Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 Þ að er ys og þys í dansstúdíóinu þegar blaðamann ber að garði. Stælt ungmenni líða um gólfið í dansi og söng en æfingar á We Will Rock You standa nú sem hæst. Ragga Gísla, Björn Jörundur, Laddi og Króli eru mætt á æfingu en þau leika aðal- hlutverkin í söngleiknum fræga, ásamt hæfi- leikaríkum ungmennum sem mörg hver stíga sín fyrstu skref á stóru sviði. We Will Rock You er nú sett upp í fyrsta sinn á Íslandi og tímasetningin gæti varla ver- ið betri nú þegar lög Queen hafa öðlast frægð á ný eftir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody sló í gegn nýlega. Það er mikið verk að setja á svið söngleik sem þennan og þarf að velja vel bæði dansara, söngvara og stjórnendur. Chantelle Carey frá Englandi var ráðin sem danshöfundur verks- ins en hún hefur mikla reynslu af söngleikjum og kennslu. Chantelle hefur skapað sér nafn hér á landi og má segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í íslenskt danslíf fyrir fimm árum. Síðan þá hefur hún unnið að fjölmörgum stórum sýningum hér á landi og fengið tvær Grímur fyrir verk sín, tvö ár í röð, auk þess að koma tvö hundruð íslenskum dönsurum á heimsmeistarakeppni í Portúgal. Chantelle heilsar blaðamanni glaðlega; í annarri hendi er samloka og hinni heilsu- drykkur. Hér er borðað á hlaupum. Hún gefur sér þó tíma til að setjast niður og býður upp á kaffi. Samlokan fær að bíða því nóg er um að tala. Við tölum saman á ensku því íslenskan hefur fengið að bíða, þó kom í ljós síðar í viðtal- inu að hún lumar á nokkrum íslenskum orðum. Vildi verða knapi Hin 36 ára Chantelle er frá Norwich á Eng- landi en ólst upp að stórum hluta í Sligo á Ír- landi. „Mamma er danshöfundur og umboðsmaður dansara þannig ég er alin upp í þessu dans- umhverfi. En mig langaði aldrei að verða dans- ari; mig langaði að verða atvinnuknapi. Við fluttum til Írlands þegar ég var ellefu ára og mamma rekur þar dansskóla með tvö hundruð nemendur,“ segir Chantelle og bætir við: „Mamma kenndi mér aldrei að dansa; mig langaði ekkert til þess.“ Þegar Chantelle var þrettán ára snerist henni hugur og ákvað hún að prófa dansinn. Hún kolféll fyrir þessu listformi og sextán ára hélt hún alein út í heim; flutti til Leicester og fór í listaskóla sem sérhæfði sig í dansi, leiklist og söng. „Mamma þekkti fólk í skólanum og fannst öruggara að senda mig þangað í stað þess að senda mig beint til London,“ segir hún. Eftir dansnámið hóf hún að vinna við dans- inn og hefur hún starfað lengi á West End í London og dansað þar í ýmsum söngleikjum, eins og Chitty Chitty Bang Bang, Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat, Sweet Charity og hennar uppáhald, Chicago. „Ég dansaði í Chicago af og til í fjögur ár, og á sama tíma sinnti ég verkefnum í Kína, Brasilíu og Marokkó.“ Þess má geta að Chantelle var danshöfund- ur í kvikmyndinni Jimmy’s Hall eftir Ken Loach sem tilnefnd var til Gullpálmans í Cannes, aðstoðardanshöfundur í söngleiknum Legally Blonde sem sýndur var í Mónakó og vann við London- og Englandstúr á söng- leiknum Rent. Stökk á tækifærið Chantelle segist kalla Írland sitt heimili þótt atvinnutækifærin hafi öll verið í London. Og nú síðustu ár á Íslandi. „Í London er íbúðin mín og kötturinn minn en ég lít á Írland sem heima. Ég er reyndar að hugsa um að selja íbúðina og flytja köttinn til Íslands þar sem ég virðist vera farin að eyða meiri tíma á Íslandi en í London. Ég held það sé að fara að gerast,“ segir hún og hlær. Chantelle hefur nefnilega verið með annan fótinn og meira til á Íslandi síðustu fimm ár. „Það hófst þannig að ég fékk frábært tækifæri til að koma hingað og kenna sex íslenskum drengjum að dansa, frá grunni. Þetta símtal kom á hárréttum tíma því ég hafði nýlokið við að dansa í sýningu á West End og var að enda samband sem ég var í. Þetta var tækifæri sem ég stökk á og reyndist það vera ákaflega gef- andi reynsla en verkefnið var að kenna strákum að dansa fyrir Billy Elliot. Það þróað- ist þannig að ég varð aðstoðarmaður danshöf- undar í sýningunni og í kjölfarið fékk ég stærri tækifæri. We Will Rock You er næst á dag- skrá.“ Oft séð Með allt á hreinu Söngleikir hafa átt hug Chantelle um langt skeið en hún hefur sérhæft sig í djassdansi og steppi. Til þess að fá að vera í söngleik þarf að sjálfsögðu einnig sönghæfileika. „Manni þarf að vera margt til lista lagt. Bæði þarf maður að geta sungið en einnig að getað dansað hinar ýmsu tegundir dansa. Ég hef mikla reynslu af kennslu frá London og það er ástæða þess að ég var beðin um að koma til Íslands til að þjálfa dansara. Ég hef ekki lært að semja dansa en lært heilmikið af því að vera aðstoðarmaður danshöfunda. Hér fékk ég fyrstu tækifærin að spreyta mig sem Ætlaði aldrei að verða dansari Hin breska Chantelle Carey hefur hrist upp í dansheiminum á Íslandi en hér hefur hún verið með annan fótinn í fimm ár. Á þeim tíma hefur hún bæði þjálfað dansara og samið dansa. Tækifærin hafa verið mörg en hún vann við söngleikina Bláa hnöttinn, Billy Elliot, Mamma Mia og Slá í gegn og hefur verið ráðin danshöfundur fyrir Kardemommubæinn sem Þjóðleikhúsið sýnir á næsta ári. En næst á dagskrá er að koma hinum vinsæla söngleik We Will Rock You á svið. Chantelle segist njóta þess að starfa á Íslandi og er ekki á leiðinni heim í bráð. Það eina sem hún þurfi að gera sé að skjótast til London og sækja köttinn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Hér eru ekki margir að gera það nákvæmlega sama og ég eða hafa til þess reynslu. Þannig að ég tel að ég hafi uppfyllt ákveðið skarð sem var hér í íslenska dans- heiminum,“ segir dansarinn og dans- höfundurinn Chantelle Carey. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.