Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 53

Morgunblaðið - 04.07.2019, Page 53
Gott fyrir kroppinn Harðfiskur er sérlega vinsæll hjá íþrótta- og líkamsrækt- arfólki enda afskaplega prótínríkur. Harðfiskur inniheldur að meðaltali 84% prótínhlutfall sem þýðir að 100 grömm innihalda 84 grömm af prótíni sem er fáheyrt meðal fæðu- tegunda. Að auki er hann glúten- laus, laktósafrír, hráfæði, kol- vetnalaus og ketó. Það segir sig því sjálft að harðfiskur er sérlega góður all- an ársins hring og ekki síst á ferða- lögum en þeim sem vilja ekki fá mylsnuna yfir allan bílinn er ráðlagt að kaupa harðfisk í bit- um því þá kemur engin mylsna. Nú þegar þjóðin þeysist um landið í útilegum og sumar- bústaðaferðum eru matarmál ofarlega á baugi. Mikilvægt er að vanda fæðuval, þá ekki síst ef útivist og hreyfing er á dagskránni og forðast það í lengstu lög að fóðra fjöl- skylduna eingöngu á óholl- ustu. Hér koma undir- stöðufæðutegundirnar sterkar inn eins og harð- fiskur en það vill gleymast hversu mikil úrvalsfæða hann er. Besti biti sem völ er á MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfatnaði Meiriháttar maís með majónesi 6 stk. ferskir maísstönglar 6 msk. Hellmann‘s Roasted Garlic Mayo salt, pipar og paprikuduft rifinn parmesanostur saxaður ferskur kóríander límóna til að kreista yfir Sjóðið maísinn í 5-7 mínútur, takið úr pottinum og leyfið vatninu að gufa upp. Smyrjið síðan hvern kólf vel með hvít- lauksristuðu majónesi frá Hellmann og kryddið eftir smekk. Grillið skamma stund allan hringinn til að fá smá grillbragð, hér bráðnar majón- esið vel inn í maísinn. Takið af grillinu, stráið rifnum parmes- anosti yfir, ferskum kóríander og kreistið límónusafa yfir hvern maískólf. Meiriháttar maís með majónesi Grillaður maís er með betra meðlæti sem hægt er að fá af grillinu en það þarf að vanda til verka. Hér er Berglind Hreiðars á Gotteri.is með grillaðan maís sem smurður er með hvítlauksmajónesi áður en hann er grillaður. Hljómar spennandi og vel þess virði að prófa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.