Morgunblaðið - 03.08.2019, Síða 29
besta manneskja í heimi. Þú
kenndir mér svo margt, t.d. að
prjóna, tálga, föndra og sauma og
svo fullt fleira, enda fannst mér
það algjör heiður að vera skírð
Bára í höfuðið á þér. Þú varst
sterkasta manneskja í heimi og al-
gjör hetja í augum okkar allra. Ég
veit að afi, Fjalar, Benni og allir
hinir sem eru farnir tóku vel á
móti þér, það er gott að þú finnur
ekki til lengur. Ég vil ekki trúa því
að þú sért búin að yfirgefa þennan
heim og ég muni ekki sjá þig aft-
ur. Þess vegna er ég svo þakklát
fyrir allar minningarnar. Hvíldu í
friði elsku besta amma mín, þín
verður svo sárt saknað.
Elska þig, þín
Hildur Bára Fossberg.
Yndislega amma mín, ég veit
ekki hvar ég á að byrja. Ég vil
þakka þér fyrir allar þær stundir
sem þú eyddir með mér. Orð fá
því ekki lýst hversu mikið ég mun
sakna þín en ég veit að þú ert á
betri stað núna. Það mun taka
tíma að venjast því að keyra
framhjá Túngötu 2 vitandi það að
þú sért ekki lengur þar. Ég
gleymi aldrei því sem þú hefur
kennt mér, hvorki því sem ég
lærði inni á litlu listastofunni þinni
né því sem gerir mig að betri
manneskju. Ég elska þig enda-
laust. Hvíldu í friði, elskan mín.
Stefán Bjarki Cekic.
Elsku amma, skrítið að hugsa
til þess að þú sért dáin og að ég
komi ekki aftur í heimsókn til þín
út á Túngötu. Mér fannst svo
gaman að koma til þín í sumar til
þess að horfa á fótboltaleiki í stóra
sjónvarpinu þínu. Öll ferðalögin
sem þú fórst í með okkur, mér
fannst svo gaman að hafa þig með
og fá að heyra sögurnar þínar.
Þegar mamma og pabbi fóru til
Dublin rétt fyrir jól vorum við
Hildur Bára hjá þér, það var best
að vera hjá þér elsku amma.
Stundum kom ég labbandi heim
til þín eftir skóla, þú gafst mér
alltaf eitthvað gott að borða og á
ég eftir að sakna þess mikið að fá
þig ekki til okkar í föstudagspíts-
una. Ég á fullt af minningum um
þig elsku amma, þær munu
fylgja mér alla ævi. Ég er stoltur
af því að vera þrítugasta og
yngsta barnabarnið þitt.
Elska þig amma, þinn
Hörður Breki Fossberg.
Þá er víst komið að kveðju-
stund, elsku amma mín. Tilhugs-
unin að fá aldrei að hitta þig aft-
ur, spjalla við þig og fá þín
frábæru ráð er mjög erfið. Þú
hafðir svo góða nærveru, manni
leið alltaf vel í kringum þig og
verð ég ævinlega þakklát fyrir að
hafa fylgt þér seinasta spölinn.
Ég var ekki gömul þegar ég gisti
fyrst hjá ykkur afa og var ég tíð-
ur næturgestur. Við mamma
vorum mjög heimakærar hjá
ykkur þegar pabbi var á sjó og þá
var ýmislegt skemmtilegt brall-
að. Núna er ég flutt á Akureyri
og ætla að taka við keflinu hans
afa þar, ég veit að Akureyri átti
alltaf stað í hjarta ykkar afa.
Takk fyrir allt, elsku amma mín,
þvílík kona sem þú varst! Fyr-
irmyndin mín og hetja. Ég skal
passa mömmu, litlu stelpuna
þína, fyrir þig.
Elska þig amma mín, þín
Harpa Mjöll Fossberg.
Elsku amma. Minningarnar
eru svo ótal margar. Mér þótti
alltaf svo gaman þegar ég fékk
að gista hjá þér og afa á Túngöt-
unni þegar ég var yngri og fá að
dunda mér eitthvað í föndurher-
berginu þínu. Svo eftir að afi dó
og ég og Stefán fengum að sofa í
rúminu hjá þér, ég í miðjunni og
þú að segja okkur sögur. Heim-
sóknirnar á kvöldin með mömmu
þegar við komum með ís eða
shake til þín og horfa á Arnór
keppa í fótbolta, eða fara ísrúnt
þegar þú treystir þér.
Það var svo gaman að geta tal-
að við þig um fótbolta og um liðið
okkar Manchester United. Það á
eftir að vera skrítið að koma ekki
á Túngötuna á aðfangadagskvöld
í kökur. Það var mjög erfitt fyrir
okkur að vera úti í Serbíu þegar
þú varst orðin svona veik en ég
og mamma töluðum við þig
myndsímtal og ég sagði þér hvað
ég elskaði þig mikið.
Elska þig amma.
Daníel Þór.
Elsku Bára amma. Orð fá því
ekki lýst hvað ég sakna þín mik-
ið. Það eina sem mig langar að
gera núna er að knúsa þig og
kyssa. Seinustu dagar hafa verið
svo ótrúlega erfiðir en ég veit að
það var tekið vel á móti þér
þarna uppi og að afi er ánægður
að fá loksins að hitta þig aftur.
Þú varst æðisleg amma og algjör
fyrirmynd. Mér fannst alltaf svo
æðislegt hvað þú vildir alltaf
hlusta á mig og hvað ég ætlaði
mér að gera í framtíðinni, hvað
þú hafðir mikla trú á mér og ég
fann hvað þér þótti vænt um mig.
Það verður skrítið að sjá Tún-
götu 2 tóma og það verður skrítið
að geta ekki komið í heimsókn og
rætt við þig um heimsins mál og
fengið ráð hjá þér þar sem þú
vissir allt. Ég elskaði að koma og
gista hjá þér í ömmubóli, þar var
alltaf svo notalegt að vera. Þar
gátum við legið tímunum saman
og spjallað og hlustað á útvarpið
sem var alltaf í gangi hjá þér
enda var útvarpið aldrei langt
undan. Það verður erfitt að labba
fram hjá Túngötu 2 og enginn
heima. Þín verður sárt saknað
elsku amma, hvíldu í friði.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Thelma Rún Fossberg
Davíðsdóttir.
Nú þegar þú hefur kvatt okkur
í síðasta skipti elsku amma hefur
stórt tómarúm verið skilið eftir í
lífi mínu og lífi okkar allra sem
næst þér stóðu. Þú varst hreint
mögnuð kona, algjör fyrirmynd
og frábær amma, alltaf til staðar
og alltaf gat maður leitað til þín
sama hvað bjátaði á. Ég gleymi
aldrei þeim stundum sem við átt-
um saman á Túngötu 2 þar sem
þú kenndir mér að tálga út hina
ýmsu hluti og þegar við sátum
saman og teiknuðum, saumuðum
og prjónuðum, allt þetta kenndir
þú mér og einnig að vera betri
maður. Ég verð þér ævinlega
þakklátur fyrir allan þann tíma
sem þú hefur eytt með mér frá
mínum fyrsta degi og allar þær
minningar sem þú hefur skilið
eftir í hjarta mínu en ég veit að
þú ert komin á betri stað núna
þar sem þú og afi eruð sameinuð
á ný, þið voruð æðisleg saman.
Hvíldu í friði elsku amma mín,
ég mun sakna þín hvern einasta
dag.
Ég elska þig. Þinn sólargeisli,
Jóhann Veigar Fossberg.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig elsku Bára
mágkona mín. Ég vil þakka þér
allt sem þú varst mér. Þegar ég
var hjá ykkur Óla bróður fyrir
austan þegar ég var að vinna í
bræðslunni eru stundir sem eru
mér ógleymanlegar. Þú varst
mikill sagnabrunnur, gaman að
ræða við þig og allar góðu sam-
verustundirnar hjá okkur þegar
þið komuð suður og var þá oft
glatt á hjalla og mikið talað. Nú
hefur Óli bróðir tekið á móti þér
með útbreiddan faðminn og aðrir
ástvinir sem kvöddu allt of fljótt.
Veikindi þín eru búin að vera
mikil, nú ertu laus við allar þján-
ingar.
Elsku Bára mín, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Guð blessi minn-
ingu þína.
Ég votta börnum, tengdabörn-
um og allri fjölskyldunni mína
dýpstu samúð.
Reynir mágur.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
Við erum til staðar þegar þú
þarft á okkur að halda
551 1266
Skipulag útfarar
Dánarbússkipti
Kaupmálar
Erfðaskrár
Reiknivélar
Minn hinsti vilji
Fróðleikur
Sjá nánar á
www.utfor.is
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is
Önnumst alla þætti útfararinnar
með virðingu og umhyggju að leiðarljósi
Reynslumikið fagfólk
Elín Sigrún Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Ellert Ingason
Útfararþjónusta
Helga Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
Lögfræðiþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjafi
Sigrún Óskarsdóttir
Guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
utfor.is
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar