Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 52

Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 52
Marta María mm@mbl.is Í þessari haust- og vetrarlínu Chanel sækja hönnuðir fyrirtækisins inn- blástur í stofnanda tískuhússins, Coco Chanel, en hún elskaði bækur og sagði gjarnan að bækur væru bestu vinir sínir. Sem barn gleymdi hún stund og stað við bók- lestur og upplifði ævintýri í gegnum bækurnar sem hún las hverju sinni. Það má sjá ýmislegt nýtt í þessari tískulínu og þær sem elska klassísk föt ættu svo sannarlega að geta fund- ið eitthvað. Það er nefnilega margt í þessari línu sem hægt er að fá „lánað“ til að hressa upp á eigin fatastíl. Það eru einmitt einir af töfrum tískuheimsins. Þeir koma með flíkur á markað sem við hin höfum alls ekki efni á að kaupa en getum fengið hug- myndir að því hvernig bæta má stílinn. Aðaltekjulind Chanel er nefnilega ekki þessi fínu föt sem hér sjást heldur snyrtivör- urnar sem við venjulegu konurnar höfum efni á að kaupa. Virginie Viard, listrænn stjórnandi Chanel, tók við keflinu þegar Karl Lagerfeld féll frá. Hún segir að Cha- nel sæki innblástur í árin í kringum 1930. Hún leggur mikið upp úr að for- ma líkamann vel með þessum fötum. Hún notar belti í mittið og öll fötin í línunni eru eins og klæðskerasniðin. En svo eru þau laus á annan hátt eins og sést á víðum ermum og skálmum. Svo er margt nýtt og pínu öðruvísi. Hinn klassíski Chanel-jakki er orðinn að kápu sem væri nú dálítið smart við gallabuxur. Mikil áhersla er lögð á mittislínuna og eru fötin vel sniðin. Púffermar eru nokkuð áberandi og töluvert miklir standkragar. Vefn- aðurinn í efnunum er með töluverðri vigt og má sjá frekar þung efni notuð í jakka, pils, víðar buxur og samfest- inga. Slaufur eru líka áberandi ásamt blúndum en allt er þetta gert til þess að gera fötin sérlega kvenleg án þess að kvenfólkið líti út eins og listrænir dansarar frá Austur-Evrópu. Hægt er að horfa á tískusýninguna í heild sinni inni á www.smartland.is. Chanel sýndi góða takta á hausttískusýningu sinni í París á dögunum. Búið var að breyta Grand Palais í bóka- safn og röltu fyr- irsætur um eins og bókasafnsfræð- ingar nútímans. Bækur eru nefni- lega aðalinn- blástur hönnuða Chanel í ár. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Engir listrænir dansarar frá Austur-Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.