Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019 07.00 Strumparnir 07.25 Tindur 07.40 Heiða 08.05 Blíða og Blær 08.30 Mæja býfluga 08.40 Skoppa og Skrítla í húsdýragarðinum 09.15 Tommi og Jenni 09.35 Víkingurinn Viggó 09.45 Ævintýri Tinna 10.10 Lukku láki 10.35 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Friends 14.05 Seinfeld 14.30 The Big Bang Theory 14.50 Ellen’s Game of Games 15.30 Splitting Up Together 15.50 I Feel Bad 16.10 Fósturbörn 16.30 Jamie’s Quick and Easy Food 17.00 Atvinnumennirnir okkar 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.05 Britain’s Got Talent 20.15 Britain’s Got Talent 20.35 GYM 21.05 Big Little Lies 21.55 Absentia 22.35 Crashing 23.05 One Nation Under Stress ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 21.00 Nágrannar á norð- urslóðum (e) 21.30 Eitt og annað (e) endurt. allan sólarhr. 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 In Search of the Lords Way 16.30 Kall arnarins 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 21.00 Saga flugsins í 100 ár endurt. allan sólarhr. 14.15 Top Chef 15.00 90210 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby 18.30 Strúktúr 19.05 Lambið og miðin 19.45 Speechless 20.10 Madam Secretary 21.00 Law and Order: Special Victims Unit 21.50 Jamestown 22.40 Pose 23.40 Spectre 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta úr Lauf- ásprestakalli í Þingeyjarsýslu. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Vinnandi fólk. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Reykjavík Midsummer Music 2019. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Blindfull á sólríkum degi. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Minnsti maður í heimi 07.29 Sara og Önd 07.36 Húrra fyrir Kela 07.59 Hæ Sámur 08.06 Söguhúsið 08.14 Letibjörn og læmingj- arnir 08.21 Hvolpasveitin 08.44 Alvinn og íkornarnir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Líló og Stitch 09.45 Reikningur 10.00 Skollaeyja 10.25 Drengjaskólinn 10.55 Joanna Lumley í Japan 11.45 Matur og vísindi 12.35 Menningin – samantekt 13.05 Tímamótauppgötvanir – Vatnsragnarök 13.50 Stansað, dansað og öskrað 15.05 Hið sæta sumarlíf 15.15 Akstur í óbyggðum 16.00 Á Æðruleysinu 16.50 Sagan bak við smellinn – Take My Breath Away 17.20 Á götunni 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.30 Skollaeyja 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Íslendingar 20.40 Löwander-fjölskyldan 21.40 Babýlon Berlín 22.30 Íslenskt bíósumar: Okkar á milli 10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafs- dóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsend- ingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifj- ar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 17 100% Tónlistinn Siggi Gunnars fer yfir 40 vinsælustu lög landsins. Tónlistinn er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðanda og er eini opinberi vinsældalisti landsins.. 17 til 00 K100 tónlist Nicole Kidman er nú hætt að leggja sér maura til munns en segir að ástæð- an sé að þeir séu ekki bragðgóðir. Nicole sagði frá því að hún hefði byrjað að borða maura í viðtali sem tekið var við hana ný- lega. Hún sagði í viðtalinu að hún væri opin fyrir því að prufa flest og reyndi að borða maura en fannst þeir alls ekki góðir á bragðið og gafst því fljótt upp á því. Nicole segir að bragðið af þeim sé súrt og bara skrítið. Hún sagði einnig frá því að hún hefur prufað að borða lirfur, orma og allskonar skordýr. Nicole Kidman hættir að borða maura Fólk sem fer reglulega í sund lítur alltaf svo vel út; er svo heilsuhraust ogútitekið, enda er sund frábær hreyfing og ekki verra að anda að sérfersku lofti í leiðinni. Ég ákvað um áramótin að ég vildi tilheyra þessum heilbrigða hópi sundfólks og skellti mér í laugina eftir tuttugu ára hlé. Ég byrj- aði auðvitað á því að stofna sundklúbb á Facebook, svona eins og maður gerir þegar maður nennir ekki einhverju einn. Klúbburinn fékk það fína nafn Kvöld- s(t)und með Dísu og var völdum vinkonum bætt í grúppuna. Planið var að hitt- ast á hverju þriðjudagskvöldi, synda og spjalla svo í pottinum. Janúar og febr- úar liðu og þriðjudagskvöldin voru heilög í Garðabæjarlauginni. En þá fóru undur og stórmerki að gerast. Sundbakterían lét á sér kræla og margar okkar fóru að halda framhjá klúbbnum og fóru að mæta í tíma og ótíma í sund og þá í ýmsar laugar bæjarins. Nú er svo komið að þegar ég leggst á koddann á kvöld- in hugsa ég um sund; hvenær kemst ég næst í sund? Ég sé fyrir mér sundtökin og finn nánast þessa ein- stöku tilfinningu sem fylgir því að vera í vatninu. Skil ekkert í mér að hafa ekki byrjað löngu fyrr! Nú reyni ég að komast í sund við hvert tækifæri. Ég er stundum mætt um sjö á morgnana og syndi á meðan gömlu karlarnir fylla pottinn. Ég þræði ýmsar sundlaugar bæjarins og fer ekki út á land án þess að synda. Ég hef uppgötvað að sundlaugar eru ansi misjafnar; vatnið í þeim mis- munandi þótt ótrúlegt megi virðast og sturturnar misgóðar. Sturtan í Garðabæ er áberandi kraftmest en þar er ekki verið að spara vatnið. Hins vegar er sturtan í Álftaneslaug- inni álíka glötuð og umferðarljósin hjá Hörpu og varir bunan jafn lengi og ljósin, eða í sirka sjö sekúndur. Ég veit ekki með ykkur, en ég næ ekki einu sinni að þvo á mér aðra öxlina á þeim tíma. Maður er með hausinn fullan af sjampói þegar búmm, allt bú. Sjampó lekur niður í augun og maður fálmar um allan vegginn til að reyna að ýta aftur, til að fá aðra sjö sekúndna bunu. Mögulega þarf undirskriftasöfnum til að laga þetta. Svo þarf að kenna sumu fólki „umferðarreglurnar“ í brautunum. Krakkar mínir, það er synt í hring! Sumir halda að fram og til baka sé málið en það virk- ar illa þegar margir eru um eina braut og verður þá mikið um árekstra. Ég mætti einni í Laugardalslauginni sem átti brautina. Hún þóttist ekki sjá mínar bendingar að færa sig á hinn helminginn og virtist bara alls ekki sjá þegar ég nánast stímdi á hana. Hún virtist heldur ekki heyra þegar ég stoppaði á miðri leið, stóð upp og sagði hátt og snjallt: „Kanntu ekki mannasiði?“ Kannski hefði ég átt að spyrja hvort hún kynni ekki sundsiði en mér datt ekkert annað í hug á þessum tíma. Hún var mögulega bæði blind og heyrnarlaus og þá er henni fyrirgefið; annars ekki! Annars er alltaf fyndið að hitta í sturtunni fólk sem maður þekkir. „Hæ, þú hér, gaman að sjá þig!“ Og allir allsberir. Oft er erfitt að þekkja fólk svona án klæða og ég tala nú ekki um þegar undirrituð er gleraugnalaus og með sjampó í augunum. Þannig gerðist það í vetur að ég hitti gamla leikfimikennarann minn úr MR í sturtunni. Ekki skil ég hvernig henni tókst að þekkja mig aftur eftir 32 ár. Og það án fata. Ég nefni- lega var líklega einn versti nemandi sem sögur fara af í þeim ágæta skóla, þ.e.a.s. hvað leikfimi varðar. Hversu oft fór maður til hennar með arfaslakar af- sakanir til að sleppa því að mæta. Til skiptis gleymdi maður leikfimifötunum eða var að drepast úr túrverkjum. Og þegar kom að því að hlaupa í kringum Tjörnina var nánast grátið; þetta var jú svo erfitt. Kannski er það ástæða þess að ég er henni svona minnisstæð. En nú þremur áratugum síðar hittumst við reglulega í sundi og sameinumst loks í hreyfingu, enda hef ég sem betur fer þroskast eitthvað á þessum árum og sé að hreyfing er lífsnauðsynleg öllu fólki. Ég þarf ekki annað en að horfa á leikifimikennarann, sem er að nálgast áttrætt, til þess að vita að sund er allra meina bót. Ég hef ákveðið að verða eins og hún á mínum efri árum; hávaxin, grönn og spengileg. Veit reyndar ekki hvort ég hækka mikið við sundið en hver veit, það teygist kannski eitthvað úr manni í skriðsundinu. Sturturnar í sundlaugum bæjarins eru misgóðar. Ekki er gott að vera með sjampó í augum þegar bunan hættir og þurfa þá að leita blindandi að takkanum. Sjö sekúndna buna dugar skammt Allt og ekkert Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Hún þóttist ekki sjámínar bendingar aðfæra sig á hinn helming-inn og virtist bara alls ekki sjá þegar ég nánast stímdi á hana. Hún virtist heldur ekki heyra þegar ég stopp- aði á miðri leið, stóð upp og sagði hátt og snjallt: „Kanntu ekki mannasiði?“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.