Morgunblaðið - 03.08.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 03.08.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sókn- arprests í Laufásprestakalli, Eyja- fjarðar- og Þingeyjarprófasts- dæmi. Skipað er í embættið frá 1. nóvember 2019 til fimm ára. Lauf- ás í Eyjafirði kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur stað- ið kirkja frá fyrstu árum kristni í landinu. Sóknarprest- urinn séra Bolli Pétur Bollason var í námsleyfi síðastliðinn vetur. Hann tók þá ákvörðun að koma ekki aftur til starfa í Laufási held- ur segja embætti sínu lausu. Því þarf að auglýsa embættið nú. Þess má geta að eiginkona Bolla, séra Sunna Dóra Möller, er nú sóknar- prestur í Hjallakirkju í Kópavogi. Séra Bolli mun í vetur þjóna sem prestur í afleysingum í Ástjarn- arprestakalli í Hafnarfirði. Séra Sólveig Halla Kristjáns- dóttir leysti séra Bolla af í náms- leyfinu. Hún mun í vetur leysa af séra Sighvat Karlsson á Húsavík, sem í vetur mun þjóna í Reykjavík. Í Laufásprestakalli eru fimm sóknir, Laufás- og Grenivíkur-, Svalbarðs-, Háls-, Ljósavatns- og Lundarbrekkusóknir. sisi@mbl.is Segir lausu embætti sóknarprests Bolli Pétur Bollason Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tjaldsvæðiseigendur í Mývatns- sveit voru bornir þeim sökum í facebookhópi síðastliðinn fimmtu- dag að skiptast á um að aka um sveitina og benda ferðamönnum á að leggja sig ekki utan tjaldsvæða. Spratt umræðan upp eftir að ís- lenskur ljósmyndari var vakinn af tjaldsvæðiseiganda í sveitinni eftir að hafa lagt sig í bíl sínum á dög- unum. Einar Guðmann, annar ljós- myndari, vakti máls á meintum ábendingum tjaldsvæðiseigend- anna. Í samtali við Morgunblaðið segir Einar að einn eigendanna hafi rekið sig burt þegar hann lagði bíl sínum á bílastæði í sveit- inni fyrir nokkru. Þá hafi tjald- svæðiseigandinn beinlínis sagt að tjaldsvæðaeigendur á svæðinu skiptust á að keyra um og benda fólki á að vera einungis á tjald- svæðum. Einar er ósammála því að fólk sem leggur húsbílum sín- um á bílastæðum úti á landi sé í órétti. „Það skiptir engu máli þótt það sé inni á þeirra landi; þarna er ég inni á stæði sem Vegagerðin hefur áreiðanlega búið til á sínum tíma. Landeigendur hafa engan rétt til þess að vera lögreglur á Íslandi. Þetta er eflaust vel meint en af- skiptasemi af ferðalöngum er farin fram úr öllu hófi.“ Finnur Sigfús Illugason rekur tjaldsvæði í Mývatnssveit og er sá sem vakti manninn sem birti færsluna í facebookhópnum. „Það er ekkert til í því að við gerum þetta markvisst. Ég held að þessi tjaldsvæði séu nú það full að það þurfi ekki að vera að smala inn á þau. Hitt er annað mál að það eru allir orðnir mjög þreyttir á því að fólk gisti úti um allt.“ Finnur segist einfaldlega hafa ætlað að benda manninum sem hann vakti á að hann væri að leggja bíl sínum í leyfisleysi. „Þarna er skilti þar sem stend- ur að það sé ekki leyfilegt að gista yfir nótt. Þegar ég sneri við á þessu plani flautaði ég um leið.“ Lögin illa ígrunduð Einar segir lög sem lúta að því að ekki megi leggja húsbílum sín- um, ferðabílum eða tjöldum hvar sem er ekki halda vatni, sérstak- lega hvað varðar húsbíla sem eru búnir allri þeirri þjónustu sem ferðalanga kann að vanhaga um. „Ég tel þessi lög mjög van- hugsuð. Þau hafa greinilega ekki haft neinar umsagnir af viti frá talsmönnum ferðabíla og húsbíla í ljósi þess að þarna eru menn skyldaðir í viðskipti við ákveðna aðila sem bjóða í raun enga þjón- ustu sem þú óskar eftir. Þig vant- ar ekki neitt en þú neyðist til að kaupa.“ Einar bendir sömuleiðis á að hæpið sé að sektarheimildir séu að baki lögum sem takmarka tjöldun og lagningu bíla. Segist ekki smala á svæðin  Ljósmyndari segir vanhugsað að skylda fólk á tjaldsvæði  „Landeigendur hafa engan rétt til þess að vera lögreglur á Íslandi“  Óvissa um refsiheimildir Morgunblaðið/Árni Sæberg Tjöld „Tjaldsvæði veita mjög misjafna þjónustu og þegar þú ert að ferðast um á húsbíl þarftu í raun ekki að kaupa neina þjónustu,“ segir Einar. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Senn líður að því að fólk geti sest niður og virt fyrir sér eina elstu og sögufrægustu bryggju landsins, steinbryggjuna við hlið Tollhússins í Reykjavík. Eftir er að ganga frá stáli, rafmagni og lýsingu. Þau verk munu klárast núna í ágúst. Steinbryggjan var upphaflega reist af bæjarsjóði Reykjavíkur ár- ið 1884. Hún þótti á sínum tíma dýr en mikil framför miðað við litlu tré- bryggjurnar út af fjörukambinum sem voru í einkaeigu kaupmanna. Steinbryggjan var fyrsti viðkomu- staður þeirra sem komu til lands- ins. Danakonungar, drottningar, prinsar og annað tignarfólk gekk upp bryggjuna. Bryggjan var vel sýnileg fram að seinni heimsstyrjöld, en fór þá und- ir uppfyllingu. Hún hefur skotið upp kollinum af og til við gatna- framkvæmdir og lagnavinnu. Bryggjan varð sýnileg í fyrra Þegar gamla steinbryggjan, sem liggur undir Pósthússtræti, kom í ljós við gatnaframkvæmdir í fyrra- sumar var ákveðið að breyta hönn- un götunnar og gera bryggjuna sýnilega á nýjan leik. Við gömlu bryggjuna verður torg með setbekkjum, hjólabogum, trjám og sérhannaðri lýsingu, sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa hannað. Gamla steinbryggjan verður sýnileg og hægt að ganga niður tröppur að henni á tveimur stöðum. Timburpallar verða við bryggjuna fyrir þá sem vilja staldra við og setjast niður. Næst tollhúsinu kemur veggmynd sem minnir á bátana sem áður lögðust þarna Þessi endurnýjaði götustubbur vestan tollhússins (Kolaportsins), milli Tryggvagötu og Geirsgötu, var áður hluti Pósthússtrætis en mun framvegis heita Steinbryggja. Morgunblaðið/sisi Merkar minjar Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, brá sér á bryggjuna. Hann hafði ekki áður stigið þar fæti. Brátt hægt að skoða steinbryggjuna  Ein elsta og sögufrægasta bryggja landsins var byggð árið 1884 og þótti dýr en mikil framför Fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Sýningar- íbúðir tilbúnar Bókið skoðun Dalsbraut 4 - Reykjanesbæ VERÐ FRÁ KR. 29.900.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.