Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 LÍFSSTÍLL DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. standa í svona erfiðleikum, og það í heilan mánuð? Frelsi, segir Kristján. „Okkur finnst rosalega spennandi að vera upp á okkur sjálfa komnir. Við erum hérna í mánuð, með allt sem við þurfum í sitthvorum bakpokanum og ekkert meir. Við getum í raun farið þangað sem við viljum, gert það sem við viljum og verið einfaldlega sjálf- bjarga úti í náttúrunni. Það eru ekk- ert allir sem gera þetta en þegar mað- ur fattar þetta getur maður einhvern veginn ekki hugsað sér að gera þetta ekki. Þetta þarf ekkert að vera svona ýkt eins og að vera í mánuð í erfiðri göngu. Fólk gerir þetta í nokkra daga líka. Maður kúplar sig algörlega frá dagsins amstri. Þetta er svo frábær leið til að núlla sig út. Maðurinn er upprunalega gerður til að vera á fót- um. Seinna kemur allt hitt eins og bílar og önnur farartæki. Þetta er ein- hver frumstæð þörf fyrir að vera úti í náttúrunni held ég.“ Vonuðust eftir snjóbyl Kristján segir þá félaga hafa verið heppna með veður, eitthvað hafi rignt en aldrei í langan tíma. Auk þess hafi skyggni verið gott svo þeir hafa getað gengið að mestu „eftir auganu og korti“, eins og Kristján orðar það. Þeir búi yfir gps-tæki sem geti vísað þeim veginn í erfiðu skyggni en þess hafi verið lítil þörf. „Við höfum samt mjög gaman af því að vera í vondu veðri og segjum að það sé alltaf gott veður,“ segir Kristján sposkur. „Þeg- ar við vorum norðan Vatnajökuls vor- um við eiginlega að vona að það kæmi einn góður bylur með snjókomu og tilheyrandi.“ Drengirnir gista oftast í tjaldi en hafa fengið inni í skálum á tveimur af þremur hvíldardögum sínum, auk einnar nætur á göngu. Á hvíldar- dögum hitta þeir oftast vini og fjöl- skyldu og njóta samverunnar með þeim. Leiðin farin aftur um vetur? Að ferðinni lokinni hefst svo daglegt líf hjá okkar mönnum. Kristján, sem er smiður að mennt, mætir til starfa á ný og Kristinn, sem lauk nýverið við BS-gráðu í sjúkraþjálfun, fer einnig að vinna þar sem hann tekur sér ársfrí frá námi. „Sumarfríið mitt fer bara í þetta og ég kalla það bara gott frí þótt við séum að djöflast allan dag- inn,“ segir Kristján. Aðspurður segir Kristján þá drengi strax farna að huga að næstu áskorun. „Við fórum strax að tala um það þegar við byrjuðum á þessu að fara leiðina í vetrarham líka,“ segir hann. „Þegar þú ferð þetta um vetur ertu kominn með aðra þætti inn í þetta, meiri veðuráskorun.“ Þeir gætu þó komist hraðar yfir við vetr- araðstæður þar sem hægt væri að fara á gönguskíðum auk þess sem leiðin væri greiðari, árnar væru vatnsminni og jöklar greiðfærari. „En þetta er bara hugmynd. Það væri gaman að prófa þetta í vetrar- hörkunni líka,“ bætir Kristján við. Kristján segir að gaman yrði ef gönguleiðin, sem þeir fara nú og köll- uð er Öræfaleið, myndi ná einhverri fótfestu sem áskorun fyrir göngu- garpa á borð við þá Kristinn. Hvetja fólk til að fara út og leika sér Þeir Kristján og Kristinn halda úti facebooksíðu undir nafninu Kristján & Kristinn á Öræfaleið þar sem þeir hafa gert sitt besta til að leyfa fólki að fylgjast með ferðinni. Þar hafa þeir m.a. annars sett inn dagbókarfærslur flesta daga. „Við ætluðum ekkert að segja svona mikið frá þessu á síðunni en svo var áhuginn svo mikill að við fórum að setja meira inn. Fólki fannst þetta mjög spennandi og við fáum mikið af kveðjum þarna inni, sem gefur okkur mikinn kraft,“ segir Kristinn. „Úr því þetta fékk svona mikinn meðbyr langaði okkur að nýta tækifærið og hvetja fólk til að fara út og leika sér. Það þarf ekki að vera mikið; út í göngutúr, upp á næsta fjall eða út að hjóla. Gera eitthvað úti, það er svo gefandi.“ Þegar blaðamaður ræddi við Krist- ján voru níu eða tíu dagar eftir af ferð þeirra félaga og mátti heyra að þeir vildu helst vera enn lengur á ferðinni þótt gott yrði að komast heim. „Við erum hálfsorgmæddir yfir að það skuli vera farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Ganga þeirra félaga hefur síður en svo verið auðveld, þeir hafa gengið yfir fjöll og firnindi. „Við getum í raun farið þangað sem við viljum, gert það sem við viljum,“ segir Kristján um ferðina. Hér smellir Kristinn mynd af Kristjáni áður en þeir héldu út í ána Kreppu. Kristján og Kristinn hvíla lúin bein í Kerlingarfjöllum. Ljósmynd/Andri Geir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.