Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019 Toy Story var tímamótaverk á sínumtíma hvað varðar framfarir í tölvu-gerðum teiknimyndum og furðulegttil þess að hugsa að nær aldar- fjórðungur er liðinn frá því hún var frumsýnd. Hún var jafnframt fyrsta teiknimyndin í fullri lengd sem Pixar-fyrirtækið gerði og markaði upphaf magnaðrar velgengni þess og vinsælda. Svo vinsælar, vandaðar og hugmyndaríkar voru myndir þess að risinn Disney hafði ekki roð við því. Enda keypti Disney Pixar á end- anum. Toy Story 2 var frumsýnd 1999, fjórum áður síðar, og þótti ekki síðri en sú fyrsta. Aðdá- endur fengu svo að bíða lengur eftir þriðju myndinni, Toy Story 3, sem átti að heita sú síð- asta í syrpunni og var frumsýnd árið 2010, ell- efu árum á eftir mynd nr. 2. Og alltaf urðu sjón- hverfingar Pixar-fólksins magnaðri og magnaðri, áferð hluta líkari raunveruleikanum með hverri mynd. Ekkert teiknimynda- fyrirtæki hafði roð við Pixar. Líkt og fyrri tvær myndirnar hlaut sú þriðja nær einróma lof gagnrýnenda og rakaði inn seðlum og þótti þar að auki fullkominn endir á sögunni. Það kom því mörgum á óvart þegar tilkynnt var að fjórða myndin væri væntanleg, níu árum eftir að sú þriðja kom. Það hefði þó ekki átt að koma svo mjög á óvart þegar litið er til þess hversu miklu þessar myndir hafa skilað í miða- sölu og gróði virðist nú vera helsta markmið Disney þegar kemur að kvikmyndaframleiðslu því framhaldsmyndir og endurgerðir hafa ein- kennt nánast alla útgáfu fyrirtækisins síðustu misseri. Algjört hugmyndaleysi og endur- tekningar, ólíkt því sem áður var. Ekki skal þó lítið gert úr gæðum Toy Story 4 því þau eru vissulega mikil. Sem fyrr er kvik- unin (e. animation) óaðfinnanleg og stundum veit maður hreinlega ekki hvort um raunveru- legar myndir er að ræða eða teiknaðar. Strax í upphafi er áhorfandinn heillaður af þessum sjónhverfingum þegar úrhellisrigning dynur á hvíta tjaldinu og ómögulegt að sjá að hún sé teiknuð í tölvu. Þannig er allt í þessari mynd; óaðfinnanlegt, og maður veltir fyrir sér hvort hægt sé að gera betur. Nei, ekki hvað kvik- unina varðar. Aðalpersónur myndarinnar eru flestar þær sömu og í fyrri myndum. Viddi kúreki, Bósi Ljósár, Dísa kúrekastelpa, Rex risaeðla og all- ar hinar. Fyrir þá sem ekki vita fjalla mynd- irnar, á íslensku Leikfangasaga 1-4, um leik- föng sem lifna við þegar fólk sér ekki til þeirra og í fyrstu myndinni kom til sögunnar geim- löggan Bósi Ljósár sem hélt að hann væri raun- verulegur en ekki leikfang. Þurftu Viddi og fé- lagar að sýna honum fram á að hann væri leikfang og forðast óknyttadreng sem fór illa með leikföngin. Í annarri mynd komst gengið í hann krappan þegar bjarga þurfti Vidda úr klóm leikfangasafnara og í þeirri þriðju enduðu leikföngin á dagheimili þar sem illgjarn bangsi réð ríkjum og þurftu að komast aftur heim. Undir lok myndarinnar gaf Addi, eigandi leik- fanganna sem nú var á leið í framhaldsskóla, ungri stúlku þau að nafni Oddný. Fjórða myndin hefst nokkru síðar. Oddný er enn að leika sér með leikföngin en nokkrum hefur hún misst áhuga á, þar með töldum Vidda. Hann þykist ekki taka það nærri sér en er þó í tilvistarkreppu, þjónar engum tilgangi lengur þar sem hann húkir inni í skáp og bíður þess að stúlkan fari svo hann geti átt samskipti við vini sína á ný. Viddi má ekkert aumt sjá og vill allt fyrir Oddnýju gera. Þegar hún tekur ástfóstri við kall sem hún föndraði í leikskól- anum, Forka, gerir Viddi allt hvað hann getur til að forða Forka frá vandræðum og sjálfs- tortímingu. Forki er skaffall (skeið og gaffall í senn) með álímd fönduraugu, fætur úr brotinni íspinnaspýtu, hendurnar eru pípuhreinsari og munnurinn leir. Forki lifnar óvænt við eins og Gosi forðum, Vidda til mikillar furðu. Virðist sem ást skapara hans, Oddnýjar, hafi kveikt í honum lífsneistann. Forki virðist ekkert vita um heiminn en veit þó að hann er rusl og vill helst snúa aftur í ruslatunnuna þar sem hann telur sig eiga heima. Á endanum lærir hann að hann er ekki bara rusl heldur líka eitthvað mun dýrmætara. Vidda líður hins vegar eins og hann sé rusl, einskis nýtur og finnur sér nýjan tilgang í því að passa upp á Forka fyrir Odd- nýju. Þegar Forki stingur af á ferðalagi Odd- nýjar og fjölskyldu heldur Viddi á eftir honum og finnur fyrir tilviljun ástina sína, smalastúlk- una Bóthildi, sem sást síðast í Leikfangasögu 2. Ástin kviknar á ný og saman reyna þau að bjarga Forka úr klóm dúkkunnar Gabbí Gabbí og fauta hennar sem eru óhugnanlegar búktalaradúkkur sem búa í antíkverslun. Hér er hratt hlaupið yfir sögu því ýmislegt annað kemur upp á hjá Vidda og félögum á ferðum þeirra. Sem fyrr snýst þessi Leik- fangasaga um þörfina fyrir að elska og vera elskaður, að þjóna tilgangi og læra að lífið er breytingum háð. Viddi er í mikilli krísu og í raun eins og angistarfullt foreldri sem reynir allt hvað það getur að viðhalda ást barna sinna og veita þeim ánægju. Enda talar Viddi um Oddnýju sem „barnið sitt“ sem er nokkuð skondið. Fyrri eigandi, Addi, er þá barnið sem er vaxið úr grasi og farið að heiman og þurfti Viddi í þriðju myndinni að sætta sig við það og sleppa taki af barninu. Þetta ættu eldri for- eldrar að kannast við. Að þessu sögðu þá er nokkuð greinileg full- orðinshlið á Leikfangasögunni allri, sem er snjallt hjá handritshöfundum og galdurinn við allar myndirnar fjórar er að þær höfða til fólks á öllum aldri. Fjórða myndin er oft hlægileg og þá ekki síður fyndin fyrir fullorðna en börn. Sumt er auðvitað fyndnara í augum fullorðinna og öfugt og handritshöfundar ná vel jafnvægi þar á milli. Búktalaradúkkurnar ógurlegu (sem heita allar Bensi) eru til dæmis skondin vísun í hrollvekjur þar sem lifandi dúkkur hrella fólk en börn kannast vonandi ekki við slíkar myndir. Þau eru þó fljót að átta sig á því hversu „krípí“ svona dúkkur eru með sitt starandi augnaráð og gapandi munn. Á heildina litið er þetta virkilega skemmtileg og vönduð teiknimynd, ekki ýkja frumleg alltaf og að hluta endurtekning á fyrri myndum en það kemur á endanum ekki að sök. Nú er komin ný kynslóð áhorfenda, þeir sem voru börn þeg- ar fyrstu myndirnar voru sýndar eiga væntan- lega sjálfir börn margir hverjir sem fá nú að kynnast þessum meistaraverkum Pixar. Það nýjasta hefur að geyma mörg stórgóð atriði og Forki er kostuleg viðbót í persónugallerí Pixar. Ekki má svo gleyma íslensku talsetningunni, hún er stórfín og valinn maður í hverju rúmi. Leikföng í leit að tilgangi lífsins Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Toy Story 4 bbbbn Leikstjórn: Josh Cooley. Handrit: Andrew Stanton og Stephany Folsom. Bandaríkin, 2019. 100 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Vinir Viddi og Forki í Leikfangasögu 4. Viddi reynir að svara spurningum Forka um til- ganginn með lífsgöngunni enda öllu reyndari. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Dagskrá 11:15 Tímatökur hefjast 14:00 Keppni hefst 17:00 Verðlaunaafhending Laugardaginn 6. júlí fer fram 2. umferð Íslandsmótsins í kvartmílu 2019 Verð: 1.500 kr Frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum • Buggy bíll frá BJB-Mótorstillingu verður til sýnis • Veitingasala á staðnum • Gestir velkomnir í pitt og sjá action • Stefnir í nýtt met í ofurflokki • Kvartmíluklúbburinn fagnar 44 ára afmæli BJB-Mótorstilling ar Kvartmílan laugardaginn 6. jú lí Kvartmílubrautin ni við álfhellu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.