Morgunblaðið - 03.08.2019, Page 48
Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen)
80%
afsláttur af öllum vörum
Hr
ei
ns
un
!
Opið á morgun sunnudag
13 til 17
LOKADAGUR
Kvintett dönsku djasssöngkon-
unnar Majken Christiansen og
Björns Thoroddsen gítarleikara
kemur fram á tónleikum á Jóm-
frúnni við Lækjargötu í dag kl. 15.
Með þeim leika Sigurður Flosason á
saxófón, Jón Rafnsson á kontra-
bassa og hinn norski Thorstein Ell-
ingsen á trommur. Þau munu flytja
úrval þekktra djasslaga.
Kvintett Christiansen
og Björns á Jómfrúnni
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Hallbera Guðný Gísladóttir lands-
liðskona úr Val var besti leikmaður
júlímánaðar í úrvalsdeild kvenna í
fótbolta samkvæmt einkunnagjöf
Morgunblaðsins. Hallbera segir að
frammistaða Vals nú og á síðasta
ári sé tvennt ólíkt og sjálf er hún
mun ánægðari með sína spila-
mennsku í ár. Viðtal við hana og
úrvalslið júlímánaðar er að finna
á íþróttasíðum í dag. »38
Hallbera var best
allra í júlímánuði
„Í nafni þínu“ er yfirskrift tónleika í
Strandarkirkju í Selvogi á morgun,
sunnudag, kl. 14 en þeir eru á dag-
skrá sumartóneikaraðarinnar Engl-
ar & menn. Fram koma Valgerður
Guðnadóttir söngkona, Helga Lauf-
ey Finnbogadóttir píanóleikari og
Guðþjón Þorláksson kontrabassa-
leikari. Á efnisskrá tónleikanna eru
íslensk og evrópsk þjóðlög auk laga
eftir Magnús Eiríks-
son, Hilmar Odds-
son, Helgu Lauf-
eyju Finnboga-
dóttur,
Rodgers og
Hammerstein,
Cole Porter,
Kurt Weill
og
fleiri.
Flytja fjölbreytileg lög
í Strandarkirkju
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þessi ævintýrastaður á í mér hvert
bein,“ segir Anna Sigrún Baldurs-
dóttir, sem með sínu fólki dvelst í
Flatey á Breiðafirði nú um versl-
unarmannahelgina. Búist er við fjöl-
menni þangað, enda verður þar
bryddað upp á mörgu skemmtilegu
og sjálfsprottnu. Í gærkvöldi var
dansleikur með hljómsveitinni GÓSS
og söngkonunni Sigríði Thorlacius í
samkomuhúsi eyjunnar og í Frysti-
húsinu verður bingó og barsvar, það
er spurningakeppni, í kvöld. Á sunnu-
dagskvöld verða tónleikar með hljóm-
sveitinni Ylju.
Veitt í fiskisúpuna
„Ég hef tengst Flatey allt mitt líf
og hér líður okkur vel. Stemningin
sem hér myndast oft meðal fólks er
ljúf og góð,“ segir Anna Sigrún, sem
er aðstoðarmaður forstjóra Landspít-
alans. Hún er dóttir þeirra Baldurs
Ragnarssonar og Guðrúnar Mörtu
Ársælsdóttur úr Stykkishólmi. Þau
eru nú, komin á eftirlaunaaldur, flutt
út í Flatey og fara á fastalandið á eig-
in báti sé þess þörf. Annars eru sam-
göngur við eyna með besta móti.
Ferjan Baldur sem siglir yfir Breiða-
fjörð milli Stykkishólms og Brjáns-
lækjar tvisvar á dag kemur við í Flat-
ey og þar hafa margir viðstöðu milli
ferða, enda er margt að sjá og skoða.
„Stundum staldrar fólk hér við
brot úr degi og heillast af staðnum.
Kemur síðan aftur og kannski í
nokkra daga, en hér eru bæði hótel,
bændagisting og fínt tjaldsvæði. Hér
er maður í frábærum tengslum við
náttúruna og lifir af því sem landið
gefur. Núna var ég til dæmis að gera
að fiski sem pabbi minn veiddi hér
skammt frá. Hér verður fiskisúpa á
borðum um helgina.“
Ræktarsemi á menningarstað
Með sínu fólki á Anna Sigrún húsið
Byggðarenda í Flatey. Það var byggt
um 1950 en á þeim tíma var vöxtur og
viðgangur í atvinnumálum og á mörg-
um sviðum fleiri í eynni. Svo fór hins
vegar að fiskurinn á grunnslóð hvarf
og fólkið flutti brott. Eftir stóðu
íbúðarhúsin, sem eru á fjórða tuginn.
Eru mörg þeirra í eigu fólks sem á
ættir eða tengsl við staðinn og sýnir
honum ræktarsemi með því að halda
byggingunum vel við.
Meðal afþreyingar sem býðst í
Flatey er kajakaleiga sem Fannar
Andrésson rekur. Hafa margir að
undanförnu reynt sig í því sporti, sem
nýtur vaxandi vinsælda. „En Flatey
er ekkert síður menningarstaður; hér
er til dæmis fyrsta bókasafnið sem
reist var á Íslandi og freskurnar sem
Baltasar Samper málaði á veggi
kirkjunnar hér gera hana að ein-
stökum stað,“ segir Anna Sigrún.
Ljósmynd/Aðsend
Samvera Anna Sigrún í Flatey í gær með foreldrum sínum, Baldri Ragnarssyni og Guðrúnu Mörtu Ársælsdóttur.
Anna í ævintýraeyjunni
Margir í Flatey um helgina Ball, bingó og barsvar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flatey Fallegur staður á miðjum Breiðafirði þar sem margir staldra við.