Morgunblaðið - 04.07.2019, Síða 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
TILBOÐ*
2.399.000 kr. með vsk.
fullt verð 2.692.579 kr með vsk.
Allt að 90% fjármögnun í boði
Þú sparar 293.579 kr.
Bátur
Kerra
F30Hp Mercury
utanborðsmótor.
Stjórntæki
Rafstart
Bensíntankur
fullur af bensíni
Frí heimsending
hvert á land sem er
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Bátur með
hnakk & beisli
450cc
Utanborðsmótorar 30Hpf
*Tilboðið gildir út júlí eða á meðan birgðir endast.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Það er ákveðinn fókus á verk eftir
mig á efnisskrá hátíðarinnar,“ segir
Þuríður Jónsdóttir sem hefur verið
útnefnd staðartónskáld Sumar-
tónleika í Skálholti í ár. Á tvennum
Portretttónleikum sem haldnir
verða um helgina verða fimm verk
Þuríðar flutt. Kammersveitin
Elektra Ensemble mun flytja þau
fimm sem eru úrval þeirra tónverka
sem Þuríður hefur samið á undan-
förnum árum. „Í rauninni valdi ég
hljómsveitina út frá þessu verkefni.
Ég skrifaði Downbeat Aroma sér-
staklega fyrir Elektru árið 2016 og
þar sem ég átti fleiri verk sem passa
inn í hljóðfærasamsetningu þeirra
þá valdi ég með það í huga,“ segir
Þuríður.
„Ég geri reyndar nýja útsetningu
á gömlu verki fyrir klarínett fyrir
þetta tilefni.“ Það er tónverkið
INNI – musica da camera sem var
pantað af Nordic Affect árið 2013.
Upphaflega var verkið skrifað fyrir
barokkfiðlu en nú er það endurgert
fyrir klarínett. Þar nýtir Þuríður
upptökur af nýbura sem nærist að
nóttu og kallar hljóðvoðir verksins.
„Mynstrið hljóðritað í eyrum“
Verkið Downbeat Aroma er að
hluta unnið upp úr eldra verki, Solid
Hologram fyrir fiðlu og píanó, sem
verður einnig á efnisskrá Portrett-
tónleikanna. Þuríður hefur sjálf sagt
um Solid Hologram: „Tónarnir
bylgjast áfram um hljóðsviðið,
sveiflurnar leggjast hver ofan á
aðra, núast saman eða rekast á …
mynstrið er hljóðritað í eyrum
áheyrenda, ljósmyndað í huga
þeirra og endurkastast þaðan umrit-
að aftur út í alvíddina.“
Á Portretttónleikunum verður ör-
verkið Hermetique fyrir einleiks-
píanó einnig flutt. Verkið var pantað
af franska ríkisútvarpinu fyrir
Festival Présences 2004 í París og
frumflutt af Dimitry Vassilakis.
Fimmta verkið á efnisskránni er
Lampyridae fyrir flautu og hljóð-
tjöld. Það er innblásið af ljóði eftir
Örnu Kristínu Einarsdóttur, flautu-
leikara og ljóðskáld, sem pantaði
verkið og frumflutti það sjálf árið
2003.
Nýtt verk Þuríðar frumflutt
Hátíðin Sumartónleikar í Skál-
holti pantar nýtt tónverk hjá staðar-
tónskáldinu ár hvert. Hið nýja tón-
verk hennar segir Þuríður vera
strengjakvartett sem verður frum-
fluttur á tónleikum fyrstu helgina í
ágúst. Barokkbandið Brák mun
flytja verkið. Þuríður segir það hafa
verið ákveðið í samráði við listrænan
stjórnanda. „Ég valdi að gera hefð-
bundinn strengjakvartett með þessu
hljóðfæravali,“ segir tónskáldið.
Stefna Sumartónleika í Skálholti
hefur verið að blanda nýrri tónlist
við gamla hefð barokksins og á það
ágætlega við tónsmíðar Þuríðar.
„Það gamla í minni tónlist getum við
sagt að sé notkun á hefðbundnum
hljóðfærum en tónmálið er ekki
gamalt að öðru leyti. Ég nota dúr-
og moll-kerfið ekki mikið.“
Að hafa verið valin staðartónskáld
hátíðarinnar segir Þuríður fyrst og
fremst vera heiður. „Það er gaman
að fá nokkur verk valin samtímis og
fá þar með smáyfirsýn yfir það sem
maður hefur verið að gera.“
Hvort um sig hvíld frá hinu
Auk þess að starfa sem tónskáld
er Þuríður flautuleikari. Hún er
hluti af flautuseptettinum viibra sem
hefur komið fram með Björk að und-
anförnu, nú síðast í New York. För-
inni er síðan heitið til Mexíkóborgar
í ágúst. Hún segir þó árekstra milli
starfs síns sem tónskáld og sem
flautuleikari ekki vera mikla.
„Ég myndi segja að þetta gengi
mjög vel upp saman. Hvort um sig
er hvíld frá hinu. Þessi spila-
mennska með Björk er þess eðlis að
það er ágætis hvíld frá tónsmíð-
unum. Þetta er það ólíkt. Vinnan
með Björk er jafn mikið kóreó-
grafía, hreyfingar og dans og það er
tónlist, þannig að það passar ágæt-
lega saman við það að sitja við skrif-
borð við tölvu. Það er ágætt jafn-
vægi.“
Margt annað er á döfinni hjá Þur-
íði. „Ég er með tvö stór verkefni í
vinnslu. Það er annars vegar fiðlu-
konsert sem ég er að skrifa fyrir
Unu Sveinbjarnardóttur og hins
vegar er ég með pöntun frá Fíl-
harmóníusveitinni í Los Angeles.
Það er stórt kammerverk sem ég
þarf að skila fyrir lok árs. Svo eru
stærri verkefni og tónleikar í bígerð
sem maður þarf að fylgja eftir, t.d.
ætlar þjóðarhljómsveitin í Póllandi
að flytja flautukonsertinn Flutter í
Varsjá nú í september.“
Þuríður segir margt felast í starfi
tónskálda. „Það er svolítið skrif-
stofustarf sem fylgir því að hafa
skrifað talsvert af tónverkum, þá
verður maður að vera í samskiptum
við fólk og fylgja verkunum sínum
eftir.“
Þetta er fyrst og fremst heiður
Þuríður Jónsdóttir er staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti í ár Flutt verða fimm eldri verk
hennar auk þess sem nýtt verk verður frumflutt „Ég valdi að gera hefðbundinn strengjakvartett“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónskáld „Það er gaman að fá nokkur verk valin samtímis og fá þar með smáyfirsýn yfir það sem maður hefur ver-
ið að gera,“ segir Þuríður um dagskrána á Portretttónleikunum sem haldnir verða í Skálholti nú um helgina.
Tónleikaröðin Sumartónleikar í
Skálholti hefst á morgun, föstu-
daginn 5. júlí, og stendur fram til
4. ágúst. Haldnir verða tónleikar
hverja helgi á þessu tímabili.
Fyrstu tónleikar hátíðarinnar
verða annað kvöld kl. 20. Þá munu
Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit
Djupedal flytja verk sín ásamt
Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur
söngkonu. Tónlistarhópurinn
Elektra leikur fimm verk staðar-
tónskáldsins Þuríðar Jónsdóttur á
Portretttónleikum kl 14. á laug-
ardag, 6. júlí, og á sama tíma á
sunnudag, 7. júlí.
Steinunn Arn-
björg Stef-
ánsdóttir flytur
auk þess 6. selló-
svítu Bachs sem
og eigin verk kl.
16 á laugardag.
Ókeypis að-
gangur er á tón-
leikana en tekið er við frjálsum
framlögum þeirra sem hafa tök á.
Nánari upplýsingar um dagskrá
hátíðarinnar er að finna á vefnum
www.sumartonleikar.is.
Tónleikar fimm helgar í röð
SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI
Skálholtskirkja
Tilkynnt hefur verið um 63 verk-
efni sem Tónlistarsjóður styrkir í
seinni úthlutun ársins en styrk-
irnir nema 24 milljónum króna.
Hlutverk sjóðsins er að efla ís-
lenska tónlist og stuðla að kynn-
ingu á íslenskum tónlistar-
mönnum og tónsköpun þeirra.
Alls bárust 124 umsóknir frá
mismunandi greinum tónlistar.
Hæstu styrkina, að upphæð ein
milljón króna, hljóta Þjóðlaga-
hátíð á Siglufirði og Listvinafélag
Hallgrímskirkju. Sjö verkefni
hljóta styrk að upphæð 800.000:
Tónlistarhátíðin Miðnætursól í
Bolungarvík, þátttaka íslenskra
tónskálda í hátíðinni Ung Nord-
isk Musik í Svíþjóð, útgáfa á
hljóðritunum Björns Ólafssonar
fiðluleikara, tónlistarhátíð í
minningu um Jóhann Jóhannsson
tónskáld, tónleikaröð djassklúbbs-
ins Múlans í Hörpu, 15.15-tón-
leikasyrpan og píanónámskeið á
vegum Evrópusambands píanó-
kennara. Meðal annarra verkefna
sem hljóta styrk má nefna tón-
leikaraðir á Akureyri, Ólafsfirði,
Seyðisfirði og Dalvík, sönghátíð í
Húsavíkurkirkju, röð barna-
tónleika á Norðurlandi og tón-
leika á Hinsegin dögum í Reykja-
vík. Alþýðuóperan fær styrk
vegna verkefnisins Corpo Sur-
real, Kristjana Stefánsdóttir og
Svavar Knútur fá styrk vegna
tónleikaferðalags, eins og tón-
leikar Cammerarctica, og m.a.
flutningur Kammerkórsins Cant-
oque á Jóhannesarpassíu J.S.
Bachs.
63 verkefni styrkt
af Tónlistarsjóði
Tónleikar í
Hallgrímskirkju
Kristjana
Stefánsdóttir
Björn
Ólafsson
Jóhann
Jóhannsson
24 milljónum úthlutað að þessu sinni