Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019
NÝ VER
SLUN Í
MÖRKI
NNI 3
OG UND
IRHLÍÐ
2 AKUR
EYRI
ÓTRÚLE
G OPNU
NAR-
TILBOÐ
VEISLA
ALLA V
IKUNA
Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Heilu 150 herbergja hóteli er þessa
dagana verið að skipa upp í Helgu-
víkurhöfn og setja saman steinsnar
frá Keflavíkurflugvelli. Um er að
ræða nýtt hótel Marriott-hótelkeðj-
unnar sem sett er saman úr stálein-
ingum frá Kína.
Hljóðið var gott í Árna Val Sól-
onssyni, eiganda Capital Hotels-
keðjunnar og sérleyfishafa
Marriott-hótelsins, þegar Morg-
unblaðið heyrði í honum í gær og
sagði hann að vel hefði gengið. Ein-
ingarnar væru hífðar í land í
Helguvík og síðan ekið á bygging-
arsvæðið þar sem þær eru settar
saman jafnóðum. „Þetta mun ger-
ast mjög hratt á næstu dögum, sér-
staklega ef veðrið verður eins og
það var í dag,“ sagði Árni.
Spurður hversu langan tíma það
mun taka að setja einingarnar sam-
an sagði hann: „Kannski tíu daga,“
og sagði spurður hvað tæki svo við:
„Það sem á eftir að gera núna er að
ganga frá samskeytum, vatnsþétta
á milli eininga og fleira. Og svo á
eftir að klæða utan á einingarnar
íslensku veðurkápuna.“
Sagði hann að um það bil einn
fjórði eininganna væri kominn á
byggingarsvæðið og áætlað væri að
opna hótelið í vetur. teitur@mbl.is Ljósmynd/Víkurfréttir/Páll Ketilsson
Heilt hótel
híft upp í
Helguvík
Lilja Hrund Lúðvíksdóttir
Teitur Gissurarson
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanrík-
isráðherra Íslands, staðfesti í sam-
tali við mbl.is í gær að undirbún-
ingur vegna komu Mike Pence,
varaforseta Bandaríkjanna, væri
hafinn fyrir nokkru síðan. Morg-
unblaðið hafði fyrir því heimildir,
og greindi frá fyrir tæpum mánuði,
að líkur stæðu til þess að Pence
myndi heimsækja Ísland nú í haust.
Sagði Guðlaugur í gær: „Undirbún-
ingur hefur staðið nokkuð lengi,“ en
bætti við að ekki væri endanlega
staðfest hvort af heimsókninni yrði,
og því lægju dagsetningar ekki fyr-
ir. Þá sagði Sveinn H. Guðmarsson,
fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneyt-
is, sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að þar sem dagsetningar
lægju ekki fyrir væri ekki vitað
hversu stórt lið manna myndi fylgja
varaforsetanum ef af heimsókninni
yrði.
Ræða efnahagssamstarfið
„Ég hef lagt á það mjög mikla
áherslu að styrkja og efla tengslin
við Bandaríkin frá því ég tók við
sem ráðherra,“ sagði Guðlaugur
Þór enn fremur í gær og sagði að-
spurður að ætlunin væri að ræða
fyrst og fremst efnahagssamráð
milli ríkjanna tveggja. Nefndi hann
heimsókn Mikes Pompeo, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hingað
til lands í febrúar, þar sem vinna
við viðskiptasamráð Íslands og
Bandaríkjanna hófst og sagði: „Það
er ástæðan fyrir því að Mike Pence
sýnir því áhuga á að koma hingað.“
Þá bætti hann við: „Við höfum
lagt á það áherslu að fá hingað for-
ystufólk frá öðrum ríkjum og þá
sérstaklega þeim ríkjum sem við
erum í mestum samskiptum við,“
sagði Guðlaugur.
Í heimalandinu er Pence af
mörgum lýst sem sérstaklega
íhaldssömum þegar kemur að efna-
hags- og félagsmálum. Hefur hann
notað þessa lýsingu um sig sjálfur
og sagði í ræðu þegar hann hlaut
varaforsetaútnefningu repúblikana
árið 2016: „Ég er kristinn, íhalds-
amur og repúblikani, í þessari röð.“
Hann er ötull andstæðingur fóst-
ureyðinga, aukinna réttinda hinseg-
in fólks og hjónabands samkyn-
hneigðra.
Kommúnistar og laxveiðar
Pence verður þriðji varaforseti
Bandaríkjanna til að sækja Ísland
heim. Lyndon B. Johnson, þá vara-
forseti, sótti Ísland heim 16. sept-
ember 1963 og tók fjöldi manns á
móti honum á Keflavíkurflugvelli. Í
Morgunblaðinu degi síðar er sagt
frá því að varaforsetinn hafi verið
heillandi og reifur, og á meðal
þeirra sem tóku á móti honum hafi
verið hópur kommúnista, sem af-
hentu varaforsetanum mótmælaorð-
sendingu. Rétt rúmum tveimur
mánuðum síðar tók Johnson við
sem forseti Bandaríkjanna eftir að
John F. Kennedy var myrtur.
Semma í júlí 1983 kom annar
verðandi forseti Bandaríkjanna til
landsins, þá varaforseti, George
Bush eldri. Voru mál Atlantshafs-
bandalagsins sérstaklega til um-
ræðu í þessari heimsókn, en heim-
sókn Bush endaði með því að hann
landaði laxi í Þverá, enda kunnur
laxveiðimaður. Hann átti eftir að
sækja Ísland aftur heim árið 2006,
þegar sonur hans gegndi embætti
forseta, þá sérstaklega til að renna
fyrir lax.
Dagsetning heimsóknar óljós
Guðlaugur Þór segir að undirbúningur vegna heimsóknar Mike Pence hafi staðið „nokkuð lengi“
Pence verður þriðji varaforseti Bandaríkjanna til að sækja Ísland heim í varaforsetatíð sinni
Mike
Pence
Guðlaugur
Þór Þórðarson
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í
gær Háskólann í Reykjavík (HR) af
öllum kröfum Kristins Sigurjónsson-
ar, fyrrverandi lektors við háskól-
ann, en hann stefndi HR vegna upp-
sagnar sinnar í október síðastliðnum
og krafði skólann um 66 mánaða
laun, eða tæplega 57 milljóna króna,
á þeim forsendum að hann hefði haft
stöðu opinbers starfsmanns. Var
honum sagt upp vegna ummæla
sinna á netinu um konur.
Greint hefur verið frá því hér í
Morgunblaðinu að Ari Kristinn
Jónsson, rektor Háskólans í Reykja-
vík, telji að ummæli Kristins hafi
haft veruleg áhrif á starfsfólk HR,
en Kristinn sagði m.a. að konur eyði-
legðu vinnustaði með því að troða
sér inn á þá og að hann vildi síður
vinna með konum.
Ekki endanleg niðurstaða
Jón Steinar Gunnlaugsson, lög-
maður Kristins, segir dómi héraðs-
dóms verða áfrýjað til Landsréttar.
„Það er ljóst að þetta verður aldr-
ei endanleg niðurstaða í málinu,“
segir hann. „Það verður aldrei unað
við þetta.“ Þá segir Jón áhugavert
hvað sumar dómsúrlausnir komi
honum á óvart þótt hann telji lög-
fræðina í þeim standa til annarra
hluta. „Í sjálfu sér er þetta orðið
þannig að maður getur átt von á
hverju sem er, sama hvað manni
finnst um hinar lagalegu röksemd-
ir.“ freyr@mbl.is
Háskólinn í Reykjavík
lagði Kristin í héraðsdómi
Krafðist tæp-
lega 57 milljóna
króna frá HR
Morgunblaðið/Freyr
Niðurstaða Kristinn Sigurjónsson
(t.v.) mætti í héraðsdóm í gær.