Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
HERRAFATAVERSLUN
BIRGISFÁKAFENI 11 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 553 1170Opið mán-fös 10-18 og lau 11-16 Næg bílastæði
Útsalan í fullum gangi
2 fyrir 1 af allri útsöluvöru
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Hitinn í samfélaginu er að
aukast. Fólk finnur að það styttist
í þetta,“ segir Ísleifur B. Þórhalls-
son, tónleikahaldari hjá Senu
Live.
Rúmar fimm vikur eru í að stór-
tónleikar Eds
Sheerans fari
fram á Laugar-
dalsvelli. Um
tvenna tónleika
er að ræða, 10.
og 11. ágúst.
Uppselt er á
fyrri tónleikana,
30 þúsund miðar
ruku út sem
frægt varð, en
enn eru lausir
miðar í einhver svæði á þá seinni.
Ljóst er þó að tugir þúsunda tón-
listarunnenda munu fjölmenna í
Laugardalinn þessa helgi og því
að mörgu að huga í undirbúningi
hjá Ísleifi og hans fólki.
Óvæntar uppákomur í búðinni
Eitt af stóru atriðunum sem
huga þarf að er afhending miða og
staðfestir Ísleifur við Morgun-
blaðið að farin verði ný leið til að
allt gangi sem best fyrir sig.
„Við sögðum þegar miðasalan
fór af stað að fólk myndi fá papp-
írsmiðana sína þremur vikum fyrir
tónleikana. Til að geta annað öll-
um þessum fjölda þurftum við ein-
hverja miðstöð og úr varð að við
munum opna verslun í Kringlunni
fimmtudaginn 18. júlí. Þetta verð-
ur alvöruverslun, ekki bás, þar
sem fólk getur nálgast miðana
sína og þarna verður líka Ed
Sheeran-varningur til sölu. Svo
verða auðvitað skemmtiatriði,
óvæntar uppákomur og eitthvert
stuð þegar nær dregur. Við send-
um fljótlega út tilkynningu og
póst á alla kaupendur með ítar-
legum upplýsingum um allt varð-
andi miðaafhendinguna og allt
fyrirkomulag varðandi miðamál
og verslunina.“
Hittu Ed Sheeran í Portúgal
Ísleifur segir að mikið sé lagt
upp úr því að samgöngur til og
frá Laugardalsvelli gangi sem
best fyrir sig. Einhverjum götum
verði lokað í nágrenni vallarins
og tónleikagestir eru hvattir til
að koma ekki á bíl, því framboð
af bílastæðum í kringum völlinn
sé takmarkað.
„Þetta er auðvitað gríðarlegur
fjöldi og við hvetjum þá sem geta
labbað til að gera það og þá sem
geta hjólað að gera það, það
verður sérstakur staður til að
geyma reiðhjól. Einnig munum
við tryggja að leigubílar eigi
greiða leið í gegnum lokanir að
vellinum. Svo verða ókeypis sæta-
ferðir til og frá Kringlunni, fyrir
og eftir tónleika, svo það er góð-
ur kostur fyrir þá sem vilja eða
þurfa að vera á bíl að koma sér í
Kringluna og skilja bílinn eftir
þar. Auk þess verður ókeypis í
strætó á höfuðborgarsvæðinu á
tónleikadag gegn framvísun tón-
leikamiðans.“
Ed Sheeran er á tónleikaferð
um heiminn og fór hópur á vegum
Senu Live til Portúgals á dög-
unum til að kynna sér tónleika-
haldið. „Við fórum tvo daga í röð
og annan daginn hittum við Ed
Sheeran sjálfan. Hann var bara að
fá sér að borða eins og hver annar
starfsmaður þarna baksviðs,“ seg-
ir Ísleifur og hlær.
Bað um landsliðstreyju
Íslenski hópurinn heilsaði að
sjálfsögðu upp á stjörnuna, sem
tók þeim vel. „Hann sagðist vera
mjög spenntur fyrir því að koma
til Íslands, spenntastur af öllum
þeim stöðum sem hann heimsækir
á ferð sinni. Ekki minnkaði spenn-
an þegar við sögðum honum að
það væri örugglega heimsmet
hvað væri búið að selja mikið af
miðum á tónleikana hér.“
Frægt varð á síðasta ári þegar
Ed Sheeran birti myndir á sam-
félagsmiðlum af sér í íslensku
landsliðstreyjunni þegar karla-
landsliðið keppti á HM í Rúss-
landi.
„Hann fór einmitt að tala um
landsliðið við okkur og spurði
hvort það væri séns að fá treyju
þegar hann kemur og bað okkur
að bjóða landsliðinu á tónleikana
fyrir sína hönd. Við erum búnir að
koma því til skila og erum að
kanna hvort við getum ekki fengið
treyjuna áritaða,“ segir Ísleifur.
Opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni
Tugir þúsunda Íslendinga búa sig undir stórtónleika Sheeran spenntur fyrir Íslandsheimsókn
Ed Sheeran Tónlistarmaðurinn geðþekki er spenntur fyrir Íslands-
heimsókn sinni í næsta mánuði. Tugir þúsunda sækja tónleika hans hér.
Ísleifur
Þórhallsson