Morgunblaðið - 03.08.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 03.08.2019, Síða 36
menn, sem eins og vitað er eru orðnir tveir í kjölfar hins alkunna Klaust- ursmáls svonefnda. „Í dag er brennandi hugsjón mín að- eins sú að hjálpa þeim sem standa hvað höllustum fæti í samfélaginu. Ég stofnaði Flokk fólksins til að berjast gegn fátækt. Enginn á að þurfa að líða skort á okkar ríka landi. Staðreyndin er þó sú að það gera um 10% barnanna okkar ásamt fjölskyldum sínum, ör- yrkjar og þúsundir aldraðra,“ segir Inga. Í þeim efnum er mikilvægt „aldrei að gefast upp. Bjartsýni og bros bjarga deginum,“ segir hún. Á tímamótum minnist Inga hins góða og hins slæma. Það hefur blásið á hamlað mér á ýmsa vegu. Til að mynda þurfti ég að hætta í tónlist- arnámi vegna annmarka með nót- urnar. Ég gat síðan ekki stundað nám- ið sem mig dreymdi um fyrr en á fullorðinsárum, með tilkomu Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir sjón- skerta, blinda og daufblinda ein- staklinga. Enginn yrði heldur svo vænn að kvitta upp á bílpróf fyrir mig!“ segir Inga og hlær við. Árið 2016 stofnaði hún og var fyrsti formaður stjórnmálaflokksins Flokks fólksins. Í fyrstu atrennu að alþingiskosningum það ár fékk flokkurinn engan þing- mann en í kosningum 2017 fékk flokk- urinn tæplega 7% fylgi og fjóra þing- I nga Sæland fæddist 3. ágúst 1959 að Ólafsvegi 16 á Ólafs- firði og ólst þar upp til 16 ára aldurs. „Þá varð ég ástfangin af manninum sem átti með mér fjögur yndisleg börn og átti eftir að verða lífsförunautur minn lengst af þrátt fyrir að við skildum um tíma. Við byrjuðum að búa, ég og Óli Már Guð- mundsson, í litlu húsi við hliðina á syðra frystihúsi bæjarins, Normandí. Nú hef- ur húsið verið fjarlægt og lítið sem minnir á tilvist þess í firðinum mínum fagra nema fallegar ógleymanlegar minningarnar. Við giftum okkur þann 25. mars 1978. Ég var þá orðin barns- hafandi af fyrsta barninu okkar. Á sama tíma kvæntist Helgi heitinn bróð- ir ástinni sinni Helgu. Fallegur dagur sem aldrei gleymist.“ Inga flutti til Reykjavíkur með fjöl- skyldunni 1994. Þá var eiginmaður hennar að klára nám í rafeindavirkjun við Iðnskólann og vildi að sögn Ingu ólmur fá allt liðið með suður. Hann hafði orðið fyrir því óláni að handleggs- brotna þegar þau voru að flytja. „Eftir ítrekuð læknamistök stóð sú þraut- arganga yfir í 6 ár. Í kjölfarið dreif ég mig í skóla og hóf nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð. Þaðan lá leiðin síðan í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands en ég lauk því námi ekki heldur færði mig yfir í lagadeildina. Þar út- skrifaðist ég síðan með BA-próf í lög- fræði á afmælisdaginn hennar mömmu, 25. júní 2016,“ segir hún. Á yngri árum var Inga aðallega heimavinnandi húsmóðir með fjögur börn. Hún hefur alltaf haft yndi af söng og var í hljómsveitum á árum áður. „Ég tók síðan þátt í X-Factor- sjónvarpsþáttunum á Stöð 2 árin 2006 og 2007. Þar gekk mér mjög vel þrátt fyrir að hafa ekki staðið uppi sem sig- urvegari,“ segir Inga. Hún varð fyrir því óhappi að missa framan af fingri við vinnslu eins þáttanna. „Það hefur sann- arlega dregið dilk á eftir sér. Í kjölfarið gat ég ekki spilað á gítarinn minn árum saman. Það var sárt.“ Inga var einnig virk í Leikfélagi Ólafsfjarðar um tíma og lék í nokkrum leikritum með því. Inga veiktist sem ungabarn. Hún missti sjónina af völdum veikindanna og hefur verið lögblind æ síðan. „Eðli málsins samkvæmt hefur sjónleysið móti. „Sorgin hefur ekki látið sig vanta. Helgi bróðir minn lést af slys- förum 31 árs ásamt Gulla vini sínum, 26 ára. Þeir félagar sigldu á litlum Zodiac-báti út fyrir Siglunes og lentu í ofsaveðri þann 26. júlí 1988. Litla báts- kænan þeirra bar þá ekki aftur heim. Við Helgi vorum saman í hljóm- sveitum. Hann var minn besti vinur, gleðigjafi og mikill ofurhugi. Ari Krist- ins Gunnarsson, mágur minn og ein- lægur vinur. Fjallgöngumaður sem kleif sinn hæsta tind 9. október 1991 og um leið þann hinsta. Enn einn ofur- huginn í fjölskyldunni var fallinn frá langt fyrir aldur fram. Ég var lömuð af sorg. Páll Skúlason elskulegur tengda- sonur minn lést af slysförum, 42 ára, þann 24. apríl 2010. Þúsund þjala smið- ur, hrekkjóttur gleðigjafi og einlægur vinur. Maður spyr sig. Hvenær er komið nóg? Þrátt fyrir að nú fagni ég 60 ára afmælinu mínu þá einfaldlega get ég ekki talað um lífshlaupið án þess að tala um þessa þrjá ungu menn sem mörkuðu djúp spor í tilveru mína þá og nú,“ segir Inga. Fjölskylda Eiginmaður Ingu er Óli Már Guð- mundsson, f. 5. júlí 1953, mynd- listamaður og fyrrverandi sjómaður. Foreldrar hans eru Anna Baldvina Gottliebsdóttir saumakona, f. 1924, d. 2000, og Guðmundur Ólafsson skip- stjóri, f. 1924, d. 2012. Þau voru alla tíð hjón og bjuggu á Ólafsfirði. Börn Ingu og Óla Más eru fjögur: 1) Guðmundur, f. 1978, sjálfstætt starf- Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins – 60 ára Alþingi Inga Sæland tók fyrst sæti á þingi árið 2017. Það á aldrei að gefast upp Morgunblaðið/Hari X-Factor Inga söng á Stöð 2 árin 2006-2007 Hún átti góðu fylgi að fagna sem keppandi í söngvakeppninni. Börnin Fjögurra barna móðir á Ólafsfirði árið 1987. Frá vinstri eru það Guðmundur, þá Sigríður, svo Inga með Baldvin Örn, loks Einar Már. 36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – 50 ára Ólafur er fædd- ur og uppalinn á Sel- fossi. Býr þar. Alla tíð alið manninn á selfossi. Lærður húsasmiður fráFjölbrautaskóla Suð- urlands. Núna starfar hann á bílaverkstæði en hefur fengist við ýmislegt, smíði, bíla- viðgerðir, unnið í jarðgöngum í Noregi. Ólafur rekur hálendismótorhjólaþjónustu fyrir ferðamenn ásamt viðskiptafélaga. Maki: Áslaug Heiðarsdóttir viðskipta- fræðingur, f. 1974, frá Selfossi. Börn: Theodór Freyr nemi í húsasmíðum, f. 1991, og Arney Sif nemi, f. 2003. Foreldrar: Hjónin Björn Halldórsson bif- reiðasmiður frá Sýrlæk, f. 1931, og Guð- björg Ólafsdóttir frá Akranesi, f. 1941. Þau búa á Selfossi. Ólafur Veturliði Björnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst eins og verk sem þú tókst að þér fyrir löngu stjórni þér núna, og að þú hafir ekki lengur neitt val. Þú tekur skyndiákvörðun sem á eftir að draga dilk á eftir sér. 20. apríl - 20. maí  Naut Passaðu að slaka á og hrósa þér fyrir það sem þú hefur náð að gera á stuttum tíma. Hættu að halda hlífiskildi yfir þeim sem eru ekki að standa sig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér verður hrósað mikið fyrir ár- angur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Þú ert með mörg járn í eldinum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vogun vinnur og vogun tapar en það má minnka tapið með því að taka aldr- ei of mikla áhættu, ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Byrjaðu að hreyfa þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú kaupir eitthvað sem þig hefur lengi dreymt um en aldrei látið verða af. Hafðu báða fætur á jörðinni þegar þú tekur ákvörðun í ástamálunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Kíktu eftir tækifærum til þess að ganga í augun á öðrum eða bæta mannorð þitt á einhvern hátt. Það andar köldu milli þín og gamals vinar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Finndu einhvern til að ljá þér eyra svo þú getir létt af þér áhyggjunum. Þú ættir kannski að breyta til og venda þínu kvæði í kross. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að einblína ekki á eitt atriði þegar þú reynir að finna lausnir. Ekki eru öll kurl komin til grafar í deilumáli milli þín og gamals vinar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er ekki hentugur dagur til að ganga frá skiptingu eigna. Ekki festast í skýjaborgunum, líttu raunsætt á málin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Njóttu félagsskapar vina þinna. Klappaðu sjálfum/sjálfri þér á bakið fyrir góðan árangur í sjálfsskoðuninni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér hættir til að taka sjálfa/n þig of hátíðlega. Láttu ekki löngun þína til að gera öðrum til hæfis koma þér í vand- ræði. 19. feb. - 20. mars FiskarMisstu ekki sjónar á takmarkinu, þótt einhverjir smámunir séu að vefjast fyr- ir þér. Sumarbústaðaferð mun opna augu þín. 40 ára Guðrún er fædd og uppalin á Akureyri. Hún býr á Akureyri og starfar þar við skammtíma- þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni. Guðrún lauk námi við Háskólabrúna í Keili í vor og stefn- ir á frekara nám við Háskóla Akureyr- ar. Börn: Davíð Máni, f. 2001, Berglind Líf, f. 2003, Ragnheiður Kristín, f. 2008. Eiginmaður: Jóhannes Bjarki Sigurðs- son, húsvörður í Oddeyrarskóla, f. 1975, frá Hjalteyri. Foreldar: Áslaug Ásgeirsdóttir frá Dal- vík, f. 1953, og Jón Jóhannsson vél- fræðingur frá Akureyri, f. 1953. Guðrún María Jónsdóttir Til hamingju með daginn Móey Minna Einarsdóttir fæddist á Landspítalanum 31. október 2018. Hún var 3.985 grömm og 53 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Einar Hlöðver Sigurðsson og Rakel Rut Ingibjarg- ardóttir. Þau búa í Hafnarfirði. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.