Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
✝ Bjarni HrafnGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
9. júlí 1943. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans 22.
júní 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Ögmunds-
son, bifreiðarstjóri
frá Syðri-Reykjum
í Biskupstungum, f.
16. ágúst 1902, d. 9. júní 1946,
og Kristín Bjarnadóttir, f. að
Fjósum í Svartárdal 3. febrúar
1917, d. 3. september 2002. Fóst-
urfaðir Bjarna var Björn Jóns-
son lögregluþjónn frá Haukagili
í Hvítársíðu, f. 3. sept. 1915, d.
13. febrúar 1992.
Alsystkini Bjarna eru: 1) Unn-
ur Hlín, f. 1940, d. 2013, 2) Ög-
mundur Heiðar, f. 9. júlí 1943,
Guðmundur Hlynur, f. 1945.
Systkini Bjarna sammæðra eru:
Elín María, f. 1999, b) Jórunn
María, f. 2005, c) Steinunn
María, f. 2010.
Bjarni ólst upp í Reykjavík og
gekk í Austurbæjarskóla sem
barn. Hann lauk sveinsprófi í
plötu- og ketilsmíði í Stálsmiðj-
unni h/f í Reykjavík 1965. Vél-
stjóraprófi frá Vélskóla Íslands
lauk hann 1967 og frá raf-
magnsdeild 1968. Einnig lærði
hann pípulagningar hjá Samúel
Jónssyni og lauk hann sveins-
prófi frá Iðnskólanum í Hafn-
arfirði 1977. Hann byrjaði ung-
ur til sjós og var m.a. vélstjóri á
Jóni Þorlákssyni, Víkingi og síð-
ar á Guðmundi RE. Hann vann
við pípulagningar árin 1975-
1985. Þá fór hann að vinna hjá
varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli bæði á Dieselshop og á Raf-
stöðinni allt þar til að herinn fór
árið 2006.
Bjarni og María byrjuðu bú-
skap sinn í Reykjavík en fluttu í
Hafnarfjörð árið 1973, fyrst að
Norðurvangi 15 en síðar byggðu
þau sér húsið Næfurholt 2.
Útför Bjarna fer fram frá Há-
teigskirkju í Reykjavík í dag, 4.
júlí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1) Jón Haukur, f.
1953, 2) Brynhildur
Ríkey, f. 1954, d.
2001, 3) Hjördís, f.
1957, d. 1995. Bróð-
ir Bjarna samfeðra
var Auðunn Rafn, f.
1936, d. 2017.
Bjarni kvæntist
Maríu Þorgríms-
dóttur 3. febrúar
1967. Foreldrar
hennar voru Þor-
grímur Maríusson, f. 1904, d.
1989, og Matthea Guðný Sig-
urbjörnsdóttir, f. 1903, d. 1968.
Börn Bjarna og Maríu eru: 1)
Kristín Birna, f. 1966. Dætur
hennar eru: a) Bergljót María, f.
1992, b) Matthildur María, f.
2004. 2) Guðmundur, f. 1969,
eiginkona hans er Olga Mörk
Valsdóttir, f. 1968. Börn þeirra
eru: a) Bjarni Valur, f. 1995, b)
Valdís María, f. 1999. 3) Matt-
hías f. 1972. Dætur hans eru: a)
Handlaginn, hugmyndaríkur,
útsjónarsamur og duglegur.
Stundum úr hófi duglegur að
mínu mati.
„Þið getið bara hvílt ykkur á
sex fetunum“ fengum við oft að
heyra systkinin þegar honum
þótti við of löt.
Pabbi gat allt. Byggði sér og
okkur tvö hús, tók við öðru fok-
heldu en byggði hitt frá grunni.
Gerði sjálfur við bílana okkar,
græjaði að minnsta kosti 3 hús-
bíla og einn Sómabát. Pabbi var
alltaf að.
Hann byggði líka hálfniður-
grafinn garðskúr við húsið okkar
á Norðurvanginum og þegar við
spurðum út í þennan steypta
grunn skrökvaði hann því að okk-
ur að þetta ætti að verða sund-
laug og ég trúði honum algjörlega
því í garðinum okkar var yndis-
legur heitur pottur sem pabbi
smíðaði úr olíusoðnum krossviði.
Þegar það kom svo í ljós að þetta
yrði skúr, en ekki sundlaug, sá ég
í hillingum að geta flutt að heim-
an í þetta flotta garðhús þegar ég
yrði unglingur. Af því varð nú
ekki en meðan draumurinn varði
var hann góður.
Það hefur reynst mér ómetan-
legt að geta alltaf leitað til hans
eftir aðstoð bæði við ákvarðana-
tökur og ýmsar framkvæmdir og
ef það var eitthvað sem hann gat
ekki leyst þá stundina átti hann
góða vini sem leystu málin fyrir
mig.
Tilvera okkar allra hrundi þeg-
ar mamma dó aðeins 59 ára göm-
ul og það tók langan tíma að finna
taktinn aftur án hennar. Pabbi
átti þó aftur góð ár og eignaðist
mjög kæra vinkonu sem hann bjó
með um tíma.
Síðustu sjö ár voru pabba erfið
en þá hófst hjá honum veikinda-
hrina með hverju áfallinu á fætur
öðru sem dró úr honum allan
mátt.
Í dag berum við lúna kroppinn
hans til hvílu „á sex fetin“ en ég
trúi því að hann sé kominn til
mömmu og annarra ástvina í
skemmtilegar framkvæmdir.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi minn.
Kristín Birna Bjarnadóttir.
Elsku afi, Yogi bear.
Þegar ég settist niður að hugsa
um þig og minningar þér tengdar
kom fljótt upp í huga mér ákveð-
inn gjörningur, mjög lýsandi fyr-
ir kímnigáfu þína; þegar ég var
barn og var að reyna að hætta að
naga neglur. Mamma keypti þá
fyrir mig naglalakk með óbragði
og fannst mér tilvalið að senda
þér eitt slíkt glas til Íslands í
sama tilgangi. Stuttu síðar heim-
sóttuð þið amma okkur til Kaup-
mannahafnar og höfðuð þá eytt
flugferðinni í að líma gervineglur
á fingurna á þér. Man enn hvað
mér brá við að sjá þig með löngu
neglurnar – heldur betur sem
naglalakkið svínvirkaði.
Allar góðu minningarnar úr
Næfurholtinu, húsbílaferðirnar,
fornbílarúntar og þar fram eftir
götunum. Þær voru ansi margar,
og ánægjulegar, útilegurnar sem
ég fékk að fara með í og gista í
lyftitoppnum. Þakka þér fyrir
hvað þú varst góður afi, þín verð-
ur sárt saknað.
Að endingu vil ég lofa því að ég
mun reglulega mæla olíuna á öll-
um framtíðarbílum sem ég kem
til með að eiga, sem og fara með
þá í smurningu.
Þín (Begga Maja, Boo-Boo)
Bergljót María.
Mig langar að senda hinstu
kveðju til Bjarna, fyrrverandi
tengdaföður míns.
Takk, elsku Bjarni og Maja,
fyrir að taka mér opnum örmum
og leyfa mér að vera partur af
fjölskyldunni ykkar, mér leið
aldrei eins og gesti heldur hluta
af frábærri fjölskyldu. Ég hef oft
hugsað um það hve miklir áhrifa-
valdar þið voruð í lífi mínu en ég
var bara 17 ára þegar ég flutti til
ykkar í Næfurholtið þegar við
Matti byrjuðum að vera saman,
hjá ykkur átti ég heimili meira og
minna í rúm þrjú ár.
Eftir því sem maður eldist og
sér 17 ára unglinga hef ég áttað
mig meir og meir á því hvað þið
reyndust mér vel. Ýmis gildi sem
ég hef enn í dag fastmótuðust á
þessum árum, eins og að spara
fyrir hlutunum og að rækta sam-
band við fjölskyldu og vini. Þið
voruð mér mikilvægt bakland og
fyrirmyndir á viðkvæmum ung-
lingsárum og höfðuð áhuga á
náminu mínu og kynntust vinum
mínum. Ég upplifði að þið væruð
stolt af mér og það skilaði sér í
því að ég vildi standa undir því.
Þið reyndust mér eins og foreldr-
ar og Kristín Birna stóra systirin
sem ég átti ekki. Það var fátt
krúttlegra á þessum árum en að
heyra Bjarna kalla á Búbú eða
Bergljótu Maríu sem var fyrsta
barnabarnið, ég hafði líka gaman
af því hvernig Bjarni gat sagt
manni frá í minnstu smáatriðum
hvernig hann flísalagði baðher-
bergið og hvaða vandamál þurfti
að leysa í verkinu, allskonar fróð-
leik um bíla og húsbyggingar, þú
varst svo sannarlega þúsund-
þjalasmiður.
Bjarni, mér finnst leiðinlegt að
hafa ekki tekið mér tíma til að
koma í heimsókn og segja þér
þetta sjálf því ég hef hugsað um
það í langan tíma.
Elsku Matti, Kristín Birna,
Gummi og fjölskylda, innilegar
samúðaróskir.
Rakel Jóhannsdóttir.
Látinn er Bjarni Hrafn Guð-
mundsson vélfræðingur, plötu-
smiður og pípulagningamaður.
Bjarni var uppalinn í Reykja-
vík og gekk þar í barnaskóla. Að
barnaskóla loknum fór Bjarni í
Gagnfræðaskóla verknáms, því
hugur hans stefndi á tækninám.
Sveinsprófi í plötu- og ketil-
smíði lauk hann í Stálsmiðjunni
hf. í Reykjavík árið 1965. Vél-
stjóraprófi frá Vélskóla Íslands
lauk hann árið 1967 og frá raf-
magnsdeild árið 1968. Einnig
lauk hann sveinsprófi í pípulögn-
um frá Iðnskólanum í Hafnarfirði
árið 1977. Bjarni byrjaði ungur
vinnu á fiskiskipum og starfaði
hann á nokkrum skipum. Ég hitti
Bjarna fyrst er við byrjuðum
saman í Vélskóla Íslands árið
1965. Ég minnist þess að Bjarni
kom í skólann nokkrum dögum
eftir að skólinn var settur.
Ástæðan var sú að hann var að
ljúka túr á fiskiskipi og vildi
vinna eins lengi og hægt var áður
en skólinn byrjaði. Þetta sýnir
hve dugmikill og vinnusamur
Bjarni var. Bjarni og kona hans
María Þorgrímsdóttir og dóttir
þeirra Kristín Birna bjuggu á
Seltjarnarnesi á þessum tíma.
Seinna eignuðust þau synina
Guðmund, dýralækni á Hellu, og
Matthías kafara. Ég kom oft á
heimili þeirra á skólaárunum.
Seinna þegar ég bjó úti á landi
nutum við hjónin mikillar gest-
risni hjá þeim hjónum. Ég minn-
ist þess að þau ætluðu að byggja
hús í Mosfellssveit en Maríu leist
ekki vel á framkvæmdir bygging-
araðilans og rifti hún því samn-
ingnum og gerði annan bygging-
arsamning í Hafnarfirði. Þetta
lýsir vel dugnaði Maríu þegar
Bjarni var úti á sjó. Þau byggðu
gott einbýlishús í Hafnarfirði og
á teikningum sá María að þarna
ætti að vera leikskóli í næsta
húsi. Hún pantaði starf við leik-
skólann strax, því hún var lærð
fóstra. Þetta gekk eftir og hún
var leikskólastjóri í næsta húsi í
mörg ár.
Seinna byggðu þau stórglæsi-
legt hús fyrir ofan golfvöllinn.
Bjarni seldi húsið eftir að María
lést. Bjarni átti alltaf fallega og
góða bíla. Þau eignuðust húsbíl,
sem bar skráningarnúmerið
HILTON. Þau ferðuðust um
landið á honum. Hjónin keyptu
trillu og reru til fiskjar á bátnum.
Báturinn hét Drangavík og
sigldu þau í kringum landið á
honum. Þau komu í Drangavík og
tóku skemmtilegar ljósmyndir
þaðan. María tók skipstjórapróf á
bátinn og var skipstjórinn. Matt-
hías tók einnig skipstjórapróf.
Eftir að sjómennsku Bjarna lauk
var farið að hitaveituvæða Hafn-
arfjörð, vann Bjarni við það og
lærði píulagnir samtímis og tók
sveinspróf í greininni. Svo fór
hann að starfa hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, í rafstöðinni
sem þar var.
Þegar herinn fór úr landi hætti
Bjarni að vinna í Keflavík. Síð-
ustu ár voru Bjarna erfið heilsu-
farslega, hann fór nokkrum sinn-
um inn og út af spítölum. Hann
lést á spítala hinn 20. júní. Börn
hans voru dugleg að hjálpa hon-
um í veikindum hans, sérstaklega
Kristín Birna, sem annaðist hann
af sérstakri natni.
Við hjónin sendum börnum
Bjarna innilegar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Bjarna
Hrafns Guðmundssonar.
Pétur Kristjánsson.
Bjarni Hrafn
Guðmundsson
✝ Linda AnnaRagnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
7. ágúst 1949. Hún
lést á eyjunni Sifn-
os í Grikklandi 12.
júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnar Jó-
hannes Jón Jóhann-
esson frá Reykja-
vík, f. 26.1. 1918, d.
29.10. 1984, og
Anastasia Jóhannesson Gogotz
frá Pennsylvaníu, Banda-
ríkjunum, f. 24.8. 1920, d. 2.9.
2013. Bræður Lindu eru: 1)
Ragnar John, f. 30.7. 1945, d.
9.4. 2011, kvæntur Steinunni
Magnúsdóttur, f. 29.7. 1942.
Þeirra börn eru Ragnhildur,
Birgir og Eyþór. 2) Dennis Dav-
íð, f. 29.6. 1946, kvæntur Hjör-
Reykjavík og sem skjalavörður
hjá Amnesty International í
London og síðar sem læknarit-
ari. Frá árinu 1990 til 1995 vann
hún sem ritari og þýðandi á að-
alskrifstofu EFTA og síðar hjá
EFTA-dómstólnum í Genf. Í
kjölfarið vann hún tímabundin
störf hjá ýmsum alþjóðastofn-
unum í Genf svo sem UNICEF
og WTO. Síðan lá leiðin aftur
heim til Íslands árið 2003 þar
sem Linda starfaði sem leið-
sögumaður fyrir ensku- og
frönskumælandi ferðamenn og
sem frönskutúlkur og þýðandi
fyrir Alþjóðahúsið í Reykjavík
auk þess að sinna aldraðri móð-
ur sinni. Linda var m.a. félagi í
Amnesty International, félaginu
Ísland-Palestína og Læknum án
landamæra. Auk mannréttinda-
mála voru áhugamál Lindu tón-
list, frönsk matar- og vínmenn-
ing og síðast en ekki síst ferða-
lög til eyjarinnar Sifnos í
Grikklandi.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 4. júlí
2019, klukkan 11.
dísi Sigur-
gísladóttur, f.
15.10. 1956, sonur
hans er Ragnar
Jón.
Linda ólst upp í
Laugarneshverfi,
gekk í Laugarnes-
skóla og síðar
Verslunarskóla Ís-
lands þaðan sem
hún brautskráðist
árið 1968. Þaðan lá
leiðin til Sviss þar sem hún lagði
stund á frönsku, fyrst við Ecole
Bénédict í Neuchatel og síðar
við L’Université de Neuchatel
þaðan sem hún lauk námi í
frönsku árið 1973. Einnig stund-
aði hún nám í sænsku í Malmö
og þýsku í Innsbruck. Að loknu
námi starfaði hún við þýðingar í
þrjú ár í franska sendiráðinu í
Í dag kveð ég kæra systur
Lindu sem lést á eyjunni Sifnos í
Grikklandi. Faðir okkar var ís-
lenskur en móðir okkar banda-
rísk og við systkinin því tví-
tyngd. Við ólumst upp í
Laugarneshverfinu. Heimilislífið
var frjálslegt og fjölmenningar-
legt og við hvött til að gera það
sem hugur okkar stóð til. Linda
var fínleg og viðkvæm og þoldi
illa hávaða og læti sem stundum
fylgdi tveimur eldri bræðrum.
Hún var jafnframt dul og um
margt sérstök. Ýmislegt bendir
til þess að hún hafi verið á
einhverfurófinu sem þá var ekki
farið að greina hérlendis. Ein-
hverfa er m.a. skilgreind sem
áskoranir í félagslegum sam-
skiptum en getur verið styrk-
leiki ef viðkomandi mætir skiln-
ingi og fær stuðning og getur
þannig nýtt hæfileika sína og
sérkunnáttu til að ná árangri.
Þann stuðning fékk Linda frá
foreldrum sínum, ekki síst móð-
ur. Linda var staðföst og lagði
sig fram um að ljúka námi þar
sem tungumál voru í forgrunni.
Leiðin lá til Sviss þar sem hún
lagði stund á frönsku við háskól-
ann í Neuchatel. Á námsárum
sínum þar hreifst hún af franskri
menningu og Alpasvæðinu. Að
loknu námi starfaði Linda m.a. í
þrjú ár við þýðingar í franska
sendiráðinu í Reykjavík. Þegar
henni bauðst fast starf hjá
EFTA og seinna EFTA-dóm-
stólnum í Genf flutti hún þangað
og settist að í Ferney-Voltaire
sem er rétt utan við Genf,
Frakklandsmegin við landamær-
in. Þar undi hún sér vel næstu
fimm árin þar til hún missti
vinnuna í fjöldauppsögn. Það var
áfall fyrir hana því þarna vildi
hún helst búa. Á næstu árum
fékk hún þó tímabundin störf við
ýmsar alþjóðastofnanir í Genf en
flutti að lokum heim til Íslands
þar sem hún starfaði lengst af
sem leiðsögumaður og túlkur
fyrir hælisleitendur frá frönsku-
mælandi löndum. Linda var bar-
áttukona, á sinn hljóðláta hátt,
og lét sig alla tíð mannréttinda-
mál varða. Á sínum yngri árum
starfaði hún um tíma hjá Am-
nesty International í London og
kynntist þar Íranum Seán Mac-
Bride sem hafði hlotið friðaverð-
laun Nóbels fyrir störf sín að
mannréttindamálum. Hann hafði
mikil áhrif á Lindu og þau urðu
nánir vinir. Minnisstæður er
stuðningur hennar við franska
liðhlaupann Patrick Gervasoni
sem sótti um pólitískt hæli á Ís-
landi árið 1980 en íslensk stjórn-
völd voru þá vanbúin til að tak-
ast á við málefni flóttamanna.
Honum var vísað af landi brott.
Linda varð fyrir vonbrigðum
með afstöðu þjóðkirkjunnar og
sagði sig úr henni í kjölfarið.
Þetta lýsir Lindu vel. Seinna
tengdi hún sig við Rétttrúnaðar-
kirkjuna (Orþódox) sem var
kirkja móðurfjölskyldu okkar.
Fjölskyldan, sem fluttist til
Pennsylvaniu á 19. öld, átti ræt-
ur að rekja til Karpatafjallanna
og tilheyrir slavneskri, land-
lausri smáþjóð sem kallast Ru-
syn. Rétttrúnaðarkirkjan leggur
mikla áherslu á dulúð þar sem
upplifun og tilfinning skipta
meira máli en kenningar. Þetta
átti vel við Lindu. Að sama skapi
safnaði hún ekki veraldlegum
eigum og fótspor hennar hér á
jörð voru fremur létt. Linda
ferðaðist ung til Grikklands og
heillaðist af eyjunni Sifnos sem
hún heimsótti reglulega næstu
40 árin. Sifnos var hennar griða-
staður í lífsins ólgusjó og þar
fann hún ljúft mannlíf, fagurt
umhverfi og frið. Nú hefur
Linda farið í sína hinstu för til
sinnar ástsælu Sifnos en minn-
ingin lifir.
Dennis Davíð Jóhannesson.
Ég kynntist mágkonu minni
Lindu um það leyti sem hún
flutti heim til Íslands eftir að
hafa verið við nám og störf er-
lendis árum saman, síðast í
Genf, þar sem hún bjó Frakk-
landsmegin við landamærin. Þar
leið henni vel og voru það því
mikil viðbrigði fyrir hana að
koma heim til Íslands á miðjum
aldri og búa við ótryggt atvinnu-
ástand eða atvinnuleysi. Það fór
ekki vel í hana en aldrei gafst
hún samt upp, var þrautseig og
ætíð tilbúin að taka að sér alls
kyns tímabundin verkefni á sínu
sviði, eins og að þýða og túlka
fyrir hælisleitendur en Linda
talaði reiprennandi ensku og
frönsku auk þýsku og sænsku.
Linda og tengdamóðir mín
Stasia bjuggu þá saman í íbúð á
Laugateignum. Þær voru um
margt ólíkar en mjög nánar
mæðgur, báðar veraldarvanar
heimskonur.
Þær ferðuðust mikið saman
og heilluðust sérstaklega af
Alpasvæðinu og Provence í
Frakklandi en einnig eyjunni
Sifnos í Grikklandi. Stasia var
frá Pennsylvaniu í Bandaríkjun-
um og kom sem ung kona til Ís-
lands með Ragnari eiginmanni
sínum sem hafði verið þar við
nám. Það var gaman að spjalla
við hana, því sjálf hafði ég verið
við nám og störf í Bandaríkj-
unum. Linda og Stasia voru
samtaka um að fylgjast vel með
fréttum og þá sérstaklega þeim
erlendu. Það var eins gott að
þær kæmu ekki að tómum kof-
unum hjá okkur hjónum, þegar
við komum í heimsókn til þeirra,
því erlendu fréttirnar voru aðal-
umræðuefnið. Fréttastöðvar
eins og CNN, BBC og svo
franskar stöðvar voru á skjánum
hjá þeim og svo auðvitað RÚV.
Umræðurnar gátu verið fjörug-
ar um það sem var í brennidepli
hverju sinni og höfðu þær
mæðgur jafnan ákveðnar skoð-
anir á flestum málefnum líðandi
stundar. Linda hafði sérstaklega
sterkar skoðanir þegar kom að
mannréttindamálum. Hún þoldi
illa hvers konar yfirgang og kúg-
un í garð þeirra sem minna
máttu sín eða áttu undir högg að
sækja enda hafði hún starfað
fyrir Amnesty International í
London sem ung kona. Veður-
fréttir voru annað áhugamál
hennar en fréttum af veðri mátti
hún ekki missa af. Því var oft
sagt við hana að hún hefði verið
gott efni í veðurfræðing. Eftir að
Stasia lést ákvað Linda að láta
draum sinn rætast en hann var
að flytja aftur til Frakklands á
sama svæði og hún bjó á áður.
Hún lét verða af því og settist að
í litlum bæ rétt fyrir utan Genf.
Þaðan fór hún í langferð til Kar-
patafjallanna á slóðir forfeðra
sinna í móðurætt og skoðaði
meðal annars gamlar Orþodox
trékirkjur sem eru á heims-
minjaskrá UNESCO. En
skömmu seinna veiktist hún í
Frakklandi og í þeim veikindum
þurfti hún að flytja aftur heim til
Íslands þar sem hún bjó síðast-
liðið ár í sjálfstæðri búsetu í vist-
heimilinu Seljahlíð. Hún sagði
okkur að sér líkaði vel að búa
þar, sérstaklega þegar kom að
félagslegum þáttum lífsins en
þar er fjölbreytt félagsstarf og
gott andrúmsloft. Við Dennis
þökkum starfsfólki og íbúum
Seljahlíðar fyrir þeirra þátt í því
að skapa þær aðstæður. Á Sifn-
os, þar sem Linda lést, sótti hún
grískar Orþodox kirkjur, en
fjöldi þeirra er einmitt á eyjunni
og var það ein ástæða þeirra
mörgu ferðalaga hennar þangað
síðustu 40 árin.
Blessuð sé minning Lindu og
ekki er ólíklegt að sál hennar
svífi yfir grísku eyjunni Sifnos,
sem hún unni svo heitt.
Hjördís Sigurgísladóttir.
Linda Anna
Ragnarsdóttir