Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
Grænlenska flugfélagið Air
Greenland hóf áætlunarflug á
milli Akureyrar og Kaup-
mannahafnar í lok apríl 2003 en
ákvað að hætta flugi í nóvember
sama ár. Tilkynnti félagið að
samkeppni við Keflavíkurflugvöll
hefði verið ástæða ákvörðunar-
innar.
Iceland Express bauð upp á
beint áætlunarflug frá Akureyri
til Kaupmannahafnar nokkur ár í
röð yfir sumartímann frá 2006 til
2012. Var flugi hætt sama ár og
WOW air tók yfir flugrekstur
fyrirtækisins.
Árið 2014 bárust fregnir af því
að flugfélagið Greenland Express
ætlaði að bjóða upp á ferðir milli
Akureyrar og Danmerkur. Fyrir-
tækið hætti þó við með litlum
fyrirvara og gaf þá skýringu að
ekki væri nægur áhugi meðal al-
mennings á fluginu.
Tilraunir til flugs til Akureyrar
MILLILANDAFLUG TIL AKUREYRAR OG FRÁ HEFUR GENGIÐ MISVEL
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Super Break er í rauninni fyrsta al-
vöruleiguflugstilraunin á Akureyrar-
flugvelli sem hefur verið undirbúin og
unnin þannig að hún eigi að geta
gengið,“ segir Arnheiður Jóhanns-
dóttir, framkvæmdastjóri Markaðs-
stofu Norðurlands, en greint var frá
því í Morgunblaðinu í gær að breska
flugfélagið Super Break væri hætt
rekstri. Hefur flugfélagið boðið upp á
beinar flugferðir milli Bretlands og
Akureyrar í tvö ár. Arnheiður stað-
festir að ýmsar tilraunir hafi verið
gerðar með millilandaflug til og frá
Akureyri í gegnum tíðina sem fæstar
hafi gengið eftir. Arnheiður segir að
misgengi þessara tilrauna megi rekja
að mestu leyti til þess að undirbún-
ingur þeirra hafi ekki verið nægilega
traustur og markaðssetning hafi ekki
verið nægilega góð.
Verkefnin oft illa undirbúin
Segir hún að nokkrum sinnum hafi
erlendir aðilar tilkynnt um áætlunar-
ferðir til og frá Akureyri sem hafi síð-
an ekki gengið upp og segir að mark-
aðsstofan hafi sjaldan haft trú á
þessum áætlunum. Hún tekur dæmi
af grænlenska flugfélaginu Green-
land Express sem tilkynnti að það
myndi hefja áætlunarflug frá Akur-
eyri til Kaupmannahafnar og Ála-
borgar árið 2014. Úr því varð þó aldr-
ei og segist Arnheiður ekki hafa haft
mikla trú á verkefninu sem að hennar
mati var illa undirbúið.
„Það hefur ekki verið nægilega
mikil alvara að baki þessum tilraun-
um,“ segir Arnheiður.
Segir hún jafnframt að stöðvun
millilandaflugs Iceland Express árið
2012 hafi snúist um rekstur flug-
félagsins en WOW-air tók við rekstr-
inum sama ár.
„Það er miklu auðveldara að fljúga
til Keflavíkur. Það eru miklu stöðugri
og öruggari tekjur þaðan og meiri
áhætta ef þú ætlar að fara að fljúga á
flugvelli eins og Akureyri og Egils-
staði. Það er kostnaðarsamara og
dýrara að markaðssetja þá,“ segir
Arnheiður sem leggur þó áherslu á að
hún hafi mikla trú á að millilandaflug
til og frá Akureyri geti gengið. Hún
bendir á að ferðaskrifstofan Voigt
Travel hafi í samstarfi við Transavia,
boðið í fyrsta sinn í sumar upp á flug
frá Rotterdam í Hollandi og segir það
hafa gengið vel.
Árið 2019 var þriðja árið sem Super
Break var með beinar flugferðir milli
Bretlands og Akureyrar en Arnheið-
ur segir fyrsta ár ferðaskrifstofunnar
hér á landi hafi gengið ágætlega.
„Þeir hittu akkúrat á þau tímabil
sem seldust vel en voru með lélegt
flugfélag sem náði sjaldan að lenda.
Annað árið, í fyrra, voru þeir með frá-
bært flugfélag en hittu ekki á mark-
aðinn svo salan gekk illa í desember
og janúar. Þetta ár átti að vera árið
sem þetta myndi ganga upp. Mark-
aðurinn er alveg til staðar og salan í
þessi flug hefur verið frábær þannig
að það vantar ekki upp á,“ segir hún
og bætir við að gjaldþrot Super
Break sé aðeins eitt skref aftur á bak.
„Síðan tökum við nokkur skref áfram.
Við hættum ekki að berjast í þessu.
Við höfum fulla trú á markaðnum,“
segir Arnheiður sem kveðst bjartsýn
á að fundinn verði aðili sem geti kom-
ið í stað Super Break.
„Það er í rauninni ekki markaður-
inn á Norðurlandi sem hefur þessi
áhrif núna. Þarna eru ytri aðstæður
sem hafa þessi áhrif á okkur sem við
ráðum ekki við. Ég tek þær ekki sem
einhvern dóm á það hvort Norðurland
sé ekki tilbúið til að taka við beinu
flugi. Þarna erum við bara óheppin.“
Mörg ár á milli tilrauna
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Circle Air á Ak-
ureyri, tekur undir með Arnheiði og
segir að gjaldþrot Super Break hafi
verið óheppilegt en segir mikilvægt
að hafa í huga að gjaldþrotið tengist
ekki flugi fyrirtækisins til Íslands. Er
hann bjartsýnn á að boðið verði upp á
fleiri millilandaflug til og frá Akureyri
á næstunni.
Hann bendir á að misheppnaðar til-
raunir til millilandaflugs til og frá Ak-
ureyri hafi flestar verið gerðar fyrir
ferðamannasprengjuna sem varð í
kjölfar bankahrunsins.
„Það eru mörg ár á milli þessara til-
rauna og mjög mismunandi aðstæður
sem hafa verið uppi þegar þær voru
gerðar. Ég er sannfærður um að ef
stjórnvöld tækju ákvörðun um að
standa við bakið á þessari uppbygg-
ingu og myndu byggja aðra
millilandagátt til landsins þá myndi
þetta takast miklu fyrr. Þannig að
heimamenn einir séu ekki að standa í
þessu,“ segir hann.
Alvörutilraun sem ekki tókst
Arnheiður Jóhannsdóttir segir tilraunir með millilandaflug til Akureyrar oft illa undirbúnar
Markaðurinn á Norðurlandi ekki ástæða þess að ferðaskrifstofan Super Break hætti rekstri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Margar tilraunir hafa verið gerðar í gegnum tíðina til millilandaflugs til og frá Akureyri.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
LAXDAL SUMARSALAN
LÍÐUR AÐ
ÚTSÖLULOKUM
VERÐHRUN
50% - 60% - 70% afsláttur
OPIÐ
Í DAG
10-15
1990 og 0,2 stigum ofan meðallags
síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar rað-
ast í 15. sæti á lista 139 ára. Úrkoman
hefur verið tæp 10% umfram meðal-
lag í Reykjavík og á Akureyri.
Tíð í júlí var sérlega góð um landið
sunnan- og vestanvert. Í Reykjavík
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þótt hlýtt hafi verið í júlí var hitafar á
landinu ekki óvenjulegt nema um
landið suðvestanvert. Þetta segir
Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Sérlega hlýtt var við Faxaflóa og
þannig var júlí sá hlýjasti síðan reglu-
legar mælingar hófust í Reykjavík ár-
ið 1871.
Í yfirliti Veðurstofunnar kemur
fram að meðalhiti fyrstu sjö mánuði
ársins 2019 var 5,8 stig, sem er 1,7
stigum ofan meðallags áranna 1961 til
1990 en 0,5 stigum yfir meðallagi síð-
ustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6.
hlýjasta sæti á lista 149 ára, ofar eru
sömu mánuðir 1964, 1929, 2003, 2014
og 2010. Á Akureyri var meðalhiti
mánaðanna sjö 4,6 stig. Það er 1,5
stigum ofan meðallags áranna 1961 til
var mánuðurinn sá hlýjasti frá upp-
hafi mælinga, og á fáeinum stöðvum
öðrum meðal þeirra þriggja til fjög-
urra hlýjustu. Svalara var og tíð mun
daufari um landið norðan- og aust-
anvert en þó var hiti ofan meðallags
síðustu tíu ára á flestum veður-
stöðvum.
Úrkoma var ekki fjarri meðallagi á
Suður- og Vesturlandi, en yfir því
norðaustanlands. Úrkoma var lang-
mest á litlu svæði norðan til á Aust-
fjörðum. Vindhraði var ívið minni en í
meðalári.
Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 13,4
stig og er það 2,9 stigum ofan meðal-
lags áranna 1961 til 1990, en 1,4 stig-
um yfir meðallagi síðustu 10 ára. Á
Akureyri var meðalhitinn 12,1 stig,
1,6 stig yfir meðallagi áranna 1961 til
1990 og 0,9 stigum ofan meðallags
síðustu tíu ára.
Fyrstu sjö mánuðir ársins
2019 hafa verið mjög hlýir
Hitafar í júlí ekki óvenjulegt nema á Suðvesturlandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í sólinni Það hefur verið gott að
tylla sér á bekk í blíðviðrinu.