Morgunblaðið - 08.08.2019, Page 14

Morgunblaðið - 08.08.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Oft er hluturkarla ogkvenna dreginn fram til samanburðar við kosningalok og stjórnarmyndanir. Ekkert er skrítið við það enda er það ekki fyrr en á síðustu tímum sem þokast hefur í jafnræðisátt í þeim efnum. Sá tími mun koma að þessi sér- staka umræða muni þykja óþörf. Síðustu árin hefur kona gegnt embætti forsætisráðherra í Bretlandi og á sama tíma hefur kona verið í sambærilegu emb- ætti í heimastjórn Skotlands. Hvað sem mönnum þykir um stjórnunarstíl þessara kvenna og árangur þeirra í starfi er enginn vafi á að þær risu báðar undir sinni miklu ábyrgð. Nú- verandi forsætisráðherra lét verða sitt fyrsta verk í embætti að heimsækja nokkur héruð í Englandi og því næst í Skot- landi, Wales og á Norður- Írlandi. Nicola Sturgeon, heimastjórnarráðherra Skot- lands, sat fyrir svörum á „Ed- inburgh Fringe Festival“ og var beðin um að gera samanburð á samtölum sínum við forsætis- ráðherrana Theresu May og Boris Johnson. Þótti hún senda frú May nokkuð kalda kveðju. „Ég vil hvorki vera niðrandi eða yfirlætisfull gagnvart Theresu May, hún er auðvitað ekki lengur forsætisráðherra, en að eiga samtöl við hana tók óneitanlega á taugarnar (var „pretty soul-destroying“). Hún vék aldrei hænufet frá undirbúnum minnisblöðum sín- um, þótt viðmæl- andinn reyndi að beina umræðu inn á aðrar brautir. Mér er einn fundur minnisstæður þegar ég leitaðist við að byrja hann á mýkri nótum en endra- nær til að draga úr hættu á því að við færum strax að takast á. May klæddist og klæðist enn sérstaklega grípandi og glæsi- legum skóm. Sjálf er ég veik fyrir skóm svo að ég byrjaði fundinn á að segja sem svo „áð- ur en við skellum okkur í Brexit-umræðurnar má ég nefna þessa mögnuðu skó sem þú ert í“...og sá samstundis á augnaráði hennar að hún teldi ólíklegt að svarið við þessari byrjun minni væri að finna í handritinu hennar. Það varð til þess að þessi „mjúka opnun mín breyttist samstundis í mjög vandræðalegt og stíft upphaf“. Ráðherrann bætti við: „Það að eiga fund með Boris var að minnsta kosti miklu líkara því að eiga venjulegt samtal milli manna þótt það hafi ekki verið alveg frítt við að vera dálítið sérkennilegt. En þú gast rök- rætt, skipst á skoðunum og ver- ið ósammála honum oftar en sammála. Þetta má hann eiga og þetta var ólík lífsreynsla.“ Kanski gefur þessi lýsing nokkra skýringu á því hvers vegna aldrei þokaðist neitt í við- ræðum fyrrverandi forsætis- ráðherra við þá í Brussel eða þingheim í Lundúnum. Samanburður ráð- herra Skotlands á forsætisráðherr- unum var sláandi} Mynd sem segir sögu Innanhúss-skýrsla í varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna leiðir líkum að því að Ríki íslams kunni að rísa úr öskustónni eftir að hafa misst allt land- svæðið sem það hafði áður á valdi sínu. Í skýrslunni kemur fram að starfsemi þessara hryðjuverkasamtaka fari vax- andi á ný í Írak og Sýrlandi. Trump forseti lýsti yfir sigri á Ríki íslams í lok síðasta árs og dró úr þátttöku í átökunum í Sýrlandi. En eins og með annað illgresi eiga slík öfl það til að spretta upp á nýjan leik og eru talibanar í Afganistan dæmi um slíka endurkomu. Verði þessi uppvakningur að veruleika mun það auka enn á ófriðinn og hörmungarnar á svæðinu og var ekki á bætandi. Viðbótarhætta er að Tyrkir sæki inn í Sýrland gegn Kúrd- um og ástandið hefur heldur ekki batnað með því að Tyrkir eru farnir að senda flóttamenn frá Sýrlandi, gegn vilja þeirra, aftur til Sýrlands. Óttast er að verði spár um versnandi ástand í Sýrlandi að veruleika muni af- leiðingarnar verða vaxandi flóttamannavandi á nýjan leik. Hættan sé sú að ný holskefla gangi þá yfir Evrópu en líklegt er að þolinmæði gagnvart slíku verði minni en hún var. Þetta getur valdið enn alvar- legri vanda að þessu leyti í Evrópu en nú er við að glíma, og er hann þó verulegur eins og fréttir bera reglulega með sér. Og þó að Ísland sé fjarri átakasvæðunum eða þeim löndum sem flóttamennirnir leita fyrst til, hefur reynslan verið sú að Ísland er fjarri því ónæmt fyrir slíkum atburðum. Af þeim sökum er full ástæða til að stjórnvöld hér á landi fylgist vel með þessari þróun og grípi til þeirra ráða sem duga áður en það verður um seinan. Óttast er að flótta- mannastraumur kunni að vaxa á ný} Ríki íslams er enn ógnvaldur Í slendingadeginum var fagnað í 120. skipti í bænum Mountain í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum og í 130. skipti í Gimli í Manitoba-fylki í Kanada um liðna helgi. Að deginum standa af- komendur vesturfara sem héldu frá Íslandi til Norður-Ameríku á árunum 1875-1914 en talið er að milli 15.000 og 20.000 Íslendingar hafi flust búferlum og hafið nýtt líf í vesturheimi. Á þessum tíma fluttu um 52 milljónir Evrópubúa til vesturheims meðal annars vegna þess að landbúnaðarsamfélögin gátu ekki framleitt nægjanlega mikið í takt við þá miklu fólks- fjölgun sem átti sér stað í Evrópu en á tíma- bilinu 1800-1930 fjölgaði íbúum álfunnar úr 150 milljónum í 450 milljónir. Stolt af uppruna sínum Hluti af því að þekkja sjálfan sig er að þekkja uppruna sinn. Vestur-Íslendingar leggja mikið á sig til þess að rækta tengsl sín við Ísland og halda sögu sinni og menningu á lofti. Á þessum slóðum í Kanada og Bandaríkjunum eru afkom- endur Íslendinga sem tala íslensku án þess að hafa búið á Íslandi. Þrátt fyrir að rúm 100 ár séu liðin frá því að búferla- flutningar vesturfaranna liðu undir lok er fólk enn mjög meðvitað um uppruna sinn og er stolt af honum. Slíkt er alls ekki sjálfgefið en sú þrautsegja, áhugi, dugnaður og þjóð- rækni sem býr í Vestur-Íslendingum er til eftirbreytni. Skylda Íslands Manitoba er fjölmennasta byggðarlag Íslendinga í heim- inum utan Íslands en samkvæmt Hagstofu Kanada hafa um 90 þúsund Kanadamenn skráð uppruna sinn sem íslenskan. Sögu þessa fjölmenna hóps þarf að gera betri skil á Íslandi og það er skylda okkar Íslendinga að rækta þessi tengsl af alúð og alvöru. Ákveðin vatnaskil urðu í samskiptum Íslands við þetta svæði þegar ís- lensk stjórnvöld opnuðu ræðismannsskrifstofu í Winnipeg árið 1999. Skrifstofan hefur leikið lykilhlutverk í að efla tengsl okkar við Vestur- Íslendinga. Við viljum halda áfram að efla þau og því var sérlega ánægjulegt á sjálfum Ís- lendingadeginum að greina frá ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda um aukinn stuðning við ís- lenskudeild Manitoba-háskóla í Winnipeg en deildin hefur verið starfrækt við skólann síðan 1951 við góðan orðstír. Byggjum fleiri brýr Það var stórkostlegt að taka þátt í Íslendingadögunum og kynnast öllu því góða fólki sem leggur mikla vinnu á sig við að gera daginn sem hátíðlegastan. Um sannkallaðan fjársjóð er að ræða sem vonandi sem flestir fá tækifæri til að kynnast. Í því samhengi vil ég nefna Snorraverkefnið sem ætlað er ungmennum af íslenskum uppruna í Norður- Ameríku til þess að koma til Íslands og kynnast uppruna sínum og Snorri-Vestur-verkefnið sem er ætlað íslenskum ungmennum til að kynnast slóðum Vestur-Íslendinga. Með ungmennaskiptum sem þessum ræktum við áfram þessi einstöku tengsl og byggjum þannig fleiri brýr yfir til skyldfólks okkar í vesturheimi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Fjársjóður í vesturheimi Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Sú ákvörðun framkvæmda-stjórnar Evrópusambands-ins að höfða mál fyrir dóm-stól sambandsins gegn stjórnvöldum í Belgíu vegna þess hvernig þau stóðu að innleiðingu þriðja orkupakkans hefur vakið tals- verða athygli hér á landi í ljósi um- ræðunnar sem átt hefur sér stað und- anfarna mánuði um innleiðingu pakkans hér. Stuðningsmenn þess að þriðji orkupakki Evrópusambandsins verði samþykktur hér á landi vegna EES- samningsins, hafa sagt að þeir telji engar líkur á því að samningsbrota- mál verði höfðað gegn Íslandi vegna fyrirhugaðrar innleiðingar orkupakk- ans hér á landi vegna rangrar innleið- ingar hans eða að skaðabótamál verði höfðað gegn Íslandi verði pakkinn samþykktur en mögulegri umsókn um lagningu sæstrengs síðan hafnað. Þeir sem leggjast gegn sam- þykkt þriðja orkupakkans telja að sú leið sem ríkisstjórnin hyggst fara við að innleiða orkupakkann, það er að samþykkja hann og innleiða löggjöf- ina sem hann inniheldur en fresta gildistöku þess hluta hennar sem deilt er um að standist stjórnarskrána, standist ekki EES-samninginn og fyrir vikið sé hætta á að höfðað verði samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá sé líklegt að til skaðabótamáls komi. Komið gæti til málshöfðunar gegn Íslandi Dómsmálið gegn Belgíu byggist á því að eftirlitsaðila orkumála þar í landi hafi ekki verið veitt vald til þess að taka bindandi ákvarðanir varðandi gas- og raforkumál og geti einungis lagt til við ríkisstjórnina að slíkar ákvarðanir verði teknar. Að sama skapi séu skilyrði fyrir tengingum við tengivirki fyrir rafmagn og gas sett af stjórnvöldum en ekki eftirlitsaðil- anum. Þá sé ekki hægt að tryggja jafnan aðgang orkufyrirtækja að tengivirkjum. Hér á landi er gert ráð fyrir að umræddur eftirlitsaðili verði Orku- stofnun. Með þriðja orkupakkanum verður eftirlit stofnunarinnar sjálf- stætt gagnvart íslenskum stjórnvöld- um en mun hins vegar heyra undir Eftirlitsstofnun EFTA og í gegnum hana orkustofnun Evrópusambands- ins, ACER. Andstæðingar þriðja orkupakkans telja að dómsmálið gegn Belgíu sé til marks um áherslu Evrópusambandsins á rétta innleið- ingu pakkans. Komið er inn á hlutverk Orku- stofnunar samkvæmt þriðja orku- pakkanum í álitsgerð þeirra Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, og Frið- riks Árna Friðrikssonar Hirst lands- réttarlögmanns sem unnin var um málið fyrir utanríkisráðuneytið. Þar segir að spurningar vakni um það hvort lagaleg umgjörð stofnunar- innar fullnægi kröfum sem gerð er samkvæmt orkupakkanum til slíkra eftirlitsaðila í ljósi þess að hún muni áfram heyra undir eftirlits- og yf- irstjórnunarheimildir ráðherra. Reynist þessar hugleiðingar þeirra Stefáns Más og Friðriks Árna á rökum reistar gæti sú staða mögu- lega komið upp, komi til þess að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Al- þingi um næstu mánaðarmót eins og stjórnvöld gera ráð fyrir, að Eftirlits- stofnun EFTA muni í kjölfarið höfða mál gegn Íslandi á þeim forsendum að staða Orkustofnunar sem eftirlits- aðila verði ekki fullnægjandi í ljósi löggjafarinnar líkt og í tilfelli Belgíu. Verður líka höfðað mál gegn Íslandi? Morgunblaðið/ÞÖK Raforka Evrópusambandið hefur gert athugasemdir við hvernig Belgar innleiddu þriðja orkupakkann. Gæti sama staða komið upp hér? Meðal þess sem einkum hefur verið tekist á um í umræðunni hér á landi um þriðja orku- pakkann, sem ríkisstjórnin vill innleiða vegna aðilar Íslands að EES-samningnum, er hvort sú leið sem stjórnvöld vilja fara við innleiðinguna standist samninginn og löggjöfina sem orkupakkinn byggist á og hvort hugsanlega kunni að verða höfðað samningsbrotamál af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA- dómstólnum. Einnig hefur verið tekist á um það hvort hugsanlega kunni að koma til skaðabóta- máls gegn Íslandi verði orku- pakkinn samþykktur en mögu- legri umsókn um lagningu sæstrengs fyrir rafmagn á milli Íslands og Evrópu síðan hafn- að. Tekist á um málshöfðun ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.