Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 SANDGERÐI GARÐUR Framtíð Suðurnesjabæjar Hugmyndasamkeppni um nýtt aðalskipulag Suðurnesjabær er yngsta sveitarfélag landsins og efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um mótun nýs aðalskipulags.Við erum að leita að spennandi og framsæknum hugmyndum en keppnin er einnig liður í vali á ráðgjafa til að vinna að gerð aðalskipulagsins. Þú finnur keppnislýsingu og öll gögn á sudurnesjabaer.is/is/hugmyndasamkeppni. Skilafrestur er til 4. október nk. Mótaðu framtíðina með okkur. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fleiri konur en karlar hlutu raun- greinaverðlaun Háskólans í Reykjavík í ár en slíkt hefur ekki gerst áður. Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík voru veitt 24 nýstúdentum um allt land á liðnu vori og skiptust kynjahlutföllin þannig að 14 voru konur og 10 karl- ar. Verðlaunin hljóta þeir stúd- entar sem sýna framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdents- prófi. Einungis einn verðlaunahafi er í hverjum menntaskóla á land- inu. Fá skólagjöld niðurfelld Auk þess að hljóta bókaverðlaun og viðurkenningu fá handhafar raungreinaverðlaunanna skóla- gjöld fyrstu annar niðurfelld kjósi þeir að hefja nám við Háskólann í Reykjavík. Verðlaunin voru veitt við útskrift í menntaskóla hvers og eins nemanda. Konur skara fram úr í raungreinum  Raungreinaverð- laun HR veitt Morgunblaðið/Eggert HR Alls fengu 24 nýstúdentar raun- greinaverðlaun HR á vorönn. „Við viljum skapa hefðir og skemmtilega menningu í tengslum við skóga landsins. Ég vona að slíkt sé að takast, því þessi skemmtilegi viðburður er að festast í sessi og fjölmenni mætir jafnan,“ segir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræð- ingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Svonefndir Skógarleikar verða haldnir í Furulundi í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Bryddað verður upp á mörgu skemmtilegu af þessu tilefni. Til að mynda mun fagfólk í skógarhöggi keppa í af- kvistun trjábola, nákvæmnisfell- ingu, axarkasti, sporaklifri og bola- höggi. Þá gefst fólki kostur á að læra undirstöðuatriðin í að tálga úr ferskum við en þá list mun Bene- dikt Axelsson kenna fólki. Þá verða vinnubrögð trjáklifrara sýnd – það er að fikra sig upp trén og í topp af list og fimi. Dagskráin í Heiðmörk á laugar- daginn er frá kl. 13 og 17 og getur fólk því komið og farið þegar því hentar, því alltaf verður eitthvað í gangi á þessum tíma. Auk fram- angreindra keppnisgreina verður boðið upp á margvíslega fræðslu. Til að mynda mun Gústaf Jarl fræða áhugasama um kolefnisbind- ingu trjáa með fróðlegri leiðsögn um skóginn, Hulda Brynjólfsdóttir kynnir hvaða jurtir gefa hvaða lit og hvernig hægt er að nýta þær til litunar, til dæmis á fatnaði. Þá verður á svæðinu eldsmiður sem hamrar járn yfir logandi eldi – og yfir honum verður svo lagað rjúk- andi ketilkaffi. sbs@mbl.is Halda hátíð í Heiðmörkinni Morgunblaðið/Ófeigur Skógarleikar Tilþrif með öxina og kubburinn í sundur með einu slagi.  Skemmtun og fræðsla á Skógarleikum á laugardaginn Félagsmálaráðuneytið mun styðja áfram við Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra, og Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, rituðu í gær undir samning þess efnis. Samkvæmt þessu verður Bjark- arhlíð áfram starfrækt í núverandi mynd, en þar er boðið upp á þjón- ustu og ráðgjöf fyrir þolendur of- beldis. Upprunalega var Bjarkarhlíð tilraunaverkefni og opnuð árið 2017. Árið 2018 var sá styrkur fram- lengdur og nú í þriðja sinn. Ráðu- neytið fjármagnar fasta starfsmenn, en miðstöðin er þó samstarfsverk- efni ýmissa embætta. Í fyrra tókust starfsmenn Bjarkarhlíðar á við um fjögur hundruð mál, en þar starfa m.a. félagsráðgjafar, rannsóknarlög- reglukona og fulltrúar grasrótar- samtaka. Þá leggur Reykjavíkur- borg til húsnæðið. Ráðuneytið styður áfram Bjarkarhlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.