Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 54

Morgunblaðið - 04.07.2019, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10 mg töflur -10, 30 og 100 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is „Ég flutti út í fyrrahaust og var að klára fyrsta árið mitt í skólanum. Þetta er búinn að vera al- gjör draumur,“ sagði Ari í samtali við Sigga Gunnars á K100 en hann er kominn heim til Ís- lands í sumarfrí. Ari hefur í vetur verið að vinna með vini sínum úr skólanum, Cian Duc- rot, að nýrri tónlist og leit fyrsta lagið dagsins ljós nú fyrir nokkrum dögum. „Ég hef alltaf verið mikill poppmaður og hefur alltaf langað til þess að gera tónlist í þessum stíl,“ segir hann en þetta er fyrsta lagið í þessum stíl sem hann sendir frá sér. „Fyrirmyndirnar voru Justin Timberlake og Maroon 5,“ bætir hann við. „Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að hann er að læra klassískan flautuleik og ég klassískan söng en svo erum við að búa til svona poppmúsík á kvöldin.“ Þeir vinirnir vinna þetta allt sjálfir. „Við tókum myndina fyrir kynningarefnið á baðherberginu heima hjá Cian,“ segir Ari og hlær. Lagið hetir „Too good“ og er komið út á Spotify og öðrum helstu veitum. Ef þú vilt heyra meira af ævintýrum Ara geturðu horft og hlustað á viðtalið við hann inni á K100.is. Nýr hljómur hjá Ara Ara Ólafssyni kynntust flestir landsmenn í fyrra þegar hann var valinn til þess að keppa í Eurovision fyrir okkar hönd. Ari hefur verið í leiklist og tónlist frá unga aldri og þykir mjög hæfileikarík- ur enda fékk hann inni í einum virtasta tónlistarskóla í heimi, Royal Academy of Music í London. Ari hefur ekki gefið út neina tónlist síðan hann tók þátt í Eurovision í fyrra en var að senda frá sér nýtt efni á dögunum. Það má segja að það kveði við nýjan tón en Ari hefur hingað til aðallega verið þekktur fyrir klassískan söng en nýja lagið er poppskotinn r’n’b-smellur. Ný ímynd Það kveður við nýjan tón hjá Ara Ólafssyni í nýju lagi. Á K100 Ari og Siggi Gunnars bregða á leik í K100-stúdíóinu. „Ég er gamall útvarpsmaður sem elska að þeyta skífum án þess að þurfa að hafa áhyggj- ur af hvort dansgólfið sé hoppandi eða ekki. Elska það enn,“ segir Palli sem lofar fjörugum þætti að vanda. Hlustendur mega eiga von á góðu því í bland við fjöruga tónlist laumar Palli einum og einum sjaldheyrðum gullmolum inni á milli. „Pallaball er alltaf blanda af diskói, House, Eurovision og endurhljóðblöndum af nýjustu lögunum í bland við stórfurðuleg sjaldheyrð lög. Svo krydda ég þetta alltaf með eigin hitturum, glænýjum og eldgömlum,“ seg- ir Palli sem spilar enn þá alla tónlistina sína af geisladiskum og er ekkert á leiðinni að fara að nota tölvu til þess. Nóg um að vera hjá Palla í sumar Palli verður fyrir norðan um helgina en hann verður á bæjarhátíðinni Vopnaskaki á Vopnafirði annað kvöld. Þá mun hann stýra að- alpartíinu í fótboltahúsinu Boganum á Akur- eyri í tilefni af Pollamótinu þar í bæ um helgina. „Ég elska að koma fram á Akureyri og ég hlakka mikið til að koma fram á Polla- mótinu sem er eitt stærsta íþróttamót lands- ins. Þar mun ég koma fram fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér, ekki bara þá sem eru á Pollamótinu.“ Þungarokksunnendur munu einnig fá sinn skammt af Palla í sumar því hann ætlar að troða upp öðru sinni á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað 12. júlí. Þá mun hann einnig loka Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár og stíga á svið klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Þar með er ekki öll sagan sögð því þar sem Gleðigangan mun fara fram viku síðar í ár en venja er getur Palli einnig tekið þátt í hinum goðsagnakenndu Fiskidagstónleikum á Dalvík. Sívinsæll í sumar Það er að venju í nægu að snúast hjá þjóðareigninni Páli Óskari í sumar en hann verður á ferð og flugi um allt land. Palli ætlar að hertaka K100 með hinum sívinsæla útvarpsþætti Pallaball í beinni á morgun, föstudag, milli klukkan 16 og 18. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í loftinu Páll Óskar í stúdíói K100. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samvinna Þeir Páll Óskar og Siggi Gunnars hafa stýrt fjölda Pallaballa í beinni á K100. Á sviðinu Palli ferðast um landið í sumar og treður upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.