Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 24

Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 24
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi- stund Árbæjarsafnskirkju kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæjar- kirkju leiða söng. Kristina Kalló Szklenár organisti. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigil- messa á spænsku og kl. 18 er vigil- messa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Aþingi. EFRA-Núpskirkja Miðfirði | Messa kl. 14 laugardag. Almennur söngur, saga fyrir börnin og sam- félag um kaffisopa eftir messu, þar er öllum heimilt að leggja veitingar í púkk. Rifjuð upp nokkur íslensk sönglög. Við hljóðfærið verður Pál- ína F. Skúladóttir, prestur Guðni Þór Ólafsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar, Hákon Leifsson er organisti og for- söngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messufrí vegna sumarleyfa. Næsta messa er 11. ágúst kl. 11. Bent er á guðs- þjónustur í Bústaðakirkju öll sunnu- dagskvöld í sumar kl. 20. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgistund kl. 20. Prestur er Karl V. Matthíasson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Vegna sumarleyfa er ekki messa í Hafnarfjarðarkirkju um verslunar- mannahelgina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Kjartan Jósefsson Ogni- bene. Alþjóðlegt orgelsumar: Tón- leikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur. Fyrirbænaguðsþjón- usta þriðjud. kl. 10.30. Árdegis- messa miðvikud. kl. 8 og tónleikar Schola cantorum kl. 12. Org- eltónleikar fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organ- isti er Guðný Einarsdóttir. Samskot dagsins renna til Blindrafélagsins. LAUGARNESKIRKJA | Ljóða- messa kl. 20. Guðsþjónusta hins talaða orðs – án tónlistar. Skáldin Bubbi Morthens, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Ingunn Snædal og Valdimar Tómasson lesa úr verkum sínum. Sr. Davíð Þór Jónsson þjón- ar fyrir altari og prédikar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Messa fellur niður 4. ágúst. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng, prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Hressing og samfélag á kirkjutorgi eftir messu. Litir, blöð og leikföng fyrir yngstu kynslóðina. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Árleg hesta- og útivistarmessa kl. 14. María Gunnarsdóttir guðfræð- ingur og hestakona predikar. Guð- mundur Ómar Óskarsson leiðir söng og kór. Ritningarlestra lesa Gríma Huld Blængsdóttir og Sigríður Klara Árnadóttir. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari. Pallakaffi og kleinur við prestssetrið eftir messuna. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs- þjónusta og altarissakramenti kl. 11. Séra Skírnir Garðarsson predik- ar og þjónar fyrir altari. Jón Bjarna- son organisti leikur á orgel og flutt verða tónlistaratriði frá Sumartón- leikum í Skálholti. Elfa Rún Krist- insdóttir leikur barokktónlist á fiðlu. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. ÞINGVALLAKIRKJA | Útimessa við Skötutjörn austan við Þingvallakirkju kl. 14. Guðmundur Vilhjálmsson organisti og Vilhjálmur Guðmunds- son leika á básúnu forspil og eft- irspil og leiða almennan sálma- söng. Kristján Valur Ingólfsson predikar og leiðir messuna. Dagur Fannar Magnússon guðfræðingur annast lestra og bænir. Með þess- ari messu lýkur Kristján Valur fimm- tán ára þjónustu sinni á Þingvöllum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Strandarkirkja, Árnessýslu. Orð dagsins: Jesús mettar 4 þús. manna. (Mark. 8) 24 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 ✝ Pétur WilhelmJóhannsson fæddist í Keflavík 23. maí 1945. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 8. júlí 2019. Foreldrar Péturs voru Jóhann B. Pét- ursson, klæðskeri og póstmeistari frá Bakkagerði við Reyðarfjörð, f. 28.4. 1920, d. 19.9. 2013, og Kristrún Líney Helgadóttir frá Hlíðarenda á Eskifirði, f. 14.9. 1923, d. 18.5. 2008. Systkin Péturs eru: 1) Óskírður drengur, f. og d. 1947. 2) Guðrún Rósalind, f. 1950, son- ur hennar er Jóhann. 3) Helgi, f. 1951, d. 2017, maki Hjördís Bjarnason. Börn þeirra eru a) Gunnar Fjalar, maki Kristrún Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú börn, b) Óttar Örn, maki Þor- gerður Einarsdóttir og eiga þau þrjú börn, c) Hallur Már. 4) Sóley Enid, f. 1956 og á hún soninn Sindra Tryggvason, maki Unnur Börn þeirra eru a) Andri Pétur, f. 1998, og b) Arnar Hugi, f. 2006. 3) Bryndís, f. 5.3. 1976, maki Sverrir Jan Norðfjörð, f. 1976. Börn þeirra eru a) Hákon Jan, f. 2002, b) Pétur Wilhelm, f. 2006, og c) Haukur Artúr, f. 2013. Pétur var rafvélavirki að mennt. Á fyrstu árum starfsævi sinnar starfaði hann hjá krana- fyrirtæki föður síns. Þar á eftir vann hann hjá Brunabótafélagi Íslands í Keflavík. Pétur stofnaði fyrirtækið Ísbrek ehf. sem fékk til liðs við sig skáta og hjálp- arsveitir til að safna saman net- um um allt land sem svo voru flutt út til endurvinnslu. Þar á eftir stofnaði hann Dansstúdíó Sóleyjar ásamt systkinum sínum, Sóleyju og Helga, þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra. Vann hann þó lengst af á krana og stofnaði G.P. Krana ehf. ásamt vini sínum Gunnþóri Krist- jánssyni. Á sínum síðustu árum var hann fjárfestir og fékkst við ýmis verkefni því tengd. Pétur var einn af stofnendum Kiwanisklúbbs Keflavíkur, fé- lagsmaður í Rótarýhreyfingunni og einnig var hann virkur félags- maður í Oddfellowreglunni. Útför Péturs hefur farið fram í kyrrþey. Skúladóttir og eiga þau tvö börn. 5) Jó- hann (kjörsonur), f. 1969, sambýliskona Hallgerður Jóns- dóttir og á hann þrjú börn. Pétur kvæntist hinn 14.8. 1971 Sig- rúnu Jónatans- dóttur, f. 19.2. 1948. Foreldrar hennar voru Jónatan Guð- brandsson og Guðmunda K. Guð- mundsdóttir. Börn Péturs og Sig- rúnar eru: 1) Þórarinn Gunnar, f. 2.7. 1966, maki Kristín Þórðar- dóttir, f. 1965. Börn þeirra eru a) Sigrún Harpa, f. 1987, sambýlis- maður Andri Sigþórsson, f. 1987, og eiga þau soninn Hrafn Leó. b) Elín Ástrós, f. 1992, maki Þór Tómasarson, f. 1992, og eiga þau soninn Hlyn. c) Helena Sóley, f. 1995, sambýlismaður Hrannar Már Ómarsson, f. 1990, og eiga þau dótturina Sóllilju. 2) Hjördís Líney, f. 17.4. 1972, maki Hafþór Hafsteinsson, f. 1966 og d. 2009. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem fær- ast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund. (Megas) Hvíldu í friði, ástin mín. Þín alltaf, Sigrún. Elsku yndislegi pabbi minn og afi sona minna er fallinn frá. Betri pabba/afa var ekki hægt að hugsa sér. Það var vel við hæfi að nafn hans þýði klettur því það var hann sannarlega í lífi okkar. Hann var svo góður og vand- aður maður, alltaf tilbúinn fyrir alla alveg sama hvað var. Hann gaf mér yndislegt líf og kenndi mér svo margt gott sem ég er óendanlega þakklát fyrir. Mér er efst í huga sú lexía að geyma allar áhyggjur til miðvikudags, því þegar miðvikudagurinn kæmi væri yfirleitt ekki lengur ástæða til að hafa áhyggjur. Einnig lagði hann mikla áherslu á að taka því aldrei sem sjálfsögðum hlut ef fólk fór úr vegi sínum við að að- stoða mann. Hann kenndi mér að deyja aldrei úr ráðaleysi, það væru alltaf lausnir. Einnig kenndi hann mér að vera tillits- söm, heiðarleg og traust, sem hann var gangandi dæmi um sjálfur. Þegar ég var lítil fannst mér ekkert skemmtilegra en að fá að fara með pabba í vinnuna á kran- anum. Ég var viss um að hann hefði nefnt kranann eftir mér því á honum stóð stórum stöfum PH, hann var líka ekkert að leiðrétta þetta hjá mér. Eða þegar við fór- um að safna netunum, það var svo gaman bara af því að vera með honum að vinna. Það var ekkert sem hann gat ekki gert og allt sem hann gerði gerði hann vel. Til dæmis þegar hann var að mála var allt fullkomið og ekki dropi af málningu á honum. Allt- af fannst mér ég verða að bera undir hann áður en ég tók mik- ilvægar ákvarðanir í lífinu því hann var svo ráðagóður. Hann var geðgóður lúmskur húmoristi með mjög kaldhæðnislegan húm- or. Ég hef alltaf verið svo stolt af því að vera dóttir hans og það er þungt að kveðja hann ekki nema 74 ára gamlan. Ég hugga mig við að Haffi minn tekur á móti hon- um og passar upp á hann, þeir voru svo nánir vinir. Minning hans lifir, hans verður ávallt saknað. Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn. Þín Hjördís Líney. Það þarf sérstakan mann til að taka að sér fjögurra ára gamalt barn og elska það skilyrðislaust sem sitt eigið. Ég heyri það oft að við séum svo líkir. Meira hrós er ekki hægt að hugsa sér. Ég á eft- ir að sakna þín, elsku pabbi minn. Þórarinn G. Pétursson. Elsku góði og yndislegi pabbi minn, Það er svo sárt að kveðja þig þó að ég viti að síðustu ár hafi verið þér erfið og þó að ég viti að þetta er það sem þú hefðir viljað, þá er samt svo mikill söknuður. Það er svo skrýtið að ég man þig allt í einu eins og þú varst fyrir bara nokkrum árum, áður en veikindin fóru að herja svo ósanngjarnlega á þig. Alltaf glað- ur, komst til okkar skælbrosandi, opnaðir faðminn og við hlupum í hann, faðmlagið svo traust og þétt. Þó að sorgin sé sár er samt ekki hægt annað en að brosa og fyllast af þakklæti þegar ég hugsa til þín, því eftir sitja svo yndislegar minningar um dýr- mætar stundir. Skautaferðir, þar sem þú dróst okkur út um allt við mikil hlátrasköll, skíðaferðir í Bláfjöllum um helgar, skíðaskóli, söngur og dans í Kerlingarfjöll- um, hjólhýsaferðir og útilegur, Krumshólar og gönguferðirnar með þér og afa þegar enn þá mátti veiða lax með netum, þvílík spenna að sjá hvað var komið í netin, spilakvöldin og -stundirnar þar sem þú kenndir mér öll trixin þín, sumarbústaðarstundir þar sem þú naust þín svo mikið við að hlúa að garðinum og húsinu og grilla svo eitthvað gott því þú varst auðvitað bestur í því, ferða- lögin erlendis, jólin, aðfangadag- ur, þegar þú komst með pakkana og fékkst þér hádegismat með okkur, allar litlu samverustund- irnar sem allt í einu eru orðnar svo risastórar og ómetanlegar. Sem viðskiptamaður varstu frumkvöðull, þú stofnaðir fyrir- tæki sem safnaði netum saman til að hægt væri að endurvinna, þú stofnaðir annað fyrirtæki með systkinum þínum og svo ákvaðst þú að byrja aftur að vinna á krana, byrjaðir með einn krana sem, í samstarfi með góðum vini, varð að stærsta kranafyrirtæki landsins. Ég veit að viðskiptavin- ir þínir fengu líka að njóta þess á jólum og áramótum þegar þú færðir þeim gjafir í þakklætis- skyni fyrir viðskiptin á árinu. Ég man líka hvað þú varst allt- af heiðarlegur og kunnir að meta það góða í fólki. Aldrei kvartaðir þú, þú tókst hlutunum eins og þeir voru og sást alltaf það besta í öllu og öllum sem er svo mikill lærdómur fyrir okkur sem þú kenndir og leiðbeindir. Þú varst svo hjálpsamur og alltaf fyrstur á staðinn ef vantaði hjálp. Þegar við vorum að flytja varst þú alltaf mættur fyrstur, meira að segja stundum á undan okkur, og áður en maður vissi af var búið að gera allt sem þurfti. Ekkert óx þér í augum og áttir þú ráð við öllu. Þú elskaðir góðan mat og nýj- ar íslenskar kartöflur voru að þínu mati algert sælgæti! Þú ræktaðir þínar kartöflur í Vatns- holtinu og í bústaðnum því ekk- ert var betra en nýuppteknar kartöflur. Þú elskaðir að dansa og gast leitt mann hvert sem var, alltaf var maður í öruggum hönd- um. Þú elskaðir börnin þín, barnabörnin og barnabarnabörn- in. Litlu afastrákarnir þínir elsk- uðu að vera hjá þér, spila við þig, spjalla eða bardúsa eitthvað með besta afa í heimi. Þú elskaðir mömmu af öllu hjarta og það sást langar leiðir, ég man hvað mér leið vel að sjá ykkur dansa sam- an, hvað mér fannst þið glæsileg, ég veit að þið dönsuðuð oft tvö saman í bústaðnum. Hvað þið elskuðuð að njóta lífsins saman. Á erfiðum stundum sem þess- um sé ég þig fyrir mér koma til mín, horfa í augun mín, taka þétt í hendurnar mínar, segja mér að þetta verði allt í lagi og faðma mig svo að þér þangað til að ég finn að það verði allt í lagi. Ég elska þig alltaf elsku pabbi, Bryndís. Elsku Pétur tengdapabbi, ég þekkti þig meirihluta ævi minn- ar, eða allt frá því ég tengdist fjölskyldunni á menntaskólaár- um okkar Bryndísar. Frá okkar fyrstu kynnum man ég eftir þér sem jákvæðum og hlýjum manni sem tók mér með opnum örmum og kom vel fram við allt og alla. Þú hafðir svo marga góða mannkosti að geyma, en mér verður sérstaklega hugsað til þess hve skemmtilegur þú varst, útsjónarsamur, gjafmildur og auðvitað hjálpsamur. Það er nán- ast með ólíkindum hversu oft þú lagðir okkur lið við að gera upp ólík heimili okkar í gegnum tíð- ina. Þú eyddir ekki aðeins löngum stundum með okkur við hin ýmsu verk, heldur komstu ávallt óumbeðinn og til í slaginn og vissir strax upp á hár hvað var best að gera. Þú varst frábær fyrirmynd að öllu leyti og ég veit að afastrák- arnir þínir munu einnig njóta góðs af því, ekki aðeins þegar þeir eldast, heldur líka þegar við rifjum upp hvað afi Pétur gerði alltaf mikið fyrir okkur og það kemur í okkar hlut að hjálpa næstu kynslóð. Sverrir Jan Norðfjörð. Elsku afi, við söknum þín óendanlega mikið. Þú varst stór áhrifavaldur í lífi okkar beggja og við vildum að þú gætir verið við okkar hlið að eilífu. Hvort það var að deila bíladellu okkar eða bara ræða um lífið og hlæja. Þú skilur eftir ótaldar góðar minningar sem við gleymum aldrei. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa, örlátur og fróður í alla staði. Við vitum að þú munt fylgjast með okkur og leiðbeina okkur þegar á reynir. Við munum reyna okkar besta til að vera eins góðir menn og þú varst. Þínir afastrákar Andri Pétur og Arnar Hugi. Elsku besti afi minn. Þegar ég hugsa til barnæsku minnar standa hvað hæst sumur- in í sumarbústaðnum hjá þér og ömmu. Að vera úti að leika og þú að vinna í garðinum. Ég sé þig fyrir mér standa í stuttermabol með derhúfu hjá vinnuskúrnum þínum, haldandi í hjólbörur. Þú varst alltaf að, hvort sem það var að slá grasið, klippa trén, bera á pallinn eða hvað það var. Smíð- aðir rólur, sandkassa og dúkku- hús handa okkur barnabörnun- um úti í garði. Gróðursettir lítið grenitré með mér sem ég fékk að eiga og fylgjast með vaxa. Þú kenndir mér að skíða og á pásk- unum fórstu oft með mig upp í fjall að æfa mig. Skíðaferðirnar með þér og ömmu eru með eft- irminnilegustu ferðalögum mín- um. Þú hafðir líka alltaf áhuga á því sem maður var að gera og sýndir því stuðning. Útvegaðir mér vinnustofu þegar ég var að mála og hjálpaðir okkur vinkon- unum þegar við gerðum upp lít- inn almenningsgarð fyrir Reykjavíkurborg. Þú hafðir gam- an af að skoða verkefnin mín þeg- ar ég var komin í arkitektúrnám- ið og líka seinna þegar ég var farin að vinna og þú orðinn veik- ur. Þú varst líka húmoristi, alltaf að grínast og stríða og fíflast í okkur krökkunum. Þegar við vor- um lítil heilsaðirðu okkur með því að lyfta okkur upp og henda okk- ur upp í loft, kitla okkur eða snúa okkur á hvolf. Þú varst alltaf hress og glaður, aldrei man ég eftir afa í slæmu skapi. Ég þekki fáa með álíka jafnaðargeð og þig. Þegar ég var barn sagði mamma einu sinni við mig að seinna myndi ég átta mig á því hvað Pétur afi væri einstaklega Pétur Wilhelm Jóhannsson Minningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.