Morgunblaðið - 08.08.2019, Page 17

Morgunblaðið - 08.08.2019, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2019 ✝ Guðmundur Þor-leifsson (Gummi Dolla) fæddist í Dagsbrún í Neskaup- stað 4. janúar 1940. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Mörk 28. júlí 2019. Foreldrar hans voru hjónin Þorleifur Jónasson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Neskaupstað, og Sigurfinna Eiríksdóttir frá Dvergasteini í Vestmannaeyjum, þau eru bæði látin. Systkini Guð- mundar eru 1) Sigurbjörg Þor- leifsdóttir, maki Ólafur Gunnar Gíslason, látinn, 2) Eiríkur Þor- leifsson, maki Jónasína Þóra Er- lendsdóttir, látin, 3) Herbert Þor- leifsson, 4) Jónas Pétur Þorleifs- son, látinn, eftirlifandi maki Gina Cuizon. Guðmundur giftist Bertu Guð- nýju Kjartansdóttur, f. 23. júlí 1945, frá Flateyri. Berta var dóttir Guðrúnar Pálmfríðar Guðnadóttur og Kjartans Ó. Sig- urðssonar frá Súgandafirði. Dætur þeirra eru 1) Erla, f. 14.12. 1971, gift Bernhard A. Maríu er Arnar Már Ármanns- son. Guðmundur ólst upp í Nes- kaupstað til 24 aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar. Guðmundur og Berta hófu búskap í Hafnarfirði en fluttu síðar til Vestmannaeyja og bjuggu þar til ársins 1973 er gos hófst í Eyjum. Fjölskyldan flutti þá til Neskaupstaðar og bjó þar lengst af. Árið 1996 fluttust Guðmundur og Berta á höfuð- borgarsvæðið, síðast að Lækja- smára í Kópavogi. Guðmundur gekk í barna- og gagnfræðaskólann í Neskaup- stað, síðar stundaði hann nám í Stýrimannaskólanum í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan með meira fiskimannapróf árið 1960. Guðmundur stundaði sjóinn frá barnæsku hjá föður sínum, fyrst sem háseti en síðar stýrimaður á Gullfaxa og skipstjóri á sama skipi til 1973. Við tók eigin út- gerð ásamt eiginkonu sinni Bertu á bátunum Ísaki, Arnþóri og Gullfaxa. Útför Guðmundar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 8. ágúst 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Petersen. Börn þeirra eru Diljá Heba, Júlía Hrönn og Bernhard Snær. 2) Harpa, f. 7.4. 1976, í sambúð með Jóhanni Hafþórs- syni, börn þeirra eru Birgir Þór og Birg- itta Heiða. Fyrir átti Guð- mundur 1) Grétar Birki, f. 8.4. 1965, giftan Svanhildi Bjarnadóttur. Börn þeirra eru Harpa María, Hekla Björk og Hákon Birkir. Sambýlismaður Hörpu Maríu er Tómas Emil Guðmundsson Han- sen og sonur þeirra Emil Berg, fyrir átti Tómas þrjár dætur. 2) G. Vilberg Guðmundsson, f. 17.12. 1967, sambýliskona hans er Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir. Sonur G. Vilbergs og Ólafar Ósk- ar Þórhallsdóttur er Þórhallur Arnar. Fyrir átti Berta Guðrúnu Ernu Sigurðardóttur, f. 24.7. 1966. Börn hennar og fyrrverandi eig- inmanns hennar, Hreins Sigurðs- sonar, eru Sigurður og Berta María, sambýlismaður Bertu Lífsgöngu elsku pabba lauk sunnudaginn 28. júlí. Skipstjór- inn hefur siglt á ný mið. Við vor- um ekki tilbúnar að kveðja en að sama skapi erum við svo þakk- látar fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Pabbi var ekki maður margra orða þegar við vorum að alast upp. Okkur fannst hann svolítið strangur, enda uppeldið meira á herðum mömmu. Hann vildi hlusta á fréttirnar og það vakti ekki lukku þegar við vorum fliss- andi við matarborðið. Setningin „þið eruð bestar á balli“ mun fylgja okkur og vinkonunum um ókomna tíð. En við vorum rosa- lega stoltar af því að vera dætur Gumma Dolla. Pabbi var dugnað- arforkur, ósérhlífinn, hjálpsam- ur, stríðinn og frábær sögumað- ur enda upplifað ýmislegt um dagana og þá sérstaklega á sjón- um. Pabbi og Jonni bróðir hans voru báðir fúsir til verka ef eitt- hvað þurfti að gera heima fyrir, með misgóðum árangri þó. Voru hálfgerðir Knoll og Tott. Þegar foreldrar okkar bjuggu í Hauks- hólunum þurfti að skipta um klósett. Bræðurnir fóru í málið, rosalega stoltir þegar allt var tengt og klárt. Í ljós kom að klósettið var orðið upphitað þar sem heita vatnið hafði verið tengt inn á klósettið. Þeim fannst heldur ekkert mál að tengja innstungu inni á baði, eini gallinn var að þegar því verkefni var lokið var bara hægt að nota innstunguna eða hafa ljósið kveikt, ekki bæði í einu. Eftir að pabbi hætti að vinna naut hann þess að dytta að bú- staðnum þeirra í Norðurárdaln- um, þar eyddi hann góðum tíma á sumrin með mömmu og Krumma sínum. Hann naut þess að vera afi og fylgjast með hvað barnabörnin tóku sér fyrir hendur og þau nutu samveru- stunda með afa sínum. Það var mikið áfall þegar pabbi var greindur með Alz- heimers árið 2016. En við nýtt- um tímann vel saman. Uppá- haldið hans var að fara á rúntinn með okkur og bað um það alveg fram undir það síð- asta. Síðasta minning okkar með pabba var þegar við fórum á rúntinn daginn áður en hann veiktist þ.e. á afmælisdegi mömmu þann 23. júlí og áttum við yndislegan dag saman. Hann lést svo í faðmi okkar þann 28. júlí. Við viljum þakka starfsmönn- um hjúkrunarheimilisins Mark- ar 4. hæð norður fyrir frábæra umönnun og stuðning, það var ómetanlegt. Blessuð sé minning pabba, Gumma Dolla, Erla og Harpa. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Guðmundar Þorleifssonar skipstjóra eða Gumma Dolla eins og hann var jafnan kall- aður. Þótt Gummi hafi verið hættur til sjós þegar kynni okkar hófust þá sé ég hann ætíð fyrir mér sem hinn dæmigerða íslenska sjómann, hörkutól, kjarkmikinn með kassann þaninn í stafni í ólgusjó með sígarettu í munnvik- inu. Hann var sannarlega einn af hetjum hafsins, það sást best á dansleikjum í Neskaupstað nokkrum árum eftir að hann fór í land, þar sem ungir menn sem stunduðu sjóinn biðu í röðum eftir að skiptast á skoðunum við Gumma. Hann tók ungu mönn- unum vel og sagði þeim sögur sínar. Hann gerði aldrei mikið úr sjómannstíð sinni né uppákom- um sínum til sjós, en það gekk sannarlega á ýmsu. Ólgusjór í Pentlinum, eltingaleikur við Landhelgisgæsluna, stórlúður, tundurdufl í veiðarfærum og fleira. Gummi var í essinu sínu þegar talið barst að sjónum enda alinn upp á sjómannsheimili og stundaði sjómennsku alla sína starfsævi. Þegar Gummi hætti í útgerð fluttist hann ásamt eiginkonu sinni Bertu frá Neskaupstað á mölina og fljótlega komu þau sér upp sumarbústað í Norður- árdal. Gummi naut sín ákaflega vel á þeim slóðum og var sér- staklega iðinn við að betrum- bæta bústaðinn og umhverfi hans með ýmsum hætti. Gummi var ekki völundarsmiður né hag- leiksmaður en hann var einbeitt- ur við verk sín og lauk þeim að jafnaði þó að útkoman gæti ver- ið misgóð. Við viðgerð á einni undirstöðu bústaðarins tjakkaði hann bústaðinn upp á einu horni þannig að útidyrahurðin stóð föst og tengdamóðir mín komst ekki út þann daginn. Þá datt honum í hug að ylja úritanbrúsa yfir gashitaranum í bústaðnum sem að endingu sprakk og dreifðist úritan um allan bústað. Tengdamóður minni var ekki skemmt. En bústaðnum var vel við haldið, stór flötin ætíð ný- slegin skreytt með akkeri og netakúlum, hvað annað. Börnum okkar Erlu minnar þótti gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu, slá golfbolta, busla í ánni, keyra um á sláttubílnum og tína ber á haustin. Gummi var fámáll en gagn- orður og hélt sig helst til hlés í margmenni. Hann var ekki allra en vinur vina sinna, bóngóður og barngóður. Glettinn, stríðinn og sögumaður fram í fingur- góma. Við Gummi áttum skap saman – það fór ætíð vel á með okkur og ég minnist hans með sárum söknuði. Tengdamóðir mín og dætur Gumma hafa verið honum ómet- anlegur bakhjarl síðastliðin ár eftir að honum fór að hraka vegna Alzheimers-sjúkdóms. Það hefur ekki liðið sá dagur án þess að þær hafi heimsótt hann á Mörkina þar sem hann dvaldi síðustu misserin, drifið hann í bíltúr niður að sjó þar sem hjarta hans sló hraðast. Gummi hefur nú haldið á önnur mið og votta ég aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gumma. Bernhard A. Petersen. Guðmundur Þorleifsson ✝ Hörður Guð-mundsson fædd- ist 16. febrúar 1929 í Hafnarfirði. Hann andaðist á hjarta- deild Landspítalans 26. júlí 2019. Foreldrar Harðar voru Guðmundur Guðmundsson, verkamaður í Hafnarfirði, f. 1900 á Þverlæk í Holtum í Rangárvallarsýslu, d. 1991, og Guðrún Sigurbergsdóttir, hús- móðir og verkakona í Hafnar- firði, f. 1906 í Skíðholtskoti, Hraunhreppi á Mýrum, d. 1991. Bróðir Harðar var Ólafur, lögregluþjónn í Hafnarfirði, f. 1930, d. 2018, og hálfsystir sam- feðra Elín Ása, f. 1926, d. 2016. Fósturbróðir var Bragi Þor- bergsson, f. 1935, d. 2019. Árið 1958 kvæntist Hörður eftirlifandi eiginkonu sinni, Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur, f. 10. ágúst 1929 á Brekkuvöllum Barðaströnd, húsmóður í Hafnarfirði. Þeirra börn eru: 1) Gunnlaugur bankamaður, f. 1959, synir Kristófer, Jóhann og Daníel, uppeldissonur. 2) Guð- rún tanntæknir, f. 1964, gift Pétri Einarssyni, þeirra börn Hrafn- hildur, Hörður og Hákon. 3) Jóhanna leikskólakennari, f. 1966, gift Stefáni Sigurðssyni, þeirra börn Agnes og Sig- urður. Barna- barnabörn Harðar og Jóhönnu eru átta. Hörður ólst upp í Hafnarfirði. Byggði hann sér hús á Holtsgötu 19 og bjó þar allt til andláts. Þar ólust upp börn hans og Jóhönnu. Hörður starfaði sem ungur maður í skátunum í Hafnarfirði og fór á alheimsmót skáta, Jamboree, í Frakklandi árið 1947. Hann var einn af stofn- endum Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði árið 1951. Hörður fór í Iðnskólann í Hafnarfirði og lærði til hús- gagnasmíði í Dverg hf. og vann þar allan sinn starfstíma. Einnig var hann kirkjuvörður í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði til margra ára eða meðan heilsan leyfði. Útför Harðar fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 8. ágúst 2019, klukkan 15. Elsku pabbi. Við eigum þér svo sannarlega margt að þakka því betri fyrir- mynd hefðum við ekki getað fengið. Þú varst félagslyndur maður og sóttu bæði börn og full- orðnir í nærveru þína. Þú fórst ekki í manngreinarálit enda áttir þú vini allt frá fjörugum ung- mennum til systranna í Karmel- klaustrinu. Við systkinin nutum þess að vera með þér, afa og frændfólkinu í fjárhúsunum við Kaldárselsveg. Við fengum að njóta okkar þar bæði í leik og starfi. Í Dverg þar sem þú vannst vorum við líka alltaf velkomin. Þar ríkti mikil vinátta og virðing meðal manna á ólíkum aldri sem unnu þar hlið við hlið. Eftir að þú gerðist kirkjuvörður í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði stækkaði vina- hópur þinn svo um munaði því flestir fundu fyrir þeim kærleika sem þér bjó í brjósti. Nú ertu búinn að senda bolt- ann yfir til okkar krakkanna. Vonandi getum við borið kær- leika þinn áfram þannig að þú getir verið eins stoltur af okkur og við erum af þér. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Jóhanna, Guðrún og Gunnlaugur. Þá hefur elsku Haddi frændi kvatt og fallegt var síðasta sól- arlagið hans. Hann var ekki bara föðurbróð- ir minn, hann var uppáhalds og hann var mér líka svo kær vinur. Samskiptin voru alltaf mikil og góð milli fjölskyldnanna, stutt á milli heimila, amma og afi í kjall- aranum á Holtsgötunni, samver- an oft mikil. Margar ljúfar og skemmtileg- ar samverustundir átti ég með Hadda meðal annars í fjárhúsinu áður fyrr og síðar í kirkjunni okkar. Yndislegt var alltaf að heim- sækja Hadda og Jóu á Holtsgöt- una og fór maður jafnan ríkari af þeim fundum, umvafinn væntum- þykju. Hadda verður sárt saknað en allar ljúfu minningarnar sem við eigum geymum við og þær ylja og sefa sorgina. Elsku Jóa mín og fjölskylda, Guð veri með ykkur öllum og styrki. Guð blessi minningu Hadda frænda og fylgi honum í sumar- landinu. Kristín frænka. Horfin strönd, heimalönd, hljóðnar áralag. Vinabönd, hönd í hönd hefja nýjan dag. Ólgar blóð, æskuglóð alheims tekur völd. Ástarljóð, ung og rjóð, inn í nýja öld. Yndishljóm, lágan óm, eilíft syngjum lag. Friðarblóm, óskin fróm finnur nýjan dag! (Halldór Halldórsson) Elsku Jóa og fjölskylda, megi algóður Guð veita okkur öllum styrk á þessum erfiðu tímamót- um við fráfall Hadda, uppáhalds- frænda míns. Ástarkveðjur, Rúnar. Hörður Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Hörð Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, og langamma, ODDNÝ SIGURRÓS GUNNARSDÓTTIR Rósa í Hvammi, húsfreyja að Hvammi í Skaftártungu, lést mánudaginn 29. júlí á hjúkrunar- heimilinu Klausturhólum. Útför hennar fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn 10. ágúst klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Klausturhóla Kirkjubæjarklaustri njóta þess. Oddsteinn R. Kristjánsson Gunnar Kr. Oddsteinsson Sigurbjörg Kr. Óskarsdóttir Inga Björt H. Oddsteinsd. Brandur Jón Guðjónsson Kristbjörg Elín Oddsteinsd. Tryggvi Agnarsson Páll Símon Oddsteinsson Jónína Jóhannesdóttir barnabörn og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTÓFER PÁLSSON frá Hálsi við Grundarfjörð, áður til heimilis að Tröð í Fróðárhreppi, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 10. ágúst klukkan 13. Þórunn Sigurrós Kristinsdóttir Hjörtur Guðjón Guðmunds. Vineta Karimova Sædís Helga Guðmundssd. Ólafur Marinósson Skarphéðinn M. Guðmunds. Þórdís Bjarney Guðmundsd. Kristinn Þ. Sigurjónsson Martha Castilla Noriega Samúel Guðm. Sigurjónsson Ragnheiður I. Þórólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Bróðir minn, mágur og föðurbróðir, ANTON GEIR SUMARLIÐASON, Meiðastöðum, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt laugardagsins 3. ágúst. Útför hans fer fram frá Útskálakirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 14. Guðlaugur B. Sumarliðason Sigrún Sigurgestsdóttir Sigurgestur Guðlaugsson Tómas Vignir Guðlaugsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 24. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Hauksdóttir Sverrir Ólafsson Þór Hauksson Guðný María Jónsdóttir Ásgerður Hauksdóttir Þorsteinn Bjarnason barnabörn og langömmubörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GUÐMUNDSSON frá Beigalda, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Steinunn Þórdís Árnadóttir Alda Árnadóttir Sesselja Árnadóttir Eggert Aðalsteinn Antonsson Guðmundur Árnason Ragna Sverrisdóttir Lilja Árnadóttir Jón Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.