Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2019 TRATTO model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla MENTORE model 3052 L 201 cm Áklæði ct. 70 Verð 389.000,- L 201 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- STAN model 3035 L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 359.000,- L 206cm Leður ct. 15 Verð 419.000,- JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,- Rauðhærði rokkarinn Eiríkur Hauksson ætlar að æra lýðinn í Eldborg á sextugsafmæli sínu fimmtudaginn 4. júlí. Þar mun hann mæta ásamt fríðu föruneyti hljóð- færaleikara og söngvara. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég var að koma af æfingu og þetta gekk miklu betur en ég þorði að vona. Nú hlakka ég til,“ segir Eiríkur sem segist að sjálfsögðu spila öll sín þekktustu lög. „Fólk fær þau lög sem það býst við að fá. Ég á ekk- ert rosalega marga hittara en ég krydda þetta með þekktum og minna þekktum erlendum lögum sem mér finnst hafa mótað mig sem söngvara og manneskju.“ Eiríkur hlær þegar blaðamaður spyr um hækkandi aldur. „Án þess að ljúga því eina sekúndu þá get ég sagt að það leggst vel í mig að verða sextugur. Ég man að mér fannst asnalegt að verða fertugur, frábært að verða fimmtugur og svo er ennþá betra að verða sextugur. Ég er ungur í anda,“ segir Eiríkur og segist alveg geta hugsað sér að halda afmælistónleika líka á sjötugsafmælinu. „Röddin verður auðvitað tíu árum eldri en af hverju ekki, ef maður hefur heilsu,“ segir Eiríkur og segir alltaf jafn gaman að koma fram og syngja. „Þetta voru mín örlög, það hefði aldrei getað orðið neitt annað. Þetta er lífið sjálft.“ asdis@mbl.is Eiríkur Hauksson hlakkar mikið til að verða sextugur og spila fyrir Íslendinga á fimmtudaginn kemur. Morgunblaðið/Eggert Síungur sextugur rokkari Þann 4. júlí fagnar rokkarinn Eiríkur Hauksson sextugsafmæli sínu með tónleikum í Hörpu. Hann segir gott að eldast enda ungur í anda. „Sjálfstæðisflokkurinn vann á, þó að Framsókn blekkti menn úr öllum flokkum til fylgis við sig.“ Morgunblaðið var ekkert að skafa af því á forsíðu þriðjudag- inn 30. júní 1959 en þá voru kosningar til Alþingis rétt af- staðnar. „Svo sem fyrirfram var vitað vann Framsóknarflokkurinn verulega á við kosningarnar, þó að því fari fjarri, að flokkurinn hafi fengið þann stuðning við andstöðu sína við kjördæma- breytinguna, sem hann hafði vænzt. Hið aukna fylgi er þannig til komið, að Framsókn sjálf hef- ur ekki rétt til að telja sér það til flokkslegs ávinnings og eru allar líkur til þess, að það muni hverfa aftur frá henni við hið fyrsta tækifæri,“ sagði í frétt blaðsins. Enn fremur sagði: „Sjálfstæð- ismenn gerðu sér ætíð grein fyr- ir, að Framsókn mundi við þess- ar kosningar um kjördæma- málið takast að blekkja nokkra af mætum fylgismönnum Sjálf- stæðisflokksins til fylgis við sig. Því eftirtektarverðara er, að flokkurinn kemur sterkari út úr þessum kosningum en nokkru sinni fyrr.“ GAMLA FRÉTTIN Blekkingar Framsóknar „Kosningasjónvarp“ þess tíma. Fjölmargir kynntu sér úrslit alþingiskosning- anna sumarið 1959 á fréttaspjöldum í sýningarglugga Morgunblaðsins. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Mickey Rourke kvikmyndaleikari Bruce Willis kvikmyndaleikari Magnús Geir Eyjólfsson fréttastjóri Mannlífs

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.