Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er nokkuð sem hefur fylgt
ferðaþjónustunni alla tíð og virðist
vera erfitt að stöðva, en að taka nið-
ur svona vörður eru dagleg verkefni
hjá landvörðum,“ segir Hákon Ás-
geirsson, sérfræðingur hjá Umhverf-
isstofnun, við Morgunblaðið.
Umhverfisstofnun vakti nýverið
athygli á því hvimleiða vandamáli
þegar ferðalangar taka upp á því að
raða steinum í hrúgur sem svipar
nokkuð til þeirra fornu varða sem
eitt sinn vísuðu fólki veginn um
sveitir og hálendi landsins. Steina-
hrúgur ferðamanna, sem landverðir
kalla gjarnan „vörtur“, hafa þó eng-
an tilgang og segir Hákon þær geta
skaðað viðkvæma náttúru landsins.
„Þetta veldur skemmdum á um-
hverfinu, sérstaklega grónum svæð-
um, og getur komið af stað rofi þeg-
ar steinar eru teknir úr grónum
svæðum,“ segir hann. „Ef við fjar-
lægjum ekki þessar vörður ýtir það
undir að fleiri myndi svona steina-
hrúgur. Þetta er bara eins og með
utanvegaaksturinn; það er mikilvægt
að afmá förin svo aðrir fylgi ekki á
eftir.“
Nýverið fjarlægði landvörður
steinahrúgu í Þjórsárdal sem staðið
hafði í þó nokkurn tíma í nágrenni
við Hjálparfoss. Taldi varta þessi alls
3.219 steina og tók það landvörðinn
hátt í 1,5 klukkustundir að dreifa úr
grjóthrúgunni. Á meðfylgjandi ljós-
mynd má sjá þegar hann fjarlægir
seinasta steininn.
Aðspurður segir Hákon vörtur oft
myndast við Skógafoss, á Djúpa-
lónssandi og fjölförnum gönguleiðum
á borð við Laugaveginn.
„Þar verða þessar steinahrúgur
mun stærri og færri en á sama tíma
tekur oft langan tíma að fjarlægja
þær,“ segir Hákon.
Vilja ekki vörtur ferðafólks
Landverðir fjarlægja steinahrúgur á hverjum einasta degi
Kallast „vörtur“ Ósiðurinn getur valdið skemmdum
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Náttúra Landvörður fjarlægir
steinahrúgu ferðamanna.
Tónleikar Lykke Li
verða í Hörpu í kvöld
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Sænska tónlistarkonan Lykke Li
spilar í Silfurbergi í Hörpu í kvöld
fyrir hátt í 1.200 manns. Miðasal-
an fyrir tónleikana hefur gengið
þokkalega en hefur tekið vel við
sér nýverið. Ekki er þó enn upp-
selt á tónleikana.
Lykke Li er óvön því að halda
tónleika fyrir svo fámennan áhorf-
endahóp en Steinþór Helgi Arn-
steinsson, skipuleggjandi tón-
leikanna, segir að reynt hafi verið
að fá hana til Íslands í nokkur ár.
„Svo ákvað hún loks að koma.
Hún var með sérstakar kröfur,
hún vildi til dæmis spila í Hörpu
og að þetta yrðu „standandi“ tón-
leikar,“ segir hann.
Lykke Li mætir til landsins í
dag en fylgdarlið hennar og
hljómsveit komu í gær og nýttu
tímann til að skoða bæjarlífið og
keyrðu út á land. Segir Steinþór
að hópurinn sé spenntur fyrir tón-
leikunum.
„Þetta eru tónleikar með lista-
manni sem sinnir ákveðnum hópi
sem er ekki nógu vel sinnt á Ís-
landi. Við sjáum það líka á sölunni
að þetta er nokkuð sem konur
taka vel í því hátt í 80% þeirra
sem kaupa miða eru kvenkyns,“
sagði Steinþór.
Lykke Li er ein eftirsóttasta
söngkona heims í dag og nýtur
einkum hylli yngri kynslóðarinnar.
Aðalsmellur hennar er endurgerð
hennar af I Follow Rivers, sem
hefur náð hátt í 177 milljónum
spilana á streymisveitunni Spotify.
Tónlist hennar flokkast undir indí-
popp, draumapopp og raftónlist og
hefur nýjasta platan, So Sad So
Sexy, fallið aðdáendum hennar og
gagnrýnendum vel í geð.
„Höfum í mörg ár reynt að fá hana“
Vinsæl Lykke Li hefur spilað á fjölda
tónlistarhátíða að undanförnu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
íslenska ríkið þann 17. apríl sl. til að
greiða þremur börnum manns sem
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
3. október 2012 miskabætur. Dóm-
urinn féllst á að íslenska ríkið beri
bótaábyrgð „vegna stórfelldra mis-
taka sem einhverjum starfsmanni
Landspítalans urðu á við umönnun
föður stefnenda“, segir í dóminum,
sem Fréttablaðið greindi frá í gær.
Systkinin stefndu íslenska ríkinu
og kröfðust miskabóta og málskostn-
aðar vegna þess að þau hafi orðið
fyrir miska vegna saknæmrar hátt-
semi starfsmanna íslenska ríkisins.
Hvert um sig fá þau eina milljón
króna í miskabætur auk vaxta og
dráttarvaxta. Einnig fá þau greidd-
an málskostnað, alls 2,4 milljónir.
Hjúkrunarfræðingur, sem annað-
ist sjúklinginn sem lést, og Landspít-
alinn voru ákærð fyrir manndráp af
gáleysi. Þau voru sýknuð af ákær-
unni 9. desember 2015. Í dóminum
frá 17. apríl er rifjað upp að í sýknu-
dóminum hafi verið litið til þess „að
mikið álag hefði verið vegna undir-
mönnunar deildarinnar og að vinnu-
lag og vinnuhraði sem krafist var af
ákærðu [hjúkrunarfræðingnum] og
sundurslitin umönnun hennar með
föður stefnenda vegna mikils álags
og undirmönnunar deildarinnar yrði
ekki metið henni til sakar í refsi-
máli“.
Alvarleg atvik
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, birti í gær forstjórapistil
sem heitir Alvarleg atvik. Tilefni
hans var fjölmiðlaumfjöllun um at-
vikið alvarlega frá 2012.
„Öryggis- og umbótavegferð
Landspítala er okkur alltaf ofarlega í
huga og að þeirri vinnu hafa allir
starfsmenn spítalans komið undan-
farin ár, með einum eða öðrum hætti.
Öryggi sjúklinga er lykilatriði í með-
ferð þeirra í því hraða og afar flókna
umhverfi sem nútíma spítalaþjón-
usta er. Því miður er það svo að við
slíkar aðstæður geta orðið mistök og
í þeirri þjónustu sem við sinnum geta
afleiðingarnar verið mjög alvarlegar
fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
Sömuleiðis eru starfsfólki, sem er
hluti af þeirri atvikakeðju sem til
harmleiksins leiðir, málin afar þung-
bær,“ skrifaði Páll.
Hann skrifaði að á hverju ári verði
12-16 alvarleg atvik, en það er þó
nokkuð breytilegt. Til samanburðar
má nefna að um 400.000 komur eru á
spítalann á ári. Á þessu ári hafa orðið
fjögur alvarleg atvik.
„Það tekur á okkur öll þegar slíkir
atburðir verða og því afar áríðandi
að greina málin vel innanhúss hjá
okkur en það hefur engin áhrif á
hvaða ákvarðanir eftirlitsaðilar eða
lögregla, eftir atvikum, kunna að
taka. Okkar markmið er að læra af
mistökum og gera betur,“ skrifaði
Páll. Hann sagði einnig að frá árinu
2011 hefði spítalinn verið á sérstakri
öryggisvegferð og unnið ötullega að
innleiðingu öryggismenningar. Þeg-
ar eitthvað fer úrskeiðis eru atvikin
skráð og metin. Öll alvarleg atvik
þarf að skrá og tilkynna til embættis
landlæknis. Einnig þarf að tilkynna
skilgreind atvik til lögreglu.
„Alvarleg atvik hjá okkur hafa
gríðarleg áhrif á skjólstæðinga okk-
ar og fjölskyldur þeirra enda gerir
fólk öllu jafna ráð fyrir því að á
Landspítala sé það í öruggri höfn og
starfsfólkið okkar skynji það einnig.
Verkefni okkar er að tryggja með
öllum tiltækum leiðum að sú tilfinn-
ing eigi sér örugga stoð í raunveru-
leikanum og það gerum við best með
opinni öryggismenningu,“ skrifar
Páll að lokum.
Ekki ræst úr undirmönnun
Eins og fram hefur komið var mik-
ið álag á gjörgæsludeild Landspít-
alans vegna undirmönnunar þegar
mistökin voru gerð 2012. Anna Sig-
rún Baldursdóttir, aðstoðarmaður
forstjóra Landspítalans, var spurð
hvort dregið hefði úr álagi og und-
irmönnun síðan þá.
„Það hefur ekki ræst úr því eins og
við hefðum viljað. Við breyttum
verkferlum og vinnulagi sem styður
betur við vinnu hjúkrunarfræðinga
og annarra sem starfa á gjörgæslu
og víðar. Við erum í stöðugu kapp-
hlaupi við að fá fleiri hjúkrunarfræð-
inga. Það er skortur á þeim og einnig
sjúkraliðum,“ sagði Anna.
Miskabætur
vegna mistaka
Ríkið þarf að greiða börnum manns sem lést vegna mis-
taka á Landspítala bætur 12-16 alvarleg atvik verða á ári
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Mistök á gjörgæsludeild leiddu til andláts sjúklings haustið
2012. Börnum hans hafa núverið dæmdar miskabætur.
Alvarleg mistök
» Maður gekkst undir hjarta-
aðgerð haustið 2012 og var í
framhaldi lagður á gjörgæslu-
deild.
» Verið var að þjálfa hann úr
öndunarvél og settur talventill
á barkaraufarrennuna með
ákveðnu millibili.
» Mistök voru gerð við ásetn-
ingu ventilsins og ekki var
kveikt á bjöllu sem átti að gefa
viðvörunarmerki. Varaformaður Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna, Guðmundur Már
Þorvarðarson, segir að von hafi
verið á því að Icelandair myndi
nálgast flugmenn með einum eða
öðrum hætti með einhvers konar
útspil, vegna hagræðinga hjá flug-
félaginu.
„Félagið hefur verið að leita hag-
ræðinga í rekstri og hvaða afkomu
við höfum af því. Félagsmenn
skiptast í margar einingar í sínum
skoðunum,“ sagði Guðmundur.
Icelandair Group hefur rætt við
FÍA um að gera breytingar á svo-
kölluðum flugaukagreiðslum til
flugmanna þar sem forsendur gild-
andi kjarasamnings eru breyttar.
Hann segir að FÍA sé í góðu sam-
bandi við Icelandair: „Við getum
rætt þessa hluti
á góðum nótum
en engin formleg
afstaða, af hálfu
félagsins, hefur
verið tekin um
málið,“ sagði
Guðmundur í
samtali við
Morgunblaðið.
Hann bætti við
að hver svo sem
niðurstaðan yrði í málinu myndu
félagsmenn alltaf hafa orðið.
Innköllun Boeing 737 MAX-vél-
anna hafði töluverð áhrif á rekstr-
arumhverfið, að sögn Guðmundar.
Það vegi örugglega þungt að verið
sé að skoða alla fleti fyrirtækisins í
heild sinni. veronika@mbl.is
Sýna breyting-
unum skilning
Guðmundur Már
Þorvarðarson
Icelandair dró flugaukagreiðslur til
baka FÍA átti von á breytingum