Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.08.2019, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2019 Miðað við hversu góð tíðin hefur verið hér í sumar er erfitt að segja að nýtt tímabil í enska boltanum sé sá haustboði sem hann hefur stundum verið. Bolt- inn fór að rúlla í B-deildinni í gær, leikið er um Samfélags- skjöldinn á morgun og sjálf úr- valsdeildin hefst svo í næstu viku. Sama hversu mikið maður reynir að stilla væntingum í hóf, þá kemur alltaf fiðringur í mag- ann þegar ný leiktíð nálgast. Sem stuðningsmaður Newcastle ætti það alls ekki að vera þannig, og sérstaklega ekki eftir þetta sumar. Bara hreint alls ekki. Í viðtali á fotbolti.net í vikunni sagði ég einmitt að það hafi sjaldan verið jafn mikil þolraun og nú að styðja þetta lið. Enda er ekkert sem bendir til þess að fé- lagið nái að rífa sig upp úr þeirri meðalmennsku sem hefur ein- kennt það síðustu ár. En svo gerist það eins og í gær að þetta blessaða New- castle-lið fær til sín tvo nýja leik- menn, stuttu eftir að hafa slegið félagaskiptamet sitt yfir dýrustu kaupin í sögunni. Þá fer að vakna púki innra með manni sem skap- ar spennu fyrir nýju tímabili, nokkuð sem var aldrei í augsýn fyrir mánuði. Þetta er órjúfanleg hringrás, sama hversu mikið maður reynir að stjórna væntingum. En eins og venjulega á ég ekki von á því að september verði langt kominn þegar vonbrigðin byrja að hellast yfir. Sjáum til. En það er fyrst og fremst gleðiefni að Íslendingar geti enn á ný farið að sameinast yfir enska boltanum. Þar á milli eru merkileg tengsl sem hafa fest sig rækilega í sessi; svona eins og slæm væntingastjórnun stuðningsmanna liða á borð við Newcastle. BAKVÖRÐUR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Á dögunum var dregið til undan- keppni Eurobasket kvenna 2021, eða lokakeppni Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik. Eins og greint var frá hér í blaðinu verður Ísland í riðli með Slóveníu, Grikklandi og Búlg- aríu. „Grikkland lék um bronsverðlaun á Eurobasket 2017 og Slóvenía hefur oft verið í topp 8 í Evrópu. Þessi lið þekkir maður þar sem þetta eru miklar körfuboltaþjóðir. Ég þekki ekki búlgarska liðið en gæti ímyndað mér að það yrðu 50/50 leikir,“ sagði Benedikt Guðmundsson landsliðs- þjálfari þegar Morgunblaðið spjall- aði við hann. Benedikt og hans teymi á eftir að leggjast yfir andstæðinga Íslands en fyrsti leikur í undankeppninni verð- ur 14. nóvember gegn Búlgaríu á heimavelli og sá næsti gegn Grikk- landi á útivelli þremur dögum síðar. Næst er ekki leikið fyrr en ári síðar, í nóvember 2020, þegar Ísland leikur við Slóveníu á heimavelli og Búlgaríu á útivelli. Síðustu leikirnir eru í febr- úar 2021 gegn Grikklandi á heimavelli og Slóveníu á útivelli. Sigurlið riðilsins fer beint á EM og fimm bestu lið í öðru sæti komast einnig í lokakeppnina sem fer fram í Frakklandi og á Spáni í júní 2021. Segir Benedikt að Ísland hafi verið fremur óheppið með riðil að hans mati. Þá sérstaklega að fá Grikkland úr öðrum styrkleikaflokki en Slóvenía var í efsta styrkleikaflokki. „Grikk- land komst ekki á Eurobasket 2019 eftir að hafa verið í einhverjum svaka- legum riðli og 2. sætið dugði ekki til að vera á meðal þeirra liða sem voru með bestan árangur úr 2. sæti undan- keppninnar. Er það væntanlega þess vegna sem Grikkland var í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var nú.“ Sáttur við fyrstu leikina Benedikt var ráðinn í vor og stýrði íslenska liðinu í fyrsta skipti á Smá- þjóðaleikunum í Svartfjallalandi snemma í sumar. Ísland hafnaði í 2. sæti. Tapaði fyrir Svartfjallalandi í jöfnum leik en Svartfjallaland hefur verið í síðustu lokakeppnum Euro- basket. Benedikt var nokkuð ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í Svartfjallalandi. „Ég var bara nokkuð sáttur á heild- ina litið. Við unnum okkar leiki sann- færandi fyrir utan leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem við töpuðum eftir hörkuleik,“ sagði Benedikt og hann veit ekki annað en allir bestu leikmenn Íslands gefi kost á sér að frátöldum þeim sem leika í banda- ríska háskólaboltanum og fá ekki frí til að spila með landsliðinu yfir vetr- artímann. Öflugar þjóðir í riðli Íslands  Grikkland og Slóvenía hafa verið í fremstu röð í Evrópu  Byrjað heima gegn Búlgaríu  Benedikt sáttur við frammistöðuna á Smáþjóðaleikunum Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið í stóru hlutverki og er hér í leik gegn Bosníu í síðustu undankeppni fyrir EM. Áhorfendum á leikjum í Pepsi Max- deild kvenna í knattspyrnu hefur fjölgað um 14% í ár miðað við tíma- bilið í fyrra. KSÍ greindi frá því í gær að 13.248 áhorfendur hafi sótt þann 61 leik sem búnir eru í deild- inni, eða 217 að meðaltali. Á síðasta tímabili var meðalaðsóknin 186 áhorfendur á leik. Að meðaltali sækja flestir heima- leiki Vals (357), en skammt þar á eftir er Breiðablik (326). Þór/KA, Stjarnan og Selfoss eru svo öll með meðalaðsókn yfir 200 manns, sam- kvæmt gögnum KSÍ. yrkill@mbl.is Áhorfendum fjölgað milli ára Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vinsælastar Flestir mæta á heima- leiki hjá Val og Breiðabliki. Annað árið í röð leikur ÍBV heima- leik á Íslandsmóti karla í knatt- spyrnu á laugardeginum á Þjóðhá- tíð. Klukkan 14 í dag taka Eyjamenn á móti HK í fyrsta leik 15. umferðar. Í fyrra var sams konar hátíð- arleikur á dagskrá en þá voru það Fylkismenn sem voru í heimsókn í Eyjum á Þjóðhátíð og fóru heim með þrjú stig eftir 1:0 sigur, en tæplega 1.600 manns sáu þann leik. Árið 2013 voru svo 3.034 áhorf- endur viðstaddir þegar FH vann Þjóðhátíðarleikinn við ÍBV 2:1. Þjóðhátíðarleikur í Eyjum í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðhátíð Víðir Þorvarðarson, ÍBV, og Máni Austmann Hilmarsson, HK. HANDBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, heldur á morgun til Norður- Makedóníu þar sem liðið tekur þátt á heimsmeistaramóti U19 ára liða. Liðið kemur á áfangastað aðfaranótt mánu- dags en fyrsti leikur er strax á þriðju- dagsmorgun gegn Túnis. Selfyssingurinn Haukur Þrastar- son er lykilmaður í íslenska liðinu, sem náði í silfur á EM í Króatíu í þess- um aldursflokki í fyrra. Þá var Hauk- ur valinn besti maður mótsins, en að- eins fjórar breytingar eru á 16 manna hópi Íslands á milli móta. Strákarnir þekkjast því vel, og hafa raunar marg- ir spilað saman undir stjórn Heimis Ríkharðssonar í yngri landsliðum allt frá 14 ára aldri. „Það skiptir miklu máli og kunnum allir inn á hver annan. Það hjálpar alltaf, enda höfum við sannað það að við getum spilað vel og gert góða hluti saman. Það er full ástæða til bjartsýni fyrir þetta mót,“ sagði Haukur við Morgunblaðið. GOG bannaði Viktori að fara Auk Túnis er Ísland í riðli með Brasilíu, Portúgal, Serbíu og Þýska- landi, sem er síðasti mótherjinn í riðl- inum mánudaginn 12. ágúst. Efstu fjórar þjóðirnar komast áfram í 16- liða úrslit. Haukur segir að það að ná silfri á EM í fyrra hafi verið sterkt og nú séu menn árinu eldri. „Við vitum hvað við getum og hvar við stöndum í þessum aldursflokki. Við vitum að við eigum góða mögu- leika eftir gott mót í fyrra og stefnum aftur á góðan árangur. Ég er spennt- ur að taka þátt í þessu og við erum all- ir klárir. Við ætlum okkur að ná langt,“ sagði Haukur. Miklu munar þó um að markvörð- urinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með, en hans nýja félag GOG í Danmörku vildi ekki hleypa honum í verkefnið. Hins vegar vekur athygli að sjö leikmenn GOG eru í danska hópnum á mótinu. Var leiðindaumræða Haukur er orðinn A-landsliðsmaður og var einnig valinn í U21 árs lands- liðið sem tók þátt á HM á Spáni í júlí. Þá gaf hann ekki kost á sér vegna álags og var nokkuð gagnrýndur fyr- ir, en tók hann þá umræðu inn á sig á einhvern hátt? „Nei nei. Þetta var kannski leið- indaumræða, en það er búið að af- greiða það og ekkert mál. Núna er ég bara kominn hingað og er spenntur fyrir því að fara á þetta mót. Ég er bú- inn að fá ágæta hvíld, en hef líka náð að æfa sjálfur með því að lyfta og svona. Svo ég er í toppstandi.“ Haukur hefur verið orðaður við fjöl- mörg stórlið í Evrópu síðustu misseri og ljóst að vel verður fylgst með hon- um á mótinu í Norður-Makedóníu. Hann er sjálfur jarðbundinn sem áður fyrr og er ekki að láta það trufla sig. „Það er algjört aukaatriði fyrir mér. Ég er að fara til þess að ná ár- angri með þessu liði á mótinu og ann- að er algjört aukaatriði,“ sagði Hauk- ur, sem reiknar ekki með öðru en að spila með Selfossi í vetur. Eftir það stefnir hugurinn svo út. Full ástæða til bjartsýni á HM  Ætla að fylgja eftir EM-silfrinu í fyrra Ljósmynd/HRS Foto Silfurdrengir Haukur Þrastarson og félagar á EM U18 ára í fyrra. Búið er að velja það íþróttafólk sem keppir fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í frjáls- um íþróttum sem fram fer á þjóð- arleikvangi Norður- Makedóníu 10.- 11. ágúst. Ísland er ásamt tólf öðrum þjóðum í 3. deild; þeirri neðstu af fjórum, eftir að hafa fallið úr 2. deildinni fyrir tveimur árum. Keppt er í 20 greinum í karla- flokki og 20 greinum í kvenna- flokki, en hvert land sendir einn keppanda í hverja grein. 13 stig fást fyrir fyrsta sætið, 12 fyrir ann- að sætið og svo ávallt stigi minna fyrir næstu sæti. Stigahæsta þjóðin eftir keppnisdagana tvo tryggir sér svo sæti í 2. deild. Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd völdu flest- allt okkar besta frjálsíþróttafólk til þátttöku, 17 karla og 17 konur, þar sem spretthlaupararnir keppa til að mynda í einstaklingsgreinum og boðhlaupum. Fyrirliðar landsliðsins eru þau Ásdís Hjálmsdóttir og Ari Bragi Kárason. yrkill@mbl.is Landsliðið valið fyrir Evrópubikar Ásdís Hjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.