upp svitann myndast alls kyns vandamál. Svo ekki sé minnst á lykt- ina þá geta bakteríur og sveppir tek- ið sér fótfestu í fætinum. Ekki spennandi það. Núningur húð- arinnar, með enga sokka til varnar, við skóinn veldur einnig vanda- málum eins og til dæmis og hæl- særum. Hvað er þá til ráða? Jú, á síðustu árum hafa svokall- aðir ósýnilegir sokkar rutt sér til rúms meðal manna. Sokkarnir eru að sjálfsögðu ekki ósýnilegir heldur sjást ekki þegar skóm er smeygt yfir þá. Og hér er ekki um að ræða hæla- sokka sem ná upp að ökklaliðnum heldur sokka sem ná enn styttra og sjást ekki þótt viðkomandi klæðist mjög lágum skóm. Hefur koma ósýnilegu sokkanna á markað valdið því að vinsældir þess að virðast í engum sokkum hafa auk- ist mikið. Sjá má menn með bera ökkla, í allavega skóm, við allavega klæðnað. Frá strigaskóm við galla- buxur til spariskóa við jakkaföt; ekk- ert útlit er óhult fyrir innrás þess ósýnilega. Í stuttbuxum í brúðkaupi Þessar vinsældir hafa auðvitað ýtt undir að fólk bretti duglega upp á skálmarnar og sýni hvað undir þeim býr. Nú geta menn jafnvel klæðst stuttbuxum við hin hátíðlegustu til- efni. Að mæta t.d. í brúðkaup í stutt- buxum við jakkaföt er ekki bara leyfilegt heldur augljóst merki um mann sem veit hvað hann er að gera. Margir fróðleiksþyrstir netverjar fylgdust með hverju skrefi gesta og brúðhjóna í brúðkaupi knattspyrnu- kappans Gylfa Þórs Sigurðssonar og eiginkonu hans, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, á Ítalíu um daginn. Þar mátti varla sjá sokk á fæti og aug- ljóst að fagnaðarerindi ósýnilega sokksins hefur borist þangað. Nú, eða þar hafa allir skellt sér sokka- lausir í skóna. Það getur ekki hafa boðað gott fyrir lyktina í flugvélinni á leiðinni heim. Dreifa rógburði um sokkana Einhverjir virðast vilja hnekkja á þessari þróun. Þeir segja gamla góða uppháa sokkinn hafa yfirburði yfir þann ósýnilega; vinsældir þess síðarnefnda séu aðeins bóla sem muni springa. Gekk blaðamaður GQ svo langt að segja ósýnilega sokkinn dauðan fyrr á þessu ári. Aðrir segja eðli lága sokksins vera til trafala þar sem hann detti í sífellu af. Enn- fremur finnst fáeinum karlmönnum ráðist á karlmennsku sína þegar þeir neyðast til að spóka sig um í pínulitlum sokkum þegar inn á heimili er komið og skórnir skulu fara af. Segir slíkt óöryggi, eins og sokkavalið, líklega meira um mann- inn heldur en sokkana sjálfa. Þegar blaðamaður skrifar þetta er hann einmitt klæddur í ósýnlega sokka og hefur brett samvisku- samlega upp á buxurnar svo sjáist nú örugglega í (stórfenglega) ökkl- ana. Hvort draga muni úr vinsæld- um ósýnilega sokksins eða þær aukast á næstu misserum skal þó ósagt látið. Það mátti hvergi sjá sokk meðal íslenskra landsliðsmanna í brúð- kaupi á Ítalíu um daginn. Sokkalausa útlitið passar við öll tilefni. Ósýnilegir sokkar eru nauðsynlegir í sumar. Fjölgað hefur mikið í hópi þeirra sem vilja virðast sokkalausir í skóm sínum síðustu ár. Ef ekki á illa að fara fyrir fætinum á fólki þarf þó að klæðast ósýnilegum sokkum sem vernda hann gegn núningi, táfýlu og fleiru. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Bjarga sumrinu Ljósmyndir/Instagram Ljósmynd/Mack Weldon 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu Ný kynslóð málningarefna SUPERMATT Almött þekjandi viðarvörn Djúp og falleg áferð – ekkert endurkast

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.