Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Til leigu um 1.500 m2 lager-/ iðnaðarhúsnæði við Héðinsgötu. Mjög hagstætt leiguverð. Laust strax!
Húsnæðið samanstendur af framrými með innkeyrsluhurðum og einu stóru vörugeymslurými og er
innangengt á milli þeirra um hurðir. Lagerrýmið eru með um 8-9 m. lofthæð. Starfsmannaaðstaða, skrif-
stofa/ móttaka og snyrting eru til staðar. Góð aðkoma er að húsinu. VSK leggst ekki við leigufjárhæðina.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Sveinlaugsson, sími 698 0088, tölvupóstur kristjan@thingvangur.is
HÉÐINSGATA 2
Þórbergur Þórðarsonsegir í Ofvitanum fráþeim tíma þegar hannvar ungur og auralítill
í Reykjavík. Dag einn kallaði
sveitungi hans til hans á götu og
bauð honum með sér á kaffihús.
Sá pantaði handa þeim tvær
sítrónsflöskur. Þórbergur, sem
hélt í fyrstu að sítrón væri vín-
tegund, fór í huganum óðara að
greina orðið sítrón: „Þetta var í
fyrsta sinn á ævinni sem ég
heyrði sítrón nefnt á nafn, mín
óbóklærða málfræðihneigð
rakti nafnið á því undir eins til
orðsins sí = alltaf, og sagn-
arinnar að tróna = ríkja. Sítrón
væri vín sem trónaði alltaf yfir
öðrum vínum, væri allra vína
fullkomnast.“ Í þetta sinn rat-
aði hin „óbóklærða málfræði-
hneigð“ vissulega svolítið inn á
hliðarspor í viðleitninni til að
ráða í merkingu og uppruna ókunnuglegs orðs enda dró svaladrykk-
urinn sítrón, eða Citron, nafnið af sítrusávexti; tökuorðið sítróna kem-
ur af citron í dönsku, frönsku og fleiri málum, sbr. citrus (sítrónutré) í
latínu en orðstofninn upp-
runalega þangað kominn úr
grísku. Þórbergi þótti sí-
trónið vera „eins og sólskin
á litinn. Og það var sætt og
yndislega hressandi“. Af lýs-
ingunni að dæma hefði
drykkurinn því eftir allt
saman sjálfsagt átt skilið þá einkunn að „tróna sífellt“ yfir öðrum
drykkjum sem orðið höfðu á vegi Þórbergs.
Hin greinandi og skapandi „óbóklærða málfræðihneigð“ í lýsingu
Þórbergs felur meðal annars í sér að leitast við að ráða merkingu
nýrra eða ókunnuglegra orða beinlínis af einstökum orðhlutum sem
málnotandinn ber kennsl á. Segja má að þess háttar viðhorf til orða-
forðans hafi verið ein styrkasta stoðin undir þeirri nýyrðastefnu sem
enn lifir góðu lífi í íslensku málsamfélagi. Hvers kyns textar sem verða
á vegi okkar dags daglega hafa að geyma aragrúa nýrra og nýlegra
orða sem byggjast á eldri orðhlutum sem við greinum og tengjum
saman fyrirhafnarlaust. Við hugsum ekki endilega út í það hvort orð er
nýmyndað eða ekki ef orðhlutarnir eru kunnuglegir (dæmi: rafmagns-
reiðhjól). Okkur nægir að kunna helstu orðstofna í íslensku til að eiga
góða möguleika á að ráða í merkingu nýrra íslenskra orða ef þau eru
samsett úr eldri efniviði sem okkur er kunnur.
Íslendingar eru almennt mjög hlynntir nýyrðastefnunni enda þótt
hversdagslegt talmál bendi stundum og sums staðar til sterkrar til-
hneigingar til að beita erlendum orðstofnum í daglegu máli þrátt fyrir
að til séu samsvarandi „alíslensk“ orð. Vandaðar skoðanakannanir
hafa ítrekað sýnt á undanförnum árum og áratugum að mjög mikill
stuðningur er meðal almennings við það sjónarmið að mikilvægt sé að
mynda ný íslensk orð um nýja hluti, aðferðir og hugmyndir sem sífellt
koma fram í veröld sem breytist hratt. En þrátt fyrir víðtækan stuðn-
ing við nýyrðastefnuna í skoðanakönnunum er ekki þar með sagt að öll
nýmynduð „alíslensk“ orð verði endilega fyrir valinu þegar fólk spjall-
ar saman dags daglega.
Sítrón
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
aripk@hi.is
Nýyrði Orðið sítrón var Þórbergi
ókunnugt og fór hann strax að greina það.
Fyrir skömmu fékk ég bréf frá kunningja mínum.Hann hafði verið í fjallgöngu. Og þar sem hannstóð í hlíðum Skjaldbreiðar og virti fyrir sérumhverfi sitt, Hlöðufell, Fanntófell, hinn
horfna Ok-jökul, sem nú er kominn í heimspressuna, Þór-
isjökul í Langjökli og svarta sanda, fékk hann innblástur.
Hann fann hjá sér þörf fyrir að taka þátt í baráttunni
gegn þriðja orkupakkanum og hefur gert það með mynd-
arbrag.
Þessa tilfinningu skildi gamall fjósamaður úr Flókadal,
sem sá þessa sýn úr meiri fjarlægð, þegar gengið var til
mjalta snemma að morgni, dag hvern í fimm sumur. Í
góðu skyggni mátti jafnvel sjá Hlöðufell, sem fékk á sig
ævintýrablæ þegar til þess var horft frá fjósinu. Svo kom
að því að gengið var bæði á Fanntófell og Skjaldbreið og
tengslin við þennan stórbrotna landshluta, sem höfðu orð-
ið til úr töluverðri fjarlægð í æsku, urðu enn nánari.
Það er þessi innblástur, sem mikill
fjöldi fólks hefur fengið frá landinu
sjálfu, sem hefur ráðið för í barátt-
unni gegn þriðja orkupakkanum.
Hann á ekkert skylt við „einangr-
unarhyggju“, „þjóðrembu“ eða and-
stöðu við EES-samninginn.
Ríkisstjórnir hafa stundum haldið
fundi annars staðar á landinu en í Reykjavík. Kannski nú-
verandi ríkisstjórn ætti að halda fund á mið-hálendi Ís-
lands, t.d. við Öskju eða í Þjórárverum, til þess að komast
í rétt hugarástand, áður en hún gengur til þess verks, sem
hún stefnir að snemma í haust á Alþingi. Það er aldrei að
vita nema landið sjálft geti haft meiri áhrif á hana en and-
mæli þeirra, sem hafa kosið ráðherrana á þing.
En sá innblástur sem landið sjálft veitir í þessu máli er
jafnframt ástæðan fyrir því, að þingmenn og ráðherrar
eiga svo erfitt með að fást við þessa andstöðu, alla vega í
stjórnarflokkunum. Hér er ekki um að ræða baráttu, sem
háð er af einhverjum sérhagsmunaástæðum, heldur mun
stærri hagsmunum, sem snúa að framtíð þjóðarinnar í
þessu landi.
Það eru til „kerfi“, sem eru jafnvel enn þröngsýnni en
opinbera kerfið og er þá mikið sagt. Þetta eru hin innri
kerfi stjórnmálaflokkanna sjálfra. Viðbrögð þessara lok-
uðu kerfa flokkanna eru stundum svo fáránleg að það
liggur við að þau séu hlægileg. Þó að það sé að vísu ekkert
hlægilegt við það, hvernig flokkar, sem kenna sig við lýð-
ræði og segjast berjast fyrir lýðræði og tjáningarfrelsi,
hafa stundum tilhneigingu til að breytast í einhver fyrir-
bæri, sem þola hvorki lýðræði né tjáningarfrelsi að ekki
sé talað um frjáls skoðanaskipti.
Valdaskipti í lýðræðislegum samfélögum eru mikilvæg
m.a. til að minna þá, sem lengi hafa farið með völd í um-
boði almennra borgara, á, að þeir eru ekki einir í heim-
inum og að það er til æðra vald en þeir sjálfir, sem er sam-
eiginleg niðurstaða meirihluta kjósenda. Á þetta hafa
valdamenn stundum verið minntir með óþyrmilegum
hætti.
Þessi veruleiki á líka við innan flokkanna sjálfra. Þar
verða reglulega breytingar á forystu, sem er mikilvægt,
svo að forystur flokka verði ekki eins og heimaríkir
hundar. Og raunar margt sem mælir með að setja
ákveðin tímamörk á setu í æðstu embættum, eins og t.d.
var gert í Alþýðubandalaginu í gamla daga.
Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með því sam-
starfi, sem farið hefur fram innan Orkunnar okkar, þver-
pólitískra samtaka, þar sem saman koma einstaklingar úr
nánast öllum flokkum vegna sameiginlegrar sýnar á
tiltekið mál, í sjálfu sér með svipuðum hætti og gerzt hef-
ur innan Heimssýnar. Innan hvorra
tveggja samtaka er um að ræða sam-
starf á milli einstaklinga, sem stóðu
áratugum saman í hörðum átökum
vegna kalda stríðsins en hafa fundið
sér sameiginlegt baráttumál, þegar
kemur að málum, sem varða fullveldi
Íslands.
Það samstarf hefur sýnt að fólk með mjög ólík viðhorf
til þjóðfélagsmála getur unnið vel saman að málum, þrátt
fyrir allt sem á undan er gengið.
En um leið ætti það að vera nokkurt umhugsunarefni
fyrir stjórnmálaflokkana, hvað mörg af helztu baráttu-
málum samtímans hafa fundið sér farveg utan vébanda
þeirra sjálfra. Getur verið að í því felist vísbending um að
þeir skipti minna máli í lýðræðislegum skoðanaskiptum
innan samfélaga en áður var?
Kjarni málsins er þó sá, að umræðurnar um orkupakk-
ann sýna, að umboðinu, sem kjörnir fulltrúar hafa frá
kjósendum, eru takmörk sett. Þeir sjálfir verða að átta
sig á hvar þau mörk liggja og að það getur haft pólitískar
afleiðingar fyrir þá sjálfa, ef þeir virða þau ekki.
Hin pólitíska barátta fer ekki bara fram á milli flokka. Í
auknum mæli tekur fólk höndum saman í baráttu fyrir
ákveðnum málefnum og sú barátta fer fram utan flokk-
anna en ekki innan. Það dregur augljóslega úr vægi
þeirra og ætti að vera forystusveitum þeirra nokkurt um-
hugsunarefni.
Skýrt dæmi um þetta er að kornung stúlka, hin sænska
Greta Thunberg, hefur orðið heimskunn á ótrúlega
skömmum tíma vegna baráttu sinnar fyrir því að heims-
byggðin bregðist við vegna áhrifa loftslagsbreytinga á
jörðina.
Þessar vangaveltur eru til orðnar vegna umhugsunar
um, hvort orkupakkamálið sé vísbending um að stjórn-
málabaráttan hér sé að taka breytingum, sem muni hafa
áhrif til lengri tíma. Hún sé ekki lengur nema að tak-
mörkuðu leyti barátta á milli flokka heldur um málefni,
sem fólk úr mörgum flokkum sameinast um sín í milli.
Getur það verið?
Innblásturinn kemur
frá landinu sjálfu
Kannski ríkisstjórnin
ætti að funda við Öskju
eða í Þjórsárverum?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þegar Kristófer Kólumbus fann aft-ur Vesturheim 1492, eftir að Ís-
lendingar höfðu týnt álfunni fimm
hundruð árum áður, kom hann fyrst að
einni eyjunni í eyjaklasa, sem hann
nefndi Bahamas og merkir grunnsævi.
Mætti því nefna eyjaklasann Grynn-
ingar á íslensku. Ein eyjan ber nafnið
Paradise Island, og ætti því íslenska
nafnið að vera Gimli. Bandarísku sam-
tökin Association of Private Enter-
prise Education, Samtök um einka-
framtaksfræði, héldu ársfund sinn í
Gimli á Grynningum í apríl 2019, og
flutti ég þar erindi 6. apríl um norræna
frjálshyggju, eins og ég hef gert víðar
á þessu ári.
Norðurlandaþjóðirnar búa að langri
og sterkri frjálshyggjuhefð. Til dæmis
hafði sænsk-finnski presturinn Anders
Chydenius sett fram kenninguna um
samband ávinningsvonar og almanna-
hags í krafti frjálsrar samkeppni á
undan Adam Smith, og frjálslyndir
sænskir stjórnmálamenn nítjándu ald-
ar beittu sér fyrir víðtækum umbótum,
sem hleyptu af stað örum og sam-
felldum hagvexti í marga áratugi, og
má kalla það fyrstu sænsku leiðina.
Velgengni Svía á tuttugustu öld hvíldi
eins og annarra Norðurlandaþjóða á
öflugu réttarríki, opnu hagkerfi og
samheldni og sáttarhug vegna sam-
leitni þjóðarinnar. Það var ekki fyrr en
árin 1970-1990, sem sænskir jafn-
aðarmenn lögðu inn á braut ofurskatta
og stórfelldra afskipta af atvinnulífinu.
Önnur sænska leiðin, sem farin var
1970-1990, reyndist ófær. Svíar voru
lentir öfugum megin á Laffer-
boganum svonefnda, þar sem aukin
skattheimta hafði ekki í för með sér
auknar skatttekjur, heldur minnkandi.
Sjá mátti í Svíþjóð þá sviðsmynd, sem
Ayn Rand hafði brugðið upp í skáld-
sögunni Undirstöðunni (Atlas
Shrugged), sem komið hefur út á ís-
lensku: Þeir, sem sköpuðu verðmæti,
hurfu ýmist á brott, hættu að fram-
leiða eða fitjuðu ekki upp á nýjungum.
Í einkageiranum urðu nánast engin
störf til á þessu tímabili, aðeins í op-
inbera geiranum. En nú reyndist Sví-
um vel samheldnin og sáttarhugurinn:
Með þjóðinni myndaðist óskráð sam-
komulag frá 1990 og áfram um að fara
þriðju sænsku leiðina, sem felst ekki
síst í að efla einkaframtak og halda
sköttum í hófi. Geta aðrar þjóðir lært
margt af Svíum, eins og ég sagði
áheyrendum mínum í Gimli á Grynn-
ingum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Frá Gimli á
Grynningum