Morgunblaðið - 03.08.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ellefu álfígúrur á þaki Arnarhvols, þar sem fjármála- og efna-
hagsráðuneytið er til húsa, hafa vakið athygli borgarbúa og
gesta í miðbæ Reykjavíkur í sumar. Listaverkið, sem ber
nafnið Tákn, er eftir Steinunni Þórarinsdóttur og er hluti af
dagskrá Listasafns Reykjavíkur á ári listar í almannarými.
Steinunn segist hafa fengið feiknaleg viðbrögð og góð við
sýningunni. Fólki finnist hún færa ævintýri í miðbæinn og
vera mótvægi við nýja miðbæinn sem sumum þyki svolítið fer-
kantaður. Öðrum finnist miðbærinn færast upp á hærra plan;
fígúrurnar stækki hann og útvíkki og séu nýtt kennileiti í
Reykjavík. Steinunn segist hafa viljað varpa ljósi á það fallega
og sérstaka hús sem Arnarhvoll er en margir hafi gleymt að
horfa á bygginguna síðustu áratugi. Engar af fígúrunum 11 á
þaki Arnarhvols, sem koma af sýningu Steinunnar á sögusafni
þýska hersins í Dresden, eru eins. Steinunn segir töluna 11
gefa fyrirheit um framhald; hún sé opin og loki ekki fyrir
möguleika. Fígúrurnar séu aðallega Ingólfsstrætismegin og
haldi upp Lindargötu, sem gefi tilfinningu fyrir framhaldi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styttur Steinunnar á Arnarhvoli vekja mikla eftirtekt
Alheimsmóti skáta í Summit-Bectel
Reserve í Vestur-Virginíu í Banda-
ríkjunum lauk í fyrrakvöld. Yfir
45.000 skátar frá 151 landi tóku þátt
í mótinu. Alheimsmót eru haldin á
fjögurra ára fresti að undanskildum
stríðsárunum. Mótið í ár er það 24.
frá árinu 1920.
171 íslenskir skátar sóttu mótið.
Þar af voru 121 á aldrinum 14 til 18
ára og 50 sjálfboðaliðar sem voru yf-
ir 18 ára. Auk þess fóru átta sjálf-
boðaliðar í fararstjórn, en hún sá um
undirbúning ferðarinnar, samskipti
við stjórnendur mótsins og umsjón
með íslensku skátunum á mótinu. 14
sveitarforingjar undirbjuggu skát-
ana fyrir mótið, ferðuðust með þeim
út og studdu þátttöku meðan á
mótinu stóð. Auk þess sinntu 28 ís-
lenskir sjálfboðaliðar hlutverki al-
þjóðlegra þjónustuliða, en þeir
mæta á mótið viðbúnir því að sinna
öllum verkum sem upp kunna að
koma.
Alheimsmót skáta í ár var haldið
sameiginlega af landssamtökum
skáta í Kanada, Bandaríkjunum og
Mexíkó. Í tilkynningu íslensku
skátahreyfingar um mótið segir að
þrátt fyrir að samskipti Kanada,
Mexíkó og Bandaríkjanna hafi oft
verið betri á hinum pólitíska vett-
vangi en undanfarin ár hafi skátar
frá þessum löndum komið saman í
krafti þess sem sameinar þau og
skilað af sér glæsilegu móti
Á fyrsta alheimsmótinu, stuttu
eftir lok fyrri heimsstyrjaldar, var
mikil áhersla lögð á frið. Í lokaávarpi
mótsins flutti stofnandi skátahreyf-
ingarinnar eftirfarandi ávarp:
„Kæru skátar. Munur fyrirfinnst
á milli íbúa heimsins, í hugsunar-
hætti og viðhorfi líkt og með tungu-
mál og líkamlegt atgervi. Alheims-
mótið hefur kennt okkur að ef við
sýnum hvert öðru umburðarlyndi og
gefum bæði og þiggjum mun ríkja
samkennd og friðsemd. Sé það vilji
ykkar skuluð þið fara héðan stað-
ráðin í að við munum þróa með okk-
ur bræðralag, í hinum útbreidda
anda skátahreyfingarinnar, svo að
við getum stuðlað að þróun friðar og
hamingju í heiminum öllum og góð-
vilja á milli allra manna.“
Tilgangur alheimsmótsins hefur
ekki breyst, en hann er að stuðla að
friði og gagnkvæmum skilningi á
milli fólks. Á alheimsmótum skáta
gefst ungmennum tækifæri á að
deila hugmyndum sínum og menn-
ingarheimum hvort með öðru og
mynda vinabönd þvert yfir höf og
heimsálfur. Þegar ungmenni deila
vissum gildum úr skátastarfinu, þar
á meðal að stuðla að bættum heimi.
gengur slíkt áreynslulaust fyrir sig,
því ungmennin deila þegar vissum
gildum. Það sama má segja um eldri
skáta sem standa að mótinu í sjálf-
boðaliðastarfi í stærstu friðarhreyf-
ingu ungmenna í heiminum.
Góðu alheimsskátamóti lokið
Ljósmynd/Boy Scouts of America
Fjölbreytni Skátastarf er friðarstarf þar sem ungt fólk stillir saman
strengi. Hér eru kátir skátar frá ýmsum löndum að skemmta sér saman.
211 íslenskir skátar og sjálfboðaliðar á heimleið frá Bandaríkjunum Áhersla
á frið og gagnkvæman skilning 450.000 skátar frá 151 landi á alheimsmóti