Morgunblaðið - 04.07.2019, Qupperneq 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
20-50%
af öllum
púðum
útsala
70%
sparaðu allt að
af völdum vörum
BALL loftljós. Hvítt með 7 kúplum. Ø18 cm. 79.995 kr. Nú 23.999 kr.
STEEL hægindastóll.
Rauður. 44.900 kr.
Nú 29.900 kr.
FANO sófaborð. Ø60 cm. Hvítolíuborið.
19.900 kr. Nú 12.900 kr.
Listasafn Reykjavíkur, Borgar-
bókasafn og Borgarsögusafn
Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöng-
ur með leiðsögn fimmtudagskvöld í
sumar og í kvöld kl. 20 verður
gengið á milli minnisvarða og lista-
verka sem minna á hvernig landið
byggðist, hvers konar samfélag og
menning ríkti áður fyrr og hvernig
það tók smám saman breytingum.
Lagt er upp frá Grófinni, milli
Tryggvagötu 15 og 17.
Gengið milli minnis-
varða og listaverka
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Ég hef æft eins og maður síðan ég
var bara krakki. Ég hef alltaf hugs-
að vel um mig og fótboltinn hefur
alltaf verið númer eitt hjá mér, og
ég held að það sé bara að skila sér.
Ég byrjaði ekki bara að hugsa vel
um mig eftir þrítugt, eins og margir
gera, heldur hef ég alltaf gert það,“
segir Óskar Örn Hauksson, leik-
maður júnímánaðar hjá Morgun-
blaðinu. »58
Ég hef alltaf hugsað
vel um mig
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Sænska tónlistarkonan Lykke
Li heldur tónleika í kvöld í
Silfurbergi í Hörpu. GDRN
hitar upp kl. 20. Lykke Li gaf
út sína fyrstu EP-plötu árið
2008 og hefur síðan gefið út
fjórar breiðskífur. Hún hefur
átt mörg lög á vinsælda-
listum, m.a. „I Follow
Rivers“ og „Litte Bit“,
og hefur nýjasta
breiðskífa hennar, So
Sad So Sexy, hlotið
lof gagnrýnenda. Tón-
leikar hennar í
kvöld eru liður í
tónleikaferð
hennar um heim-
inn í tengslum
við útgáfu plöt-
unnar.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Dísuparið Björt og Kíki eignaðist
þrjá unga fyrir um þremur vikum,
tveir þeirra virðast ætla að spjara
sig en einn var með fæðingargalla og
lifði aðeins í um sólarhring. Fyrir
áttu þau þrjá stálpaða unga. Auk
þess eru tveir gárar (e. budgie) á
heimilinu og því á Margrét Hlín
Snorradóttir níu páfagauka.
Margrét hefur átt páfagauka frá
unglingsárum. „Pabbi minn átti
marga páfagauka þegar hann var
krakki og ég hef lengi haft áhuga á
fuglum,“ útskýrir hún. Snemma hafi
hún átt fjóra gára en fljótlega hafi
dísa (e. cockatiel) bæst í hópinn.
„Bróðir minn eignaðist dísu en hann
sinnti fuglinum ekki sem skyldi og
ég byrjaði að hugsa um hann. Ég
ætlaði mér aldrei að eiga dísu en
komst fljótlega að því að þær eru
frábærar sem gæludýr. Þær eru
miklir og misjafnir karakterar, eins
og persónur sem manni þykir vænt
um.“
Páfagaukarnir eiga það til að
fjölga sér ört, reyna að klekja út
eggjum jafnvel tvisvar til þrisvar á
sumri. Margrét segir að áhugi þeirra
til þess að verpa sé misjafnlega mik-
ill. „Mitt par er mjög áhugasamt og
fann sér að þessu sinni stað á gólfinu
á milli skáps og veggjar og Björt
verpti þar.“
Sjálfstæðir fuglar
Þessir fuglar fara sínu fram og
láta illa að stjórn. „Þeir gera það
sem þeir vilja,“ segir Margrét. Hún
bætir við að sumar dísur geti lært að
tala, þótt það hljómi frekar eins og
blístur en tal. „Mínir fuglar gefa frá
sér ákveðin hljóð og ein dísan, sem
heitir Dropi, kann að kyssa með við-
eigandi hljóði.“ Hún segir samt að
páfagaukarnir gegni ekki nafni.
„Þeir hafa ekki lært að tengja orð við
eitthvað en stærri páfagaukar geta
það. Ég átti til dæmis fugl af tegund-
inni African Grey sem hét Pongó og
hann vissi það.“
Páfagaukar Margrétar eru með
eigið herbergi og eru yfirleitt þar en
opið er inn til þeirra og Margrét seg-
ir að þeir fari um allt, ekki síst þegar
einhver sé heima. „Þeir hafa hljótt
um sig á nóttunni en þeir geta látið í
sér heyra á daginn og erfitt getur
verið að sofa út á morgnana nema
við lokum inn til þeirra.“
Gæludýr þarfnast umönnunar rétt
eins og börn. Huga þarf að lýsingu
tvisvar á dag, hafa slökkt á nóttunni
og bjart á daginn, gefa þeim mat og
vatn og fylgjast með heilsufari
þeirra. „Pabbi kíkir til fuglanna
minna þegar við erum ekki heima og
þess á milli hafa þeir félagsskap hver
af öðrum,“ segir Margrét. Hún segir
að vinskapurinn sé mismikill, mestur
hjá parinu, sem hafi samtals eignast
sjö unga. „Algengt er að dísur geti
verið 15 til 20 ára en sögur fara af
um 30 ára dísum,“ bætir hún við.
Margrét segir erfitt að láta unga
frá sér og því haldi hún þeim, þótt
því fylgi mikil vinna. Í því sambandi
segir hún að Björt hafi verpt þrisvar
og byrjað að plokka ungana um
tveggja vikna gamla. „Þá hef ég
þurft að taka þá úr hreiðrinu og
mata þá, en við það tengist ég þeim
betur og þeir fara að líta á mig sem
mömmu sína.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í fuglaríki Margrét Hlín Snorradóttir umvafin páfagaukum á heimili sínu þar sem þeir eiga sitt herbergi.
Á níu páfagauka heima
Ein dísan kann að kyssa með viðeigandi hljóði
Ungarnir líta á Margréti Hlín sem mömmu sína
Lykke Li heldur tón-
leika í Silfurbergi