Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Að fjalla um samtíma-viðburði í bók til útgáfuskömmu eftir að þáttaskilverða í atburðarásinni krefst aga, þekkingar og yfirsýnar. Í senn verður að gæta þess að ekkert sé sagt sem ekki stenst og hins veg- ar að gera frásögnina þannig úr garði að áhugasömum lesanda finn- ist hann fá meiri vitneskju um við- fangsefnið en hann hafði af því að fylgjast með daglegum frétt- um. Stefán Einar Stefánsson, við- skiptaritstjóri Morgunblaðsins, tókst á við þetta allt við ritun bókar sinnar WOW – ris og fall flugfélags sem var kynnt í útgáfuhófi 29. maí 2019 en starfsemi WOW air stöðv- aðist 28. mars 2019. Liðu aðeins rétt- ir tveir mánuðir frá þáttaskilum í at- burðarásinni þar til bókin birtist. Þar var vel að verki staðið. Lýst er þróun flugfélagsins WOW frá því að Skúli Mogensen fjárfestir tilkynnti um stofnun félagsins 23. nóvember 2011 til gjaldþrotsins 28. mars 2019. Þetta er viðburðaríkur tími mikilla umsvifa og stórra drauma. Ítarleg heimildaskrá fylgir textanum auk nafnaskrár. Þá er einnig birt tímatal um höfuðatriði í sögu WOW. Höfundur skapar andrúm í kring- um einstaka viðburði eins og til dæmis í kaflanum um kynningu Skúla á WOW: „Hann stígur inn í flóðlýsinguna og er augljóslega kátur í bragði. Dökkblá skyrta, fráhneppt, svartar gallabuxur og samlitt belti. Í hendi hefur hann iPad-spjaldtölvu, nýjustu afurð tæknirisans Apple. Tækið undirstrikar að þarna fer maður sem er handgenginn nýjustu tækni.“ (Bls. 61.) Þetta er lýsing á stjórnanda í anda Steve Jobs, frægs forstjóra Apple. Ímynd WOW var alla tíð nátengd frjálslegri framkomu Skúla og óbil- andi bjartsýni hans og baráttuvilja. „Hann er sölumaður af Guðs náð og á betra en flestir með að hrífa fólk með sér og sannfæra um að sú leið, eða sýn sem hann boðar, sé hin rétta.“ (Bls. 335.) Í bókinni má sjá merki þess að ekki hafi verið farið í saumana á öllu sem óhjákvæmilegt er að skoða við lokafrágang handrits. Einkennilega er að orði komist á bls. 88 þegar rætt er um „reglugerð Evrópuráðsins um sameiginlegar reglur um úthlutun á afgreiðslutíma á bandalagsflug- völlum“. Á bls. 280 segir að „reglu- gerð Evrópuþingsins og Evrópu- ráðsins“ leggi stífar kvaðir á skipan eignarhalds á félagi með íslenskt flugrekstrarleyfi. Þetta eru EES-reglur og skýra hefði mátt fyrir lesandanum hve að- ild að þeim auðveldar allar ákvarð- anir varðandi flugrekstur hér á landi. Útrýming tæknilegra hindr- ana á sameiginlega EES-mark- aðnum og frelsi til að velja flugvelli innan hans er ómetanlegur kostur samhliða aðildinni að Open Sky- samningi ESB og Bandaríkjanna sem heimilar íslenskum flugfélögum að velja velli innan Bandaríkjanna. Höfundur nálgast efnið úr annarri átt. Ofuráherslan á Skúla Mogensen og viðskiptaferil hans er rökrétt. Án fjármagns hans og áhættusóknar hefði WOW ekki starfað eða farið út fyrir ramma lággjaldaflugfélaganna. Til að árétta hve slátturinn á WOW og Skúla var mikill vorið 2017 segir Stefán Einar sögu af þáver- andi stjórnendum Icelandair í kvöld- verði á veitingahúsinu Snaps. Óvænt birtist þjónn með kampavínsglös á bakka. Þá segir (bls. 166): „Í þeim var að finna hanastélið Key Royal sem er einn þekktasti kampavíns- kokkteill í heimi. Í honum eru aðeins tvö innihaldsefni, kampavín og líkj- örinn Crème de cassis sem búinn er til úr sólberjum. Það sem strax vakti eftirtekt borðfélaganna var að kokkteillinn var léttblandaður, sem þýðir að í stað hefðbundins rauðs lit- ar, var drykkurinn fagurfjólublár og því réð rauði litur sólberjanna í bland við gylltan lit kampavínsins.“ Atvikið gerðist um svipað leyti og Skúli lét eins og WOW yrði stærra en Icelandair og jafnvel stærra en Norwegian. Skúli sat á Snaps og bað þjóninn að færa Icelandair- mönnunum fordrykkinn í WOW-lit, ögrun af hans hálfu. (Þessi franski drykkur heitir raunar Kir Royale.) Lýsingin á því hvernig þeir kynnt- ust haustið 2015 Skúli og Steven Ferencz Udvar-Házy, stofnandi og forstjóri Air Lease Corporation (ALC) í Bandaríkjunum, er ævintýri líkust. „En staða hans og áhrif í flug- heiminum eru slík að saga WOW air verður ekki sögð með viðhlítandi hætti, nema nokkru ljósi sé varpað á þennan mann – sannkallaðan örlaga- vald í vexti félagsins, falli þess og þeim átökum sem upp komu milli Isavia og Air Lease Corporation í kjölfarið,“ segir á bls. 136. Til marks um auð, áhrif og flug- áhuga Udvar-Házys er nefnt að hann styrkti gerð flug- og geimsafns Smithsonian-stofnunarinnar við Dulles-alþjóðaflugvöllinn skammt frá Washington DC (ekki í Dulles eins og segir á bls. 141) með 66 millj- ónum dollara. Ber safnið nafn hans og þar eru rúmlega 120 flugvélar og 120 minjar tengdar geimferða- áætlun Bandaríkjanna. Smávillurnar eru léttvægar miðað við ásakanir Skúla Mogensens á Facebook 9. júní um rangfærslur í bókinni. Stefán Einar svaraði því öllu skilmerkilega á Facebook dag- inn eftir, 10. júní. Skúli sagði meðal annars að hann hefði ekki viljað ræða við Stefán Einar við gerð bókarinnar vegna þess að hann hefði „borið fram al- varlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem áttu ekki við rök að styðjast“. Alvarlegast hefði verið „þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018“. Stefán Einar svaraði að í byrjun október 2018 hefði Skúli undirritað leynilegt og fordæmalaust sam- komulag við Isavia þar sem hann fór á bak við sína nánustu samstarfs- aðila. Frétt Morgunblaðsins um að WOW air skuldaði um tvo milljarða, þar af um helminginn gjaldfallinn, hefði verið rétt. Frétt í dagblaði ræður ekki úrslit- um um gjaldþrot þrátt fyrir ímynd- aráhrif hennar. Skúli segir raunar að mikil og dýrkeypt mistök sín hafi verið að færa WOW frá lággjalda- stefnunni og að innleiða breiðþotur inn í leiðakerfi félagsins. Skýringar Stefáns Einars á falli WOW air eru ítarlegar en flóknar. Árið 2017 var ljóst hvert stefndi en upplýsingar lágu ekki á lausu. Á árinu 2018 var ekki gripið nægilega fljótt til gagnaðgerða. Rætt var hvort nota ætti skattfé til að létta undir með félaginu. „Enginn heilvita stjórnmálamaður hefði lagt fyrir- tæki í slíkum áhættu- og samkeppn- isrekstri til tíu eða tuttugu milljarða króna í von um að rættist úr,“ segir Stefán Einar (bls. 343). Slík ríkis- aðstoð á sameiginlega EES- markaðnum hefði auk þess orkað tvímælis svo að ekki sé meira sagt. Erfitt er að meta raunveruleg áhrif af falli WOW air. Ríkisstjórnin breytti fjárlagaáætlun sinni um 40 milljarða króna vegna þrenginga og um 10.000 manns eru nú án atvinnu. Þar vegur hagsveifla líklega þyngra en óhjákvæmileg brotlending WOW. Líklega var hún tiltölulega mjúk, miðað við hæðina á flugi félagsins og stórkarlalegrar yfirlýsingar um framtíð þess. Öll gjaldþrot draga dilk á eftir sér. Í bókina WOW – ris og fall flug- félags geta menn leitað til að sjá heildarmyndina. Stefán Einar vann þarft verk af mikilli elju við útgáfu bókar sinnar. Morgunblaðið/Hari Höfundur áritar „Öll gjaldþrot draga dilk á eftir sér. Í bókina WOW – ris og fall flugfélags geta menn leitað til að sjá heildarmyndina,“ segir gagnrýn- andi meðal annars um bók Stefáns Einars Stefánssonar. Flugmál WOW – ris og fall flugfélags bbbmn Eftir Stefán Einar Stefánsson. Vaka Helgafell, 2019. 367 bls., BJÖRN BJARNASON BÆKUR Brotlending úr háflugi Sýning á nýjum olíumálverkum eft- ir Tolla verður opnuð á Vest- mannaeyjaflugvelli í dag, fimmtu- dag. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og Tolla. Sýningin hefur verið sett upp á nokkrum stöðum á landinu síðan hún var fyrst opnuð í flug- stöðinni á Egilsstöðum í september í fyrra. Auk Egilsstaða og nú Vest- mannaeyja hefur Tolli boðið upp á sams konar sýningar í flugstöðv- unum á Akureyri og Ísafirði. Sýn- ingin mun standa fram yfir versl- unarmannahelgi og er sú síðasta í þessari röð sýninga. Í tilkynningu segir að Tolli hafi heimsótt Vestmannaeyjar síðustu misseri og sjáist það greinilega í þessum nýju verkum að eyjarnar veiti honum mikinn innblástur. „Það er ofboðslega mikill frum- kraftur í Vestmannaeyjum. Þar er nálægðin við náttúruna og það sem hún gefur og það sem hún tekur mjög áþreifanleg. Ég finn mjög vel fyrir þessu þegar ég fer um Vest- mannaeyjar og ég hef leyft því að vera mér mikill innblástur,“ segir Tolli um verkin. „Ég man ekki eftir því að hafa séð eyjunni og náttúru hennar gerð skil með þeim hætti sem ég geri í þessum verkum og ég hlakka til að bera þetta undir Vestmannaeyinga og gesti þeirra í sumar.“ Tímasetning sýningar Tolla í Eyjum er ekki tilviljun. Gosloka- hátíð og hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar hefj- ast í dag, 4. júlí, og er sýningin hluti af þeim hátíðarhöldum. Eftir að sýningaröðinni með verkum Tolla lýkur er fyrirhugað að nýta rými flugstöðva til að styðja við ungt listafólk á hverjum stað og gera því mögulegt að koma verkum sínum á framfæri þar. „Ég ryð brautina og vinn með Isavia í því að gera flugstöðvarnar sýningavænar og nota mína list til að venja farþega og ferðalanga á hugmyndina að búið sé að setja upp sýningarrými í þessum fallegu byggingum. Svo koma flottir ungir listamenn sem eru að springa úr sköpunarkrafti og fylla þessi rými af enn meiri gleði,“ segir Tolli. „Samfélagið er alltof gjarnt á að stilla landinu og 101-menningunni í andstæðar fylkingar og póla,“ seg- ir málarinn. „Það á ekki að vera þannig, því það er ekki þannig. Sköpun og innblástur er alls staðar og við eigum að njóta gæðanna í nálægðinni og kannski náum við að komast nær hvert öðru í gegnum listina.“ Morgunblaðið/Ófeigur Listamaðurinn „Ég ryð brautina og vinn með Isavia í því að gera flugstöðv- arnar sýningavænar,“ segir Tolli um sýningaröðina í flugstöðvum landsins. Mikill frumkraftur í Eyjum  Sýning á nýjum málverkum Tolla í flugstöðinni LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.