Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 17
vísu ekki gert, en þeir fengið hann til að játa samt, með hótunum um fangelsanir, einangrunarvist og gjaldþrot. Það eru því í rauninni enn meiri fréttir en áður að jafnvel slíkum mönnum hafi ekki tekist að klína neinu handföstu á Trump forseta. Eftir að Mueller var dreginn þvingaður upp á leik- svið demókrata í þinghúsinu, sem reyndust meiri- háttar mistök, eins og flestum er nú ljóst, vita menn að stjórnun þessarar rannsóknar var í rauninni í höndum Andrew Weissmann, sem iðulega er lýst sem yfirgengilega harðhentum þrjóti í ákær- endastétt, sem einskis svífist. Hann setur menn gjarnan í fullkomna einangrun mánuðum saman og býður þeim svo að fá að búa við mannlegri skilyrði ef þeir skrifi undir og játi skilmála sem hann leggur fyrir þá niðurbrotna. Þannig meðhöndlaði hann Manafort, sem verið hafði kosningastjóri Trumps í örfáa mánuði, en var rannsakaður vegna við- skiptagerninga sem sagt var að hefðu átt sér stað áratug fyrr! Honum er nú hótað liðlega eitt hundrað ára fangelsi fyrir þau ætluðu brot. Það varð frægt þegar að Weissmann þessi hagaði sér með áþekkum hætti þegar hann braut eitt stærsta endurskoð- unarfyrirtæki heims, Arthur Andersen, á bak aftur, og eyðilagði líf og heilsu hundraða ungra manna og kvenna samkvæmt bókum sem hafa verið gefnar út um málið. Talað var um að Weissmann hefði unnið mikla lög- fræðisigra. Það mál gekk hins vegar alla leið í Hæstarétt Bandaríkjanna sem henti málinu út með harðorðaðri lögfræðilegri fordæmingu og voru allir níu dómarar Hæstaréttar samdóma í því, en það er mjög sjaldgæft í málum sem eru svo lituð af dægur- umróti og stjórnmálahagsmunum. Er með miklum ólíkindum að þessum manni í raun hafi verið falin stjórn ofsóknanna á hendur forseta Bandaríkjanna. Andrew Weissmann var mættur á sínum tíma ásamt maka á sigurhátíð Hillary Clinton, sem hún mætti ekki á þegar að ljóst var orðið hvert stefndi. Þegar ljóst er orðið hver var hinn sérstaki sak- sóknari sem starfaði og stjórnaði í nafni Weiss- manns skýrir það um leið hvers vegna málinu var haldið gangandi vel fram yfir þingkosningarnar í nóvember 2018 þótt þá hafi verið orðið fyrir löngu ljóst að Rússagaldurinn var eitthvert versta og ómerkilegasta hneyskli í bandarískri stjórn- málasögu. Boris bítur frá sér Í Bretlandi vekur athygli hversu fast Boris Johnson forsætisráðherra leikur leikinn. Hann umturnaði í raun ríkisstjórn á einum degi og fipaðist hvergi. Rætt er um það í fjölmiðlum að hann sé ekki að sam- eina flokkinn með uppstillingu í ríkisstjórn og er þá átt við jafnræði á milli útgöngumanna og hinna. Þrír ráðherrar sátu í mikilvægustu ráðuneytum hjá May. Forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneytum. Þeir voru allir mismiklir svikahrappar gagnvart loforðum sem þjóðinni höfðu verfið gefin. May ítrekaði oftar en tölu verður komið á, að hvað sem öllu liði færu Bretar út 29. mars, en lét svo búrókrata sína í þéttu faðmlagi við kollegana í Brussel hlunnfara sig og þjóðina með svo afgerandi hætti að „samningur hennar“ var kolfelldur með úrslitum sem einstök eru um aldir. Nú ætlar Boris út 31. október. Hann er jafnframt búinn að setja flokk sinn í kosningagír og farinn að undirbúa kosningamálin. Honum er hótað því úr öllum áttum að menn úr öllum flokkum þingsins ætli að sameinast um að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Hans menn benda þó á að það er hægara sagt en gert. Lög gilda í landinu um það að Bretar skuli hverfa úr ESB 31. október. Þingið er farið í frí og kemur ekki saman aftur fyrr en í annarri viku sept- ember. Þá verða aðeins 7 vikur til 31. október. Þingið getur tekið sig saman og ályktað um hitt og þetta á þeim tíma. En lög verða ekki sett af því nema ríkisstjórnin hafi að því frumkvæði. Það gerir hún ekki. Eina úrræðið væri þá það að samþykkja van- traust á ríkisstjórnina og þar með færa forsætisráð- herranum vald til að boða til kosninga þremur vikum síðar. Gjöriði svo vel, segir Boris nú. Eins og staðan er nú myndi Verkamannaflokkurinn fara mjög illa út úr kosningum undir stjórn Corbyns. Væri Boris Johnson þvingaður í kosningar til þess að koma í veg fyrir að hann fengi að efna loforð sitt um útgöngu úr ESB væri nesti Farage og Brexit- flokksins í kosningunum orðið lítið. Þeir sem vilja Brexit myndu þá flykkjast um Boris. Borisar tveir Þetta er að minnsta kosti áhugavert. Bréfritari hafði allnokkur persónuleg kynni af Boris fyrri og segir kannski frá því síðar, en þann Boris sem bjástrar nú hitti hann aðeins einu sinni um stundarkorn eins og nefnt var á dögunum. Sumum þykir Boris Johnson ólíkindatól. En hann bliknar sem ólíkindatól hjá Boris fyrsta Yeltsín sem var ógleymanlegur bæði í per- sónulegum kynnum og í sögunni. Boris I. sagði upp einu ógnvænlegasta valdatæki sögunnar, Komm- únistaflokki Sovétríkjanna, með uppsagnarbréfi, sem hann rétti formanni hans og forseta landsins og sagði honum svo að fara að leita sér að annarri vinnu. Yeltsín gleymdi algjörlega að gera „útgöngusamn- ing“. Það vita allir að það er hreinn glannaskapur. Allir sérfræðingar eru sammála um að menn leggja ekki niður Kommúnistaflokk Sovétríkjanna og Sov- étríkin án útgöngusamnings upp á 150 þúsund síður, sem jafn margir búrókratar hafa komið að, svo hægt sé að skipuleggja útgönguna sem þarf þá ekki að taka nema öld. Boris fyrsti hlustaði ekki á svoleiðis rugl. Hann barði niður gagnbyltingu frækinna fyllibytta úr Kommúnistaflokknum með því að klöngrast upp á skriðdreka fyrir allra augum. Þegar uppreisnarstjórnin heyrði af því fór hún að gráta. Boris II. hefur þarna gott fordæmi. Fylgi hann því af festu og heilindum munu allir for- pokuðu svikahrapparnir bresta í grát líka. Það yrði grátkór mikill. Morgunblaðið/RAX 28.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.