Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Page 12
danshöfundur en ég samdi dansana fyrir Bláa hnöttinn og Slá í gegn. Í Billy Elliot var Lee Proud danshöfundur en ég aðstoðaði. Ég er mjög þakklát þessum tækifærum,“ segir hún. „Í Bláa hnettinum var skemmtilegt að taka þátt í því að þróa dans í glænýjum söngleik og ég fann frábæra krakka í hlutverkin. Og sagan er dásamleg,“ segir hún. „Svo fór ég í Þjóðleikhúsið og samdi dansa fyrir Slá í gegn og lærði allt um Stuðmenn. Nú er ég að vinna með Röggu Gísla en ég hef séð Með allt á hreinu margoft,“ segir hún. Undir pressu að standa sig Chantelle fékk Grímuna fyrir bæði Bláa hnött- inn og Slá í gegn og segir það mikinn heiður. „En það setur á mig smá pressu!“ segir hún og hlær. „Nú þarf ég að taka á honum stóra mín- um og standa mig því allir búast við því af mér,“ segir hún en segist ekki kvíða vinnunni því hér sé hæfileikaríkt fólk. „Á Íslandi eru ótrúlega hæfileikaríkir og harðduglegir dansarar; þeir bestu sem ég hef hitt á ferlinum. Ég hef aldrei áður séð svona viðhorf til vinnu og ég kem úr umhverfi harð- duglegs fólks í Englandi. Ég vissi ekki hverju ég ætti að búast við; mér var sagt að fólk hér væri afslappaðra en á Englandi en það er ekki mín reynsla. Nemendur mínir eru staðráðnir í að standa sig og bæta sig. Svo eru þetta bara frábærir krakkar. Það er ein ástæða fyrir því að ég ílentist hér; mér finnst svo gaman að kenna. Krakkarnar halda áfram að koma mér á óvart. Sumir krakkarnir sem eru núna að dansa í We Will Rock You voru hjá mér í Billy Elliot,“ segir Chantelle. „Svo er skemmtilegt að vinna með þessu fólki sem maður hefur heyrt svo mikið um, eins og Ladda, Króla, Röggu og Birni Jörundi. Það hefur verið algjör unun að vinna með þeim og mjög gefandi.“ Fimm daga rokksmiðja Söngleikurinn We Will Rock You gerist í fram- tíðinni þar sem tónlist hefur verið bönnuð. Þar er sögð saga af hópi bóhema sem reyna allt til þess að koma aftur á frjálsri hugsun, tísku og lifandi tónlist í framtíð þar sem allir klæða sig, hugsa og haga sér eins. Söngleikurinn hefur farið sigurför um heiminn og hefur verið afar vinsæll um langt skeið. Í helstu hlutverkum eru Ragga Gísla, Björn Jörundur Friðbjörns- son, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Katla Njálsdóttir, Berg- lind Halla Elíasdóttir og Páll Sigurður Sig- urðsson og er Vignir Rafn Valþórsson leik- stjóri. Chantelle segir þau verða að vera trú sög- unni og atriðin og lögin verða að vera þau sömu og í öðrum uppfærslum. „Ég hef aðeins meira frelsi varðandi dansinn og hægt er að leika sér aðeins með það. Við erum svona hálfnuð við að semja dansana en þrjár vikur eru í frumsýningu,“ segir hún og nefnir að frumsýnt verður í Háskólabíói 15. ágúst og segir Chantelle að sýningar verði líklega út ágúst. „Alls eru 23 dansarar; þar af sjö í aðal- hlutverkum, og svo fimm manns í hljómsveit- inni. Svo er auðvitað tæknilið þannig að við er- um um fjörutíu manns sem vinnum við söngleikinn.“ Chantelle ætlar að halda fimm daga rokk- smiðju 19. til 23. ágúst fyrir krakka á aldrinum 8-20 ára. „Þau munu læra nokkur atriði úr sýningunni. Það verður kennt fyrstu fjóra dag- ana og þau fá að vinna með nokkrum úr leik- arahópnum. Svo á föstudeginum sýna þau fjöl- skyldu og vinum það sem þau hafa lært og eru þá að sýna í alvöru settinu í Háskólabíói. Svo fá þau að hitta alla leikarana og fá að lokum að sjá sýninguna það kvöld. Námskeiðið gefur þeim tækifæri til að upplifa alvöruleikhús.“ Samhugur í hópnum Chantelle var upphafsmaður að því að koma ís- lenskum dönsurum í alheimskeppni dansara, en hún var haldin í Portúgal fyrr í sumar og nefnist Dance World Cup. Chantelle rekur Ragga Gísla, Björn Jörundur, Laddi, Katla Njálsdóttir, Berglind Halla Elíasdóttir, Króli og leikstjórinn Vignir Rafn bregða á leik á dansæfingu hjá Chantelle en þau eru öll í aðalhlutverkum í We Will Rock You sem fer á svið í ágúst. Einn aðalleikarinn, Páll Sigurður Sigurðsson, var vant við látinn. ’Á Íslandi eru ótrúlega hæfileikaríkir og harð-duglegir dansarar; þeir bestu sem ég hef hitt á ferlinum. Ég hef aldrei áður séð svona viðhorf til vinnuog ég kem úr umhverfi harðduglegs fólks í Englandi. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.