Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 V ið Drottningargötu, eina skemmtilegustu verslunargötu Stokkhólms, kennir ýmissa grasa. Ofarlega við götuna stendur verslun með húsnúm- erið 77. Hún lætur lítið yfir sér en þeir sem fyrir tilviljun reka augun í útstillingu í glugga hennar hljóta að staldra við. Þar standa þeir glaðbeittir Winston Churchill og Adolf Hitler, Jósef Stalín og John Fitzgerald Kennedy, Karl XVI Gústaf og Donald Trump. Í miðjum hópnum má svo sjá lágvaxna konu sem heldur á sígarettu í annarri hendinni en grárri hand- tösku í hinni. Glöggir áhugamenn um sögu 20. aldar sjá að þarna fer engin önnur en Golda Meir – sem um árabil gegndi embætti for- sætisráðherra Ísraels. En öll þau sem þarna eru nefnd, að einum undanskildum, eru horfin yfir móðuna miklu og því ekki auðvelt að sannfæra lesendur um að þarna standi þau íbúum Stokkhólms ljóslif- andi fyrir augum. Kannski er það líka orðum aukið. Allt eru þetta manneskjur sem á sinn hátt hafa haft áhrif á framgang sögunnar. Sum undir jákvæðum formerkjum en önnur alls ekki. Og það er líka þess vegna sem þau koma saman á þessum stað. Hafi fólk á annað borð rekið augun í fyrr- nefnda útstillingu verður það einfaldlega að ganga í bæinn og kanna hvað fleira leynist innan við gluggann forvitnilega. Og um leið og hurðinni er lokið upp mætir manni sérstæð lykt af timbri og sagi. Það kemur reyndar ekki á óvart enda ljóst frá upphafi að fólkið sem blasir við í glugganum er tálgað úr tré og innan við búðargluggann eru gólfin þakin sagi. Verslunin er vinnustofa um leið. Húsnæðið er ekki stórt í sniðum en þó leynist lítið herbergi inn af vinnustofunni. Þar er önnur vinnustofa og maðurinn sem ber ábyrgð á upprisu dauðra heimsvaldasinna og annarra sem mótað hafa söguna á liðnum öld- um heldur sig gjarnan þar, innan við þilið. En þegar hurðinni er hrundið upp gægist hann fram og býður góðan daginn – auðvitað á sænsku. Margt til lista lagt Þar fer enginn annar en Urban Gunnarsson, þekktur hagleiksmaður í Svíþjóð. Fyrir löngu orðinn kunnur af snilldarlega útfærðum „tré- fígúrum“ sem hann kallar svo og selur nú orð- ið um heim allan. Þær spanna reyndar mun breiðara litróf en aðeins heimsþekkta stjórn- málamenn, þjóðarleiðtoga og harðstjóra. Meðal vinsælustu verka hans eru útskornir karlar og kerlingar sem vísa til ólíkra at- vinnugreina á borð við sjávarútveg, land- búnað, járnsmíði, slökkviliðsstörf og löggæslu svo nokkur dæmi séu nefnd. Og í búðina við Drottningargötu kemur fólk til að næla sér í þessa „karla“. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem blaðamaður rekur inn nefið á þessum stað. Í nokkur ár hefur það verið fastur liður í heim- sóknum til Stokkhólms að líta inn hjá Urban. Því ræður áhugi á handverki karlsins. Hann kviknaði raunar fyrir allmörgum árum og sökina á því öllu á dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í gamlatestamentisfræðum við Há- skóla Íslands. Hann hefur um langt árabil safnað verkum Urbans og gerst svo stórtæk- ur í þeim efnum að listamaðurinn telur engan núlifandi eiga viðlíka safn. Þykir ýmsum nóg um, ekki síst eiginkonu Gunnlaugs, Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur, sem margoft hefur haft á orði við undirritaðan að hún sé fyrir löngu hætt að hafa húmor fyrir öllu tilstand- inu sem fylgir söfnunaráráttunni. Og þannig hefur sú hefð komist á að í hvert sinn sem við Gunnlaugur – alltaf hvor í sínu lagi – eigum leið um borgina gerum við okkur ferð á Drottningargötu 77 og tökum hús á Urban. Þær heimsóknir eru vel undirbúnar og oftast fylgir eitthvað í farteskinu þegar út er komið. Þegar best tekst til eru það „karlar“ sem Urban hefur tálgað eftir sérstakri pöntun og eru þá einatt aðeins til eitt eða tvö eintök af viðkomandi. Það gerir söfnin skemmtilegri og verðmætari. Enginn hefur að fullu í tré við Churchill „Langvinsælasta fígúran er Churchill. Ég get ekki gert mér í hugarlund hversu marga slíka ég hef tálgað og selt en þeir skipta hundr- uðum. Hann er alltaf vinsæll og vekur alltaf mikla eftirtekt þegar fólk kemur í búðina. Og hann var orðinn það löngu áður en ég byrjaði að tálga,“ segir Urban og vitnar þar til þeirr- ar staðreyndar að þessi sérstæða útskurð- arlist rekur sig lengra aftur en til hans eigin sögu. Upphafsmaðurinn að þessu ævintýri var nefnilega Sven Gunnarsson, faðir Urbans. „Hann byrjaði að tálga sem ungur maður þegar hart var í ári en það var á þriðja ára- tugnum. Hann opnaði svo verkstæðið hér á Drottningargötu í kringum 1940. Það var skömmu eftir að hann skar Churchill út í fyrsta sinn en um þær mundir komst hann á spjöld sögunnar sem flotamálaráðherra og síðar forsætisráðherra Breta í styrjöldinni miðri.“ Og tímarnir breytast hratt. Urban viður- kennir að faðir hans hafi verið farinn að skera út Benito Mussolini og Adolf Hitler löngu áð- Urban Gunnarsson hefur gaman af að ræða viðfangsefni sín og hann er afar vel að sér í mannkynssögunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Urban Gunnarsson mundar hnífinn og lætur eggina ganga í timbrið. Innan skamms hefur hann mótað það til og allt í einu stendur alþekkt andlit út úr viðnum. Í áratugi hefur Urban verið einn flinkasti útskurðarmeistari Svía og á síðustu árum hefur hann skorið út fleiri og fleiri Íslendinga. Hann ber þó ekki einn ábyrgð á því framtaki. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Gæðir látna og lifandi nýju lífi með hníf að vopni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.