Morgunblaðið - 08.08.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019
Þóra Sigurðardóttir
Baldur Arnarson
Frá sumrinu 2018 hefur að minnsta
kosti 14 veitingahúsum verið lokað í
miðborg Reykjavíkur. Þá hafa tveir
staðir dregið úr framboði.
Þetta má ráða af fréttum sem birt-
ust á mbl.is og á vefsíðunni veitinga-
geirinn.is á tímabilinu. Tímasetning-
arnar á grafinu hér til hliðar taka
mið af dagsetningum á fréttunum en
þær kunna í einhverjum tilvikum að
vera ónákvæmar. Jafnframt var
framboðið athugað í miðborginni í
gær og rætt við veitingafólk.
Áður hafði Argentína steikhús far-
ið í þrot og nýir eigendur komið að
rekstri Jamie’s Italian á Hótel Borg.
Hefur sá staður tvisvar skipt um
rekstraraðila að undanförnu.
Af öðrum dæmum má nefna að
veitingahúsið La Poblana hætti
rekstri í Hlemmi mathöll í fyrra-
haust en í staðinn kom taco-staður-
inn Fuego. Þá hætti ísbúð starfsemi
og kom Flatey pizza í staðinn.
Fleiri staðir verið opnaðir
Athygli vekur að samkvæmt sam-
antekt Morgunblaðsins hafa töluvert
fleiri veitingahús verið opnuð í mið-
borginni á tímabilinu en hafa lokað.
Þannig hafa að minnsta kosti 20
veitingahús, eða kaffihús, verið
opnuð, eða eru í þann mund að hefja
rekstur, og er Grandi mathöll þá tal-
inn sem einn veitingastaður. Þar eru
hins vegar níu veitingastaðir. Með
þeim hafa hátt í 30 veitingahús verið
opnuð í miðborginni á tímabilinu.
Sala á götumat hefur líka færst í
vöxt. Skemmst er að minnast mat-
armarkaðar á Miðbakkanum við
Reykjavíkurhöfn í júlí. Fram undan
er opnun tveggja veitingastaða á
Laugavegi 95-99 í næstu viku og svo
opnun veitingahússins Yuzu á
Hverfisgötu 44 í september. Þá er
áformað að opna eitt stærsta veit-
ingahús borgarinnar á Marriott-lúx-
ushótelinu við Hörpu næsta vor.
Þessu til viðbótar eru hugmyndir
um veitingarekstur í atvinnurýmum
á jarðhæð Austurhafnar við Hörpu.
Þar er uppbygging á 70 íbúðum
langt komin gegnt Hafnartorgi.
Þá er verið að leggja lokahönd á
jarðhæðir á þéttingarreitum á
Hverfisgötu 85-93 og 94-96 en þar er
gert ráð fyrir atvinnurýmum. Á fyrr-
nefnda reitnum kemur til greina að
hafa eitt rými. Á Hverfisgötu 94-96
var gert ráð fyrir veitingarýmum.
Að auki er stækkun á Hlemmi
mathöll í undirbúningi en rætt hefur
verið um að stækka Hlemmtorgið og
mathöllina til austurs á næsta ári.
Horft lengra fram í tímann eru
auð rými á jarðhæð húss Trygginga-
stofnunar, sem flutt var í Kópavog.
Húsið er á horni Laugavegar og
Snorrabrautar og gæti hentað undir
rekstur veitingahúsa. Áformað er að
breyta þeim hluta Laugavegar í
göngugötu á næstunni.
Sviptingar í veitingarekstri
Fjöldi veitingahúsa hefur farið í þrot eða hafið starfsemi í miðborginni frá því á miðju síðasta ári
Ný veitingahús hafa yfirleitt komið í stað þeirra sem hættu Fjöldinn eykst með mathöllunum
Dæmi um
opnun og lokun
veitingastaða í
miðborginni
1
5
4
2
8
6
7
28 19
20
35
16
15
17
18
21
24
1. Yuzu
Hverfisgötu 44
Opnar
í september
2. Aleppo (kaffihús)
Tryggvagötu 13 Opnaði í ágúst
3. Dill
Hverfisgötu 12 Lokaði í ágúst
4. Joe & The Juice
Hafnartorgi Opnaði í ágúst
5. Lóa Bar & Bistro
og Stökk
CenterHotel, Laugavegi
Opna í ágúst
6. Essensia
Hverfisgötu 6
Lokaði í júlí
7. XO
JL-húsinu
Lokaði í júlí
8. Vietnam Restaurant
Laugavegi 3
Opnaði í júlí
9. Fjallkonan
Hafnarstræti 1-3
Opnaði í júní
10. Shaw arma King
Laugavegi 87
Opnaði í júní
11
10 36
12
29
30
31
32
27
25
23
22
34
14
26
3
13 33
9
11. Geysir Bistro
Laugavegi 96
Opnaði í maí
12. Laundromat
Austurstræti 9
Opnaði í júní
13. Nostra
Laugavegi 59
Lokaði í maí
14. Bergmál Bistro
Hörpu
Opnaði í apríl
15. Matwerk
Laugavegi 96
Lokaði í apríl
16. Smurstöðin
Hörpu
Lokaði í apríl
17. Skelfisk
markaðurinn
Klapparstíg 28-30
Lokaði í mars
18. Grill markaðurinn
Lækjargötu 2a
Lokaði í hádeg-
inu í febrúar
19. Systur
Hverfisgötu 12
Opnaði í janúar
Lokaði í ágúst
20. Nafnlausi
pítsustaðurinn
Hverfisgötu 12
Lokaði í janúar
21. Egill Jacobsen
Austurstræti 9
Lokaði í desem-
ber 2018
22. La Primavera
Grandagarði 20
Opnaði í nóv-
ember 2018
23. Mímir
Hótel Sögu
Opnaði í nóv-
ember 2018
24. Rústik
Hafnarstræti 1-3
Lokaði í nóvem-
ber 2018
25. Downtown
Cafe & Bar
Laugavegi 51
Opnaði í sept-
ember 2018
26. The Restaurant
Renaissance
Hótel Holti
Opnaði í sept-
ember 2018
27. Reykjavík Kitchen
Rauðarárstíg 8
Opnaði
í ágúst 2018
28. Fjalakötturinn
Hótel Reykjavík
Centrum,
Aðalstræti 16
Lokaði tíma-
bundið í okt. 2018
en bauð áfram
morgunverð
29. Brewdog
Frakkastíg 8a
Opnaði í sept-
ember 2018
30. Reykjavík Meat
Frakkastíg 8b
Opnaði í sept-
ember 2018
31. Grandi mathöll
Grandagarði 16
Opnaði
í júní 2018
32. Bastard Brew
& Food
Vegamótastíg 4
Opnaði
í maí 2018
33. Argentína
Barónsstíg 11a
Lokaði
í apríl 2018
34. Lamb Street food
Grandagarði 7
Opnaði
í apríl 2018
35. Lof vetingahús
Mýrargötu 31
Opnaði í apríl
Lokaði í júlí 2018
36. Vietnam Restaurant
Laugavegi 101
Opnaði
í apríl 2018
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Axelsbúð Akranesi
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“