Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 ✝ Atli FreyrGuðmundsson fæddist 3. apríl 1948 á Akranesi. Hann lést á Land- spítalanum 15. júní 2019. Foreldar hans voru Pálína Þor- steinsdóttir hús- móðir, f. 28.1. 1908 á Óseyri í Stöðv- arfirði, d. 13.10. 1999, og Guðmundur Björnsson kennari, f. 24.3. 1902 í Núps- dalstungu í Miðfirði, d. 17.11. 1989. Systkini Atla eru Ormar Þór, f. 2.2. 1935, Gerður Birna, f. 2.4. 1938, Björn Þorsteinn, f. 13.7. 1939, d.16.5. 2019, og Ás- geir Rafn, f. 18.5. 1942. Kona Atla er Þorgerður Jónsdóttir, f. 27.6. 1948. Dóttir Þorgerðar er inn, f. 2.8. 2011, og Magnús Thor, f. 18.8. 2014. Atli Freyr ólst upp á Akra- nesi en að námi loknu settist hann að í Reykjavík. Síðasta ár- ið bjuggu þau hjónin í Kópa- vogi. Atli stundaði nám í Sam- vinnuskólanum á Bifröst 1967-1969 og í félagsvísindum við University of Nottingham 1973. Hann tók próf í hagfræði frá University of York 1974 og BA-próf í þjóðfélagsfræði frá HÍ 1978. Atli var erindreki Framsóknarflokksins 1969-1971 og framkvæmdastjóri SUF á sama tíma. Frá 1977 starfaði hann í viðskiptaráðuneytinu, og frá 1989 sem skrifstofustjóri. Atli var í skólanefnd Samvinnu- skólans og Samvinnuháskólans 1983-1994, varaformaður 1992- 1994. Hann var í framkvæmda- stjórn SÁÁ frá 1997. Atli var í Oddfellow reglunni og starfaði á vegum hennar. Hann lagði stund á hestamennsku og úti- vist. Útför Atla fór fram í kyrrþey 26. júní 2019 frá Lindakirkju. Sigríður Arna, f. 2.10. 1967, og maki hennar Guðni Freyr Sigurðsson, f. 19.12. 1971. Sig- ríður Arna á börn- in Söru Alexíu, f. 23.1. 1992, Þorra Frey, f. 18.2 .2003, og Loga Snæ, f. 7.12. 2005. Börn Atla Freys og fyrri konu hans Halinu Bogadóttur, f. 26.4. 1949, eru Svava María f. 27.4. 1978, og Guðmundur Páll f. 10.12. 1980. Maki Svövu Maríu er Nicolas Jean Petit, f. 14.8. 1976, og börn þeirra Alodia, f. 2.12. 2011, og Saga, f. 23.11. 2015. Maki Guðmundar Páls er Brynja Kristjánsdóttir, f. 10.5. 1981, og börn þeirra Björn Héð- Faðir okkar, Atli Freyr, kveikti snemma forvitni og ást okkar systkina á íslenskri náttúru, enda eyddum við flestum helgum og frí- stundum barnæsku okkar í hesta- mennsku. Pabbi þekkti sögur úr öllum sveitum, gat nefnt alla dali, eyjar og fjöll. Reiðtúrar urðu að kennslustundum þar sem við kynntumst þjóð, sáum tröll í klett- um, og dáðumst að fögrum gróðri. Pabba þótti fátt skemmtilegra en vel valin orð og fallega talað mál, enda hafði hann sjálfur ein- staklega gott vald á íslenskri tungu og var ræðumaður mikill. Hann var orðheppinn og skemmtilegur sögumaður. Þegar hann flutti ræðu gat enginn stað- ist það að hlusta á Atla Frey. Orð hans komu fólki saman, fengu fólk til að hlæja og tengjast. Hann var vel gefinn og vel lesinn, og við vor- um mjög stolt af því að sjá hve hann naut sín í hlutverki ræðu- manns. Málgáfa hans var samt ekki eiginleiki sem auðvelt er að kenna, en frá ungum aldri fengum við systkinin bækur sem hann taldi nauðsynlegt að við kynntum okkur. Ljóðasafn Steins Steinars, íslenska orðabók, og Hávamál, sem hann færði okkur á unglings- árum, lærðum við líklega ekki að meta fyrr en 20 árum síðar. Síð- asta áratuginn töluðumst við á nánast daglega við og hann átti það til að spyrja hvort við hefðum ekki örugglega blaðað í orðabók- inni góðu nýlega. Þótt við værum komin á fer- tugsaldur hélt pabbi áfram að ala okkur upp með mikilli væntum- þykju. Ef hann vissi að annað okk- ar væri að fara í matarboð þá hringdi hann gjarnan daginn eftir í okkur og spurði hvort við værum ekki örugglega búin að hringja í gestgjafann og þakka fyrir okkur. Hann ítrekaði alla ævi að það væri mikilvægt að sýna þakklæti fyrir þann tíma sem fólk veitti öðrum og að hugsa um vel um náungann. Þessi gildi kennum við nú börnum okkar. Pabbi þekkti marga og var um- kringdur vinum mestalla ævi. Eft- ir að hann undirgekkst kransæða- aðgerð fyrir 16 árum dró hann sig aðeins í hlé, fannst betra að hitta færri í einu og sótti ekki eins mik- ið í fjölmenni. Fyrir okkur börnin er þetta að mörgu leyti besti tím- inn sem við áttum með pabba. Við fengum að kynnast honum á ann- an hátt og urðum nánari þar sem stundirnar sem við eyddum sam- an voru rólegri og gáfu okkur tækifæri til að eiga löng og innileg samtöl. Síðasta sameiginlega ferðin okkar var með nýju Akraborginni fyrir tveimur árum. Hann fór með okkur upp á Akraness á æskuslóð- ir sínar þar sem Ásgeir bróðir hans tók vel á móti okkur. Pabbi, á sinn yndislega hátt sagði okkur alls konar sögur um fólkið og nátt- úruna. Það var glampandi sólskin, mikið hlegið, og margt lært í þess- ari ferð sem endranær. Það er gífurlegur tómleiki í hjarta okkar við að missa föður okkar og besta vin. Pabbi skilur eftir sig stórt skarð í sál okkar sem erfitt verður að fylla, ef það verður þá nokkurn tíma hægt. Svava María og Guðmundur Páll Atlabörn. Þegar dóttir mín þá átta ára gömul var spurð hvað afi hennar starfaði stóð ekki á svari: Afi minn er aðstoðarforseti. Við mæðgur heimsóttum hann oft í viðskipta- ráðuneytið þar sem hann starfaði um árabil sem skrifstofustjóri. Þar sat hann virðulegur á skrif- stofunni sinni í fínum jakkafötum og því kom ekkert annað starf til greina í hennar huga. Ég var svo lánsöm að kynnast Atla fyrir tæpum 30 árum þegar hann kom inn í líf móður minnar. Hann var eldklár, með sterkar skoðanir og húmorinn var aldrei langt undan. Hann lagði áherslu á að hafa snyrtilegt í kringum sig ásamt því að vera ávallt glæsileg- ur til fara. Atli var vinamargur og traustur og góður vinur. Þau móð- ir mín bjuggu sér fallegt heimili á Skólavörðustíg og þangað var allt- af gott að koma. Það var gest- kvæmt á heimili þeirra og alltaf tekið vel á móti vinum og ættingj- um. Mér þótti alltaf gott að leita til Atla og ég á honum margt að þakka í gegnum tíðina. Hann var óspar á að gefa mér góð ráð og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd. Hann var mikill húmoristi og fannst mér alltaf gaman að grínast með honum. Ég minnist góðra stunda og börnin mín eiga dýrmætar minningar með afa sín- um. Þegar ég kynntist Atla hitti ég fljótlega börnin hans sem búsett hafa verið í Bandaríkjunum frá ungum aldri. Þau voru stolt föður síns og mikilvæg í lífi hans. Atli var alla tíð mikill íslenskumaður og lagði áherslu á gott mál. Það kom því ekki á óvart að hann lagði metnað í að viðhalda íslensku- kunnáttu barnanna enda tala þau bæði í dagi lýtalausa íslensku. Atli var ýmsum hæfileikum bú- inn og einn af þeim var ræðusnilld. Ég gleymi aldrei þegar hann bauð mér í ráðherrabústaðinn fyrir all- mörgum árum þar sem hann var veislustjóri. Þá sá ég þvílíkur ræðusnillingur hann var og ég man hvað ég var stolt. Hann hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum og ég fékk óspart að heyra hvaða flokk ég ætti að kjósa þótt við værum ekki alltaf sammála. Atli stundaði hestamennsku og gönguferðir um hálendi landsins og voru Hornstrandir í miklu uppáhaldi. Mér þótti því mjög gaman að ferðast með honum þar sem hann hafði alltaf skemmtileg- ar sögur í farteskinu. Fyrir nokkr- um árum festu Atli og móðir mín kaup á íbúð á Akureyri. Þar var þeirra sælureitur sem þau dvöldu reglulega og þar ætluðu þau að eyða ævikvöldinu. Þau eyddu tals- verðum tíma í landi móður minnar í Eyjafirði við að gróðursetja tré og nutu sín í kyrrlátri sveit. Á síðasta ári hrakaði heilsu Atla og voru þau þá nýlega flutt í fallega íbúð í Kópavogi. Atli gaf aldrei upp vonina um að ná betri heilsu og barðist í gegnum veik- indin af mikilli þrautseigju. Móðir mín stóð eins og klettur í gegnum veikindi hans alveg fram á síðasta dag. Það er erfitt að kveðja Atla og tilveran verður tómlegri án hans. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með honum og margar góðar minningar munu lifa í mínu hjarta. Sigríður Arna Sigurðardóttir. Það er með söknuði sem ég kveð minn góða vin og frænda Atla Frey, nú skömmu eftir að bróðir hans, Björn Þ. Guðmunds- son var borinn til grafar, en þeir kvöddu með mánaðar millibili. Þeir bræður voru miklir karakter- ar, rauðhausarnir tveir í systkina- hópnum og er þeirra sárt saknað úr ættgarðinum og mikill er miss- ir afkomenda Atla og Þorgerðar eiginkonu hans. Votta þeim alla mína samúð. Ein fyrsta minningin um Atla er frá Akranesi í upphafi sjöunda áratugarins. Við systkinin erum í bíltúr með Atla frænda þar sem frændi gefur í og tekur snarpar beygjur og við köstumst til í sæt- unum og engjumst af hlátri og spenningi. Atli stundaði háskólanám í York á áttunda áratugnum og er mér minnisstætt þegar við systk- inin, ásamt foreldrum, heimsótt- um hann og Halinu, unnustu Atla, sem síðan varð fyrri eiginkona hans. Atli lék við hvern sinn fingur og fór með okkur út um allar triss- ur í nágrenninu. Nú á fjölskylda mín því láni að fagna að hafa bundist afkomendum Atla, þeim Svövu Maríu og Guðmundi Páli og þeirra fjölskyldum traustum vin- áttuböndum. Megi þau haldast um aldur og ævi. Á unglingsárum mínum fórum við frændur stundum saman upp á Akranes til ömmu og afa í helg- arferðir, hann að hitta vini sína eða fara á einhverja fundi, fór oft- ast til rakarans í leiðinni til að hlera nýjustu sögurnar úr bæn- um, og ég að hitta frændur mína og vini. Í minningunni voru alltaf svið á borðum í öll mál þegar Atli var staddur þar. Kom í ljós að þau voru pöntuð fyrirfram. Atli Freyr var stórbrotinn per- sónuleiki. Hann var góðum gáfum gæddur, víðlesinn, með einstaka frásagnargáfu og snarpur í til- svörum, Atli lét engan hafa sig undir í rökræðum. Hann starfaði nánast alla sína ævi sem skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, var vinamargur og kunni skemmtilegar sögur af ráðherrum og þingmönnum, þekkti þar hvern krók og kima. Oft hristist hann af hlátri þegar hann rifjaði upp ein- hver skemmtileg eða vandræða- leg atvik af samferðamönnum sín- um. Það var heldur varla sú fjölskyldusamkoma haldin að Atli héldi ekki ræðu og var þá stutt í hlátrasköllin. Atli var alla tíð nægjusamur, barst ekki á og stærilæti og raup leiddist honum. Fékk maður alveg að finna fyrir því ef maður reyndi að gera sig eitthvað breiðan. Atli stundaði hestamennsku af kappi á árum áð- ur, reið um land allt með góðum vinum og fór oft í langferðir yfir Kjöl með erlenda og innlenda ferðamenn. Gönguferðir um há- lendið og fjallgöngur stundaði Atli meðan heilsan leyfði. Við frændur áttum í löngu, góðu og skemmtilegu sambandi, hringdumst reglulega á og hitt- umst við ýmis tækifæri. Nú fæ ég ekki lengur símtali frá frænda, sem venjulega hófst á orðunum: „Sæll, elsku frændi minn, hvað er eiginlega að frétta af ...?“ Og svo var nafn einhvers vinar okkar eða frænda nefnt og hófst þá yfirleitt samtal þar sem hláturinn réði ríkjum. Samtölum okkar lauk svo yfirleitt með orðunum „vertu margblessaður“, og svo var skellt á. Í seinni tíð breyttist svo kveðjan í „Guð blessi þig“. Guð blessi þig, elsku frændi minn. Harri Ormarsson. Atli Freyr, mágur minn, lést 15. júní sl. aðeins mánuði eftir að eldri bróðir hans, Björn, féll frá. Atli hafði átt við erfið veikindi að stríða nokkur undanfarin ár og síðustu mánuði þurfti hann end- urtekið að liggja inni á blóðmeina- deild Landspítalans með stuttum hléum. Ég sá Atla fyrst, þegar hann var átta ára, lítill rauðhærður snáði. Hann var aldeilis ófeiminn, gaf sig strax á tal við mig og spurði mig margs, fylgdist vel með samræðum og lagði orð í belg, þegar því var að skipta. Mér er það minnisstætt þegar við faðir hans fórum saman í göngutúra á Akranesi. Atli vildi alltaf koma með þótt ungur væri og leitaðist við að ganga í takt við mig! Ég stytti þá skrefin vegna hans. Atli var alla tíð mikill gleðigjafi, hafði gaman að umgangast fólk og var ætíð hrókur alls fagnaðar. Hann gerðist ungur meðlimur í Framsóknarflokknum og fór í ferðir um landið og boðaði stefnu flokksins í aðdraganda kosninga. Atli var mikill hestamaður og fór í margar hestaferðir með vin- um sínum um hálendi Íslands. Atli stjórnaði árlegum þorra- blótum í nafni hestamannafélags- ins „22 GrániÁ“. Þessar samkom- ur voru mjög vinsælar. Tveir heiðursgestir voru boðnir og alltaf þeir sömu, þeir Steingrímur Her- mannsson og Matthías Bjarnason. Atli var mjög greiðvikinn og var sífellt að rétta hjálparhönd. Ég minnist þess þess, þegar hann bauðst til að girða landspildu, sem ég hafði fest kaup á í landi Vað- ness í Grímsnesi. Hann hafði feng- ið til liðs við sig vini sína þá Frið- geir Björnsson, Þorgeir Örlygsson og Sævar Sigurgeirs- son. Við Gerður vorum stödd í Sví- þjóð meðan þeir unnu þetta verk. Þegar heim kom tók ég eftir því að þeir höfðu girt talsvert inn á land- areign Kjartans bónda. Þeir höfðu þá tekið eftir fallegum hól og berjalaut, sem þeir vildu endilega hafa í okkar landi! Þegar ég sagði Kjartani frá þessum mistökum svaraði hann af sinni alkunnu hæversku. Það er um tvennt að ræða Daníel, annaðhvort að færa girðinguna eða kaupa þessa spildu. Ég var fljótur að sam- þykkja seinni valkostinn, enda hafði ég nú eignast 0,5 hektara viðbót við gamla landið, þökk sé Atla mági mínum og „greiðvikni hans“! Atli starfaði sem skrifstofu- Atli Freyr Guðmundsson Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Yndislega eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MONICA MARY MACKINTOSH kennari, Bakkavegi 3, Hnífsdal, lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 29. júní. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 6. júlí klukkan 10.30. Innilegar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Ísafjarðar sem annaðist hana af alúð og umhyggju í veikindum hennar. Reynir Helgason Tómas Michael Reynisson Jóhanna María Gísladóttir Amy Melissa Reynisdóttir Kristófer Aron Reynisson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆVAR B. SÖRENSSON rafmagnsiðnfræðingur, lést 29. júní á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ. Guðfinna Sigurþórsdóttir Sigurþór og Áslaug Karen og Heiður og barnabörn Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, RAGNA JÓHANNESDÓTTIR, lést fimmtudaginn 9. maí, Útför hefur farið fram í kyrrþey. Reynir Ástþórsson Þórir Erlendsson Berglind Ólafsdóttir Matthías Þór Gunnarsson Jóhannes Örn Gunnarsson Trine Lundhave Karl Eldar Gunnarsson Ágúst Fannar Gunnarsson Kristensa Valdís Gunnarsd. Svanur Heiðar Tryggvason barnabörn, barnabarnabarn og systkini Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, RAGNAR STEFÁN MAGNÚSSON, Breiðvangi 22, Hafnarfirði, lést á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 2. júlí. Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. júlí klukkan 15. Guðlaug Pálsdóttir Wíum Magnús Páll Ragnarsson Þórunn Þorleifsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir Elín G. Magnúsdóttir Þuríður Magnúsdóttir Jakob Fannar Árnason Atli Bent Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.