Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 21

Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 21
Þegar við hugsum til þess sem helst hefur mótað lýðveldið okkar og það sem skilgreinir okkur sem þjóð berst talið oft að menningunni; að tungumál- inu, bókmenntunum og nátt- úrunni. Í sjálfstæðisbaráttunni var þjóðtungan ein helsta rök- semd þess að Íslendingar væru sérstök þjóð og sjálfstæð- iskröfur okkar réttmætar. Tungumálið er þannig lykillinn að sjálfsmynd okkar og sjálfsskilningi. Ís- lensk stjórnvöld hafa í þessu samhengi kynnt heildstæða áætlun sem miðar að því að styrkja stöðu íslenskunnar. Mikilvægur áfangi á þeirri vegferð náðist þegar Alþingi samþykkti samhljóða þingsályktun um mik- ilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags. Víðtæk samvinna Tugir umsagna bárust um þingsályktunina en á grunni hennar er unnin aðgerðaáætlun til þriggja ára, í víðtækri samvinnu og samstarfi. Allir sem búsettir eru á Íslandi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til virkrar þátttöku í íslensku samfélagi. Helstu markmið þingsályktunarinnar eru í fyrsta lagi að ís- lenska verði notuð á öllum sviðum samfélags- ins, í öðru lagi að íslenskukennsla verði efld á öllum skólastigum ásamt menntun og starfsþróun kennara og í þriðja lagi að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Aðgerðaáætluninni er skipt í fimm liði: Vitundarvakningu um íslenska tungu, mennt- un og skólastarf, menningu og listir, tækniþró- un, aðgengi og nýsköpun og að lokum stefnu- mótun fyrir stjórnsýslu og atvinnulíf. I. Vitundarvakning um íslenska tungu Stuðlað verði að vitundarvakningu um mikilvægi íslenskrar tungu, gildi hennar og sérstöðu. Áhersla verði lögð á mikilvægi þess að íslenska sé lifandi tungumál í stöð- ugri þróun og helsta samskiptamál sam- félagsins. Þessi vitundarvakning, undir yfir- skriftinni Áfram íslenska!, tengist flestum sviðum þjóðlífsins og speglast í þeim aðgerð- um sem hér fara á eftir. II. Menntun og skólastarf Mikilvægi læsis. Læsi er lykill að lífs- gæðum á alþjóðavísu og unnið verður áfram í skólasamfélaginu að verk- efnum sem tengjast Þjóðarsátt- mála um læsi og leitast við að tryggja virka aðkomu heimila, bókasafna, rithöfunda og fjöl- miðla að því verkefni. Íslenska sem annað móð- urmál. Þeir sem búsettir eru á Íslandi og hafa annað móð- urmál en íslensku, börn jafnt sem fullorðnir, fái jafngild tæki- færi til íslenskunáms og stuðn- ing í samræmi við þarfir sínar. Skipaður hefur verið verk- efnahópur sem ætlað er að marka heildarstefnu í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kennaramenntun. Vægi íslensku verði aukið í almennu kennaranámi og áhersla lögð á að örva áhuga verðandi kennara á tungumálinu. Stuðlað verði að því að efla sköpunargleði til að byggja upp hæfni nem- enda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til ís- lenskunnar á öllum skólastigum. Starfsþróun kennara. Stutt verði við starfsþróun og símenntun kennara í þeim til- gangi að efla lærdómssamfélag skólanna. Áhersla verði lögð á að auka hæfni kennara í íslensku og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Háskólakennsla og rannsóknir. Haldið verði áfram uppi öflugri háskólakennslu og rannsóknarstarfsemi í íslensku bæði í grunnrannsóknum og hagnýtum rann- sóknum. Kennsla á íslensku. Kennsla í mennta- kerfinu á 1.-6. þrepi hæfniramma fari fram á íslensku. Námsgagnaútgáfa. Stuðlað verði að góðu aðgengi nemenda á öllum skólastigum að fjölbreyttu og vönduðu námsefni á íslensku á sem flestum námssviðum. Íslenskunám fullorðinna innflytjenda. Settur verði hæfnirammi um íslenskunám innflytjenda og viðeigandi námsleiðir þróað- ar með auknu framboði námskeiða og náms- efnis á öllum stigum. Samhliða verði útbúið rafrænt matskerfi til að meta hæfni fullorð- inna innflytjenda í íslensku. Íslenskukennsla erlendis. Styrkja skal stoðir íslenskukennslu á erlendri grundu. Nýta skal nýjustu tækni til hagsbóta fyrir þá fjölmörgu sem vilja læra íslensku, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni. III. Menning og listir Bókmenning. Sköpuð séu skilyrði fyrir fjölbreytta útgáfu bóka svo tryggt sé að áfram geti fólk á öllum aldri lært, lesið og skapað á íslensku. Alþingi hefur nú þegar samþykkt lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku með því að heimila endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu þeirra. Þá verð- ur sérstök áhersla lögð á efni fyrir yngri les- endur, meðal annars með nýjum styrkt- arsjóði fyrir barna- og ungmennabækur. Sjóðnum, sem gefið var nafnið Auður, hefur þegar verið komið á laggirnar og var út- hlutað úr honum í fyrsta sinn í sumar. Einn- ig verður hugað betur að hlutverki og mik- ilvægi þýðinga fyrir þróun tungumálsins, ekki síst í upplýsingatækni, vefefni, hug- og tæknibúnaði. Lögð verði áhersla á notkun íslensku í list- greinum s.s. tónlist, myndlist, sviðslistum, kvikmyndagerð og framleiðslu sjónvarps- efnis. Þar verði stuðlað að aukinni frum- sköpun á íslensku, kynningu og greiningu listar á íslensku og skapandi notkun tungu- málsins á öllum sviðum. Áfram verði dyggi- lega stutt við gerð kvikmynda og sjónvarps- efnis á íslensku og hugað sérstaklega að efni fyrir yngri áhorfendur með áherslu á þýð- ingar, textun og talsetningu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að eflingu íslenskunnar. Stefnt verði að því að efla innlenda dagskrárgerð fyrir ljósvakamiðla og einnig tryggja að- gengi að fjölbreyttu efni á íslensku, íslensku táknmáli eða texta. Þá verði stutt við starf- semi einkarekinna fjölmiðla vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds efnis á ís- lensku. Bókasöfn. Starfsemi skólabókasafna og al- menningsbókasafna verði efld og þjónusta við nemendur og almenning bætt. Áhersla verði lögð á aðgang að nýju og fjölbreyttu lesefni á íslensku. IV. Tækniþróun, aðgengi og nýsköpun Máltækni – stafræn framtíð tungunnar. Framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Unnið verði samkvæmt verk- áætlun um máltækni fyrir íslensku 2018- 2022. Verkefnið endurspeglist í fjármála- áætlun og brautargengi þess verði tryggt til framtíðar. Orðasöfn og orðanefndir. Stuðlað verði að opnu aðgengi almennings að upplýs- ingaveitum um íslenskt mál, svo sem orða- bókum, orðasöfnum og málfarssöfnum. Þá verði stutt við starf orðanefnda til að tryggja að íslenskur fræðiorðaforði eflist. V. Stefnumótun, stjórnsýsla og atvinnulíf Viðmið um málnotkun. Sett verði viðmið um notkun íslensku og annarra tungumála í upplýsinga- og kynningarefni á vegum stjórnvalda og atvinnulífs. Þar höfum við að markmiði að íslenska sé ávallt notuð „fyrst og fremst“, þ.e.a.s. kynningartexti á íslensku komi á undan erlendum þýðingum. Þetta á ekki síst við um íslensk örnefni en borið hef- ur á því í auknum mæli að nöfn sögufrægra staða á Íslandi hafi verið þýdd á erlend tungumál eða stöðunum jafnvel gefin ný er- lend heiti sem ratað hafa inn á landakort á netinu. Málstefna um íslenskt táknmál. Gerð verði málstefna um íslenskt táknmál og skal hún liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2020. Mál- nefnd um íslenskt táknmál hafi umsjón með því verkefni. Íslensk málstefna. Málstefnan sem sam- þykkt var árið 2009 – Íslenska til alls – verði endurskoðuð til samræmis við breytta tíma og byggt verði á mati á núverandi málstefnu. Ný málstefna skal liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2021. Íslensk málnefnd hafi umsjón með því lögbundna verkefni. Hvatt sé til þess að sem flestar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök marki sér málstefnu. Lokaorð Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst að íslenskan þarf ötula málsvara og fylgismenn ef við ætlum að nota hana áfram hér á landi. Við þurfum öll að leggjast á árar til að tryggja að svo megi verða. Tungumálið varð- veitir sögu okkar og menningu, svo ekki sé talað um örnefnin sem að sjálfsögðu eiga að vera rituð á íslensku um aldur og ævi. Ég vitna oft í orð fyrrverandi forseta, frú Vig- dísar Finnbogadóttur, sem sagði: „Ef ís- lenskan hverfur tapast þekking og við hætt- um að vera þjóð.“ Því setjum við íslenskuna í öndvegi með því að nota hana fyrst og fremst og áttum okkur á því að virði hennar er okkur ómetanlegt. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Í sjálfstæðisbaráttunni var þjóðtungan ein helsta rök- semd þess að Íslendingar væru sérstök þjóð og sjálfstæð- iskröfur okkar réttmætar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Virði tungumálsins og sjálfsmynd þjóðar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Í aðsendri grein sem ber heitið „Dómarinn og þriðji orkupakk- inn“ og birt var í Morgunblaðinu 1. ágúst sl. gerir Skúli Jóhannsson verkfræðingur persónu mína að umtalsefni og gerir sérstaka at- hugasemd við það, út frá almenn- um vanhæfissjónarmiðum, að ég hafi tjáð mig um innleiðingu þriðja orkupakka ESB (O3) í íslenskan rétt. Að öðru leyti fjallar grein Skúla um „tæknileg rök“ fyrir því að innleiða beri O3. Í niðurstöðum hans koma fram áhyggjur af því að Íslendingar muni þurfa að þróa nýtt fyrir- komulag viðskipta með rafmagn verði O3 hafn- að. Um þetta má nánar lesa niðurstöðukaflann í grein hans þar sem segir m.a. að með því að „af- neita“ O3 „værum við að feta inn á nýjar brautir sem ég efa að sé tímabært, en innviðir okkar eru ekki nógu vel undirbúnir […] Eins og stað- an er í dag tel ég að forsendur séu ekki fyrir því að við ættum að þróa og gangsetja séríslenskt og heimasmíðað viðskiptakerfi með raforku. Væntanlegir viðskiptavinir okkar þyrftu þá að læra inn á nýjar brautir í skipulagi raf- orkukerfa, og hvaða stórfyrirtæki erlendis mundi nenna að eltast við það?“ Kvöldgangan Við lestur greinarinnar var ég rækilega minntur á tilefni þess að ég blandaði mér í um- ræðu um O3. Það gerði ég eftir að hafa heyrt forsætisráðherra tjá sig um fyrirvara stjórn- valda vegna O3 í fréttaviðtali 27. maí sl. Við hjónin vorum á leið í kvöldgöngu í vorveðrinu og ég skrifaði 10 línur um málið meðan konan mín reimaði á sig skóna. Daginn eftir voru ábend- ingar mínar um þýðingarleysi meintra fyrirvara stjórnvalda orðnar að fréttaefni. Viðbrögðin við færslu minni komu mér óneitanlega á óvart. Þessi stutta færsla skilaði þó e.t.v. þeim árangri að talsmenn O3 eru hættir að halda því hæpna sjónar- miði á lofti að einhliða fyrirvarar íslenskra stjórnvalda muni hafa nokkra lagalega þýðingu komi til þess að fjárfestar vilji leggja sæ- streng á milli Íslands og Evrópu. Í staðinn hafa ýmis ný og jafn- vel frumleg sjónarmið verið sett fram, svo sem gert er í áður- nefndri grein Skúla Jóhanns- sonar, eða með því að halda því fram að nauð- vörn, byggð á ákvæðum Hafréttarsáttmálans, muni bjarga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga úr heimatilbúinni og mjög vandræðalegri stöðu þegar búið verður að stefna íslenska ríkinu í samningsbrota- og síðan skaðabótamálum. Um þessi nýju sjónarmið þarf auðvitað að fjalla og þótt ég telji að þau fái ekki staðist vil ég hvetja til ítarlegrar, málefnalegrar og vand- aðrar umræðu um O3, enda snertir málið mikla þjóðarhagsmuni. Ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi eru dómurum mjög vel kunn. Ástæða er til að und- irstrika að samkvæmt meginreglunni njóta dómarar málfrelsis rétt eins og aðrir borgarar þessa lands. Mér er umhugað um að við sem samfélag höldum vel utan um fólk, auðlindir þjóðarinnar og framtíð hennar. Slíka hagsmuni er borgaraleg skylda að verja þegar þörf kref- ur. Lögin þjóna göfugum tilgangi Meðan samfélög okkar vilja kenna sig við lýð- ræði og almenn mannréttindi ber að halda þeirri áminningu hátt á lofti að göfugasta hlutverk laga er ekki að skerða frelsi manna, heldur að verja það. Þessi áminning er sérstaklega brýn á tímum eins og þeim sem við nú lifum, þar sem stöðugt er þrengt að valfrelsi bæði manna og þjóða með regluverki sem verður tæknilegra og þéttara með hverju árinu sem líður. Ég lít á það sem ógn við borgarlegt frelsi og sem háskalega uppgjöf gagnvart lögunum sem valdbeitingartóli þegar jafnvel lögfræðingar hætta að hreyfa andmælum á þeim forsendum að ákvarðanir um innleiðingu erlendra reglna hafi „þegar verið teknar“ og að okkur beri „að ganga frá þeim formlega“ ef við viljum áfram vera aðilar að EES. Slíkt hugarfar, sem í viljalausri þjónkun kýs að játast undir óbeislaða útþenslu setts rétt- ar, grefur undan tilverurétti laganna sjálfra því að lokum verður ekkert frelsi eftir til að verja. Á þetta hef ég áður bent, en endurtek það nú til áminningar um þá staðreynd að menn glata ekki mannréttindum við það að hljóta skipun í dóm- araembætti. Þvert á móti eru ríkir samfélags- legir hagsmunir við það bundnir að dómarar taki ábyrgan þátt í lagalegri umræðu, sinni félags- störfum og sýni áhuga á velferð samborgara sinna. Í því samhengi minni ég á að EES- samningurinn er ekkert guðlegt lögmál, heldur aðeins samstarfssamningur sem ætlað er að þjóna íslenskum hagsmunum, en ekki öfugt, þ.e. Íslendingar bera engar eilífar skyldur til að þjóna EES-samningnum, hvað þá fylgja honum og verja af blindri hollustu. Samviska okkar Ég rita þetta til að undirstrika að ég er fylli- lega meðvitaður um ábyrgð mína gagnvart van- hæfisreglum réttarfarslaga en líka til að árétta Tjáningarfrelsi dómara Eftir Arnar Þór Jónsson » Allan vafa í þessum efnum ber þingmönnum að skýra íslenskri þjóð í vil, en ekki O3 eða ESB. Arnar Þór Jónsson að ég mun ekki láta persónu mína, starfshlut- verk eða ótta við háðsglósur, offors og þjösna- skap standa í vegi fyrir því að ég ræki skyldur mínar gagnvart lögunum – og gagnvart eigin samvisku. Eins og allir aðrir menn feta ég lífs- brautina undir sverðsegg samviskunnar og á hinsta degi, þegar allt verður lagt á borðið, verð ég að geta horfst í augu við sjálfan mig – og skapara minn. Óvissa Hvað O3 viðvíkur, þá lít ég á það mál sem mælikvarða á heilbrigði íslensks lýðræðis og um leið sem prófstein samviskunnar gagnvart þingmönnum þjóðarinnar. Umræður um málið hafa leitt í ljós óvissu um það hvernig Alþingi geti sett hindranir fyrir lagningu sæstrengs þannig að ESA og EFTA-dómstóllinn líti ekki á þær sem hindranir í skilningi O3 og annarra ákvæða EES-samningsins. Út frá almennum reglum um sönnun hlýtur það að hvíla á fylgis- mönnum O3 að sýna fram á að að slík leið sé fær. Það hafa þeir ekki gert. Allan vafa í þess- um efnum ber þingmönnum að skýra íslenskri þjóð í vil, en ekki O3 eða ESB. Almenn rökvísi skýrir heldur ekki hvers vegna Alþingi ætti að nálgast málið í þeirri röð að samþykkja fyrst innleiðingu O3 og ætla svo í framhaldi að hindra að tilgangur og markmið O3 (aukin við- skipti á frjálsum markaði með raforku yfir landamæri) nái fram að ganga. Í þessu ljósi er fullkomlega skiljanlegt að þúsundir Íslend- inga efist um réttmæti þess að innleiða O3 í ís- lenskan rétt án öruggrar vitneskju um afleið- ingar þess samþykkis. Í ljósi framanritaðs getum við vonandi verið sammála um það að það geti verið þarft og jafnvel gagnlegt að dómarar, eins og aðrir, leggi sitt lóð á vogarskálar þjóðfélagsumræð- unnar. Höfundur er héraðsdómari. 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.