Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA * Litur á palli EJLINGE • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* Vinirnir Kristján Helgi Carrascoog Kristinn Birkisson stóðustekki mátið þegar þeir lásu um 500 kílómetra göngu, frá fjöru í Lóni fyrir austan til fjöru í Borgarfirði, í tímaritinu Úti sem enginn hefði áður gengið í einni beit svo vitað væri. Um leiðina lásu þeir síðasta sumar og um síðustu jól tóku þeir ákvörðun um að júlímánuður, meira og minna allur, yrði notaður til að ganga leiðina. Hún væri krefjandi, lægi meðal annars yfir ár og jökla, þótt einnig væru farnar þekktar gönguleiðir. Kristján segir hugsunina á bak við leiðina að hafa hana krefjandi og ekki fyrir hvern sem er að ganga. Til að komast leiðina á enda þarf reynslu á sviði fjallamennsku og því kom sér vel að Kristján og Kristinn hafa varið stórum hluta síðustu ára í útivist; göngur, jeppamennsku, skíða- mennsku og hjólreiðar svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa einnig tekið þátt í björgunarsveitarstarfi og lært mikið af því. „Við erum bara alltaf að gera eitthvað,“ segir Kristján um þá félaga. Mikill undirbúningur Leiðin hafði aðeins verið sett gróf- lega fram svo undir þeim sjálfum var komið að kortleggja hana í þaula; hvar best væri að fara yfir vatns- miklar ár sem og jökla. „Við þurftum að setja upp ferðina dag fyrir dag og gera í raun fullkomna ferðaáætlun,“ segir Kristján. Á sumum leiðum var ekki nóg að hafa eina áætlun heldur varaáætlun líka, jafnvel tvær, ef eitt- hvað færi úrskeiðis. „Við eyddum miklum tíma í að liggja yfir kortum og gervihnattamyndum,“ segir Krist- ján. „Við fórum til að mynda yfir Brú- arjökul. Við þurftum því að kynna okkur hann vel; hvar við kæmumst upp á hann, hvar við kæmumst niður af honum,“ segir hann. Þeir þurftu einnig að skipuleggja matarsend- ingar því eðli málsins samkvæmt bera þeir ekki matarbirgðir fyrir heilan mánuð. Í því samhengi reiddu þeir sig á hjálp vina og vandamanna sem hitta þá á leið sinni og ganga jafnvel með þeim hluta leiðarinnar. „Það var heljarinnar vinna að skipu- leggja þetta allt,“ segir Kristján en þeir félagar þurftu að fá sendan jöklabúnað sem þeir notuðu til að komast yfir Brúarjökul. Enginn pirringur á milli manna Þegar blaðamaður náði í Kristján voru þeir vinirnir staddir í Kerling- arfjöllum, búnir að ganga rúmlega 380 kílómetra á síðustu 19 dögum. Þar hvíldu þeir lúin bein og tóku sér verðskuldaðan hvíldardag. Erfiðasti hluti ferðarinnar var að baki. Hann sagði þá báða í góðu ásigkomulagi, fyndu ekki fyrir neinum teljandi meiðslum. „Við höfum verið sárfættir og stífir hér og þar en ekkert til að kvarta yfir. Við höfum það alveg hrikalega gott,“ sagði Kristján. Kristján segir þeim ekki nokkurn tímann hafa dottið í hug að snúa við eða gefast upp. „Þetta er bara svo ótrúlega gaman. Það er svona ríkjandi tilfinning í þessu öllu sam- an.“ Þegar tveir menn eyða eins mikl- um tíma saman og þeir Kristján og Kristinn á leiðinni, svo ekki sé talað um í erfiðum aðstæðum, er hætta á að upp úr sjóði. Slíkt er ekki upp á teningnum hjá þeim félögum. „Það er ekki til á milli okkar að vera með ein- hvern pirring. Við erum bara þannig gerðir báðir að við erum með mikið jafnaðargeð og almennt frekar bjart- sýnir gæjar,“ segir Kristján og bætir við að þeir Kristinn hafi verið bestu vinir í tæplega 10 ár. Kreppa vaðin Ein helsta áskorun ferðarinnar var að komast yfir ána Kreppu. Þurftu Kristján og Kristinn að vaða hana en áin er straumhörð og náði þeim á köflum upp á miðjan maga. „Þetta var mikið verkefni sem við vorum búnir að undirbúa vel og vissum að yrði erfitt,“ segir Kristján. Áin renn- ur úr Brúarjökli, sem drengirnir höfðu gengið yfir að hluta til tveimur dögum áður. Ef ekki hefði gengið að vaða Kreppu hefðu þeir þurft að fara aftur upp á Brúarjökul, upp fyrir upptök árinnar, og lengja ferðina um tvo daga. Ekki var Kreppa eina jökuláin sem drengirnir óðu en sú mest krefjandi, að sögn Kristjáns. „Það er mjög mik- ilvægt að vera vel nærður því þetta tekur mikla orku frá þér, mjög fljótt,“ segir Kristján. „Það er svo brjáluð kynding í gangi í líkamanum til að berjast við kuldann. Okkur finnst því mjög gott að klæða okkur vel að ofan.“ Drengirnir hófu leið sína yfir Kreppu þar sem hún skiptist í fjórar kvíslar. Þegar komið var ofan í þá þriðju þurftu þeir að snúa við, fara sömu leið til baka og reyna aftur á öðrum stað. Fyrst urðu þeir þó að hlýja sér með heitri máltíð. Höfðu þeir þá verið að í rúmlega fimmtíu mínútur, þó að vísu ekki ofan í ánni allan tímann. Þegar loks tókst að komast yfir voru um þrír klukkutímar liðnir frá því þeir fóru af stað. Þá komu menn sér í þurr föt, héldu göngunni áfram og gengu rúmlega 20 kílómetra til viðbótar áður en þeir lögðust til svefns og sváfu í 12 tíma. Upp á sig sjálfa komnir Hvað er það sem fær menn til að Eru frjálsir í náttúrunni Bestu vinirnir Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson, 26 og 25 ára gamlir, hafa eytt júlímánuði á fjöll- um. Þeir munu ljúka 500 kílómetra göngu sinni yfir hálendi Ís- lands, þar á meðal jökla og jökulár, hvað úr hverju og segir Kristján frelsið drifkraftinn. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Ljósmyndir/Kristján Helgi Carrasco Öræfaleiðin þvert yfi r miðju Íslands Lónsöræfi Kort: úti/vertuuti.is Öræfaleiðin er yfi r 500 km löng Borgarfjörður Kristján Helgi segir frelsið það sem heillar þá félaga mest við göngur og aðra útiveru. Að vera upp á sig sjálfa komnir sé spennandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.