Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Kristín Heiða Kristinsdótti khk@mbl.is Mér finnst fáránlegamerkilegt að vera tilyfirhöfuð. Mér finnststundum grillað að ég standi í jógasal og ómi með fullt af fólki en á sama tíma finnst mér það frábært. Ég skil vel ef einhver segist ekki hafa búist við þessu af mér en maður þekkir fólk minna en maður heldur. Allir eru að burðast með eitt- hvað og með því að leyfa sér að vera berskjaldaður þá tengir maður við fólk. Nú leyfi ég bóhemþræðinum í mér að koma fram út á við. Sumum finnst eitthvað misjafnt um það sem ég skrifa en ég legg mig fram um að orða hlutina þannig að þeir hafi víða skírskotun. Þetta snýst ekki um að bera á torg persónulega hluti og stundum er þetta Cheerios- heimspeki hjá mér en það er allt í lagi, það sem mér finnst er ekkert endilega réttara en eitthvað annað. Ég er bara náungi sem finnst gaman að gera þetta og vil deila því með öðrum. Ef ég næ til einnar mann- eskju sem fer að gera eitthvað nýtt og uppbyggilegt, hvort sem það er jóga eða eitthvað annað, þá er ég ánægður. Það gleður mig ef ég næ að sá einhverjum fræjum,“ segir lög- fræðingurinn Jóhann Magnús Jó- hannsson, jógaiðkandi og jógakenn- ari til tveggja ára, en hann heldur líka úti fésbókarsíðunni Jóga Jói, þar sem hann setur fram vangavelt- ur um lífið og tilveruna og um jóga. Gott að taka niður varnir „Ég vissi ekkert um jóga og féll alls ekki fyrir því í fyrsta tíma. Ég mætti reglulega og leið vel, líka þeg- ar ég þurfti að gera erfiðar og krefj- andi æfingar. Eitthvað dró mig áfram að þessu,“ segir Jói sem skráði sig í framhaldinu í jógakenn- aranám. „Ég er frekar innhverfur og á alveg nóg með sjálfan mig og vil ekki vera að predika yfir öðrum en kenn- arinn hvatti mig til að vera ekki nískur á mig, gefa meira af mér. Nú finnst mér gott að taka niður varn- irnar þegar ég er að kenna og tengja við fólk. Fyrir mér er stór partur af jóga að horfa inn á við og margt hef- ur komið mér á óvart. Ég er vísinda- lega þenkjandi og vil skilja hlutina en það er eitthvað í andlega hlut- anum í jóga sem höfðar til mín,“ seg- ir Jói og bætir við að honum finnist hann ekki hafa breyst neitt rosalega mikið þó að margir hafi orðið hissa á að hann hafi farið að æfa og kenna jóga sem og að setja fram pælingar á opinberum vettvangi. „Ég er klárlega að gefa miklu meira af mér og sýna hlið á mér sem ég hef ekki flaggað áður. Ég var ekki kulnaður eða kominn í þrot, ég starfa enn sem lögfræðingur og það er allt eins og það var, nema ég stunda líkamsrækt sem tengir bæði við líkama og sál. Ég finn minna fyr- ir pressu samfélagsins og set sjaldn- ar upp grímu. Þetta snýst um að vera vakandi fyrir því hvenær við setjum upp grímu og hvenær við tökum hana niður, mynda okkur skoðun og fylgja henni eftir.“ Minningargreinar græta Eitt af því sem Jói hefur skrifað pælingar um er viðkvæmni mann- eskjunnar. „Ég hef alltaf verið tilfinninga- ríkur, ég les til dæmis minningar- greinar um ókunnugt fólk og græt. Mér finnst gott að vera hrifnæmur og mér finnst frábært að ungir tón- listarmenn opni hjarta sitt og leggi það á sviðið á tónleikum, eins og Auður gerir. Í jógatímum þar sem fólk kemur úr öllum stéttum upplifi ég sterkt að allir eru jafnir saman í sal sveittir á æfingadýnum. Við er- um öll lík í grunninn, höfum sam- mannlegar tilfinningar, líka ríkir tónlistarmenn eins og Kanye West sem tjáði sig opinberlega um sín andlegu veikindi. Ég lagði út frá því í einum pistli mínum af því að mér finnst jákvætt að einhver opinberi sig um það sem hann hefur ekki stjórn á. Kanye var úthlutað því að vera með geðhvarfasýki og hann segist ekki líta á það einvörðungu sem veikleika, heldur reynir hann að sjá styrk í því. Hann vill ekki skil- greina sig út frá þessari greiningu. Mér finnst það áhugavert.“ Amma vissi og hegðaði sér eins og fólki er kennt í jóga Meðal þess sem Jói hefur sett fram á síðunni sinni eru pælingar um ömmu hans en í hans huga var hún upprunalegi jóginn því hún var full af ró og æðruleysi og var aldrei að fjargviðrast. „Ég hef alla tíð velt mikið fyrir mér hvaðan ég er, hvað gerir mig að þeim manni sem ég er. Mér finnst gaman að setja hlutina í samhengi. Amma vissi og hegðaði sér eins og okkur er kennt í því jóga sem ég stunda, að við berum ábyrgð á sjálf- um okkur, en við komumst ekki langt ef við ætlum að reyna að breyta fólkinu í kringum okkur. Það er tímaeyðsla að ergja sig á ein- hverju í fari fólks eða hegðun. Við eigum ekki að láta líðan okkar vera undir því komna hvernig einhver annar hegðar sér. Hlutirnir eru bara eins og þeir eru og fólk er eins og það er. Það er gott að sætta sig við það og leitast við að tileinka sér æðruleysi. En það er ekki þar með sagt að okkur eigi að vera sama um allt.“ Auk þess að stunda jóga fer Jói í sjósund tvisvar í viku. „Rétt eins og maður hefur gott af því að vera kyrr í erfiðri jógastöðu þá er rosagóð þjálfun í því að halda út að fara í kaldan sjó og hlaupa ekki strax upp úr. Það skilar sér í raun út í allt annað sem maður gerir í lífinu. Mér finnst líka gott að losa mig við hverskonar tepruskap en í jóganu hef ég lært að vera afslappaður. Í því felst mikið frelsi.“ Álit annarra skiptir ekki máli Jói segist finna fyrir fordómum fólks gagnvart því að karlmenn séu í jóga. „Fólk vill frekar námskeið fyrir stirða stráka en mér finnst allir vera eins, strákar, stelpur, gamlir og ung- ir. Allskonar fólk stundar jóga, í ólíku líkamlegu ástandi og með ólík- an bakgrunn. Fólk fer í jóga á sínum forsendum og það finnst mér töfrandi. Ég hef engar áhyggjur af því að einhverjum finnist hallæris- legt að ég sé í jóga. Það þurfa ekki allir að fíla jóga þó að ég geri það,“ segir Jói og bætir við að sonur hans kvarti yfir því að þau séu of mikil jógafjölskylda. „Ég átta mig á því að jógaiðkun mín er á skjön við normið sem hann sér í kringum sig en það er gott að ræða við börn að það eru ekki allir eins og að fólki þurfi ekki að finnast það sama um allt. Af einhverjum ástæðum er sumt viðurkennt af fjöldanum sem hallærislegt, til dæmis að fara í náttfötum í Kringl- una eða vera í hvítum íþróttasokkum með tveimur röndum. En þar sem ég er lögfræðingur pæli ég í því hver sé uppspretta þessara reglna og hvar maður nálgast þær. Það yfirvald sem ákveður hvernig við eigum að vera er hvergi en samt lútum við því. Það er ekki heillavænlegt að lifa líf- inu út frá því sem við höldum að sé væntingar annarra. Við eigum að nálgast hlutina út frá okkar eigin löngunum og forsendum. Ef okkur langar til að mæta í skírnarveislu í leggings og stuttbuxum yfir og líður vel þannig þá eigum við bara að gera það.“ Núna set ég sjaldnar upp grímu „Við eigum ekki að láta líðan okkar vera undir því komna hvernig ein- hver annar hegðar sér. Hlutirnir eru bara eins og þeir eru og fólk er eins og það er. Það er gott að sætta sig við það og leit- ast við að tileinka sér æðruleysi,“ segir Jóga Jói. Morgunblaðið/Hari Jóhann Magnús Það er ekki heillavænlegt að lifa lífinu út frá því sem við höldum að séu væntingar annarra. Höfuðstaða Jói slakar á við sundlaugarbakkann á Hofsósi. Þeir sem langar til að lesa hug- leiðingar Jóa geta farið inn á fés- bókarsíðuna: Jóga Jói Lótus Jói á Garachico á Tenerife. m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.