Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 27

Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 ✝ Bára Guð-mundsdóttir fæddist 3. septem- ber 1936 á Bjargi, Eskifirði. Hún and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Huldu- hlíð á Eskifirði 24. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Karl Stefánsson frá Borgum, Reyðarfirði, f. 2.4. 1895, d. 15.6. 1976, og Jóhanna Kristín Magnúsdóttir frá Bæjarstöðum, Stöðvarfirði, f. 15.3. 1904, d. 8.2. 1996. Systkini Báru eru Stefán Við- ar Guðmundsson, f. 9.6. 1927, d. 30.4. 1979, Anna María Guð- mundsdóttir, f. 22.3.1929, d. 10.10. 2010, Sæbjörn Reynir Guðmundsson, f. 27.10. 1930, og Guðmundur Kristinn Guð- mundsson f. 21.9. 1933. Bára giftist 26. janúar 1957 Óla Fossberg Guðmundssyni frá Akureyri, f. 13.5. 1936, d. 18.9. 2010. Foreldrar hans voru Guð- rún Indíana Árnadóttir og Guð- mundur Pétursson. Börn Báru og Óla eru: Jó- hanna María Káradóttir, f. 16.9. 1953, maki Jónas Wilhelmsson Jensen, f. 21.7. 1954, eiga þau þrjá syni og tíu barnabörn; Árni Sæbjörn Ólason, f. 26.10. 1957, maki Fanney Linda Krist- insdóttir, f. 30.1. 1957, eiga þau tvo syni og fjögur barnabörn; Matthildur Óladóttir, f. 17.8. 1959, maki Benedikt Jón Hilmarsson, f. 21.5. 1957, d. 15.3. 2018, eiga þau þrjú börn og tvo barnabörn; Guðný Harpa Óla- dóttir, f. 31.3. 1961, maki Sigurður Lárusson, f. 6.9. 1965, á Guðný Harpa tvo syni og sex barnabörn; Ragnar Þór Ólason, f. 7.6. 1962, maki Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, f. 21.4. 1972, eiga þau þrjú börn; Óli Fjalar Ólason, f. 18.5. 1964, d. 23.2. 2018, maki Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 25.1. 1966, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Guðmundur Karl Ólason, f. 7.4. 1968, maki Elín Hauksdóttir, f. 1.9. 1968, eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; Hulda Krist- ín Fossberg Óladóttir, f. 24.10. 1969, maki Andrés Kolbeinn Steingrímsson, f. 9.12. 1965, eiga þau tvö börn og þrjú barna- börn; Þórey Mjöll Fossberg Óla- dóttir, f. 26.4. 1971, maki Marjan Cekic, f. 18.12. 1970, eiga þau tvo syni; Erla Rut Fossberg Óla- dóttir, f. 18.3. 1975, maki Davíð Örn Helgason, f. 30.5. 1978, eiga þau þrjú börn; og Alda Björk Fossberg Óla- dóttir, f. 14.6. 1977, maki Har- aldur Harðarson, f. 12.3. 1975, eiga þau þrjú börn. Bára var fædd og uppalin á Eskifirði og sinnti hún ýmsum störfum um ævina. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma. Stórt skarð hefur verið höggvið í stórfjölskylduna. Ekki óraði mig fyrir því þegar við Daníel og Stefán komum að heimsækja þig á spítala í Nes- kaupstað í byrjun júlí og kyssa þig bless áður en við færum í fríið okkar til Serbíu, að þú myndir ekki ná þér upp úr veikindunum, því þegar þú lentir á spítala komstu alltaf tvíefld til baka. Þú varst orðin svolítið spennt að fara að flytja í Hulduhlíð. Þegar ég hringdi í þig frá Serbíu sagðir þú mér að þú ætlaðir að leyfa stelpunum að ráða hvernig dótinu þínu yrði stillt upp í Slotinu þínu eins og þú kallaðir herbergið þitt. En því miður náði ég ekki að koma að heimsækja þig þangað því þú stoppaðir stutt þar. Það voru mjög erfiðir dagar hjá mér úti þegar þú varst orðin svona veik og ég vissi að ég kæm- ist ekki til þín í tæka tíð, en við náðum að spjalla nokkrum sinn- um saman í myndspjalli, stelpurn- ar sáu til þess. Ég veit að þú hafðir miklar áhyggjur af okkur stelpunum þegar þú færir því við vorum svo háðar þér, en við ætlum að standa okkur, við hlúum hvert að öðru, við erum sko aldeilis ekki einar. En það verður skrítið að geta ekki hringt í þig og fengið ráð hjá þér því þú varst með ráð við öllu. Handlagnari manneskju er ekki hægt að finna, það lék allt í hönd- unum á þér. Það var sko aldrei komið að tómum kofunum hjá þér. Það verður skrítið að fara ekki til þín á hverju kvöldi eins og ég hef gert eftir að pabbi dó til að stytta þér stundir og fara með þig á rúntinn og fá ís eða heimsend- ingu á shake þegar þú treystir þér ekki út. Þú varst frábær amma og alltaf tilbúin að passa strákana mína. Strákarnir mínir eiga þér margt að þakka, minnast þín sem ömmu sem gat allt, renndir ruggustóla, smíðaðir barnastóla sem öll ömmu- og langömmubörnin hafa dröslað um allt hús og alltaf áttir þú nóg af hlaupi handa þeim í búrinu þínu. Nú er komið að kveðjustund. Það er sárt að missa þig og mun ég alltaf sakna þín. Eftir standa hins vegar svo marg- ar góðar og skemmtilegar minn- ingar um þig sem munu ylja mér og fjölskyldu minni á þessari erf- iðu stundu. Elsku mamma, ég veit að þeir hafa tekið vel á móti þér pabbi og Fjalar og eru ánægðir að hafa fengið drottninguna sína til sín. Elsku besta og fallega mamma mín, takk fyrir allt saman. Ég mun elska þig að eilífu. Þórey Mjöll. Elsku mamma og tengda- mamma. Það er skrítið að hugsa til þess að við eigum aldrei aftur eftir að heyra í þér, þau voru ófá löngu og skemmtilegu símtölin sem við áttum við þig. Þegar þú varst stödd úti í Svíþjóð að fagna 60 ára afmælinu þínu ákváðum við að gifta okkur og eiga þann dag með þér, daginn þar áður vissum við að Ella gengi með alnöfnu þína Báru Guðmundsdóttur. Það var svo margt sem þú kenndir okkur og öll ráðin sem við fengum frá þér. Það var alltaf jafn gaman að fá ykkur pabba til okkar norður á Akureyri, þá var Ella búin að vera á fullu í þrifum og bakstri til að taka á móti höfðingjunum að aust- an. Það voru góðir tímar þegar við bjuggum fyrir austan í Fossdaln- um, þar sem mörg af börnunum ykkar bjuggu á sama blettinum. Alltaf gott að koma til ykkar á Túngötuna og þótti krökkunum okkar alltaf svo gott að fara í búr- ið hjá ömmu Báru, þar var alltaf til nóg að borða. Þú stóðst þig eins og hetja í veikindum þínum og er þín sárt saknað. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elskum þig, Guðmundur og Elín (Gummi og Ella). Bára Guðmundsdóttir SJÁ SÍÐU 28 um stundum saman. Hann var fljótur að bregðast við þegar við Yngvi lentum í vandræðum með gömlu bílana okkar sem og að standsetja íbúðina þegar við byrjuðum að búa enda áttaði hann sig á því að við vissum svo miklu minna um svona mál en hann, enda algjör snillingur í höndunum. Ég mun sakna þess mikið að fá pabba í heimsókn, oftar en ekki var hann í fréttaleit – hvort framkvæmdir og viðhald á húsinu væri ekki örugglega í lagi, hvernig vinnan okkar Yngva gengi, hvort börnunum liði ekki öllum vel og hvort að allt gengi í haginn hjá okkar nánasta fólki. Hann vildi hafa stöðuna á sínu fólki á hreinu, hvað væri títt og hvað væri fram undan og fann maður allt- af að fólkið hans skipti hann öllu. Það var alveg sérstaklega gaman að bjóða pabba í mat enda mikill matmaður og fannst gaman að prófa nýja rétti. Hann var félagslyndur, skemmtilegur, stríðinn og það var hægt að smella honum inn í hvaða veislu sem er, hann gat talað við fólk um heima og geima. Pabbi var klár, vel les- inn, stundum þver og tók oft ákveðna afstöðu bara til að koma líflegum umræðum í gang. Þegar ég var lítil hafði pabbi heldur betur verk að vinna, hann var mikið úti á sjó og var því lítið slappað af. Það breytt- ist í raun aldrei. Hann sást ennþá uppi á húsþökum og ofan í vélarrúmi báta og bíla þótt rúmlega sjötugur væri. Hann gaf sér þó í seinni tíð tíma til að setjast niður með barnabörn- unum til að leika og lesa fyrir þau. Þeim stundum munum við aldrei gleyma og munu krakk- arnir sakna elsku afa mikið. Ég er langyngsta barnið og fékk því mörg tækifæri til að ferðast með mömmu og pabba, bæði hér heima og erlendis. Alltaf var gaman og munu minningarnar lifa um ókomna tíð. Pabbi kunni ekki að meta bruðl. Ferðir í sjoppur eða á veitingastaði voru ekki hluti af dagskránni heldur var nesti, skonsur og skinkusalat, sem mamma útbjó, tekið með og borðað oftar en ekki uppi á tjaldvagninum. Pabbi lét sér aldrei leiðast eft- ir að hann hætti að vinna. Hann ferðaðist um á vespunni sinni, stundaði fiskveiðar á bátnum sínum og hélt bæði heimilinu og sumarbústaðnum í toppstandi. Ég er mjög þakklát fyrir þau 77 ár sem pabbi lifði, þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér, þau gildi sem hann lifði eftir og ekki síst fyrir að hafa leitt mig inn kirkjugólfið þegar ég gifti mig. Elsku pabbi, takk fyrir alla hjálpina, fyrir alla umhyggjuna, fyrir skemmtilegu nærveruna og fyrir allan hláturinn. Takk fyrir skemmtilegu umræðurnar, fyrir ferðalögin okkar og fyrir allan kærleikann. Eftir lifir minningin um frábæran pabba, tengda- pabba og afa. Við munum sakna þín svo mikið, elsku besti. Þín dóttir, Linda. Jón Bóasson er látinn eftir ill- vígan sjúkdóm. Ég kveð með söknuði kæran mág minn og vin sem farinn er yfir móðuna miklu, ferðina sem okkur öllum er ætluð. Við Bára horfum yfir farinn veg og hugsum til þess að við höfum átt samleið með Jóni í hartnær sextíu ár án þess að skugga bæri á. Jón Bóasson var sá sem alltaf var hægt að leita til er á þurfti að halda. Við kveðj- um Jón með mikilli virðingu og þakklæti fyrir vináttu hans, hjálpsemi og góða samveru m.a. á ferðalögum okkar innanlands sem utan. Við vottum Sigrúnu systur, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Helgi Steinar og Bára. Það var afdrifaríkt fyrir fjöl- skyldu Jóns þegar mamma hans, Emma, varð ekkja aðeins 33 ára með sex börn. Elsta barnið 12 ára og þrjú börn und- ir tveggja ára. Faðir hans, Jón Helgi Líndal, hafði verið til lækninga á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en þar var einnig fyrrverandi vinnufélagi hans úr Vélsmiðjunni Héðni, Bóas Pálsson. Sögur herma að Jón Helgi og Bóas hafi rætt sín á milli að ef allt færi á versta veg þá myndi Bóas létta undir með konu og börnum, en Bóas og eiginkona hans Ásta voru barnlaus. Jón Helgi virðist hafa haft það á tilfinningunni að hann ætti ekki afturkvæmt. Úr varð að Jón, sem við fjölskyldan köllum alltaf Nonna bró, flutti til þeirra hjóna. Þegar fram liðu stundir reyndust þessar breyt- ingar honum erfiðar, sem eðli- legt er. Stöku sinnum fór Sædís litla systir hans og fékk að gista hjá Nonna bróður sínum. Ég, Maggi hennar Sædísar, hef upplifað þennan sterka streng á milli þeirra Sædísar og Nonna bró sem sennilega má rekja til þessa tímabils. Nonna bró hef- ur alltaf verið umhugað um systur sína og fjölskyldu henn- ar. Alltaf vakandi yfir og tilbú- inn til að aðstoða okkur. Þegar sonur okkar sem býr í Svíþjóð kom hingað í sumarfrí með fjöl- skyldu sína fannst Nonna bró sjálfsagt að lána þeim ferðabíl sinn af gerðinni Volkswagen- rúgbrauð. Þeir bræður Sævar og Nonni voru samskipa hjá Skipaútgerð ríkisins, Sævar stýrimaður og Nonni vélstjóri. Samband þeirra bræðra styrktist, en Sævar veiktist alvarlega og varð óvinnufær sökum veikinda sinna. Nonni bró hætti svo til sjós og gerðist umsjónarmaður hjá Háskóla Íslands. Ég minn- ist þess þegar Nonni sagði frá því að HÍ hefði borist tilboð í gluggaþvott á byggingu sem var í hans umsjá. Þótti honum tilboðið vera of hátt. Þessi röski maður fór þá heim og náði í þvottagræjurnar sínar og lauk verkinu með hag skólans að leiðarljósi, sem er lýsandi fyrir hann. Þegar Sævar komst á ról stakk Nonni bró upp á því að þeir bræður fengju sér hvor sína vespuna. Það var alveg magnað að fylgjast með því hve jákvæð áhrif það hafði á þá báða, vinátta þeirra efldist mjög og Sævar naut lífsins bet- ur. Síminn hringir. Nonni bró er í símanum. Nonni hefur hringt mjög reglulega síðustu ár í systur sína Sædísi og rétt eins og þegar við höfum hist þá spyr hann um velferð og líðan allra í fjölskyldunni. Hann hefur fylgst með mér og veikindum mínum af gaumgæfni og ástúð. Nonni bró var gæddur einstakri gæsku og velvild í garð ann- arra. Það hvarflaði ekki að okkur þegar við hittumst í maíbyrjun að Nonni bró væri orðinn fár- veikur. Það var algjör fjar- stæða. Þessi stóri og stælti maður. Nærgætinn og innilegur eins og alltaf. „Hann er mesti dugnaðarforkur sem ég hef kynnst og lætur ekki aldurinn hægja á sér, enda sést ennþá til hans uppi á húsþökum,“ segir í færslu Lindu dóttur hans á fés- bókinni á 75 ára afmæli hans. Það er mjög góð lýsing á Nonna bró. Takk fyrir samfylgdina og innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning Nonna bró. Magnús Guðmundsson (Maggi mágur). Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga ÁRNI GUÐMUNDSSON frá Beigalda, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Steinunn Þórdís Árnadóttir Alda Árnadóttir Sesselja Árnadóttir Eggert Aðalsteinn Antonsson Guðmundur Árnason Ragna Sverrisdóttir Lilja Árnadóttir Jón Bjarnason Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, SIGURÐUR MAGNASON læknir, lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. júlí. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 13. Stofnaður hefur verið sérstakur söfnunarreikningur fyrir dætur Sigurðar, fyrir þá sem vilja minnast hans: 0537-14-002470, kt. 010274-3389. María og Lilja Sigurðardætur Signý Sæmundsen Anna Lilja Sigurðardóttir Borgar Magnason Magni Hjálmarsson og Anna Þóra Karlsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. júlí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 6. ágúst klukkan 13. Guðný Jóna Gunnarsdóttir Haraldur Þráinsson Hulda Maggý Gunnarsdóttir Ingvar Björn Ólafsson Björn, Brynhildur, Þráinn, Birna Ruth, Sóley, Gunnar Sær og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR WILHELM JÓHANNSSON, lést á Ísafold 8. júlí. Útför hans fór fram í kyrrþey. Ástvinir þakka samúð og vinarhug. Sigrún Jónatansdóttir Þórarinn Gunnar Pétursson Kristín Þórðardóttir Hjördís Líney Pétursdóttir Bryndís Pétursdóttir Sverrir Jan Norðfjörð barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.