Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 31

Morgunblaðið - 03.08.2019, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 31 Gigtarfélagið bráðvantar iðjuþjálfa Iðjuþjálfi óskast í 70 til 100% starf. Um er að ræða framtíðarstarf, en í fyrstu til afleys- ingar. Starfið er fjölbreytt og gefandi, krefst faglegra vinnubragða og sjálfstæðis í starfi. Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Emil Thoroddsen framkvæmdastjóri í síma 863 9922. Fyrir- spurnir er hægt að senda á netfangið emilthor@gigt.is Nánar má fræðast um starfsemi Gigtarfélagsins á www.gigt.is Umsóknir ásamt öðrum upplýsingum send- ist rafrænt á netfangið, emilthor@gigt.is fyrir 15. ágúst nk. Gigtarfélag Íslands Er Nielsen Sérverzlun að leita að þér? Okkur vantar frábært sölufólk í hópinn • Reynsla af verzlunarstörfum mikill kostur • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Hafa gaman af mannlegum samskiptum • Stundvísi • Jákvætt og gott hugarfar Áhugasamir sendi inn umsóknir fyrir 10. ágúst á netfangið laila@nlsn.is Markaðsfulltrúi sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi Starfssvið: • Umsjón með viðburðum og verkefnum sem Toyota á Íslandi stendur beint eða óbeint fyrir, s.s. bílasýningum, menningar- og íþróttaviðburðum • Vörumerkjastjórnun Toyota og Lexus, s.s. kynning nýrra bíla á markað, samskipti við Toyota Motor Europe og umsjón með réttri framsetningu vörumerkjanna • Dagleg samskipti við utanaðkomandi aðila - t.d. í tengslum við styrkbeiðnir, myndefni, merkingar og upplýsingar um vöru og þjónustu •                      !" viðkomandi vörumerkja Hæfniskröfur: • Öguð og vönduð vinnubrögð • #        ! !"     • Góð íslensku- og enskukunnátta - bæði í rituðu og töluðu máli • Góð tölvukunnátta skilyrði - s.s. Word, Excel og Powerpoint • Kunnátta á helstu hönnunarforrit æskileg - s.s. InDesign, Photoshop og Illustrator Toyota á Íslandi leitar eftir ungum einstaklingum sem eru metnaðargjarnir, samviskusamir og jákvæðir, með ríka þjónustulund og liprir í mannlegum samskiptum. Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá framsæknu fyrirtæki sem hefur á að skipta metnaðarfullu og samhentu starfsfólki. Áhugasamir sæki um á vef félagsins www.toyota.is/storf. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst, en nánari upplýsingar veitir Fanný Bjarnadóttir í síma 570-5070. Toyota á Íslandi Kauptúni 6 Sími: 570 5070 www.toyota.is Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir grunnskólakennurum til starfa á komandi skólaári Við óskum eftir áhugasömum grunnskólakennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun. Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list- og verkgreinar og íþróttakennara. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennsluréttindi í grunnskóla • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu æskileg • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi og áhugasamur fyrir þróunarstarfi Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áfram- haldandi spennandi skólaþróun. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið elias@langanesbyggd.is. Við hlökkum til að heyra frá þér! Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum grunnskólakennurum Í Grunnskóla Þórshafnar eru 65 nemendur í hæfilega stórum bekkjardeildum. Starfsemi skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu skólastarfi. Samhliða skólanum er rekinn tón- listarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa skólans. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitar- félag með spennandi framtíðarmöguleika. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Skólinn var endurnýjaður árið 2016 og er öll aðstaða og aðbúnaður til fyrirmyn- dar. Nýr leikskóli verður tekin í gagnið núna í ágúst. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á staðnum er gott íþróttahús og innisundlaug og stendur Ungmennafélag Langaness fyrir öflugu íþrót- tastarfi. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur land- sins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langa- nesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Bakari eða konditor óskast til starfa hjá Bernhöftsbakaríi ehf. Eingöngu fagmenntað fólk með sveins- eða meistararéttindi kemur til greina. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar veitir Sigurður Már á netfanginu info@bernhoftsbakari.is. Heildsala í Reykjavík óskar eftir skólakrökkum í hlutastörf með skóla, þurfa að tala íslensku og vera með bílpróf. Umsóknir sendist á box@mbl.is, merktar: ,,R - 26527”.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.