Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 ✝ Egill Egilssonhúsasmíða- meistari fæddist 17. ágúst 1925. Hann lést á Sólvangi 23 júní 2019. Foreldrar Egils voru hjónin Egill Jónsson og Þjóð- björg Þórðardóttir. Faðir Egils fórst með togaranum Ro- bertson 8. febrúar 1925 og ólst hann upp hjá móður sinni í Hafnarfirði. Árið 1949 kvæntist hann Guð- mundu Magnfríði Ingimund- ardóttur, d. 10. júlí 2015, og áttu þau saman einn son, Ómar, en fyrir átti Magnfríður soninn Jón Vilhjálmsson. Egill lærði húsa- smíði í Dröfn og vann þar til fjölda ára, einnig kom hann að byggingu Mjólkárvirkjunar og lauk síðan sinni starfsævi á St. Jósefsspítala. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 4. júlí 2019, klukkan 13. Þá er látinn svili minn Egill Eg- ilsson, mesti Hafnfirðingur, Haukamegin, sem ég hefi þekkt. Það eru nú ekki nema 69 ár síðan við hittumst fyrst og á þau kynni hefur aldrei fallið skuggi, en sam- fundirnir þó strjálast síðan Magga konan hans og mágkona mín lést fyrir nokkrum árum. Egill var orðinn 93 ára og hélt lengst af reisn sinni og sjálfstæði en hlaut þó að láta í minni pokann fyrir elli kerlingu fyrir ekki svo löngu og fluttist þá að heiman á Sólvang, þar sem hann undi vel og hélt glaðsinni sínu og minni lengst af, en var þó kominn mjög nálægt ungdómi sínum í minninu undir það síðasta, en þekkti þó vini sína vel ennþá, en við síðustu heimsókn var auðséð að hverju fór. Því er nú komið að stund loka hins áþreifanlega vinskapar við þau hjón bæði Egil og Möggu. Ára- tuga vináttu og tíð samskipti í leik og starfi, á stundum sameiginlegr- ar baráttu fyrir betri afkomu og um leið framfara við hans fag og mína áráttu, en Egill var smiður að fagmenntun, bæði flinkur og vand- látur og því fór nú svo að við fleiri en eitt hús og íbúð áttum við sam- eiginlegt átak. Þau Magga áttu einn son, Ómar, fyrir átti Magga soninn Jón Vil- hjálmsson, sem Egill gekk í föð- urstað, en lést langt um aldur fram, en synirnir nutu mikils ást- ríkis foreldra sinna og þá ekki síð- ur barnabörnin þegar að þeim kom og voru enda augasteinar og yndi ömmu sinnar og afa. Þau Magga og Egill voru um margt næsta ólík hjón, en áttu saman góða ævi, ekki áfallalausa, en voru samhent og mikið dugn- aðar- og ágætisfólk og mjög góðir samfélagsþegnar og vinsæl og vin- mörg. Egill var mikill félagsmálamað- ur, fylgjandi Hauka alla tíð, eins og fyrr er áminnst. Hann var jafnað- armaður heill og óskiptur og fylgdi Alþýðuflokknum alla tíð og síðan Samfylkingunni, hann var og dygg- ur félagi Oddfellowa. Margs er að minnast heimsókna okkar Jóhönnu til þeirra og þeirra til okkar samræðna og margs konar samskipta m.a. á ferðalögum innan lands og utan og til þeirra í sum- arbústaðinn. Öll þessi samskipti eru nú þökkuð þeim báðum enda jafn lifandi í hugskotinu sem alltaf fyrr. Agli þökkum við Jóhanna við- kynnin og vináttu liðinna daga og óskum honum góðrar heimkomu til þeirra stranda þar sem Magga bíð- ur. Einar Birnir. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Haukum Þeim fækkar frumherjunum sem lögðu grunn að því öfluga félagi sem Haukar eru í dag. Stofnend- urnir 13 allir fallnir frá og fáir frum- herjanna enn á meðal okkar yngri. Þeir voru þrír bræðurnir, Stefán, Jón og Egill, sem um áratugaskeið skráðu nöfn sín á söguspjöld Knatt- spyrnufélagsins Hauka með þátt- töku sinni í íþróttum og fé- lagsstörfum. Allir voru þeir fyrirmyndar íþróttamenn og mikl- ir félagsmálamenn. Yngstur bræðranna var Egill sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Á þessum árum, 1940-60, var það knatt- spyrna og handknattleikur sem iðkaður var í félaginu og var Egill þar í fremstu röð, m.a. Íslands- meistari í 2. flokki í handknattleik 1944. Þyngst vega þó störf hans að félagsmálum félagsins allt til árs- ins 1971. Hans er fyrst getið sem stjórnarmanns í aðalstjórn félags- ins 1949, þá sem varamanns. Vara- formaður í 10 ár, frá 1961-1971. Samfelld seta í stjórn félagsins í 22 ár og geri aðrir betur! Fyrir þessi góðu og fórnfúsu störf í þágu fé- lagsins var hann útnefndur heið- ursfélagi 1972. Nú að leiðarlokum þakkar félag- ið langa samfylgd og sendir fjöl- skyldu Egils hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd aðalstjórnar Knatt- spyrnufélagsins Hauka, Bjarni Hafsteinn Geirsson. Egill Egilsson ✝ Hjördís Ágústs-dóttir fæddist 29. maí 1933 á Bergþórshvoli á Fá- skrúðsfirði. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði 27. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigurlaug Stefanía Einars- dóttir, fædd 24. september 1896, dáin 24. desember 1970, og Ágúst Pálsson fæddur 11. ágúst 1886, dáinn 6. apríl 1955. Systk- eyjum, hann lést 30. september 2014. Börn Hjördísar og Péturs eru: 1) Anna Þóra, f. 27. ágúst 1949, maki Björgvin Baldursson. 2) Jóhannes Marteinn, f. 14. sept- ember 1953. 3) Sigurður Ágúst, f. 19. september 1956, maki Fjóla Þorsteinsdóttir 4) Friðmar, f. 23. júlí 1959. 5) Pétur Einar, f. 29. maí 1962. 6) Herdís, f. 10. maí 1964, maki Kristmann Egill Kristmannsson. 7) Yngstur er Haraldur Leó, f. 21. júní 1979, maki Michaela Schinner. Barna- börn Hjördísar og Péturs urðu 18 en 17 eru á lífi. Barnabarnabörn eru 24 og barnabarnabarnabörn eru fimm. Hjördís bjó alla sína ævi á Fáskrúðsfirði og vann þar sem verkakona. Útför Hjördísar fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 4. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. ini hennar voru: 1) Stefán, f. 1917, dá- inn. 2) Guðlaugur, f. 1919, dáinn. 3) Guðný Lára, f. 1920, dáin. 4) Drengur, f. 1922, dáinn. 5) Ein- ar Páll, f. 1923, dá- inn. 6) Óskar Ing- ólfur, f. 1926, dáinn. 7) Pétur, f. 1929, dá- inn. 8) Guðný Lára, f. 1931. 9) Guð- mundur Gunnsteinn, f. 1936, dá- inn. 10) Veiga Jenný, f. 1938. Hjördís var gift Pétri Herluf Jóhannessyni frá Sandi í Fær- Elsku mamma og tengda- mamma. Við gætum skrifað heila bók um þig því þú hefur afrekað svo margt um ævina en í staðinn ætlum við að þakka þér fyrir allt sem að þú hefur gert fyrir okkur. Þakka þér fyrir öll fötin sem þú saumaðir og heklaðir á okkur, takk fyrir að hafa gætt barna okkar dag og nótt þegar miklar annir voru í vinnu, takk fyr- ir að hafa verið til staðar sama hvað á dundi. Takk fyrir allt og ómet- anlegan stuðning í gegnum lífið. Guð geymi þig. Þín dóttir og tengdasonur Herdís og Kristmann. Elsku amma mín. Ég sit hér ein heima og hlusta á einn af þínum uppáhaldstónlistar- mönnum, Pál Rózinkrans eða elsk- una þína eins og þú kallaðir hann oftast, og reyni að koma frá mér kveðjuorðunum niður á blað. Að kveðja þig er mér mjög þungbært og fyrir mér varstu eilífðaramman sem ég vildi aldrei þurfa að kveðja. Söknuðurinn er mikill og minning- arnar margar enda var mjög mikill samgangur þegar ég bjó á Fá- skrúðsfirði öll þessi ár. Þú varst mér ómetanlega góð og traust vin- kona og töluðum við mikið og oft saman í síma þá sérstaklega eftir að ég flutti frá Fáskrúðsfirði. Sím- talanna mun ég sakna mjög mikið og það verður skrýtið að sjá ekki nafnið amma á Gili á símanum. Ég er þakklát fyrir að hafa komið til þín á Fáskrúðsfjörð núna í júní síð- astliðnum og hitt þig og fengið þessa síðustu daga með þér. Feng- ið knúsið frá þér og að ég hafi náð að segja þér hversu mikið ég elsk- aði þig. Þú loks komin inn á hjúkr- unarheimili og allt átti að ganga svo vel og þér að líða betur. En þinn tími var kominn og afi tilbú- inn að koma og fylgja þér í ljósið. Mig langar að þakka þér, elsku amma, fyrir öll árin og þakka þér fyrir að hafa verið sú persóna sem þú varst, frábær amma, frábær langamma þeirra Herdísar Bjark- ar, Eydísar Kötlu og Baldurs Loga, hjartahlý og besta vinkona sem hægt var að óska sér. Þú gafst mér mikið og kenndir mér margt sem ég mun tileinka mér. Þú átt stórt pláss í hjarta mínu og hjá fjöl- skyldu minni. Ég elska þig enda- laust og mun sakna þín mjög mik- ið, elsku amma. Sólin er hnigin, sest bak við skýin, og ég hugsa til þín næturlangt. Baráttuknúin, boðin og búin, tókst mig upp á þína arma á ögurstundu. Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu og ég þakka þér alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Þú studdir við bakið, stóðst með mér alla leið. Þú opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té og meira til. Hóf þitt og dugur. Heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða. Og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson) Þín ömmustelpa Sonja Jóhanna Andrésdóttir. Það hljóðnar og húmar í hugans borg þegar fréttir berast af andláti ágætrar vinkonu og eins hins traustasta félaga í Alþýðubanda- laginu á Fáskrúðsfirði, en Fá- skrúðsfjörður löngum eitt bezta vígi þess ágæta flokks. Hún Dísa er af sviði horfin og ég finn sakn- aðarkennd fara um hugann er ég minnist góðra samverustunda með henni Dísu allt frá kennsluárum mínum á Fáskrúðsfirði, þar sem þjóðmálin bar líka á góma. Ég gerði mér þess ljósa grein að þar átti vinstri stefnan öflugan liðsmann, eins og raunar allt hennar fólk. Það er raunar skammt stórra högga á milli í þessum frændgarði. Guð- mundur bróðir hennar lézt fyrir skömmu, hinn farsælasti verkmað- ur, trúr sínum uppruna og ætt, ný- lega látin er Sigurlaug „litla“ bróð- urdóttir Dísu, sem ég man eftir úr skólanum sem bráðgreindri og fal- legri hnátu. En fyrst og síðast minnist ég hennar Dísu sem hins ötula talsmanns Alþýðubandalags- ins. Hún var ófeimin við að láta ein- lægar skoðanir sínar í ljós og verja þingmanninn sinn þegar henni þótti þess þurfa og veitti sjálfsagt ekki af. Það ber að þakka heilum huga. Slíkir talsmenn hugsjóna sem byggjast á réttlæti og sannri fé- lagshyggju eru svo dýrmætir og það létti heldur betur róðurinn hjá mér þegar á gaf að eiga slíka að sem hana Dísu. Ég man eftir henni á fundum hjá mér þar sem hún skaut inn glöggum spurnum um málefni dagsins eða sagði sína skoðun umbúðalaust af eðlislægri hjartans sannfæringu. En auðvitað var hún Dísa fyrst og fremst hin verkhaga og harðduglega húsmóðir og hélt utan um heimilið af þeirri al- úð sem einkenndi hana. Þetta var stórt heimili og um nóg að hugsa og hlynna að, aldrei brást ástúð henn- ar hvað sem á gekk, þar átti tónlist- in sína ágætu fulltrúa. Síðast bar fundum okkar saman á flugvellin- um á Egilsstöðum og þar stríddi Pétur, hennar ágæti eiginmaður henni á því að ég hefði verið slík pólitísk loftvog fyrir hana að þar hefði engu skeikað. Vissulega ýkt mynd af heilsteyptri hugsjónakonu, en yljaði mér um hjartarætur, vissi sem var að þetta átti þó sína inni- stæðu. Við Hanna, sem var skólasystir Dísu í barnaskóla, sendum fjöl- skyldu hennar okkar einlægustu samúðarkveðjur. Hún er kvödd í mikilli þökk fyrir fylgdina við sam- eiginlegan málstað áranna. Blessuð sé hennar bjarta minning. Helgi Seljan. Hjördís Ágústsdóttir Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS YNGVA FINNBOGASONAR, Boðagranda 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Eirar. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Árnadóttir Einlægar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra REIMARS CHARLESSONAR. Björg Hjálmarsdóttir Heiða Reimarsdóttir Magnús Karlsson Kristín Helga Reimarsdóttir Linda Reimarsdóttir Sigurlína Halldórsdóttir Sigrún Bergsdóttir Tony Arcone Óskar Bergsson Jóhanna Björnsdóttir Lára Gyða Bergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓLAFUR MARÍUSSON fv. kaupmaður, lést mánudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 15. Jón Magni Ólafsson Sigríður Magnúsdóttir Rannveig Sturlaugsdóttir Símon Ólafsson María Júlía Alfreðsdóttir Hanna Ólafsdóttir Einar Gíslason og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Víðilundi 10, Akureyri, lést fimmtudaginn 27. júní á Dvalarheimilinu Hlíð. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Eyjafjarðardeild Rauða krossins njóta þess. Ólafur Tryggvason G. Inga Tryggvadóttir Aðalbjörg Tryggvadóttir Eygló Tryggvadóttir Pétur Hallgrímsson Valrós Tryggvadóttir Jóhann Eyland ömmu- og langömmubörn Hjartans þakkir fyrir samúð og stuðning við fráfall elsku eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, ALBERTS SIGURJÓNSSONAR verkstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítala og Víðihlíðar fyrir þá alúð og umhyggju sem okkur var sýnd. Svanhvít Daðey Pálsdóttir Þórkatla Sif Albertsdóttir Þorleifur Ólafsson Margrét Albertsdóttir Steinn Freyr Þorleifsson Sigurpáll Albertsson Katarzyna Kujawa Hallgrímur Sigurjónsson Rúnar Sigurjónsson Ástin mín eina og eiginmaður, elsku pabbi besti, ástkær sonur, bróðir, tengdasonur, barnabarn og kær vinur okkar allra, BJARKI MÁR SIGVALDASON, HK-ingur og Nike legend, Bjallavaði 3, Reykjavík, kvaddi á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 27. júní umvafinn ástvinum sínum. Jarðarför mun fara fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning þeirra mæðgna. Ástrós Rut Sigurðardóttir Emma Rut Bjarkadóttir Sigvaldi Einarsson Guðlaug Birgisdóttir Hrefna B. Sigvaldadóttir G. Ágúst Ólafsson Ingibjörg Sigvaldadóttir Kári Tristan Helgason Aldís Hafsteinsdóttir Ívar Bragason Sigurður Þorvaldsson Guðrún S. Reynisdóttir Þóra Sigurjónsdóttir ættingjar, vinir og aðrir aðstandendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.