Morgunblaðið - 03.08.2019, Síða 37
andi, bús. í Reykjavík. Sonur hans er
Árni Már Guðmundsson, f. 2001. 2)
Einar Már, f. 1980, hefur starfað er-
lendis um árabil, bús. í Lúxemborg.
Dóttir hans er Ágústa Marý, f. 2001.
Einar Már er í sambúð með Sherry
Dixon flugmanni. Sonur hennar er
Brandon, f. 2001. 3) Sigríður Sæland, f.
1984, hjúkrunarfræðingur að mennt,
bús. í Reykjavík. Hún starfar sem að-
stoðardeildarstjóri á öryggisgeðdeild
Landspítalans. Sonur hennar er
Adrían Óli Pálsson, f. 2008, og stjúp-
sonur Viktor Freyr, f. 2008. 4) Baldvin
Örn, f. 1987. Hann er í sambandi með
Önnu Ólöfu Kristófersdóttur og sonur
þeirra er Tristan Máni, f. 2019. Þau
búa í Reykjavík.
Systkini Ingu eru a) Jón Númi Ást-
valdsson, f. 1954, búsettur í Hafn-
arfirði, b) Helgi Ástvaldsson, f. 1957, d.
1988, c) Júlíana Ástvaldsdóttir, f. 1962,
hannyrðakona, búsett á Akureyri.
Foreldrar Ingu eru Ástvaldur Einar
Steinsson, f. 1930, sjómaður lengst af
og síðar netagerðarmaður á Ólafsfirði,
og Sigríður Sæland Jónsdóttir, f. 1937,
húsmóðir, búsett í Reykjavík. For-
eldrar Sigríðar Sæland voru Númi
Ingimarsson sjómaður á Ólafsfirði og
Megnea Stefánsdóttir húsmóðir. Kjör-
foreldrar hennar voru Jón Ingimars-
son málari á Ólafsfirði og kona hans
Sveinína Sigurjóna Sigmundsdóttir
húsmóðir á Ólafsfirði. Hún fluttist til
þeirra þriggja ára þegar Númi faðir
hennar lést af slysförum. Jón og Númi
voru bræður.
Inga Sæland
Þórdís Ingimundardóttir
húsfreyja á Ólafsfi rði
Stefán Sigurðsson
bóndi á Stóru-Þverá í Fljótum og á
Syðsta-Mói í Flókadal, Skagafi rði
Magnea Stefánsdóttir
húsmóðir á Ólafsfi rði
Númi Ingimarsson
sjómaður á Ólafsfi rði
Sigríður Sæland Jónsdóttir
fædd á Siglufi rði,
húsmóðir í Reykjavík
Sigríður Ingibjörg Marteinsdóttir
húsfreyja á Ólafsfi rði
Ingimar Jón Jónsson
verkamaður í Kvíabekkjarsókn
Jón Ingimarsson, málari á Ólafs-
fi rði, kjörfaðir Sigríðar Sæland,
kona hans var Sveinína Sigur-
jóna Sigmundsdóttir, húsmóðir á
Ólafsfi rði, kjörmóðir Sigríðar
Júlíana María Jóhannsdóttir
vinnukona á Vatnsleysu í Skagafi rði
Einar Eðvald Jónsson
vinnumaður á Vatnsleysu
og víðar í Skagafi rði
Júlíana Kristín Einarsdóttir
húsmóðir á Ólafsfi rði
Steinn Jónsson
verkamaður á Ólafsfi rði
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Móafelli í Fljótum
Jón Gunnlaugsson
bóndi á Móafelli í Fljótum
Úr frændgarði Ingu Sæland
Ástvaldur Einar Steinsson
sjómaður á Ólafsfi rði
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Áfram gengur ekki sá.
Upp á hestinn stíga má.
Afturflötur er það víst.
Orðheldinn mun vera síst.
Helgi Seljan svarar:
Aftur á bak mun arka sá,
upp á hestbak knapar ná.
Brýnt er að treysta á bakhlutann,
á bak sinna orða gengur hann.
Þessi er lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli:
Afturábak gengur hann grallarinn sá.
Gaman á hestbak að fara er víst.
Bakið er flötur sem aftan er á.
Orðanna sinna hann fer á bak síst.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Gengur Anna aftrá bak,
ætlar á bak. Æ, sver hún,
allt of þung og breitt er bak.
Á bak sinna orða fer’ún.
Hér kemur lausn Helga R. Ein-
arssonar:
Ákveðinn ég tók mér tak
tímaleysið burtu rak
einn svo reri á orðaskak
og þar setti loks í bak.
Og Helgi lét limru fylgja – „Bak-
tal“:
Það var með brestum og braki
sem Friðleifur féll af baki.
Hann hefði ’ana fellt
og í hundamat selt
ef ’ún hefði’ ekki verið hans maki.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Til baka gengur greppur sá.
Grána á bak hann stíga má.
Baka til er bak á rekk.
Bak hann sinna orða gekk.
Þá er limra:
Þorbjörg digra var þéttari
en Þjóðhildur, sem var réttari
í baki, af því
að upprétt á ný
hún varð, þegar varð hún léttari.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Margt er það, sem miður fer,
ef maður er að flýta sér,
gerð í skyndi gátan er,
glöggt það líka með sér ber:
Gnæfir hátt við himininn.
Heitir sama nafni bær.
Hafa ber í huga skinn.
Í haga þangað reknar ær.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Margur fær bank í bakið