Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 2
Djass og blús á Jómfrúnni Með hverjum muntu spila á tónleikunum? Með mér spila Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þórdís Claessen leikur á trommur og Sigmar Þór Matthíasson á bæði raf- og kontra- bassa. Hafið þið komið fram saman áður? Ég hef spilað með þeim öllum en aldrei öllum þremur í einu. Hvaða lög verða spiluð? Við munum spila lög sem bæði Billie Holiday og Etta James gerðu fræg. Það er tilviljun að það eru 60 ár í ár síðan Holiday dó og það er gaman að heiðra hennar minningu. Auk þess hefði James orðið 80 ára á síðasta ári. En við einbeitum okkur að þess- um tónlistarkonum. Það er líka skemmtileg tenging á milli James og Holiday en James leit mikið upp til Holiday og tók meðal annars upp plötu sem var tileinkuð henni. Það verður djass- og blússtemning á tónleik- unum, ekki satt? Jú, djass og blús en það verður eitthvað í öðrum búningi líka. Þið munuð spila úti á tónleikunum. Liggurðu yfir veðurspánni? Gerir maður það ekki alltaf þegar útitónleikar eru í vændum? Ég spilaði á tónleikunum í fyrra og það gekk bara vel þó það væri skýjað og svolítil væta. Ég bara vona að fólk mæti þó það komi smá rigning. Hvað er svo á döfinni hjá þér? Við verðum aftur með Ettu James-tónleika á Bryggjunni brugg- húsi í október þar sem verður frítt inn. Annars var ég bara að klára fæðingarorlof svo ég fer að koma mér í skipulagsgírinn og þá set ég vonandi eitthvað skemmtilegt í gang. REBEKKA BLÖNDAL SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Í mörg ár höfum við systur farið í hádegismat með pabba okkar ámiðvikudögum. Við þræðum veitingahús bæjarins og smökkum á þvíbesta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Þessi stund er heilög og reynum við að sleppa helst ekki úr viku þótt það komi fyrir, en þarna gefst okkar tækifæri á að eiga einkastund með pabba, án barna eða annarra ætt- ingja. Um daginn ákváðum við að hitt- ast á Flórunni í grasagarðinum en þangað höfðum við ekki farið áður. Við pabbi mættumst á bílastæðinu og gengum því saman inn. Í afgreiðslunni kom ég auga á mann sem ég kannast við úr menntó en þekki ekki svo sem neitt. Ég var að hugsa um að heilsa en einhvern veginn horfði hann aldrei í áttina að mér þannig að ekkert varð úr því. Stuttu síðar kom systir mín askvað- andi. Við vorum þá sest en bendum henni á að fara í afgreiðlsuna og panta sér mat. Þar hitti hún fyrr- nefndan gamla kunningjann úr menntó en þau höfðu verið vinir á þeim árum. Þau höfðu ekki hist í áratugi en þar sem ég sat í fjarlægð sá ég að vel fór á með þeim. Svo vel að systir mín tekur bakföll af hlátri, trekk í trekk. Hvað er svona svakalega fyndið, hugsa ég og er orðin æði forvitin. Hún kemur skælbrosandi og sest hjá okkur og ég auðvitað spyr hana strax hvað hafi verið svona skemmtilegt. Jú, það var nefnilega þannig að hann hafði spurt hana hvort hún væri ein á ferð. Hún svaraði að hún væri með systur sinni og pabba; við færum alltaf út að borða á miðvikudögum. „Já, ok, mér fannst þetta vera Dísa systir þín. Ég hélt að hún væri farin að deita eldri mann!“ Pabbi verður áttræður á næsta ári, takk kærlega fyrir, þótt hann beri þess nú ekki merki. Nei, ég er ekki að deita eldri mann! Ég er svo sem ekki að deita neinn mann, en ef svo væri væri hann pottþétt ekki að nálgast níræðisaldur. Eða hvað veit maður, miðað við úrvalið ætti ég kannski að fara að róa á eldri mið! Næsta miðvikudag ætla ég að segja hátt og snjallt: PABBI, hvað ætlar þú að panta þér? Vel valið, PABBI! Á stefnumóti með eldri manni ’Þau höfðu ekki hist íáratugi en þar sem égsat í fjarlægð sá ég að velfór á með þeim. Svo vel að systir mín tekur bak- föll af hlátri, trekk í trekk. Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sigrún Sigurðardóttir Austfirðir, Breiðdalsvík eða Seyðisfjörður. SPURNING DAGSINS Hver er fegursti staður Íslands? Ragnar Kjartansson Það er bara Hljómskálagarðurinn. Íris Ingvarsdóttir Steingrímsfjörður á Ströndum, þar er dásamlega fallegt og maður heyr- ir í hvölunum. Torfi Leósson Snæfellsnes. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Kvartett söngkonunnar Rebekku Blöndal spilar á útitónleikum Jómfrúarinnar í dag, laugardag. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúar- torginu við Lækjargötu og hefjast kl. 15. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaði/Arnþór Birkisson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.