Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stundum ger-ast menngamansam-
astir þegar alvaran
er að hrjá þá. Það
henti Þorgerði K.
Gunnarsdóttur,
formann Viðreisnar, flokks-
brots úr Sjálfstæðisflokki á
borð við Frjálslynda og Borg-
araflokk sem hurfu svo án þess
að marki fyrir í sögunni. Þor-
gerður skrifar í grein í mál-
gagn Viðreisnar, Helgablaðið,
sem kallað er, og minnir á að
hún „hafi verið í hópi fólks sem
stóð andspænis þeirri þungu
ákvörðun að láta leiðir skilja
með Sjálfstæðisflokknum.
Ástæðan var fyrst og fremst sú
að okkur fannst að flokkurinn
væri fastur í ákveðinni rörsýn“.
Þetta eru áhugaverðar skýr-
ingar en óvíst að þeir sem fóru
hvurgi úr flokki nái því að
ESB-brotið hafi hlaupist á
brott út af „rörsýn“. Væri verið
að lýsa sundurlyndi í félagi um
pípulagnir gætu menn þar
hugsanlega orðið einhverju
nær.
Gamanið óx eftir því sem
lengra var lesið. Næst sneri
Þorgerður að deilum í Sjálf-
stæðisflokki eftir uppnám er
leynimakk ríkisstjórnar um
orkupakka barst upp undir
yfirborð svo braut á. Fyrstu
tveimur pökkunum var lætt í
gegn svo engan grunaði nokk-
uð ljótt. Þar var mjög nærri
stjórnarskránni höggvið. Nú
þegar pakkarnir þrír liggja
saman fyrir þarf eindreginn
brotavilja til að hafna ásök-
unum um stjórnarskrárbrot.
En Þorgerður segir að nú
„blasi við ein grimmustu inn-
anflokksátök sem sögur fara af
í áratugi“ og lætur eins og þá
horfi hún til gjörvallrar sögu
flokkakerfisins.
Þessi fyrrverandi varafor-
maður Sjálfstæðisflokks
kynnti fyrirvaralaust brottför
sína þaðan og jafnframt eins og
í framhjáhlaupi að Þorsteinn
Pálsson, fyrrverandi formaður,
yrði samferða sér út. Kúnstug
aðferð það.
Þorgerður heldur svo áfram
og snýr sér næst að núverandi
formanni Sjálfstæðisflokksins
sem reyndi lengi að gera henni
til hæfis áður en hún fauk í við-
reisnargolunni. Nú segir Þor-
gerður að vondir menn hafi for-
manninn að háði og spotti „með
því að benda í sífellu á að hann
hafi verið á móti málinu í byrj-
un en sé því nú fylgjandi af
óskiljanlegum ástæðum“. En
segir svo, að „ástæðan fyrir
skoðanaflökti formannsins
sýnist mér leiða af stöðu hans í
þverklofnum flokki. Í byrjun
umræðunnar vissi hann að það
var ekki stuðningur í bakland-
inu. Eftir framgöngu varafor-
manns, ritara og utanríkis-
ráðherra hefur hann talið að
nægjanlegur
stuðningur væri
kominn þannig að
honum væri óhætt
að tala eins og
hjarta hans slær.
Það virðist ekki
hafa verið rétt stöðumat“.
Þetta er með ólíkindum og
víst að sá sem á slíkan „vin“
þarf ekki fleiri, enda allt hér á
haus. Andstaða við orkupakk-
ann var lágvær í Sjálfstæðis-
flokknum, enda virtist allur
ótti ástæðulaus. Landsfundur
hafði tekið af skarið svo að ekk-
ert vantaði upp á. Og formað-
urinn sá til þess að flokksfólkið
þurfti ekki að efast um heilindi
hans. Úr ræðustól Alþingis
gerði hann þeim og lands-
mönnum öllum algjörlega ljóst
að honum mætti treysta. Eng-
ar fræðilegar útleggingar
þurfti á orðum formannsins og
ekkert svigrúm var til útúr-
snúninga. Ættarvitar voru
óbrúklegir. Yfirlýsingin var
tæpitungulaus: „Hvað í ósköp-
unum liggur mönnum á að
komast undir sameiginlega raf-
orkustofnun Evrópu á okkar
einangraða landi með okkar
eigið raforkukerfi? Hvers
vegna í ósköpunum hafa menn
áhuga á því að komast undir
boðvald þessara stofnana? Eru
það rök að þar sem Evrópu-
sambandinu hefur þegar tekist
að koma Íslandi undir ein-
hverja samevrópska stofnun sé
ástæða til að ganga lengra?
Hérna erum við með kristal-
tært dæmi um það, raforkumál
Íslands eru ekki innri-
markaðsmál.“
Þorgerður fullyrðir að þarna
hafi Bjarni Benediktsson talað
sér þvert um hug og ekki eins
og „hjarta hans slær“.
Þarna er mikið sagt.
Hún hleður hins vegar lofi á
fjóra nafngreinda sjálfstæðis-
menn enda hafi málflutningur
þeirra verið í fullu samræmi við
röksemdir Viðeisnar. En hún
bætir við að hinir lofsungnu
hafi þó engu skilað: „En þessu
málefnalega og þróttmikla
fólki hefur á hinn bóginn ekki
tekist að hrekja þær fullyrð-
ingar ritstjóra Morgunblaðsins
að þorri flokksmanna og for-
ystumanna flokksfélaga standi
eins og klettur gegn þingmönn-
unum. Að þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins hafi ekki baklandið
með sér í orkupakkamálinu. En
það er einmitt sá veruleiki sem
veldur því að þessi átök marka
þáttaskil í stjórnmálasögunni.“
Þorgerður kóngsdóttir í
Klofningi á augljóslega erfitt
með að kyngja þeirri staðreynd
þótt hún viðurkenni hana, en
bindur vonir sínar við að ein-
hverjar skjátur kunni að rekast
yfir ryðgaðan gaddavírinn til
smáflokksins sem er á göng-
unni sem slíkra flokka bíður
ætíð sé sæmilega tekið á móti.
Ruglandi „rörsýnar“
er ólæknandi af-
brigði pólitískrar
sjónskekkju}
Rörsýning er mikið bíó
Þ
að væri líklega margt öðruvísi ef
stjórnmálamenn færu ávallt þá leið
að stýra einstaklingum í rétta átt að
þeirra mati með sköttum eða
íþyngjandi löggjöf. Mér er til efs að
yfir höfuð væri leyft að aka um á bílum, fá sér
bjór, horfa á sjónvarp, nota netið og áfram mætti
telja. Bannið væri rökstutt með góðum tilgangi;
enn verða bílslys, enn eiga margir við áfengis-
sjúkdóm að stríða, sjónvarp er óhollt heilsunni,
netið er stundum notað í slæmum tilgangi. Með
þessu væri ríkinu ætlað að leysa öll heimsins
vandamál. Einhverjum gæti dottið í hug að segja
að það væri falleg hugsun – en hún gengur hins
vegar ekki upp í framkvæmd. Við erum nefni-
lega öll hugsandi fólk með eigin tilfinningar,
væntingar, langanir, markmið, skoðanir – og
galla ef út í það er farið. Ríkið getur aldrei gert
öllum til hæfis né tryggt að þarfir hvers einasta
manns séu uppfylltar, enda ekki hlutverk þess.
Við sem samfélag horfum á hverjum tíma framan í ýms-
ar áskoranir sem almennt er samstaða um að bregðast
þurfi við. Á þeim eru oftast mismunandi einstaklings-
bundnar lausnir. Alla jafna eru lausnirnar þegar til og fólk
þarf einungis að sjá að umræddar lausnir henti því. Sem
dæmi getur það dugað mörgum sem þurfa að bæta heilsu
sína að finna hvaða hreyfing hentar best. Aðrir gætu þurft
önnur ráð. En lausnirnar eru flestar til og flestar skapaðar
af framtaki einstaklinga.
Á dögunum var unnin skýrsla um lýðheilsumál sem er
ekki sú fyrsta á síðustu árum og var margt í
henni afar jákvætt sem full ástæða er til að
sýna fyllstu athygli og hrinda í framkvæmd.
En ein af þeim hugmyndum sem út úr þeirri
vinnu kom var að taka að nýju upp sykurskatt
á Íslandi í þeim tilgangi að sporna við sykur-
neyslu. Þar ætla menn væntanlega að leysa
málin með einföldum hætti, halda að skattar á
neysluvörur dragi úr neyslu og að almenn-
ingur muni þar með lifa við meiri hollustu. En
hér fer hljóð og mynd í raunveruleikanum
ekki alveg saman.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því að af-
nema sykurskatt árið 2015. Síðan þá hefur
dregið úr sölu sykraðra gosdrykkja. Því hefði
átt að vera öfugt farið ef skattheimta á
neysluvörur stýrir hegðun fólks. Líklega hef-
ur aukin vitund um heilsu og hollustu hafi
meiri áhrif á neyslu en tilraunir hins opinbera
til að stjórna hegðun fólks.
Það er hættuleg braut að feta þegar stjórnmálamenn
telja sig og ríkið geta leyst öll vandamál – jafnvel þótt til-
gangurinn sé góður. Við skulum treysta fólki til að velja
sjálft hvað það kaupir, hvað það gefur börnunum sínum að
borða, en um leið leggja meiri áherslu á fræðslu og for-
varnir sem stuðla að vaxandi lýðheilsu þar sem fólk ræður
för um það sem því sjálfu er fyrir bestu hverju sinni.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Allt í góðum tilgangi
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sundabrautin hefur verið íumræðunni í næstum hálfaöld en hún var fyrst settfram árið 1975 í aðal-
skipulagi Reykjavíkur. Margar rann-
sóknir hafa verið framkvæmdar og
skýrslur gefnar út en þessi þarfa
vegaframkvæmd er ennþá bara á
hugmyndastiginu. Segja má að saga
Sundabrautar sé sagan endalausa.
Nýjasta skýrslan kom út í fyrra-
dag, en hún er afrakstur vinnu starfs-
hóps undir stjórn Hreins Haralds-
sonar, fyrrverandi vegamálastjóra.
Fyrirhuguðum framkvæmdum
við Sundabraut hefur jafnan verið
skipt í tvo áfanga. Fyrri áfangi liggur
frá Sæbraut, yfir Kleppsvík og upp í
Gufunes, með tengingum við Halls-
veg og Borgarveg. Mikilvægi þessa
áfanga felst í bættri tengingu Graf-
arvogshverfisins við gatnakerfi borg-
arinnar, segir í skýrslu starfshópsins.
Draga myndi töluvert úr álagi um Ár-
túnsbrekku og næstu gatnamót við
hann auk þess sem fleiri tengingar út
úr borginni, t.d. vegna almannavarna,
eru talinn kostur. Fyrirhugað var að
þennan fyrri áfanga Sundabrautar
mætti byggja fyrr og jafnvel óháð
síðari áfanganum og tengja brautina
þá um Hallsveg að núverandi Vest-
urlandsvegi og Úlfarsárdal/
Grafarholti.
Jarðgöng eða lágbrú?
Eins og fram kom hér í blaðinu í
gær er það mat starfshópsins að af
mörgum kostum sem skoðaðir hafa
verið, standi nú aðeins tveir meg-
inkostir eftir varðandi 1. áfanga
Sundabrautar. Þ.e. jarðgöng frá
Kleppsbakka yfir í Gufunes eða
lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við
Kleppsvík, mögulega í framhaldi af
Holtavegi. Leggur hópurinn til að
unnið að verði að frekari undirbún-
ingi Sundabrautar í jarðgöngum.
Kostnaður við jarðgöng er talinn
verða 52 milljarðar. Og þá er ekki öll
sagan sögð, því vegna mikillar um-
ferðar um göngin yrði mögulega að
grafa tvenn jarðgöng, þar sem um-
ferð færi í sitt hvora áttina.
Eins og margoft hefur komið
fram í fréttum var það vilji Vegagerð-
arinnar að valin yrði svokölluð innri
leið, þ.e. að landtaka Sundabrautar
yrði á Geldinganesi. Meginröksemd
Vegagerðarinnar var sú að þessi leið
yrði 12-15 milljörðum króna ódýrari
en sú sem er næstódýrust.
„Uppbygging Vogabyggðar er
nú í fullum gangi og þótt enn hafi
ekki verið byggt fyrir áætlaða legu
Sundabrautar skv. leið III (Geld-
inganes) er alveg ljóst að sveitar-
félagið mun ekki fallast á að Sunda-
braut fari þar um enda ekki í
samræmi við Aðalskipulag Reykja-
víkur og hefur það verið ítrekað í
vinnu viðræðuhópsins,“ segir í hinni
nýju skýrslu.
Í gegnum tíðina hafa mörg bréf
farið á milli Vegagerðarinnar og
Reykjavíkurborgar vegna Sunda-
brautar. Vegagerðin hefur m.a. bent
á ákvæði í vegalögum þar sem segir
að sé þjóðvegi að ósk sveitarfélags
valinn annar staður en sá sem Vega-
gerðin telur betri sé heimilt að krefja
viðkomandi sveitarfélag, í þessu til-
felli Reykjavíkurborg, um kostnaðar-
muninn. Reykjavíkurborg hefur al-
farið neitað að greiða þennan
milljarðatuga reikning.
Skýrsluhöfundar taka ekki af-
stöðu til þess hvort virkja á fram-
angreint ákvæði í vegalögum enda
liggja hvorki fyrir ákvarðanir um
gerð og legu Sundabrautar né áreið-
anlegir útreikningar á kostnaði við
mismunandi lausnir eða mat á um-
hverfis- og samfélagslegum
áhrifum þeirra. Ekki eru
fordæmi fyrir því að
lagaákvæðið hafi verið
virkjað.
Sundabraut á teikni-
borðinu síðan 1975
Svokölluð botngöng hafa verið
til skoðunar og verkfræðistofan
Mannvit benti á þau sem mögu-
legan kost í skýrslu sem unnin
var fyrir Reykjavíkurborg í sept-
ember árið 2017.
Botngöng eru frábrugðin
hefðbundnum jarðgöngum að
því leyti að þau eru alla jafna
gerð úr forsteyptum einingum
sem byggðar eru á landi og síð-
an fleytt á notkunarstað þar
sem þeim er sökkt og komið fyr-
ir í skurði sem grafinn er í botn-
inn.
Skýrsluhöfundar mæla ekki
með þessari leið við þverun
Kleppsvíkur.
Ókostir botnganga
tengjast ekki síst
þeirri óvissu sem
fylgir því að eng-
in reynsla er af
gerð botnganga
hér á landi og
kostnaðaráætlanir
því ótryggar.
Botngöng eru
ekki heppileg
NÝJA SKÝRSLAN
Hreinn
Haraldsson
Innri leiðin Þetta er veglínan sem Vegagerðin vildi að yrði fyrir valinu. En
borgin hefur skipulagt íbúðabyggð á landtökustaðnum, Geldinganesi.