Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Blaðsíða 13
’Mér líkar mjög vel að búa hér; héreru mikil lífsgæði. Ég kem úr umhverfi þar sem samkeppnin er mikilog margir um hituna. Það er dýrmætt að koma á svona stað þar sem menningu og listum er gert hátt undir höfði. sjálf lítinn skóla, Chantelle Carey School of Performing Arts, og er með 25 manna hóp af dönsurum sem hún þjálfar. Henni var ráðlagt að fara með krakkana sína út í alþjóðlega keppni. „Ég hef í raun ekki áhuga á að vera með marga nemendur; ég vil þjálfa lítinn hóp mjög hæfra dansara. Síðustu átján mánuði hef ég unnið með sólódansa og hóp- dansatriði og höfum við verið að sýna í Tjarnarbíói. Ég setti nokkra krakka í eins konar danspróf og það kom prófdómari sem sagði þessa krakka vera ansi góða og að ég ætti að koma þeim inn í heimsmeistarakeppnina. Ég lagðist í rannsóknarvinnu og fannst ekki að aðeins nokkrir krakkar ættu að fá að taka þátt fyrir hönd Íslands þannig ég fór að skoða mögu- leikana á að fá alla dansskóla landsins með,“ segir hún. „Við ákváðum að hafa undankeppni hér heima til þess að finna bestu dansarana úr ýmsum dansstílum til þess að senda í keppn- ina. Það endaði með að fimmtán skólar tóku þátt í forkeppninni og tíu skólar enduðu með nemendur í keppninni. Við vorum um tvö hundruð manns sem fóru út í heildina. Það var alveg stórkostlegt og Ísland stóð sig ansi vel. Það var mikill samhugur í hópnum og við fór- um heim með nokkrar medalíur. Krakkarnir voru stoltir af sér og ég vona að þetta verði ár- legt. Ég held að þetta hafi sameinað dansara landsins því mér sýnist þetta hafa verið frekar aðskilið hingað til,“ segir hún. „Það hefur ekki áður verið svona vettvangur þar sem íslenskir dansarar hafa geta komið saman.“ Chantelle á einkarétt á Dance World Cup næstu þrjú árin á Íslandi og sá um að halda undanúrslitakeppnina í Borgarleikhúsinu. „Mig langar að koma þessu á hér á landi sem árlegri keppni.“ Kardemommubærinn kallar Chantelle kennir einnig í MÍT, Mennta- skólanum í tónlist. „Ég kenni þar dans og hreyfingu og sem einnig dansa fyrir sýningar. Við vorum með stóra sýningu í apríl þar sem við sýndum brot úr bestu söngleikjum heims. Svo vinn ég líka í LHÍ þar sem ég hef hjálpað til við tónleika og leikrit. Ég er mjög heppin að fá svona góð og spennandi tækifæri á mismun- andi sviðum því þá kynnist ég svo mörgu flottu fólki,“ segir Chantelle. Blaðamaður er orðinn ringlaður því Chan- telle virðist vera með mörg járn í eldinum og spyr hana hvort hún fái aldrei frí. „Eiginlega ekki,“ segir hún og hlær. „Svona er að vinna sjálfstætt, maður grípur gæsina þegar hún gefst. Ég kemst vonandi í frí í september.“ Stórt verkefni er framundan síðar á árinu og á því næsta því búið er að ráða Chantelle sem danshöfund Kardemommubæjarins sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Ágústu Skúladótt- ur. „Við tökum krakka í prufur í september. Ég er yfir mig spennt fyrir þessu því ég elska að vinna með börnum. Svo byrja æfingar í febr- úar og sýningar hefjast í apríl. Þetta er frá- bært verkefni því allir elska Kardemommubæ- inn. Maður vill ekki breyta of miklu því sýningin virkar vel eins og hún er. Mig langar að skerpa á því sem er fyrir og poppa upp sum- ar senurnar. Ég er að vinna með Kalla Olgeirs sem sér um tónlistina og við erum að henda á milli okkar hugmyndum,“ segir Chantelle og slær um sig á íslensku: „Mjög spennandi!“ Kann að segja fiðrildaduft Þannig að þú talar íslensku? Chantelle hlær og svarar á íslensku: „Smá íslensku. Þrautseigja.“ Hún segist ekki hafa farið á námskeið en vill gjarnan læra meira. „Ég kann samt fullt af skrítnum orðum sem ég mun aldrei koma til með að geta notað, eins og fiðrildaduft. Það er úr Bláa hnettinum,“ segir hún og brosir. Chantelle segist oft eiga erfitt með íslensk nöfn og kallaði konu að nafni Laufey Láfý. „Svo er Sveinn erfitt nafn, ég kallaði hann Svín,“ segir hún og hlær. Chantelle vinnur mikið en þegar hún á frí finnst henni gaman að kíkja út á lífið eða slaka á í Grasagarðinum. „Það er gott að fara á Café Flóru en upp á síðkastið hef ég farið beint heim úr vinnunni til að hlusta á meiri Queen,“ segir hún og segist ánægð á Íslandi. „Mér líkar mjög vel að búa hér; hér eru mik- il lífsgæði. Ég kem úr umhverfi þar sem sam- keppnin er mikil og margir um hituna. Það er dýrmætt að koma á svona stað þar sem menn- ingu og listum er gert hátt undir höfði. Og hér eru ekki margir að gera það nákvæmlega sama og ég eða hafa til þess reynslu. Þannig að ég tel að ég hafi uppfyllt ákveðið skarð sem var hér í íslenska dansheiminum.“ Spurð hvort hún sé sest að á Íslandi svarar Chantelle: „Ég held að ég þurfi að setjast að einhvers staðar. Það er ekki gott að vera með annan fótinn hér og hinn í London og allt dótið mitt á tveimur stöðum. Ég þarf að fara að ákveða að vera á einum stað. Nú þegar ég hef fengið áframhaldandi vinnu við Kardemom- mubæinn virðist rétt að setjast hér að, að minnsta kosti næstu árin. Og þá þarf ég að sækja köttinn minn!“ Chantelle dansaði í söngleiknum Chicago. Morgunblaðið/Ásdís 28.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.