Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Ásta Kristjana Sveinsdóttir er prófessorí heimspeki við Ríkisháskólann í SanFrancisco í Kaliforníu og sérhæfir sig í frumspeki, félagsheimspeki og feminískum fræðum. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í stærð- fræði og heimspeki frá Brandeis-háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum, auk þess að hafa lokið AM-prófi í heimspeki frá Harvard, og doktorsgráðu í heimspeki frá MIT. Nýlega var bók Ástu, Categories We Live By, gefin út af Oxford University Press, en bókina gefur hún út undir einnefninu Ásta. Bókin fjallar um félagsflokkun og mótun og viðhald félagsflokka, en í henni leggur Ásta fram kenningu sem hún kallar veitingakenn- ingu (e. conferralism). Flokkun þarf réttlætingu „Ég set fram kenningu um hvernig félagslegir flokkar verða til og hvernig þeim er haldið við, til þess að geta beint sjónum að því hvort þeir séu réttlætanlegir eða ekki,“ segir Ásta í sam- tali við blaðamann. „Viðfangsefni bókarinnar er að skýra frumspekilegar félagsgerðir fólks, hvort sem það eru konur, karlar, útlendingar, innflytjendur, einstæðar mæður eða fleiri. „Það er eitt að vera innflytjandi, það er að segja manneskja sem flytur frá einu landi til annars, en annað að hafa stöðu innflytjanda, þar sem fólk heldur að þú sért innflytjandi og kemur fram við þig á þann hátt,“ segir Ásta, en hún gerir greinarmun á eiginleikanum að vera manneskja sem flytur milli landa, sem hún kallar grunneiginleika, og þeirri stöðu sem manni er veitt sem innflytjandi, sem hún kallar félagslegan eiginleika. „Þegar fólk heldur að þú sért innflytjandi veitir það þér þennan fé- lagslega eiginleika og gæti komið öðruvísi fram við þig, hvort sem þú ert í raun innflytj- andi eða ekki.“ Ásta segir málið flækjast vegna þess að allir hafa fjölmarga mismunandi eiginleika sem öðl- ast félagslega þýðingu í ákveðnum aðstæðum. „Ég er til dæmis með mosagræn augu,“ seg- ir Ásta „Sá eiginleiki hefur enga félagslega þýðingu í þessu viðtali, en ef ég færi inn í ann- að herbergi þar sem fólk er að gera rannsóknir á augnlitum, eða að augnlitur sé hluti af ein- hverri hugmyndafræði, hefur sá eiginleiki meiri félagslega þýðingu,“ útskýrir hún. „Svo það að eiginleiki hafi félagslega þýðingu þýðir að fólk kemur öðruvísi fram við þig ef það heldur að þú hafir hann. Sem þýðir, enn frem- ur, að þér sé veittur annar eiginleiki ef fólk heldur að þú hafir þennan eiginleika,“ bætir hún við. Ásta segir flokkun vera óhjákvæmilegan þátt í hvernig fólk upplifir og skilur heiminn í kringum sig. „Það er þekkingarfræðilegt at- riði. Til þess að við getum skilið hvert annað verðum við að setja hvert annað í ákveðinn bás. En þá þurfum við að spyrja; hvernig setj- um við hvert annað í bása? Þegar slíkar línur eru dregnar og ákveðinn greinarmunur gerður milli fólks fylgir mjög gjarnan mismunun,“ segir Ásta. „Þannig að hver greinarmunur sem við gerum á fólki verður að hafa réttlætingu.“ Ég er „þyrstút“ „Það er mjög merkilegt að á íslensku geti ég ekki sagt að ég sé þyrst án þess að setja sjálfa mig í kynbás. Það er eiginlega fáránlegt þegar maður hugsar út í það,“ segir Ásta. Þetta snýst ekki bara um það að stólar séu með kyn. Þetta er ekki bara málfræðilegt kyn, heldur þarftu að tjá líffræðilega kynstöðu þína í þessari ein- földu og venjulegu tjáningu eins og segjast vera þyrst eða svöng. Við getum ímyndað okk- ur, til dæmis, að íslenska væri þannig að ef fólk væri innflytjandi eða útlendingur væri sérstök ending. „Ég er þyrstút“ til dæmis,“ segir Ásta. „Meginreglan á að vera sú að allur sá grein- armunur sem gerður er á fólki verður að vera réttlætanlegur, annars verður fólk fyrir órétt- látri mismunun, sagan segir okkur það. Ef það eru dregnar ákveðnar línur fer fólk að koma öðruvísi fram við fólk eftir því hvorum megin það lendir. Af þeim sökum verðum við alltaf að réttlæta það þegar við gerum greinarmun á fólki.“ Ásta segir greinarmun stundum vera rétt- lætanlegan, læknar verði til dæmis að gera greinarmun á fólki með mismunandi líffæri. „Þegar þú ferð í ákveðna tegund af krabba- meinsskoðun skiptir máli hvort þú ert með leg eða ekki. Það skiptir ekki máli hvort þú ert kona eða ekki. Ef skoðunin snýst um legháls- krabbamein er það ekki kynstaðan sem skiptir máli, heldur hvort þú ert með leg eða legháls.“ Kyn útskýrir félagsleg fyrirbæri Ásta telur kynstöðu ekki þurfa að skipta eins miklu máli og hún gerir á Íslandi og að hún sé of víða notuð .„Ég held að það skipti miklu máli fyrir íslenskt samfélag að hugsa um kynstöðu og hver tilgangur kynstöðu sé,“ segir Ásta. „Hvernig réttlætum við það að ákveðnir eig- inleikar séu grunneiginleikar þegar þessi staða er veitt? Stundum er það hvort fólk sé með leg eða hvort það sé með ákveðna kyn- hormóna, jafnvel hvort fólk vilji sjálft vera í þessum hópi,“ segir Ásta, en hún segir einnig mikilvægt að spyrja hvort þessir grunneig- inleikar, eins og að vera með leg, eigi að hafa félagslega þýðingu við ákveðnar aðstæður. „Réttlæta þessir grunneiginleikar það að manneskjan tilheyri þessum hópi eða ekki?“ Í bókinni spyr Ásta hvort kynstaða sé nátt- úruleg flokkun eða félagsflokkun, en hún svar- ar þeirri spurningu með því að skoða hvaða hlutverki kynjaskipting gegnir. „Kyn skýrir ýmis félagsleg fyrirbæri en ekki líffræðileg eða líkamleg fyrirbæri.“ Ásta segir kynstöðu geta skýrt hvernig fólk kemur fram við þig, og jafnvel atvinnumöguleika þína, en að kyn skýri ekki hvort þú getir borið barn eða ekki.“ Hún segir kynstöðu vera aðstöðubundna, þar sem staðan sé byggð á eiginleikum sem eiga ekki við alls staðar. „Stundum skiptir máli hvort ég er með leg eða brjóst, en oftast skiptir það ekki máli. Stundum er það eina sem skiptir máli hvernig ég lít á sjálfa mig,“ segir Ásta. „Mér finnst að kynstaða eigi ekki að spila það hlutverk í þjóðfélaginu sem hún gerir, en í þjóðfélagi þar sem eru bara tvær kynstöður ætti fólk að geta valið í hvaða kynstöðu það lif- ir lífi sínu.“ Flokkun þarf að vera réttlát Ásta Kristjana Sveinsdóttir, prófessor í heimspeki við Ríkishá- skólann í San Francisco, segir allan greinarmun sem gerður er á fólki verða að hafa réttlætingu og telur kynstöðu ekki þurfa að skipta eins miklu máli og hún gerir í íslensku samfélagi. Pétur Magnússon petur@mbl.is Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í síðasta mánuði var lagafumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á Alþingi. Með samþykkt laganna er einstakl- ingum nú heimilt að breyta opinberri kynskráningu sinni, meðal annars hvernig kyn þeirra er skráð í þjóðskrá og hvernig það birtist á vegabréfi. Lögunum er ætlað að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina eigið kyn og rétt ein- staklinga til líkamlegrar friðhelgi. Kynrænt sjálfræði Ásta sérhæfir sig í frum- speki, félagsheimspeki og feminískum fræðum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.