Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Sunnan við landið fékkst þó nokkuð mikið meiri makríll en í fyrra. Hann var almennt stór og vel haldinn. Ís- landsmegin við miðlínuna fyrir vestan fengum við lítið eitt minna af makríl en í fyrra, miðað við hráar aflatölur. Fyrir norðan var eng- inn makríll eins og í fyrra og raun- ar oft áður,“ sagði Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun. Hún var leiðang- ursstjóri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni í 27 daga sum- aruppsjávarleiðangri 2019. Sex skip frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi tóku þátt í leiðangrinum sem lauk rétt fyrir verslunarmanna- helgi. Tekin voru stutt stöðluð tog í yfirborðinu og aflinn veginn og mældur. Almennt sást fremur mikið af síld þar sem búist var við henni. Á grunnunum fyrir sunnan og vestan land var íslandssíld. Norsk-íslensk síld fannst fyrir norðan landið og áfram austur og suður um. Íslands- síldin, sem gýtur að sumri, var mikið til nýbúin að hrygna og var fremur slöpp en norsk-íslenska síldin, sem gýtur að vori, var búin að jafna sig eftir hrygninguna og var aftur orðin feit. Síldin er dreifð frá yfirborði og niður á um 200 metra dýpi. Tog sem tekin eru við yfirborðið ná því ekki nema hluta af síldinni á svæðinu. Kolmunni sást í landgrunnskant- inum sunnan við landið en lítið sást fyrir vestan og eitthvað af kolmunna var alveg austast á íslenska leit- arsvæðinu. Áta var um allan sjó. Sýni af henni voru fryst og er nú ver- ið að þurrka þau áður en sýnin eru vigtuð nákvæmlega og mæld. Árni Friðriksson kannaði alfarið þrjú svæði af fimm svæðum í kring- um Ísland, það er á grunnsævi sunnan við landið og svo djúpt suð- ur af landinu og fyrir norðan landið. Færeyingar fóru yfir svæðið suð- austur af landinu og austur fyrir Færeyjar. Grænlendingar könnuðu ástandið vestan miðlínunnar og Norðmenn leituðu frá Nor- egsströndum vestur um haf og norður að Svalbarða. Niðurstöður úr leiðangrinum verða lagðar fram á fundi sam- starfsþjóðanna sem hefst 19. ágúst í Bergen í Noregi. Sáu meiri makríl sunnan við landið nú en í fyrra  Fjölþjóðlegum makrílleiðangri í Norður-Atlantshafi lokið Sumarupp- sjávarleið- angurinn 2019 Heimild: Hafrannsóknastofnun Árni Friðriksson Ceton Eros Finnur Fríði Kings Bay Vendla Anna Heiða Ólafsdóttir Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Hafrannsókn Árni Friðriksson RE Matvælastofnun varar við því að fólk leggi sér til munns kjöt eða spik af grindhval. Grindhvalir hafa gengið á land á Löngufjörum á Snæfellsnesi í sumar, á Garðskaga og víðar. Færeyingar hafa lengi borðað grindhval og það hefur oft verið gert hér á landi. Ekki hefur þó heyrst af því nýverið að strandaðir grindhvalir hafi verið skornir til átu. Það gerðist í september 2013 þegar grindhvala- vaða synti á land milli Rifs og Ólafs- víkur. Margir notuðu tækifærið og skáru sér bita. Matvælastofnun benti þá á að færeysk yfirvöld hafi allt frá 2008 ráðlagt fólki frá því að neyta grindhvalaafurða. Stofnunin og embætti landlæknis hvöttu fólk til að staldra við áður en það neytti kjöts eða spiks af grindhvölum. „Þrávirk lífræn efni og þung- málmar safnast upp í lífríkinu og finnast í meira magni eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni. Grind er tannhvalur og er efst í fæðukeðjunni. Niðurstöður rannsókna sýna að kjöt af grindhval inniheldur tvöfalt til þrefalt leyfilegt hámarksgildi kvika- silfurs í sjávarafurðum. Kvikasilfur er margfalt hærra í grindhval en ís- lensku hrefnukjöti. Auk þess er mjög hátt innihald af díoxíni, PCB- efnum og öðrum þrávirkum lífræn- um efnum í spiki grindhvala,“ sagði í frétt Matvælastofnunar 2013. Stofnunin birti færeyskar ráð- leggingar sem giltu 1998-2008 fyrir þá sem vildu samt smakka grind- hval. Þar var fullorðnum ráðlagt að borða grindhvalaspik mest einu sinni til tvisvar í mánuði vegna hás PCB- innihalds. Stúlkum og konum var ráðlagt að neyta þess ekki fyrr en þær hefðu fætt sín börn, til að vernda fóstur gegn hugsanlegum áhrifum PCB. Eins var ráðlagt að neyta ekki meira en einnar til tveggja máltíða af grindhvalakjöti á mánuði vegna hás kvikasilfursinni- halds. Ófrískar konur, konur með barn á brjósti og þær sem búast við að verða barnshafandi innan þriggja mánaða eiga ekki að borða grind- hvalakjöt. Þá ætti enginn að borða lifur eða nýru grindhvals. Grindhvalir eða marsvín sem gengið hafa á land í sumar hafa verið lengdarmældir og kyngreindir. Einnig voru tekin vefjasýni sem verða efnagreind síðar, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnun. Talið er að í grindhvala- stofninum í Norður-Atlantshafi séu 500-800 þúsund dýr. Hvalirnir halda sig á úthafinu á vetrum og lifa að- allega á smokkfiski og öðrum fisk- um. Þeir elta smokkfiskinn upp að landgrunninu á sumrin. Grindhvalir eru mikil hópdýr og synda hópar þeirra iðulega á land. Ekki er vitað hvers vegna það gerist. gudni@mbl.is Varað við neyslu á grindhvalaafurðum  Kjöt og spik inniheldur þrávirk lífræn efni og þungmálma Morgunblaðið/Alfons Rif Grindhvalir hafa víða gengið á land. Ekki er vitað hvað veldur því. Hluti af brjóstnælu sem fannst í uppgreftri í landi Auðkúlu í Arn- arfirði rennir frekari stoðum undir kenningu um að þar hafi búið auðugt fólk. Áður hafa þar fundist ýmsar gersemar. Þetta segir fornleifa- fræðingurinn Margrét Hrönn Hallmundsdóttir sem er umsjón- armaður verkefn- isins Arn- arfjörður á miðöldum sem hófst árið 2011 og stendur enn yfir. „Þetta er hluti af brjóstnælu, vík- inganælu. Þær voru tvær og voru al- gengt skart kvenna á víkingaöld. Nælur af þessari tegund fundust í kumli frá Litlu-Ketilsstöðum í Hjaltastaðarþinghá en þá vantaði þetta stykki á aðra næluna. Nælur þessar voru tískuvara fyrri tíma.“ Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hef- ur tegundargreint næluna til teg- undarinnar P 52/Rygh 566. Margrét telur að hún sé frá seinni hluta tíundu aldar. Margrét vinnur nú, ásamt fleirum, að því að grafa upp stærsta skála sem grafinn hefur verið á Vest- fjörðum en þar fannst nælan. „Þetta er stórt og fallegt hús með viðbygg- ingu. Það er kirkja hérna frá frum- kristni við hliðina á. Svo vorum við að grafa í öskuhaugnum í fyrra og við fundum þar mjög fjölbreytt magn af dýrabeinum. Svo er ógrafin þarna stór smiðja og fjós sem er ekki búið að grafa enn þá,“ segir Margrét. Heildstætt minjaumhverfi Í skálanum hafa fundist ýmis verðmæti. „Við erum búin að finna gríðarlega mikið magn af perlum, silfurhring og margs konar gripi. Við fundum líka hluta af taflmanni úr hnefatafli. Hann er eins og peðið í tafli sem er frá víkingaöld og er tálg- að úr steini. Þarna hefur líklega búið frekar efnað fólk,“ segir Margrét. Með uppgreftrinum fá fornleifa- fræðingarnir góða innsýn í líf þeirra sem bjuggu í skálanum. „Vegna þess að við erum búin að grafa svo margt þarna, þetta er heildstætt minjaum- hverfi.“ Frekari rannsóknir verða gerðar á svæðinu, að sögn Margrétar. Með- al annars á fornbýlinu Litla- Tjaldanesi sem er staðsett nærri Auðkúlu. ragnhildur@mbl.is Forn tískuvara fannst í Arnarfirði  Brot úr brjóstnælu  Auðugt fólk Margrét Hrönn Hallmundsdóttir Ljósmynd/Margrét Hrönn Brotið Brjóstnælur finnast bæði hjá þeim ríku og þeim minna efnuðu. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.