Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 B réfritari þekkir ekki mikið til Robert Muellers sem skipaður var sérstakur saksóknari til að rannsaka orðróm sem soðinn var upp um að Pútín hefði haft afskipti af bandarísku kosning- unum í þeim tilgangi að hjálpa Donald Trump að sigra Hillary Clinton. Hafi slíkt gerst þá er augljóst að stjórn Obama, lögregla hans og leyniþjón- usta hafa brugðist illa. Enn hefur enginn spurt þá. Að því hlýtur þó að koma. Þetta mál varð fljótt skrítið og um sumt hlaut það að gera venjulegt fólk órólegt og þá einkum í Bandaríkjunum. Fjölmiðlamenn í Evrópu og ekki síst þeir sem eru fréttamenn á ríkisins vegum voru mjög móttækilegir fyrir öllum ásökunum gegn Trump. Og það var ekki aðeins að lunginn af fréttamönnum hefur jafnan hall- ast að því að demókrötum beri jafnan að vinna kosn- ingar vestra og eiga í því samleið með hlutlausu fréttamiðlunum CNN, NYT, Washington Post, CBS, NBC og ABC svo nokkrir séu nefndir. NYT hefur sl. 80 ár birt yfirlýsingu fyrir hverjar kosningar um að blaðið muni að þessu sinni styðja demókrata í baráttunni. Okkar „RÚV“ kemur þessi frétt þó alltaf jafnmikið á óvart og fagnar henni óskap- lega og telur hana gjörbreyta myndinni! Auðvitað er „RÚV“ vorkunn því að stofnunin fylgist lítt með frétt- um eins og var svo hrópandi á dögunum þegar heim- alningur þar ræddi við „sérfræðing RÚV“ í fjármála- og bankaviðskiptum í London, um stórsigur Johnsons í leiðtogakjöri. Mátti ekki á milli sjá hvor var meira úti að aka, en gerði lítið til því vafalaust voru flestir hlust- endur betur að sér en uppfræðararnir. Mjög sérstakur saksóknari Mueller þótti hafa átt farsælan feril og á þeim sviðum sem mikið þykir til koma vestra. Hann hafði unnið til æðstu viðurkenninga vegna þátttöku í hernaði og þótti hafa komist klakklaust og vel það frá stöðu sinni sem forstjóri alríkislögreglunnar FBI. Lögreglan sú er enn í tölu veraldlegra guða vestan hafs og getur það varðað margra ára tugthúsi að segja útsendurum hennar ósatt, en hún sjálf getur logið fjandann ráða- lausan án þess að það varði nokkru. Mueller skilaði langri skýrslu um Trump og Rússa og er hún jafnan við hann kennd. Margoft kom fram í þinginu að kjörnum fulltrúum þar í báðum flokkum þótti það jaðra við guðlast að impra á gagnrýni á vinnubrögð „Mullers“ þar. Mueller var beðinn um að fylgja skýrslu sinni úr hlaði í þinginu en sagði að skýrslan talaði fyrir sig sjálf. Demókratar sem hafa ekki úr miklu að moða, öðru en því að Trump hafi með hjálp Pútíns stolið for- setaembættinu, og vildu að minnsta kosti fá Mueller til að segja í mynd setningar sem í réttu samhengi eða öllu heldur klipptar eftir hentugleikum, mætti enda- laust nota í aðdraganda næstu kosninga í fyrr- nefndum fjölmiðlum til að ýta undir kosningaþjófn- aðinn sem er orðið þreytulegt efni. Þeir hótuðu því að stefna Mueller til að mæta. Það hefðu þeir ekki átt að gera. Mueller gaf sig, en upplitið var ekki gott. Mueller var ekki lengur það sem hann einu sinni var. Hann mundi tæpast hvað í skýrslunni stóð og hafði þó fengið margar vikur til að yfirfara hana og í gegnum æfingar með starfsmönnum sínum yfir spurningar og svör. Þótt óþarft sé að velta sér upp úr að Mueller heyrði spurningar þingmanna illa, og bað þá hvað eftir annað að tala hægar og svaraði samt oft- ast með því að segja að hann ætlaði ekki út í þetta efni, og vísaði í skýrsluna. Og jafnvel þegar honum var bent á að verið væri að spyrja um efni sem ber- sýnilega vantaði í skýrsluna en ætti að vera þar, kom eftir vandræðalega þögn að um það hlyti hann að vísa til þess sem stæði í skýrslunni. Þingmenn fóru smám saman að átta sig á að það var ekki allt með felldu. Þeir tóku að spyrja Mueller hvort hann hefði verið viðstaddur yfirheyrslur yfir mikilvægustu vitnum sem nefnd voru í skýrslu hans. Svarið var langoftast að hann hefði talið það óþarft, en hefði stundum feng- ið frásögn annarra af því sem fram hefði komið. Þó hefði það komið fyrir að hann hafi litið inn við skýrslutöku einhverra í örskotsstund. Það tók að renna upp fyrir áhorfendum á staðnum og 13 milljónum við sjónvarpsskermina að að Muell- ers-skýrslan fræga hafði alls ekki verið skýrsla Mu- ellers heldur huldumanna sem þó eru ekki allir ókunnir þeim sem fylgjast með. Þeir fréttaskýr- endur, sem höfðu það verkefni að fylgjast með sam- félagsmiðlum á meðan yfirheyrslan stóð, sögðu að þar væri að byggjast upp sprengja. Stuðningsmenn demókrata væru að fara úr límingunum og í öngum sínum yfir þessum mistökum leiðtoga sinna í þinginu. Þeir hlutu að hafa vitað að þessi yfirheyrsla sem Mueller hafði reynt að komast hjá í tæpa fjóra mán- uði myndi enda með þeim hryllingi sem þeir neyddust til að horfa á, þegar þeir höfðu talið að nú yrði Trump endanlega afhjúpaður! Þetta átti að vera dramað sem réttlætti að nú mætti ákæra forsetann til embættismissis en svo stæði sá með upplitaða appelsínugula hárið með pálmann í höndunum. Yfirgengilegt og óafsakanlegt klúður var hrópað um samfélagsmiðlana þvera og endilanga. Illa sviknir í hópi heittrúaðra David Smith, blaðamaður The Guardian, sem fylgdist með yfirheyrslunum, vitnaði einnig í viðbrögð hávær- ustu gagnrýnenda Trumps yfir útkomunni: Skemmti- krafturinn Bill Maher skrifaði á Twitter: „Ég treysti mér ekki til að horfa á þetta lengur. Komið ykkur burtu úr þessu drengir! Þið létuð OJ (Simpson) máta hanskana. Það gekk ekki upp. Það er svo sem ekki útilokað að þið gætuð enn unnið næstu kosningar, en ég myndi ekki setja mína peninga að veði fyrir því.“ Og Smith bendir á að Michael Moore, heimsfrægur framleiðandi heimildarmynda sem hampar Ósk- arsverðlaunum, hafi sagt á sínu tvíti: Hrumur gamall maður, man ekki einföldustu hluti, hikstar og hrasar og neitar að svara spurningum sem máli skipta... Ég sá þetta fyrir þegar árið 2017 og Mueller staðfesti það allt núna. Þið, fræknir fréttaskýrendur og stjórn- málahugsuðir og vaklandi demókratar sem brýndu almenning á að setja allt sitt traust á hinn mikilsvirta Robert Mueller: Hunskist þið nú til að grjóthalda kjafti (mild þýðing á þessum orðum Moore (just STFU from now on)). Og blaðamaður Guardian vitnar í annað blað á stalli frægrar blaðamennsku á vinstri kantinum: Fyrir suma var þetta mikið áfall. Þannig sagði í fréttum The Washington Post: „Mörgum (þingmönnum demókrata) þótti þeir fá högg úr óvæntri átt því að enginn hafði varað þá við því hversu mjög Mueller hefði gamlast og sáu nú eftir að hafa þvingað þessa margheiðruðu stríðshetju úr stríðinu í Víetnam til að mæta til þessarar yfirheyrslu gegn vilja sínum.“ En hver var hinn raunverulegi stjórnandi? Annar skaði hafði þó orðið. Nú tók að renna upp fyrir mönnum að það höfðu verið hinir harðhentu saksókn- arar, sem hvergi höfðu farið leynt með stuðning sinn við Hillary og hatur á Donald Trump, sem stjórnað höfðu yfirheyrslunni og samið skýrsluna, sem var þó alfarið í nafni og á ábyrgð Roberts Muellers sem nú mátti vera augljóst að var ófær um að ráða ferðinni. Þegar þetta varð ljóst og hvers vegna svívirðilegum fantabrögðum hafði verið beitt gegn mönnum eins og Flynn hershöfðingja sem sakaður var um að „hafa logið að FBI“ þótt lögreglumennirnir viðurkenndu í skýrslum sem fjölmiðlar komust yfir að hann hefði að Boris II. má fylgja fordæmi Borisar I. en sleppa snapsinum Reykjavíkurbréf26.07.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.